Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 11 FRÉTTIR MARGIR rektorar og skólameist- arar framhaldsskólanna eru sam- mála efasemdum Sölva Sveinsson- ar, verðandi rektors Verslunar- skóla Íslands, um gagnsemi þess að stytta nám á framhaldsskólastigi um eitt ár eins og lagt hefur verið til. Í fréttum Ríkisútvarpsins sl. helgi sagðist Sölvi vera andvígur styttingu náms við framhaldsskóla og var haft eftir honum að skól- arnir hefðu ekki beðið um hana. Að mati Sölva væri stúdentsprófið breitt próf og býsna gott þar sem nemendur hefðu tækifæri til að skynja áhuga sinn og fengju að kynnast mörgum greinum og væru sökum þess færari en jafnaldrar þeirra erlendis um að ákveða hvað þeir vildu læra eða starfa við í framtíðinni. Í samtali við Morgunblaðið lýstu rektorar og skólameistarar nokk- urra framhaldsskóla því að baga- legt væri að skera niður valáfanga og afleiðing styttingar náms yrði að brautum myndi fækka sökum þess að kjarni námsskrárinnar yrði mun stærri og stúdentsprófið fyrir vikið mun einsleitara. Margir nefndu einnig að með lengingu skólaársins væri verið að auka vinnuálag nemenda til muna auk þess sem hætta væri á að nem- endur yrðu af ákveðnum fé- lagsþroska með því að taka námið aðeins á þremur árum í stað fjög- urra. Allir höfðu viðmælendur blaðsins auk þess miklar efasemd- ir um hvort gerlegt væri að færa hluta námsefnis framhaldsskól- anna niður í grunnskóla, eins og tillögur verkefnisstjórnar á vegum menntamálaráðuneytisins gera ráð fyrir, sökum skorts á sér- menntun grunnskólakennara. Í skýrslu um styttingu náms til stúdentsprófs, sem gefin var út af menntamálaráðuneytinu síðla árs 2003, kemur fram að íslenskir nem- endur verja 18% fleiri klukkutím- um í nám til stúdentsprófs en nem- ar hinna Norðurlandanna. Á sama tíma sé minni tíma varið til helstu bóklegu greina á Íslandi vegna hlutfalls valgreina í grunnskóla og sérhæfingar námsbrauta í fram- haldsskóla. Þannig er það mat skýrsluhöfunda að það virðist ekki vera sjáanlegur árangur af lengri námstíma hérlendis. Fram kemur í skýrslunni að tillaga verkefnis- stjórnar miðist að því að gera sem minnstar breytingar á árlegu skólakerfi en tryggja jafnframt að íslenskir nemendur fái jafnmikla kennslu til stúdentsprófs og nem- endur í helstu viðmiðunarlöndum okkar. Skýrsluhöfundar meta það svo að einfaldasta leiðin til að stytta námstíma til stúdentsprófs sé að breyta eingöngu skipulagi framhaldsskólans með því að stytta stúdentsnámið um eitt ár. Kostur að prófið er ekki eins sérhæft hérlendis Aðspurður segist Yngvi Péturs- son, rektor Menntaskólans í Reykjavík, hlynntur því að kann- aðir séu möguleikar á styttingu námstímans til stúdentsprófs, en telur að ekki eigi að gera það með þeim hætti sem lagt er til í tillögum verkefnisstjórnar menntamála- ráðuneytisins. Sjálfur segist Yngvi hafa talið markvissara að taka nemendur fyrr inn í framhalds- skóla úr grunnskólanum og nefnir í því samhengi möguleikann á því að skólastigin gætu átt með sér sam- starf um að útbúa námsbraut fyrir ákveðinn hóp nemenda sem gæti farið fyrr í framhaldsskóla úr grunnskóla. Yngvi segist aðspurður sammála Sölva um að íslenska stúdentspróf- ið sé afar gott í núverandi mynd. Segir hann einn helsta kost þess einmitt vera hversu góð almenn menntun felist í því, en prófið er ekki eins sérhæft og víða annars staðar. Að sögn Yngva miðast nú- verandi tillögur að því að draga úr kjörsviði og frjálsu vali nemenda sem notað er á bóknámsbrautum til að dýpka kunnáttu í aðalgreinum á viðkomandi brautum. „Ég tel að eins og þessar tillögur birtast muni nemendur ekki koma nægilega vel undirbúnir í háskóla,“ segir Yngvi og bendir á að nokkrar mótsagnir sé að finna í tillögunum, því sam- kvæmt nýja fyrirkomulaginu sé gert ráð fyrir að nemendur komi jafn vel ef ekki betur undirbúnir til náms á háskólastigi en nú er, en Yngvi segist draga stórlega í efa að svo verði. Að sögn Yngva þykir honum nokkuð sérkennilegt að tillögurnar um styttingu framhaldsnáms skuli koma fram áður en átt hafi sér stað úttekt á breytingunni á aðalnám- skránni frá 1999, því sl. vor útskrif- uðust fyrstu stúdentarnir úr fram- haldsskóla samkvæmt nýju námskránni, en ennþá hefur ekki verið athugað hvernig til hefur tek- ist og hvernig nemendur koma undirbúnir til háskólanáms úr framhaldsskólum eftir breyt- inguna. Telur Yngvi að eðlilegra hefði verið að skoða þetta og á grundvelli þess hefði síðan verið hægt að taka ákvörðun um næstu skref. Breytingarnar verða að vera markvissar „Það er hægt að gera þetta vel en það er líka hægt að klúðra þessu algjörlega,“ segir Már Vilhjálms- son, rektor Menntaskólans við Sund, spurður um afstöðu sína til styttingar framhaldsskólanámsins. Hann segir mjög mikilvægt að yf- irvöld velti vel fyrir sér hvers vegna breyta eigi skólakerfinu og hverju menn vilji ná fram. „Því ef menn vita ekki alveg hverju þeir eiga að ná fram er ekki víst að breyting- arnar sem verið er að gera verði mjög mark- vissar.“ Már segist hins veg- ar sannfærður um að hægt sé að gera nám allt frá grunnskóla upp í háskóla miklum mun markvissara en það er í dag. Hann bendir á að ekki liggi fyrir á þessari stundu hvernig styttingin verði framkvæmd, en ýmsar hugmyndir hafa komið fram varð- andi námskárvinnu og hvernig eigi t.d. að bregðast við starfs- mannamálum, en ljóst þykir að breytingin muni fela í sér umtals- verða fækkun á stöðu- gildum í framhalds- skólum. Að mati Más þarf að huga afskaplega vel að því hvernig námsefni er flutt á milli skóla- stiga og flæði milli stiganna aukið. „Ég er á því að ef færa eigi námsefni milli stiga þurfi að gera sömu menntunarkröfur til kennara á unglinga- stigi grunnskólans og til kennara á fram- haldsskólastigi líkt og gert er t.d. í Finnlandi,“ segir Már og bendir á að eins og staðan er í dag sé yf- irgnæfandi hluti framhaldsskóla- kennara með BA- eða BS-próf á sínu kennslusérsviði auk kennslu- réttinda, en að nokkur skortur sé á nægilegri fagmenntun í grunnskól- um. Hvað nemendur varðar telur Már nauðsynlegt að stórefla stuðn- ing við nemendur utan kennslu- stunda. „Því með styttingu náms er gert ráð fyrir auknu vinnuálagi á nema og stór hluti nemenda ræður ekkert við aukið vinnuálag,“ segir Már og segist helst myndu vilja sjá kerfið gefið frjálst þannig að nám til stúdentsprófs væri ekki skil- greint sem einhver ákveðinn ára- fjöldi heldur bara einingafjöldi og síðan væri það skólanna að útfæra námið. Aðspurður segir Már vissulega ákveðna hættu á því að námsfram- boð verði einhæfara í framhalds- skólum með styttingu námsins og að sérhæfing skólanna glatist. Hann bendir á að sérhæfingin sé sérkenni íslenska skólakerfisins og nefnir í því samhengi að t.d. í Dan- mörku séu aðeins tvær brautir til stúdentsprófs, þ.e. mála- og stærð- fræðibraut, en brautirnar séu þrjár hérlendis samkvæmt nýju nám- skránni, þ.e. mála-, félagsfræði- og náttúrufræðibraut. „Síðan eru fjöl- mörg kjörsvið innan brautanna hérlendis þannig að námsframboð- ið í námi til stúdentsprófs er í raun miklu meira hér en í miklu stærra ríki eins og Danmörku.“ Kallar eftir auknum sveigj- anleika í grunnskólakerfinu Aðspurð segist Kristín Arnalds, skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti, hafa miklar efasemdir um gagnsemi þess að stytta nám á framhaldsskólastigi. Segir hún að skynsamlegra væri að horfa frem- ur til grunnskólans og taka upp þann sama sveigjanleika í námi þar sem nú þegar er fyrir hendi í áfangakerfi framhaldsskólanna. „Með því móti gætu nemendur haft meira um námshraða sinn að segja,“ segir Kristín og minnir á að mikilvægt er að hafa í huga að tími nemenda er dýrmætur, enda segist hún vera afar hlynnt því að nem- endur útskrifist árinu fyrr en þeir gera nú. Kristín minnir á að eins og staðan er í dag geti duglegir nem- endur lokið framhaldsskólanámi ári fyrr en jafnaldrar þeirra og töluvert sé um að nemendur nýti sér það. Að sögn Kristínar hefur stúd- entsprófið í núverandi mynd nýst afar vel og segir hún marga hafa áhyggjur af faglega þættinum ef fækka eigi einingum til stúdents- prófs, sem stytting námsins mun óhjákvæmilega fela í sér. Einnig segist Kristín hafa miklar efasemd- ir um hvort gerlegt sé að flytja hluta af námsefninu frá framhalds- skólunum niður í grunnskólann þar sem fæstir kennarar grunnskólans hafi þá fagþekkingu sem til þarf til að geta kennt umrædd fög. Hver verða afdrif verk- menntanna og fornámsins? Ólína Þorvarðardóttir, skóla- meistari Menntaskólans á Ísafirði, segist hafa vissar efasemdir um ágæti þess að stytta nám í fram- haldsskólum. „Mér finnst þeirri spurningu ekki hafa verið svarað ennþá til hvers við ættum að gera þetta. Ég hef kallað eftir því að grunnskólastigið væri skoðað betur í samhengi við þetta og einnig skil- in milli skólastiganna,“ segir Ólína og bendir á að þegar taldar eru kennslustundir þá sé nám í ís- lenska grunnskólanum lengra en grunnskólanám á Norðurlöndum en það eigi ekki við um framhalds- skólann, því hann sé sambærilegur. Má í því samhengi nefna að í fyrr- greindri skýrslu um styttingu náms til stúdentsprófs kemur fram að heildarkennslutími stúdents- náms hérlendis er 2.707 klst. en á bilinu 2.139–2.519 klst. á hinum Norðulöndunum, þarna munar því á bilinu 188–568 klst. Á sama tíma er nám í grunnskóla 8.064 klst. hér- lendis en á bilinu 6.359–7.530 klst. í grunnskólum hinna landanna og munar þar því á bilinu 534–1.705 klst. Að sögn Ólínu er enn óútkljáð hver verði, með styttingu fram- haldsskólanáms, afdrif verkmennt- anna og ennfremur hinna svoköll- uðu almennu brauta sem eru nokkurs konar fornám eða undir- búningsbrautir fyrir framhalds- skóla, hugsaðar fyrir þá nemendur sem uppfylla ekki öll inntökuskil- yrði inn á stúdentsprófsbrautir. Hún veltir fyrir sér hvað verði um þá áfanga sem framhaldsskólarnir eru núna að kenna á almennu brautunum ef færa eigi byrjendaá- fanga framhaldsskóla niður í grunnskólann, líkt og gert sé ráð fyrir í hugmyndum um styttingu framhaldsnámsins. „Á að vista undirbúningsnámið áfram hjá framhaldsskólunum þegar grunn- skólinn er í raun farinn að kenna erfiðara námsefni?“ spyr Ólína og segir óljóst á hvers forræði þessi undirbúningur eigi að vera. „Hitt er svo annað mál að nú þegar þessi ákvörðun hefur verið tekin sé ég ekki annað vænna en að reyna að framfylgja henni eftir bestu getu og vona að mínar eigin efasemdir hafi verið óþarfar,“ segir Ólína að lokum. Efast um að stytta megi nám í framhaldsskólum Allnokkrar efasemdir virðast ríkja hjá nokkrum skólameisturum framhaldsskólanna um gagnsemi þess að stytta nám á framhaldsskólastigi um ár. Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund. Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík. Kristín Arnalds, skóla- meistari Fjölbrauta- skólans í Breiðholti. TENGLAR ................................................... www.mbl.is/itarefni silja@mbl.is Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Mennta- skólans á Ísafirði. KREDITKORTAVELTA íslenskra Mastercard-korthafa erlendis jókst um 17,4% á milli áranna 2003 og 2004. Árið á undan var aukningin um 6,8%. Alls var heildarnotkunin erlendis fyrir árið 2004 tæpir sjö milljarðar kr. en var rétt rúmur 5,1 milljarður árið 2003. Aukningin á milli áranna nemur því um 36%. Hlutdeild Mastercard í kreditkorta- viðskiptum hérlendis er 27% og um 30% í debetkortaviðskiptum. Mest var notkunin í Bandaríkj- unum og Bretlandi eða rúmir þrír milljarðar kr., sem gerir 45% af heildarnotkuninni, og skiptist það nokkuð jafnt á milli landanna eða um 1,7 milljarðar í Bandaríkjunum og tæplega 1,5 milljarðar í Bret- landi. Næst komu Danmörk með tæp 13% af heildinni, Spánn með 8,64% og Þýskaland með rúm 4%. Í öllum ofangreindum löndum fyrir utan Þýskaland varð umtalsverð aukning. Mest varð hún í Bretlandi á milli áranna 2003 og 2004 eða 55%. Í Bandaríkjunum var aukn- ingin 41% en notkunin í Þýskalandi dróst saman um 2,8%. Ragnar Önundarson, fram- kvæmdastjóri Kreditkorta hf. um- boðsaðila Mastercard á Íslandi, seg- ir ákveðna stöðnun hafa einkennt efnahagslífið árin 2001 og 2002 en það hafi tekið flug á síðustu tveimur árum. Hann segir kortanotkunina sýna fram á hvað Íslendingar séu duglegir í því að fylgja lágu gengi eins og aukningin í Bandaríkjunum og Bretlandi gefa til kynna. „Það er spurning hvort að Íslendingar séu ekki svolítið að taka duglega á því í góðærinu og séu kannski að auka skuldir sínar,“ segir Ragnar en hann bendir á að Íslendingar séu mjög skilvísir þegar kemur að því að greiða reikningana. Ragnar segir notkunina gefa glögga vísbendingu um hvert Ís- lendingar séu að fara en alls náði notkunin til um 150 landa um allan heim í fyrra. Kreditkortavelta erlendis jókst um 17,4% SÝSLUMAÐURINN á Ísafirði staðfesti í gær lögbann sem hann setti á framleiðslu, sölu og notk- un á fiskflokkunarvél sem fyr- irtækið 3X Stál á Ísafirði hafði framleitt. Vélsmiðjan Style í Garðabæ fékk lögbannið sett á 3X Stál á þeim forsendum að fyr- irtækið hefði einkaleyfi á hluta af búnaði vélarinnar. Forsvarsmenn 3X Stáls fóru fram á að lögbann- inu yrði aflétt en niðurstaða sýslumanns stóð óhögguð. Að sögn Egils Ragnarssonar, stjórnarformanns Style, átti hann ekki von á öðru en að lögbannið yrði staðfest, enda hefðu aðgerð- irnar verið réttmætar. Ekki væri nein ósanngirni fólgin í því að verja einkaleyfi Style með lög- bannskröfu. Að hans sögn mun Style stefna 3X Stáli fyrir hér- aðsdóm og krefjast skaðabóta, líklega upp á tugi milljóna króna. Lögbann sýslu- manns staðfest EMBÆTTI forstjóra Útlend- ingastofnunar hefur verið auglýst laust til umsóknar. Umsókn- arfrestur rann út 22. janúar 2005. Tvö sóttu um embættið; Hildur Dungal lögfræðingur og Sveinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri og lögfræðingur. Tveir sækja um embætti forstjóra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.