Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÍSLENSKT efnahagslíf þarf þriðju stoðina. Það er ekki nóg til lengdar að byggja efnahag þjóð- arinnar eingöngu á sjávarútvegi og stóriðju. Þetta var inntakið á ráðstefnu Samtaka upplýsinga- tæknifyrirtækja (SUT) undir yfirskriftinni Þriðja stoðin? Verður upplýsingatækni þriðja stoðin í verðmætasköpun og gjaldeyristekjum Íslands ár- ið 2010? Wilfried Grommen, framkvæmdastjóri stefnu- mótunar hjá Microsoft í Evrópu, sagði í erindi sem hann flutti á ráðstefnunni að möguleikar Íslend- inga til þess að verða heimsleiðandi á sviði upplýs- ingatækni væru miklir. Mikilvægt væri að stjórn- völd veittu sprotafyrirtækjum, sem og rótgrónum fyrirtækjum, á þessu sviði nauðsynlegan stuðning til þess að vaxa og dafna. Til þess að ná árangri er nauðsynlegt að hafa hugsjón, að mati Grommen. Ef hugsjónin er til staðar þarf að búa henni gott umhverfi þar sem aðgangur að fjármagni er góður. Einnig er mik- ilvægt að hafa markvissa áætlun um hvernig hægt er að gera þessa hugsjón að veruleika. Fari svo verður „hagkerfið öflugra, framleiðni þjóðarinnar eykst og lífsgæði aukast. Möguleikar ykkar til ár- angurs verða nánast ótakmarkaðir,“ sagði Wil- fried Grommen. Stuðlar að virðisauka Frans Clemmesen, sviðstjóri í ráðuneyti vísinda og tækni í Danmörku, sagði mikilvægara að geta nýtt upplýsingatækni í samfélaginu en að vera framleiðandi tækninnar. Hann lagði einnig á það mikla áherslu að það sé mikilvægara að upplýs- ingatækni stuðli að virðisauka en að hún stuðli að fleiri störfum og auknum útflutningi. Það skiptir að hans sögn ekki höfuðmáli hvort vara sem er framleidd í Danmörku sé seld í Þýskalandi eða í Danmörku. Ingvar Kristinsson, formaður Samtaka upplýs- ingatæknifyrirtækja, benti á að skipting verð- mætasköpunar hefði breyst á síðastliðnum áratug og árið 2003 hafi hlutdeild hátækniiðnaðar í vergri landsframleiðslu verið 3,8%. Tíu árum áður hafi hátækniiðnaður numið 0,6% af landsframleiðslu. Þá hafi hátækniiðnaður skilað 0,3% af gjaldeyr- istekjum þjóðarinnar en á síðasta ári 6,3%. Hér sé því að mati Ingvars um frábært tækifæri að ræða til þess að byggja enn frekar undir íslenska efna- hagskerfið. Morgunblaðið/Jim Smart Leiðandi Möguleikar Íslendinga til þess að verða heimsleiðandi á sviði upplýsingatækni eru miklir. Verður upplýsingatækni þriðja stoð efnahagslífsins?  #$ %"  ""#$&' &() -.  . - *  (   %& ' ( ) * +,,'- ( ) * + !    ". /% ) ,  . ! 0 " 1", 2+1", 2-. " " 1",0 " 3  3&  . 4. ,*  5   5     ". 1/ 6 '  / *  )    , ,! 0 " +( " *!"  ! #  /78 " 9 : !1) " ; <," 8! "" =>   50 5  ? .5 ! " 5- ! -! ! #  / @ #..".! -!" "" -!" 7) 8!  95<1 . 0 /    1.2. % 1,,  , A# ! " ;0 "  @<,<  13  ! BCAD 5;!  '! ,/' !               9  9 9 9  9 9    9 9 9 9 9 + # ".  # '! ,/' !   9  9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 E $F E9$F E9 $F 9 E9$F E9 $F E$F E $F 9 E $F 9 E9$F 9 E9$F E9$F 9 E$F 9 9 9 9 9 E $F 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9   '! ,*  . " @ 1)!; ),.  2 *5  / / /  / /  / / / / /  / /  / / /  / 9  / / 9 9 9 / 9 9  9 9 9 9 9                     9                        9            ! ,* ;GH /, / %@/I% . "   -  '! ,*         9    9 9 9  9 9   9 9 9  9 9 %@/9J'     " -   /%@/95,#   ! .. # -,  1)!   )" / ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu rúmum 3 milljörðum króna í gær voru rösklega 1,9 millj- arða króna viðskipti með hlutabréf í KB banka og hækkaði verð þeirra bréfa um 2% innan dagsins en KB banki birtir í dag uppgjör sitt fyrir árið 2004. Verð hlutabréfa í Actavis hækkaði þó meira, um 4,1%, í næst- mestu viðskiptum dagsins sem námu ríflega 365 milljónum króna. Mest verðlækkun varð á bréfum Tryggingamiðstöðvarinnar (-2,3%) og Bakkavarar (-1,6%). Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,91% í 3.596 stig. Nær 2 milljarða við- skipti með KB banka ● ÁFRAM er spáð að álverð muni taka að lækka á vormánuðum. Mið- að við meðalverð á áli það sem af er janúar og verð á framvirkum samn- ingum í NYMEX kauphöllinni í New York er líklegt að tonnið af áli muni hækka í verði í febrúar og mars en að verð taki svo að lækka í apríl. Þetta er í takt við verðspá sem birt var í Viðskiptablaði Morgunblaðsins á Þorláksmessu. Álverð tekur að lækka á vormánuðum Frá einhæfni til hagvaxtar er yf- irskrift erindis sem Þorvaldur Gylfa- son, prófessor í viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands, flytur í málstofu Hagfræði- og viðskipta- fræðistofnunar í Öskju, stofu 132, í dag kl. 12.20. Í erindinu mun hann lýsa nokkrum helztu gangráðum hagvaxtar um heiminn og bregða upp myndum af sambandi hagvaxtar við ýmis fyr- irbæri svo sem fjölhæfni atvinnulífs og lýðræði. Í DAG ● HAGVÖXTUR í Kína var 9,5% á síð- astliðnu ári og fór þar með talsvert fram úr spám opinberra stofnana þar í landi. Árið áður var hagvöxturinn 9,3%. Kínversk stjórnvöld hafa reynt að stemma stigu við hagvextinum með aðhaldsaðgerðum af ýmsu tagi og vænta má aukins aðhalds á þessu ári. Mestur var vöxturinn í landbúnaði á síðasta fjórðungi ársins 2004, veit- ingaþjónustu, samgöngum og annarri þjónustu. En þrátt fyrir mikinn hagvöxt sjá Kínverjar jákvæð merki í því að fjárfesting hefur dregist saman og jafnframt sé einkaneysla mikil. Hagvöxtur í Kína 9,5% Innlend útlán jukust um 38% *   + $  ,   -    - . -  -  -  / .    ' "  0$1 ' 0&  INNLEND útlán bankakerfisins jukust um 37,6% á síðasta ári og námu þau við áramót rúmlega 1.425 milljörðum króna en voru 1.035 milljarðar ári áður. Á árinu 2003 juk- ust innlend útlán heimilanna um 15%. Þetta kemur fram í tölum sem Seðlabanki Íslands birti síðastliðinn föstudag. Helstu skýringar þessarar miklu aukningar má finna í auknum útlán- um til fyrirtækja og heimilanna. Út- lán til fyrirtækja jukust úr 592,6 milljörðum í 794,5 milljarða á milli ára, eða um 34%, en útlán til heim- ilanna námu á síðasta ári alls 306,7 milljörðum króna og jukust um 118,6 milljarða króna, eða 63% frá síðasta ári. Þessa aukningu á lánum heim- ilanna má skýra með íbúðalánum bankanna sem hófust í ágústmánuði sem og bættum lánakjörum. Sam- kvæmt Morgunkorni Íslandsbanka í gær er þó ekki um hreina skulda- aukningu heimilanna að ræða þar sem stærstur hluti lánanna hefur verið nýttur til niðurgreiðslu á lán- um hjá Íbúðalánasjóði og lífeyris- sjóðum. ATCO Europe, dótturfyrirtæki kan- adíska fyrirtækisins Atco Structures, mun byggja starfsmannabúðir fyrir 1.500 starfsmenn sem koma til með að vinna við byggingu Fjarðaáls, ál- vers Alcoa í Reyðarfirði. Frá þessu er greint í frétt á vefmiðlinum Yahoo. Atco hefur gert samning um bygg- ingu starfsmannabúðanna við banda- ríska verktakafyrirtækið Bechtel sem byggir álver Alcoa. Samningur- inn nær til hönnunar, framleiðslu og uppsetningar búðanna. Einingarnar sem notaðar verða til byggingar þeirra eru samkvæmt frétt Yahoo framleiddar í verksmiðju Atco í Búdapest í Ungverjalandi en hluti þeirra kemur frá annarri verksmiðju fyrirtækisins í Texas í Bandaríkjun- um. Í tilkynningu frá Atco Europe er haft eftir Ron Morrison, aðstoðarfor- stjóra fyrirtækisins, að gætt verði að ströngustu umhverfisverndarskil- yrðum við byggingu starfsmanna- búðanna og að fyrirtækið hafi mikla reynslu af vinnu á afskekktum svæð- um og við erfið skilyrði. Kanadískt fyrirtæki byggir starfs- mannabúðir NORSKA fjármálaeftirlitið hefur samþykkt að mæla með því við norska fjármálaráðuneytið að heim- ila kaup Íslandsbanka á BNbank (Bolig- og Næringsbanken ASA) í Noregi. Frá þessu er greint í til- kynningu frá Íslandsbanka til Kaup- hallar Íslands. Tilboðið í BNbank er nú háð sam- þykki fjármálaráðuneytisins í Nor- egi. Fjármálaeftirlitið hér á landi hefur tilkynnt að það geri ekki at- hugasemdir við kaup Íslandsbanka á BNbank. Það var í nóvember síðastliðnum sem Íslandsbanki lagði fram yfir- tökutilboð í BNbank. Kaupverðið svarar til um 35 milljarða íslenskra króna. Mæla með yfirtöku á BNbank VERÐBÓLGA í EES-ríkjun- um, mæld með samræmdri vísi- tölu neysluverðs, var að meðal- tali 2,2% á tímabilinu frá desember 2003 til desember 2004. Á sama tíma var hún 2,4% á evrusvæðinu og 2,9% á Íslandi. Mesta verðbólga á evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var 7,4% í Lett- landi og 5,8% í Slóvakíu en minnst í Finnlandi, 0,1%, og í Svíþjóð, 0,9%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Samræmd vísitala neyslu- verðs í EES-ríkjunum var 116,5 stig í desember sl. og hækkaði um 0,3% frá nóvember. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 130,0 stig, hækkaði einnig um 0,3% frá fyrra mánuði. Meðalvísitala ársins 2004 fyr- ir EES-ríkin var 115,3 stig, 2,0% hærri en meðaltalið árið 2003. Sambærilegar tölur voru 2,0% árið 2003 og 2,1% árið 2002. Meðaltal samræmdu vísitölunn- ar fyrir Ísland árið 2004 var 128,1 stig, 2,3% hærra en árið 2003. Sambærilegar tölur voru 1,4% árið 2003 en 5,3% 2002. Verðbólgan hærri hér en á EES ♦♦♦ = K 5LM   ! !" #$ #$ $ $ @5A N%O  "%  % #$ #$" $ $ C%C  43O % "" &% #$' #!$ $ $ 2O =,, "" !! && #$' $! $ $ BCAO N)P:)" % ('& !  #$' #$' $ $

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.