Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚR VERINU FORSTJÓRASKIPTI urðu í HB Granda í gær. Sturlaugur Stur- laugsson lét af störfum og í stað hans var Eggert Benedikt Guð- mundsson, sem hefur verið mark- aðsstjóri fyrirtækisins, ráðinn. Samhliða hættir Kristján Þ. Dav- íðsson aðstoðarforstjóri hjá fyrir- tækinu. „Að sjálfsögðu er ég ekki sáttur við það að hætta en þetta er nið- urstaða af hálfu þeirra sem stjórna. Það nær ekki lengra,“ sagði Stur- laugur í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann vildi ekki tilgreina nánar ástæður þessara umskipta og vísaði á stjórnarformann félagsins. Árni Vilhjálmsson, formaður stjórnarinnar, vildi lítið tjá sig um málið og vísaði í tilkynningu sem send var Kauphöll Íslands í gær- morgun. Í henni kemur ekki fram af hverju farið var í þessar manna- breytingar. Aðspurður hvort ekki væri ástæða til að skýra málið bet- ur fyrir hluthöfum HB Granda sagði Árni að hann hefði tekið það fram í tilkynningunni væri hann á þeirri skoðun. Í tilkynningunni segir að í kjölfar sameiningar HB Granda við Tanga hf og Svan RE hafi stjórnin gert breytingar á yfirstjórn fyrirtækis- ins. Með breytingunum sé lögð enn frekari áhersla á markaðsmál fyr- irtækisins og fylgt eftir þeirri stefnu sem mörkuð hafi verið á síð- asta ári með stofnun sérstakrar markaðsdeildar. Á fundum með starfsfólki Eggerti B. Guðmundssyni líst sérlega vel á að taka við stjórnun fyrirtækisins eftir að hafa verið markaðsstjóri í rúmt hálft ár. Það hafi bæði verið gleðilegur og lær- dómsríkur tími. Fyrirtækið sé vel mannað og valinn maður í hverju rúmi. Hann hafi verið að kynna sig fyrir starfsfólkinu í Reykjavík og á Akranesi og fari til Vopnafjarðar á næstu dögum. „Þessar breytingar tengjast eng- um stefnubreytingum sem ákveðnar hafa verið,“ segir Eggert. Hann geti lítið sagt til um aðdraganda þessara breytinga. Ákvörðunin sé ekki hans. Honum hafi verið boðið starfið og taki því. Haraldur Böðvarsson hf. og Grandi sameinuðust formlega 1. janúar 2004 eftir að Grandi hafði keypt allt hlutafé HB. Í byrjun maí tók Sturlaugur Sturlaugsson við starfi forstjóra félagsins. Tangi og Svanur RE voru síðan sameinuð undir sameiginlegum hatti HB Granda frá 1. október á síðasta ári. Eiga áfram í HB Granda „Ég hef tekið þátt í því af heilum hug að búa til eitt stærsta sjáv- arútvegsfyrirtæki á Íslandi og er stoltur af því. Ég held að það hafi verið rétt,“ segir Sturlaugur og á ekki von á öðru en að fjölskylda hans verði áfram hluthafar í HB Granda. Framtíðin stjórni þeirri ákvörðun og hvernig spilað verði úr þeim gæðum sem fyrirtækið ráði yfir. „Auðlindin er ekki bara í haf- inu og kvótanum. Hún liggur líka í fólkinu og hvernig menn ná að virkja það. Það er það sem skiptir máli.“ Sturlaugur segist vona að stjórn og stjórnendur HB Granda finni farsæla leið inn í framtíðina. Fyrirtækið eigi mikla og góða fram- tíð fyrir sér, en það sé auðvitað háð því hvernig spilað sé úr þeim spil- um sem á hendi séu. „Ég fer að leita að vinnustað þar sem ég er velkominn og get nýtt þá orku og reynslu sem ég bý yfir,“ segir Sturlaugur aðspurður hvað bíði hans. „Ég bíð bara spenntur eftir að takast á við ný tækifæri.“ Aðrar breytingar Svavar Svavarsson, sem verið hefur framleiðslustjóri, verður markaðsstjóri. Vilhjálmur Vil- hjálmsson, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri Tanga hf., verður yf- irmaður uppsjávarsviðs. Torfi Þorsteinsson, sem verið hefur yf- irmaður uppsjávarsviðs, verður yfirmaður landvinnslu bolfisks. Stofnað hefur verið nýtt svið við- skiptaþróunar, sem mun ná yfir starfsemi fyrirtækisins í fiskeldi, sem og ný rannsókna- og þróun- arverkefni. Ekki hefur verið ráðið í stöðu forstöðumanns þess sviðs. Aðrar stöður yfirstjórnenda verða óbreyttar. Eggert Benedikt Guðmundsson er Dipl.-Ing. í rafmagnsverkfræði frá háskólanum í Karlsruhe, Þýska- landi, og MBA frá IESE við- skiptaháskólanum í Barcelona á Spáni. Eggert starfaði sem verk- fræðingur hjá Íslenska járnblendi- félaginu árin 1990–1995. Að námi í IESE loknu vorið 1997 hóf Eggert störf hjá Philips Electronics í Belg- íu, en flutti sumarið 2000 til Philips í San José, Kaliforníu. Hjá Philips vann Eggert við vörustjórnun, markaðsstjórnun og viðskiptaþróun. Frá Kaliforníu flutti hann til Ís- lands í júní 2004 og hóf þá störf sem markaðsstjóri HB Granda. Eggert er kvæntur Jónínu Lýðs- dóttur hjúkrunarfræðingi og á þrjú börn. „Að sjálfsögðu ekki sáttur við að hætta“ Sturlaugur Sturlaugsson víkur fyrir Eggerti B. Guðmundssyni sem forstjóri Granda – Kristján Þ. Davíðsson hættir einnig sem aðstoðarforstjóri Sturlaugur Sturlaugsson Árni Vilhjálmsson Eggert B. Guðmundsson ÞINGMENN Frjálslynda flokks- ins, með Gunnar Örlygsson í broddi fylkingar, hafa lagt fram á Alþingi þings- ályktunartillögu um að endur- skoðaðar verði reglur um klæðaburð al- þingismanna í þingsal og ávarpsvenjur þeirra í ræðu- stól á Alþingi. Vilja þeir að forsætisnefnd verði falið að end- urskoða þessar reglur og að hún skili tillögum fyrir þinglok í vor. „Markmið tillögunnar er í fyrsta lagi að gera alþingis- mönnum kleift að klæðast al- þýðlega í þingsal og um leið að færa venjur um klæðnað þing- manna til nútímalegra horfs,“ segir í greinargerð tillögunnar. Er því bætt við að venjur og hefðir í þessum málum séu með nýtískulegra sniði í danska þinginu. „Í annan stað snýr markmið til- lögunnar að breyttum ávarps- venjum í ræðustól Alþingis. Flutningsmenn tillögunnar telja að einungis sé þarft að ávarpa forseta sérstaklega, t.a.m. með orðunum „virðulegur forseti“. Orðin „hæstvirtur ráðherra“ og „háttvirtur þingmaður“ muni þá heyra sögunni til. Að mati flutningsmanna eru ávarpsreglurnar í raun barns síns tíma og eðlilegt að taka þær til endurskoðunar. Með því að tak- marka notkun orðanna „hæstvirt- ur“ og „háttvirtur“ mun ræðutími þingmanna í ræðustól Alþingis nýtast til muna betur.“ Morgunblaðið/Jim Smart Jakkafataklæddir þingmenn. Frjálslyndir vilja að venjur um klæðnað þingmanna verði færðar í nútímalegra horf. Þingsályktunartillaga þingmanna Frjálslynda flokksins Alþingismenn fái að klæðast alþýðlega Gunnar Örlygsson ANNA Kristín Gunnarsdóttir, þing- maður Samfylkingar, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar á Al- þingi í gær, þar sem hún spurðist m.a. fyrir um þingmál frá landbún- aðarráðuneytinu. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra svaraði því m.a. til að það hefði legið fyrir að ekki kæmu mörg mál frá ráðuneyt- inu á þessum vetri. Fleiri mál myndu hins vegar koma frá ráðu- neytinu næsta haust. Anna Kristín sagði í upphafi máls síns að fimm fundir hefðu verið haldnir í landbúnaðarnefnd þingsins á þessum vetri. „Eins og nú stend- ur,“ sagði hún „hafa fjórir fyrirhug- aðir fundir í röð verið felldir niður og á næsta fundi sem boðaður er eft- ir viku er eingöngu á dagskrá mál tveggja sláturhúsa.“ Hún sagði enn fremur að nefndin hefði verið verkefnalítil meirihluta síðasta vetrar „enda engin mál til umfjöllunar frá ráðuneytinu“, upp- lýsti hún. „Undir vorið helltist yfir okkur hvert málið af öðru, stórir málaflokkar og þeirra á meðal nýr samningur við mjólkurframleiðend- ur til sjö ára og tilheyrandi milljarðaútgjöld. Um málin var fjallað í kapp við tímann, algjörlega að þarflausu ef betur hefði verið staðið að málum af hálfu ráðuneyt- isins.“ Þingmaðurinn tók fram að ekki væri við formann nefndarinnar, Drífu Hjartardóttur, að sakast held- ur við verkstjórn Guðna Ágústsson- ar landbúnaðarráðherra. Langt til vors Guðni Ágústsson svaraði því til að þau mál sem ráðuneytið hefði boðað væru enn í vinnslu. „Það er langt til vors, eins og menn þekkja, þannig að það er alls hins besta að vænta hvað það varðar.“ Hann minnti þó á að ráðuneytið hefði að undanförnu verið undirlagt í vinnu við stofnun Landbúnaðarháskóla Íslands. Jafn- framt tók hann fram að ráðuneytið væri fáliðað og að mikið álag væri á embættismönnum þess. „Það hefur alveg legið fyrir í vet- ur að ekki yrði mikið um mál af minni hálfu að ræða, þau væru mörg í undirbúningi og vinnslu, bæði lax og silungur. Ég mun halda áfram með stofnanabreytingar þannig að hér verður mikið að gera næsta haust þegar ég kem til þings aftur. Þá verða hér mörg mál. Þau verða hins vegar ekkert mjög mörg á þessum vetri og það er kannski ekk- ert alltaf aðalmálið að fylla allar nefndir af málum þegar atvinnu- greinin er í jafnágætri þróun á mörgum sviðum og hún hefur verið og mikil nýsköpun í íslenskum sveit- um.“ Bað hann síðan menn um að halda ró sinni. Spurt um þing- mál frá landbún- aðarráðuneytinu Anna Kristín Gunnarsdóttir Guðni Ágústsson ÞINGFUNDUR hefst kl. 12 í dag. Á dagskrá eru nítján fyr- irspurnir til ráðherra. Meðal annars verður spurt um brott- vísun útlendinga úr landi, raf- orkuverð til garðyrkju, neyð- armóttöku fyrir þolendur heimilisofbeldis, samgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins og há- markshraða á tvöfaldri Reykjanesbraut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.