Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Nýjasta snilldarverkið frá Óskarverðlaunahafanum Clint Eastwood. Eftirminnilegt og ógleymanlegt meistaraverk. Besta mynd hans til þessa. Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 5.30, 8 og 10.30. SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 OG 10.30. Sýnd kl. 6.  S.V. Mbl.  Kvikmyndir.com „Hressir ræningjar“ Fréttablaðið OCEAN´S TWELVE Kvikmyndir.is Ian Nathan/EMPIRE Sýnd kl. 10.05. VINSÆLUSTU MYNDIRNAR Á FRÖNSKU KVIKMYNDAHÁTIÐINNI SÝNDAR ÁFRAM V.G. DV. Langa trúlofunin - Un Long dimanche. Sýnd kl. 10. Grjóthaltu kjafti - Tais toi. Sýnd kl. 8.30. Sýnd kl. 6, 8.30 og 11. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Nýjasta snilldarverkið frá Óskarverðlaunahafanum Clint Eastwood. Eftirminnilegt og ógleymanlegt meistaraverk. Besta mynd hans til þessa. Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun tilnefningar til óskarsverðlauna þ.á.m. Besta mynd, besti leikstjóri, besti leikari-Leonardo Dicaprio, bestu aukaleikarar- Cate Blanchett og Alan Alda. 11 LEONARDO DiCAPRIO H.L. Mbl. Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6 og 9.10. J.H.H. Kvikmyndir.com  Vinsælasta myndin á Íslandi Vinsælasta myndin á Íslandi Síðasta ár var einstaklega gjöfult hvaðheimsóknir erlendra poppara og rokk-ara hingað til lands áhrærði, um algert metár var að ræða og hver stórstjarnan á eftir annarri hélt hér tónleika. Það er því ljóst að jarðvegurinn í þessum efnum er orðinn ger- breyttur og ekki lengur um það að ræða að menn þurfi ofurmannlega seiglu til að bera ef þeir ætla að standa í hljóm- sveitainnflutningi. Þvert á móti virðist hið sæmilegasta rennsli komið í þessa hluti. „Virðist“ segi ég því að það er vel mögulegt að í ár komi logn á eftir stormi, Ís- lendingar enda vanir að gera flesta hluti í áhlaupum.    Um leið og þetta hefur verið að gerast hafaheimsóknir óþekktara tónlistarfólks og hljómsveita verið alveg jafn tíðar. Jafnan er minni yfirbygging á þessari starfsemi, hljóm- sveitirnar spila kannski fyrir 200 til 300 manns í mesta lagi, gista stundum á gólfum þess hugsjónafólks sem kom því til landsins og venjulega fara tónleikarnir ekkert sér- staklega hátt í almennum fréttamiðlum, held- ur er orðinu dreift á pappírsmiðum og vegg- spjöldum, í gegnum Netið og oft einfaldlega lætt inn í eyru áhugasamra á götu úti. Á síð- asta ári var ágætlega jafn straumur af erlend- um þungarokkssveitum, nýbylgjusveitum, hipp hoppi, raftónlistarfólki og óræðum jaðar- sveitum. Þessar heimsóknir veita fólki tæki- færi á því að kynna sér stefnur og strauma ut- an frá og innlent tónlistarlíf hefur oft hagnast ríkulega á heimsóknunum. Íslenskir lista- menn sjá oft um að hita upp fyrir gestina og kemur samkrullið oft á samböndum sem nýt- ast vel. Það má þó að sjálfsögðu ekki gleymast að innlendir tónlistarmenn af þessum toga eru mjög virkir í tónleikahaldi árið um kring, með eða án erlendra gesta. Þessum pistli er annars ætlað að tæpa árokkvænni holskeflu sem er að ríða yfir landið næstu vikur en þá koma hingað til lands nokkrar erlendar sveitir, sumar þeirra í annað sinn. Í næstu viku, helgina 18. til 20. febrúar, kemur hingað öfgarokksveitin Burnt by the Sun frá New Jersey. Hún verður studd inn- lendum rokksveitum; þeim Jericho Fever, Brothers Majere, Fighting Shit, Terminal Wreckage, Severed Crotch, Myra og Moment- um. Tónlistin þar er allt frá hröðum og mel- ódískum harðkjarna yfir í kolbrjálað og níð- þungt dauðarokk. Einnig leikur sveitin Chthonic en hún er frá Taívan eftir því sem pistlahöfundur kemst næst. Þegar þessu brjálæði linnir kemur hingað bandaríska sveitin Converge og spilar í Hell- inum, Tónlistarþróunarmiðstöðinni hinn 9. mars. Þessi framsækna harðkjarnasveit þykir með því merkasta sem fram hefur komið í þeim geiranum lengi; eiga að baki tímamóta- verkið Jane Doe (2001) og gáfu út í fyrra hina frábæru You Fail Me. Converge heimsóttu Ís- land í byrjun sama árs og léku þá í Iðnó.    Helgina 23. til 25. mars spila svo tværsveitir. Annars vegar Good Clean Fun, sem er eins og nafnið gefur til kynna, hresst og skemmtilegt harðkjarnaband en hins vegar Hampshiresveitin Dead after School, sem kom hingað síðasta sumar og hélt tón- leika. Í aprílbyrjun er það svo hin skemmtilega nefnda Alabama Thunderpussy og tekur hún yfir Grand Rokk 1. og 2. apríl. Tónlistin er rokk í þyngri kantinum en eins og „hvíts hysk- is“-legt nafnið gefur til kynna er það bundið í sveitt grúv að hætti suðurríkjarokkara. Og að lokum, í endaðan apríl, heimsækir The Fucking Champs klakann, sem er um margt stórundarleg sveit. Tónlistin er ósung- in og hljómar eins og búið sé að rúlla öllum hetjurokksköflum Iron Maiden, Accept og Exizt saman í einn þéttan pakka. Þess má geta að The Fucking Champs komu til Íslands haustið 2001 ásamt síðrokksveitinni Trans Am.    Semsagt, nóg af erlendu rokki og róli í boðifyrir tónleikafara fyrsta ársfjórðunginn eða svo. Nánar er hægt að lesa um þessar heimsókn- ir á www.hardkjarni.com en sú ágæta síða hefur fóstrað grasrótarrokksenu landsins vel frá stofnun árið 1999. „Það verður rokkað og ekki stoppað“ ’Þessar heimsóknir veita fólki tækifæri á því að kynna sér stefnur og strauma utan frá og innlent tónlistarlíf hefur oft hagnast ríkulega á heimsóknunum.‘ AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is EVRÓVISJÓNKEPPNIN fer fram í Úkraínu þetta árið en söng- konan Ruslana sigraði í keppninni í fyrra sem fram fór í Tyrklandi. Síðastliðinn desember samþykkti útvarpsráð tillögu Ríkissjónvarps- ins að hafa ekki forkeppni fyrir keppnina í þetta sinnið. Í staðinn verður einum aðila falin þátttaka í söngvakeppninni fyrir hönd RÚV. Fordæmi eru fyrir þessu en engu að síður hafa mótmæli vegna þessa heyrst úr röðum tónlistar- manna. Haft var eftir Bjarna Guð- mundssyni, framkvæmdastjóra Sjónvarpsins, í frétt um málið í þessu blaði (20. desember síðast- liðinn) að fjárhagsstaða sjónvarps- ins og forgangsröðun verkefna hefði ráðið ákvörðuninni. Sjónvarpið hefur leitað til þeirra Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar og Selmu Björnsdóttur um þátt- töku. Rúnar Gunnarsson, dag- skrárstjóri innlendrar dag- skrárdeildar Sjónvarpsins, staðfestir í samtali við Morg- unblaðið að Þorvaldur og Selma muni fara út. „Við héldum fund í gær og samningur þessa efnis var hand- salaður,“ segir Rúnar. „Selma fer því út til Úkraínu. Hún og Þor- valdur eru nú að skoða nokkur lög en lagið sem fer út verður ann- aðhvort eftir Þorvald einan eða í samstarfi við einhvern annan höf- und.“ Selma hefur áður farið á Evróvisjón, keppti í Ísrael árið 1999 og söng þá lag eftir Þorvald Bjarna, lagið „All Out of Luck“. Ísland hafnaði þá í öðru sæti sem er besti árangur Íslands í keppn- inni frá upphafi. Tónlist | Evróvisjón í Úkraínu í maí Selma Björnsdóttir og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson verða fulltrúar Íslands. Selma verður fulltrúi Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.