Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR breytni. Feginn vildi ég fella inn í þessa smágrein þó ekki væri nema eitt dæmi úr munnlegum sagnaforða Sigurðar Baldurssonar. Sú upprifjun kæmi þó að litlu haldi. Listfengi höf- undarins yrði út undan og sjálfum yrði „mér söngvarans dæmi“ sem framdi list sína frammi fyrir auðum áheyrendabekkjum, „reyndi að syngja en gat ekki“. Fyrir rúmlega tveim áratugum gekk ég niður Laugaveginn á myrk- um jólaföstumorgni í kafaldshríð, þá nýkominn heim eftir nokkuð langa útivist, búinn að hálfgleyma íslensku skammdegi og fannst umhverfið með afbrigðum þunglyndislegt. Þá bar þar allt í einu að Sigurð Bald- ursson hæstaréttarlögmann geisl- andi af góðvild og sagnagleði. Við tókum tal saman á gangstéttinni og um það bil stundarfjórðungi síðar var ég kominn niður í Bankastræti sannfærður um að vorjafndægri væri í nánd og jafnvel farið að hilla undir sumarsólstöður. Slíkur var töframáttur orðsins hjá Sigurði að hann gat á svipstundu veitt vorbirtu inn í svartasta skammdegi. Húmor hans hef ég fyrir löngu skipað í sér- stakan gæðaflokk þó að ég þykist vita að sá flokkur eigi sér andhverfu í fremur þungri alvöru. Hugrenningar af þessu tagi munu ætíð fléttast inn í minninguna um sérstæðan vin sem nú er úr heimi horfinn. Við Margrét vottum eiginkonu Sigurðar, frú Lilju, og skylduliði hans öllu innilega samúð. Haraldur Bessason. Enn einu sinni hefur myndast skarð í vinahópinn. Sigurður Bald- ursson, fornvinur og félagi, er horf- inn af sviðinu. Leiðir okkar munu fyrst hafa legið saman við gagn- fræðapróf vorið 1938. Hann var þá í Menntaskólanum í Reykjavík, en við Kristinn bróðir hans í Gagnfræða- skóla Reykvíkinga. Næsta vetur vor- um við allir saman í þriðja bekk B í MR. Í þeim bekk voru einungis strákar, 25 að tölu. Það var góður fé- lagsskapur og oft glatt á hjalla. Þeir bræður áttu heima á Laugavegi 66 og þangað komum við oft og hlutum ævinlega góðar móttökur. Siggi var þá þegar orðinn hrókur alls fagnaðar á gleðifundum og næsta leikinn í að „finna kímni í kröfum skaparans og kankvís bros í augum tilverunnar,“ eins og skáldið segir. Það er margs að minnast þegar Siggi Bald, eins og hann var ávallt kallaður, er kvaddur hinstu kveðju, en flestar eru þessar minningar tengdar glaðværð og gamanmálum sem lífguðu upp á líðandi stund. Um miðja síðustu öld stofnuðu fjórir félagar í Breiðfirðingakórnum kvartett sem kallaði sig Leikbræður og var undirritaður einn þeirra. Þessi kvartett varð allþekktur og ferðaðist nokkuð í frístundum sínum með tónkvíslina eina upp á vasann. Þegar ferðast var í fimm manna leigubíl var eitt sæti laust. Okkur söngfélögunum kom saman um að bjóða vini okkar Sigga Bald þetta sæti, þótt hann gæti ekki orðið okkur til aðstoðar með undirleik. Píanóleik- ari var hann ekki en aðspurður kynnti hann sig þá sem „þjálfara“ liðsins og lék á als oddi. Á einni skemmtun var honum tjáð að gott pí- anó væri á staðnum. Gæti hann að sjálfsögðu fengið það ef hann vildi leika undir sönginn. „Nei, ég æfi þá alltaf án undirleiks,“ svaraði Siggi að bragði. Þannig varð honum sjaldan svarafátt. Siggi var mörgum kostum búinn og traustur vinur vina sinna. „Það tekur tryggðinni í skóvarp, sem tröllum er ekki vætt,“ segir í góðu kvæði. Nú er öldin önnur og orðið nokkuð kvöldsett. Bræðurnir, Krist- inn og Sigurður, báðir horfnir og að- eins helmingur Leikbræðra á lífi. En tónkvíslin gamla er þó enn á sínum stað. Og víða má sjá sólskinsblett í heiði. Á kveðjustund þakka ég Sig- urði Baldurssyni vináttu og tryggð á langri leið og votta konu hans, son- um, ættfólki og vinum einlæga sam- úð. Friðjón Þórðarson. Það mætti skrifa langt mál um Sigurð Baldursson. Hann var litrík- ur maður og átti fjölbreytta ævi. Sigurði Baldurssyni var flest vel gefið í vöggugjöf, en ekki allt fremur en öðrum mönnum. Hann var alhliða námsmaður og tók ágæt próf, enda var minni hans gott. Hann varð snemma vel menntaður og fjölfróð- ur. Hann var einstaklega vel máli farinn, skýrmæltur og prýðilega rit- fær. Nákvæmni Sigurðar var annáluð. Hann gerði sér far um það í frásögn- um sínum að fara rétt með nöfn, dag- setningar, ártöl og aðrar staðreynd- ir. Þessi nákvæmni nýttist honum vel í lögfræðinni og var til dæmis frá- gangur hans á skjölum jafnan til fyr- irmyndar. Vinátta okkar hófst fyrir aldar- fjórðungi. Ekki skil ég enn hvað dró okkur saman svo ólíkir sem við vor- um og að auki 30 ára aldursmunur. Þá höfðum við andstæða sýn á heimsmálin, annar kommúnisti en hinn sjálfstæðismaður. Engu að síð- ur risti vinátta okkar djúpt. En við áttum reyndar tvennt sameiginlegt, meðfædda íhaldssemi og mikinn áhuga á sagnfræði og góðum sögum af mönnum og málefnum. Sigurður hafði yndi af því að segja frá og næmt auga fyrir skemmtileg- um sögum. Hann var hafsjór af fróð- leik, enda víðlesinn og minni hans sem fyrr segir afburðagott. Hann hafði líka kynnst mörgu frásagnar- verðu í starfi sínu og ekki síður í af- skiptum sínum af pólitík. Sigurður hreifst snemma af hug- myndafræði kommúnismans, gerðist fylgismaður Brynjólfs Bjarnasonar og hélt tryggð við kommúnismann til hinstu stundar. Hann hafði skömm á fyrrverandi félögum sínum í komm- únistahreyfingunni sem sífellt voru að þvo af sér Stalín og Sovétríkin. Sigurður var alla tíð staðfastur og einlægur í trú sinni á Stalín. Það sem er mér þó efst í huga þeg- ar ég minnist Sigurðar er heiðarleiki hans. Hann mátti ekki vamm sitt vita, svo sem farsæll lögmannsferill hans er til vitnis um. Aldrei féll hið minnsta kusk á nafn hans og aldrei drógu viðskiptamenn hans í efa áreiðanleik hans. Þá var tryggð hans við fólk aðdá- unarverð. Hann yfirgaf ekki við- skiptamenn sína, þó að þeir gætu ekki borgað honum eða hefðu mis- stigið sig illa á einstigi dyggðar og velsæmis og hlotið ámæli samfélags- ins. Af þessum mannkostum sínum hlaut Sigurður vinsældir samferða- manna sinna. Hann átti stóran hóp viðskiptavina sem leituðu til hans þegar vandræði steðjuðu að eða til að fá almennar ráðleggingar og jafn- vel til sáluhjálpar. Alltaf var Sigurð- ur reiðubúinn að hlusta og leggja gott til málanna. Sigurður lifði hrekklausu lífi, jafnt í störfum sínum og einkalífi. Á yf- irborðinu virtist hann skorta metnað fyrir sjálfan sig og hamlaði það hon- um vissulega í öflun fjár og á svokall- aðri framabraut. En metnaður hans kom fram í öðru – umhyggju og vel- ferð sona hans, Baldurs og Gísla. Hann bjó þeim, ásamt fyrri konu sinni, Önnu Gísladóttur, gott menn- ingarheimili. Þar fengu piltarnir verðmæta leiðsögn út í lífið. Að skila af sér góðum afkomend- um er hin mesta dyggð, sagði Sig- urður eitt sinn við mig – og það auðn- aðist honum. Synirnir, og síðar konur þeirra og börn, voru stolt hans. Og hann gat vel verið montinn. Líf hans hefur borið góðan ávöxt. SIGURÐUR BALDURSSON Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ást- kæru HALLDÓRU JÓHANNSDÓTTUR, Hjallabraut 88, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við Óskari Þór Jóhanns- syni, lækni, séra Braga J. Ingibergssyni og Bryn- dísi Valbjarnardóttur, útfararstjóra. Fyrir hönd aðstandenda, Einar Gíslason. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu okkar, GUÐRÍÐAR FRIÐGEIRSDÓTTUR, Nausti, Stöðvarfirði. Sérstakar þakkir til allra þeirra, sem önnuðust hana í veikindunum. Björn Pálsson, Páll Björnsson, Jóhanna Guðveig Sólmundardóttir, Þorsteinn Mýrmann Björnsson, Jóhanna Margrét Agnarsdóttir, Elsa Jóna Björnsdóttir, Agnar Ásgeirsson, Hrefna Björnsdóttir, Sverrir Rafn Reynisson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, STEFÁNS RUNÓLFSSONAR bónda, Berustöðum. Fanney Jóhannsdóttir, Sigrún Hrafnsdóttir, Anna Guðrún Stefánsdóttir, Jóhanna Gyða Stefánsdóttir, Steinunn Inga Stefánsdóttir, Magnea Bára Stefánsdóttir, Ingibjörg Ósk Stefánsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. Við þökkum hlýjan vinarhug og hluttekningu vegna fráfalls ástkærrar eiginkonu, dóttur, móður, tengdamóður og ömmu, ÖNNU GARÐARSDÓTTUR, Vorsabæ 3, Reykjavík. Innileg þökk fyrir ástúð og virðingu sýnda henni og minningu hennar. Þorvarður Örnólfsson, Móeiður Helgadóttir, Helga Móeiður Arnardóttir, Haraldur Pétursson, Örnólfur Þorvarðsson, Guðlaug Þóra Kristjánsdóttir, Garðar Þorvarðsson, Gunnhildur Jónsdóttir, Arnþór Jón Þorvarðsson, Pétur Þór, Andri Þór, Anna Þöll, Guðrún Sara, Þorvarður Snær, Jón Hákon og Kristján Sölvi. Hjartkær sonur okkar, ÓLAFUR BJÖRGVINSSON, Barðavogi 19, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 3. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Áskirkju á morgun, fimmtu- daginn 10. febrúar, kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Styrktarfélag vangefinna. Ragnheiður S. Jónsdóttir, Björgvin Kristófersson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÚLÍANA JÓNSDÓTTIR (Lúlla í bókabúðinni), Garðvangi, Garði, áður til heimilis á Aðalgötu 5, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudag- inn 11. febrúar kl. 14.00. Elsa Lilja Eyjólfsdóttir, Sigurfríð Rögnvaldsdóttir, Axel Birgisson og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, dóttir okkar og systir, ÓLÍNA BEN KJARTANSDÓTTIR, Langholtsvegi 196, sem lést laugardaginn 29. janúar, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 10. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Karitas, Krabbameinsfélagið eða deild 11E, LSH. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Guðjón Ben Sigurðsson, Kjartan Helgason, Ingibjörg Einarsdóttir, Kristín, Björg og Einar Helgi. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, áður Hlaðhömrum, Mosfellsbæ, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir aðfaranótt sunnudagsins 6. febrúar. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju þriðjudag- inn 15. febrúar nk. kl. 13.00. María Guðmundsdóttir, Haukur Þórðarson, Jón Guðmundsson, Dóra Guðrún Wild, Árni Árnason, Egill Þorkelsson, Agnes Þorkelsdóttir, Árni Haukur Árnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.