Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ K omum til borgarinnar Nagipattanam rétt fyrir birtingu. Rúm- lega þrjár vikur eru liðnar frá því að Tsu- nami-flóðbylgjan skall á svæðið og þetta er fyrsta lestin sem kemur þangað síð- an. Flóðbylgjan rauf lestarteinana á löngu svæði með fram ströndinni og höfðu viðgerðir staðið yfir dagana á undan. Á lestarstöðinni liggur sofandi fólk um öll gólf. Við fikrum okkur í gegnum stöðina eftir mjóum stíg, með mannhaf á báðar hendur. Nagipattanam Nagipattanam er strandhérað sunnarlega í Tamil Nadu fylki á Ind- landi. Í héraðinu fórust rúmlega 3.300 manns, eða næstum þriðjungur allra þeirra sem fórust á Indlandi. Í sam- nefndri borg var tala látinna yfir 2.000. Nærri 200 hús hurfu algjörlega og rúmlega 800 eru meira og minna skemmd. Flóðbylgjan skall á kl. 09.20 á sunnudagsmorgni. Fjöldi barna var að leik við eða á ströndinni. Um þetta leyti á virkum degi hefðu þau verið í skólanum, en hann er í talsverðri fjar- lægð frá ströndinni. Mæðurnar marg- ar hverjar að selja fisk við höfnina, feðurnir í fríi eða að dytta að bátum sínum. Ef mennirnir hefðu verið úti á sjó hefði þeim flestum verið óhætt, bátarnir þarna eru flestir yfirbyggðir og nógu stórir til að þola ölduna. Á ströndinni Á hundrað metra breiðu svæði með fram allri ströndinni er ýmis konar dót í sandinum, stakir skór, töskur, bækur og einhvers staðar má sjá glitta í flísalagt gólf horfins húss. Svartir flekkir og brunarústir eru með reglulegu millibili með fram flæðarmálinu, þar voru lík brennd dagana eftir flóðið. Hópur manna ber á milli sín steypta staura. Það er verið að leggja rafmagnslínu eftir strönd- inni endilangri. Stór hluti hennar er þegar upplýstur. Einn og einn ljós- myndari ranglar um ströndina, þeir fara ekki hratt yfir, nóg er af mynd- efni. Það er ótti í loftinu, stöðugt berst orðrómur um nýja öldu sem á að vera á leiðinni. Fellibylur fyrir austan Sri Lanka sendir stórar öldur að Nagi- pattanam, þær hegða sér ekki eins og þær gera venjulega, segir sjómaður sem hefur misst einkason sinn. Kannski hefur sú staðreynd að flóðið gróf úr ströndinni þegar það gekk til baka og sjávarborðið færðist nær byggðinni, eitthvað með það að gera. Fólkið heldur til á ströndinni á dag- inn, horfir í gaupnir sér, hefur ekki neitt til neins, mennirnir ófærir um að gera það sem þeim ferst best; að sækja sjóinn. Þó þeir gætu það er ekki víst að það væri til neins. Fisk- neysla í Tamil Nadu hefur snarm- innkað. Fólk vill ekki borða fisk sem hefur kannski nærst á líkum. Stjórn- völd brugðust við með því að fá fræga leikara til liðs við sig. Þeir koma fram í sjónvarpi og lýsa yfir að þeir borði fisk. Á kvöldin yfirgefur fólkið strönd- ina, því er ekki svefnsamt við sjóinn þar sem brimhljóðið minnir á drun- urnar í Tsunami. Fólkið, alls um 20.000 manns, gistir í skólum, á járnbrautarstöðinni og í neyðarskýlum sem rísa hratt á auðum svæðum við borgina. Endalausar sögur Um alla borg má finna veggspjöld þar sem fólk er að lýsa eftir týndum ættingjum Fólkið kemur til okkar og segir frá. Því virðist mikið í mun að geta tjáð reynsluna; kona sem missti eigin- mann og þrjú börn, kona sem missti son sinn, maður sem missti konu og barn … sögurnar sem berast virðast endalausar. Það er ekki hægt annað en finna til með fólkinu, en eftir nokkra stund verður maður hálfdof- inn, þetta er einfaldlega of mikið. Á leiðinni niður á höfnina má sjá stöku skip sem hefur borist tugi metra upp á land. Þegar komið er nið- ur að höfninni sjálfri má sjá tugi báta sem hafa hrúgast upp eins og þar hafi jötnar brugðið á leik. Annars staðar í höfninni mara heilir og brotnir bátar í kafi. Við brúna dundar maður sér við að tína sitthvað nýtilegt út úr óleys- anlegri flækju keðja, reipa og neta. Anthonisami Anthonisami er fyrrverandi kenn- ari. Hann er kominn á eftirlaun og er formaður sjálfboðaliðasamtaka á staðnum. Húsið hans er um kílómetra frá sjónum, rétt handan við járn- brautarteinana. Á undan stóru öld- unni kom önnur minni alda. Anthoni- sami sá fyrri ölduna, hljóp út úr húsinu í átt til nokkurra barna sem voru á leik við járnbrautarteinana og kallaði til þeirra að koma og elta sig. Hann sneri við þegar hann sá seinni ölduna, hljóp heim til sín og upp á þak. Hann komst upp rétt í þann mund sem aldan skall á húsinu, sá hana hrifsa börnin sem höfðu ekki fylgt honum og þeyta þeim burt. Síð- an horfði hann á hvernig veggurinn fyrir framan húsið hans brotnaði og sjórinn streymdi í eins og hálfs metra hæð í gegnum húsið. Fyrstu dagana á eftir Fyrstu dagana eftir flóðbylgjuna var mikil ringulreið á svæðinu en hlutirnir gerðust samt hratt. Fólk í nágrannabyggðum brást fljótt við, strax þegar leið á sunnudaginn var komið fólk til að hjálpa við að safna saman líkum, hlúa að slösuðum og færa fólki mat. Næstu daga og vikur streymdu einstaklingar og samtök á staðinn, settar voru upp heilsugæslu- miðstöðvar þar sem hægt var að hlúa að fólki og bólusetja og matvæli bár- ust í miklum mæli, oft á tíðum miklu meira en nóg, auk þess sem settar voru upp vatnshreinsistöðvar.Yfir- völd brugðust seint við en þegar þau tóku við sér eftir nokkra daga, gerðu þau það rösklega. Flest það fólk sem við ræddum við var ánægt með við- brögð ríkisstjórnarinnar. Gefin hafa verið loforð um að ný hús verði reist, tjón á bátum og netum verði bætt, munaðarleysingjum tryggð framtíð og skólabörnum veitt aðstoð við skólavist. Uppbygging Á ströndinni rekumst við á lítinn minnisvarða sem foreldrar ungrar stúlku hafa sett upp í minningu henn- ar. Sarí, derhúfa og nokkrir persónu- legir munir liggja ofan á nokkrum múrsteinum og grjóti. Skammt þaðan hafa tveir ungir drengir hlaðið upp nokkrum múrsteinum og búið til lítið eldhús. Þar inni eru kex, kökur, vatn og bollar ásamt ýmsu öðru smálegu. Þarna er kominn smá vottur af því mikla uppbyggingarstarfi sem er framundan. Ljósmynd/Kjartan Jónsson Lítill minnisvarði um stúlku, sem lét lífið í flóðbylgjunni, hafði verið gerður á ströndinni í Nagipattanam. Foreldrar stúlkunnar höfðu sett sarí, derhúfu og nokkra persónulega muni ofan á múrsteina og grjót. Flóð- bylgjan Heilir og brotnir bátar mara í hálfu kafi í höfninni í borginni Nagipattanam á Indlandi. Margir eiga bágt eftir flóðin. Maðurinn á miðri mynd missti eina son sinn. Höfundur er formaður félagsins Vinir Indlands, starfar sem þýðandi og stundar nám í HÍ. Þótt athygli fjölmiðla hafi beinst frá svæðunum sem urðu fyrir flóðbylgjunni í kjölfar jarðskjálftans í Ind- landshafi bíður þar mikið uppbyggingarstarf. Kjartan Jónsson var á Indlandi og kynntist aðstæðum í strandhéraðinu Nagipatt- anam eftir flóðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.