Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 41 MINNINGAR ✝ Stefán BjörgvinGuðmundsson fæddist á Dratthala- stöðum í Hjalta- staðaþinghá 17. júní árið 1922. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 12. febrúar síðstliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Sigmunds- dóttir, f. 14. okt. 1885, d. 13. nóv. 1964, frá Gunnhild- argerði, og Guð- mundur Halldórs- son, f. 20. feb. 1869, d. 17. okt. 1942, frá Sandbrekku. Stefán var yngstur sex systkina. Hin voru: Halldór, f. 15. nóv. 1910, d. 18. maí 1983, Sigmundur, f. 12. jan. 1912, d. 22. apríl 1959, Guðrún Ingibjörg, f. 22. feb. 1914, d. 3. jan. 1977, Sigfríð Jóhanna, f. 17. apríl 1916, og Kristbjörg Málfríð- ur, f. 24. feb. 1919, d. 15. nóv 1943. Sigfríð Jóhanna er ein eft- irlifandi úr systkinahópnum. Stefán kvæntist 1959 Hallveigu Friðrikku Guðjónsdóttur frá sept. 1996. 4) Sólveig Heiðrún, f. 23. júní 1966, gift Páli Jóhanni Kristinssyni, f. 18. des 1965, búa á Egilsstöðum, börn þeirra eru Jök- ull Logi, f. 1. okt 1996, og Katrín Rós, f. 18. júlí 1998, og barn Sól- veigar úr fyrri sambúð er Stef- anía Ósk Ómarsdóttir, f. 19. mars 1989. Fóstursonur Stefáns er Jón Rúnar Sveinsson, f. 15. júlí 1951, kvæntur Valgerði Árnadóttur, f. 29. ágúst 1951, búa í Kópavogi og eiga þrjú börn. Stefán ólst upp hjá foreldrum sínum á Dratthalastöðum. Auk venjulegs barnalærdóms stundaði hann nám við Alþýðuskólann á Eiðum í tvo vetur eða frá 1940 til 1942. Hann stundaði búskap á Dratthalastöðum með bræðrum sínum Halldóri og Sigmundi og eftir að Sigmundur féll frá 1959 tók Stefán við búinu ásamt móður sinni og þá um haustið kvæntist hann Hallveigu og bjuggu þau þar til 1992 en þá fluttust þau til Egilsstaða og síðast í íbúð eldri borgara á Miðvangi 22. Stefán vann ýmis störf utan búsins í gegnum árin, m.a. við vegavinnu sem ungur maður og síðar við byggingu Lagarfossvirkjunar, sláturhúsvinnu og frá 1978 var hann landpóstur í Hjaltastaða- og Eiðaþinghá til ársins 1992. Stefán var jarðsunginn frá Eg- ilsstaðakirkju 19. febrúar. Heiðarseli á Jökul- dalsheiði, f. 11. maí 1923. Foreldrar hennar voru Guðjón Gíslason, f. 19. jan. 1879, d. 24. des. 1954, og Guðrún María Benediksdóttir, f. 24. ág. 1880, d. 1. apríl 1971. Börn Hallveig- ar og Stefáns eru: 1) Sigmundur Kristján, f. 13. júlí 1960, kvæntur Sigríði Ágústu Jónsdóttur, f. 2. ágúst 1964, búa á Dratthalastöðum og eiga tvö börn, Ragnheiði Ósk, f. 12.ágúst 1996, og Sigmar Stefán, f. 21. okt. 1999. 2) Guðrún Svan- hildur, f. 2. nóv. 1962, gift Emil H. Ólafssyni, f. 20. sept. 1963, búa á Vopnafirði, börn þeirra eru Guðjón Óli, f. 5. sept. 1989, og Kristín Björg, f. 23. apr. 1991. 3) Guðmundur Hjalti, f. 26. sept. 1964, sambýliskona Heiður Ósk Helgadóttir, f. 9. sept. 1963, búa á Tókastöðum, börn Hjalta af fyrri sambúð eru Sigvaldi Arnar, f. 27. ág. 1990, og Jónný Hekla, f. 27. Nú er pabbi farinn í annan heim og ég trúi því að nú sé hann laus við öll meðul og veikleika og að hann heyri manna best, en heyrnarleysið fór allt- af illa í hann. Ég vona að það séu til spil hinum megin svo hann þurfi ekki að hætta að spila, það var ein af hans uppáhaldsiðjum. Pabbi var alltaf ró- legur og þægilegur í umgengni en auðviðað átti hann skap sem hann sýndi nú ekki oft og fór hann þá frek- ar út heldur en að skammast í fólki. Þegar ég var lítil stelpa á Dratt- halastöðum fannst mér nú alltaf gam- an að elta pabba út í fjárhúsið og hvert sem var til að fylgjast með hvað hann var þar að gera. Ég var nú ekki nema svona 11 eða 12 ára þegar ég fékk þar fyrsta skrifstofustarfið mitt en ég starfa í dag á skrifstofu, en starfið sem pabbi réð mig í var að skrá niður nöfn kindanna og síðan númerin á lömbunum þegar hann var að marka, síðan færði ég þetta nátt- úrulega samviskusamlega inn í fjár- bókina þegar ég kom heim. Pabbi gat látið mig hlaupa eins hratt og ég gat, bara með því að segja: „Solla, þú ert nú svo fljót að hlaupa, viltu sækja hamarinn upp á Hraungarð?“ og ég stökk af stað og hljóp eins hratt og ég gat og alltaf var hann jafnhissa þegar ég kom til baka. Mér þótti allaf afskaplega gaman að fara í póstferð með honum pabba, við töluðum svo sem ekki mikið í bíln- um og við þurftum þess ekki, það var bara svo gaman að keyra alla sveitina og hlaupa með póstinn. Ég held nú að honum hafi alltaf þótt svolítið gaman í þessu starfi, þá hitti hann svo marga. Og hann fékk sér oft kaffi hjá Fríðu systur sinni í Laufási, en þá var þar póstmóttaka sem Siggi sá um. En þar sem ég hef búið síðustu 19 árin í Reykjavík hef ég ekki náð eins mögum samverustundum með pabba á þeim árum en hann kom oft suður og 1989 kom hann til lækninga og dvaldi þá í töluverðan tíma og mér þótti þá mjög gaman að grafa upp frændfólk eða gamla kunningja pabba og við drifum okkur í heim- sókn, hann var alltaf mjög frændræk- inn og ég er mjög þakklát fyrir að hafa farið með honum í þessar heim- sóknir. Ég flutti síðan aftur heim á Hér- aðið í haust og náði þar að hitta for- eldra mína oftar og var mjög notalegt að koma til þeirra og pabbi var oft að segja mér frá gamla tímanum og þeg- ar hann var ungur. Hann leyfði mér síðan að fá bók sem hann var búinn að rita niður ýmsar sögur frá fyrri tím- um og því sem hann upplifði þá. Það sem mér þótti skemmtilegast var þegar hann var að segja mér frá því hvað unga fólkið þurfti að leggja á sig til að komast á samkomur. Það var gengið langar leiðir eða riðið og þess- ar ferðir tóku langan tíma og ekki sæi ég unga fólkið í dag leggja í dags- göngu, dansa síðan alla nóttina og ganga heim aftur daginn eftir, en tím- arnir hafa breyst. Pabbi hafði alltaf gaman af vísum og kunni þær margar. Hér er kvæði eftir mömmu, Hugarflug, sem er í bókinni hennar Stiklað á steinum: Ég ferðaðist vornótt frjáls um geiminn á fallegum gæðingi hvítum sem snæ, langaði að eiga allan heiminn og yfir fljúga um lönd og sæ. Döggvotu blómin ég reif með rótum rétt til að finna ilm þeirra um stund. Rósanna blöð mér féllu að fótum, féllu deyjandi í skógarlund. Fjöllin roðnuðu, í fjallaskarði, flaut upp sólin við útsýnisrönd. Þá nótt hafði ég farið að fegursta garði með föl og deyjandi blóm í hönd. Rótslitnar jurtir reyndu að lifa. Það reyndist stundum í heimi kalt. Um sorgir vill aldrei sólin skrifa, með samúð blessar hún lífið allt. Elsku pabbi minn, ég mun alltaf sakna þín en ég skal hlúa vel að minn- ingu þinni og líta vel eftir henni mömmu fyrir þig. Þín elskandi dóttir Sólveig Heiðrún Stefánsdóttir. Fermingar- og skólabróðir, mágur og vinur, lést á Landspítalanum í Reykjavík hinn 12. febrúar sl. Ég vissi að hann var fluttur mikið veikur frá Sjúkrahúsinu á Egilsstöð- um á Landspítalann í Reykjavík til frekari lækninga. Þrátt fyrir þessar fréttir, kom mér brotthvarf hans út þessum heimi í opna skjöldu. Þetta hefur verið vilji almættisins og við hans dóm verður maður að sætta sig, hversu sár sem hann er. Stefán og Hallveig tóku við bú- skapnum á Dratthalastöðum 1959, eftir sviplegt fráfall Sigmundar bróð- ur hans. Áður hafði hann stundað þar sjálfstæðan búskap á meðan bræður hans ráku þar félagsbú á árunum 1936–1949 og eftir að Sigmundur bróðir hans tók þar við. Guðrún móðir þeirra var bústýra hjá þeim bræðrum allan þennan tíma og dvaldist hjá Stefáni og Hallveigu eftir að þau tóku við, og til dauðadags. Stefán var prúðmenni í umgengni. Þótt hann virtist alvörugefinn og fá- máll, átti hann til kímnigáfu, sem hann beitti alltof sjaldan. Sérlega var hann barngóður og nutu barnabörnin mín þess í ríkum mæli. Stefáni var margt til lista lagt og hann hafði mikla ánægju af því að stunda smíðar, þeg- ar frístundir gáfust. Útskornar hillur, sannkallaðar listasmíðar, prýða heim- ili magra vina og vandamanna hans. Eftirfarandi ljóðlínur segja meira um hinn framliðna en mörg orð og leyfi ég mér að birta þær hér til að túlka mitt viðhorf: Þú lést þér annt um litla sauðahjörð. Þú lagðir rækt við býlið þitt og jörð og blessaðir sem barn þinn græna reit. Þinn blómavöll, hvert strá, sem augað leit. Og þótt þú hvíldir sjálfur undir súð, var seint og snemma vel að öllu hlúð, og aldrei skyggði ský né hríðarél á skyldur þínar, tryggð og bróðurþel. Þú hafðir öllum hreinni reikningsskil. Í heimi þínum gekk þér allt í vil Þú hirtir lítt um höfðingsnafn og auð, því hógværð þinni nægði daglegt brauð. (Davíð Stef.) Ég votta hans nánustu mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Stefáns Guð- mundssonar. Sigurður Karlsson. STEFÁN BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 Vönduð og persónuleg þjónusta Við þökkum innilega öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför GÍSLÍNU LÁRU KRISTJÁNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Sólvangs Hafnarfirði. Ólafur Skagvík, Sölvi P. Ólafsson, Gísli Þ. Ólafsson, Ólöf Sigurrós Gestsdóttir og fjölskylda. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar eiginkonu minnar, RÓSEYJAR S. HELGADÓTTUR, Dalbraut 14, Reykjavík. Rafn Kr. Kristjánsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU ÞÓRUNNAR JÓNSDÓTTUR ljósmóður á Keldum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkr- unar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu fyrir frá- bæra umönnun. Svanborg Lýðsdóttir, Erlendur Sigurðsson, Jóna Þórunn Lýðsdóttir, Árni Ingvarsson, Skúli Lýðsson, Drífa Hjartardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR ÁGÚSTSDÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis á Jaðri, Hellissandi. Kærar þakkir sendum við starfsfólki á Hrafn- istu í Reykjavík og Landspítala háskólasjúkra- húss fyrir góða þjónustu í veikindum hennar. Guð veri með ykkur öllum. Þórir Ágúst Þorvarðarson, Hjördís Harðardóttir, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, Sigurbjörn Ásgeirsson, Eggert Þorvarðarson, Vilborg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts HARÐAR RUNÓLFSSONAR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis í Hraunbæ 103. Sérstakar þakkir til starfsfólks 3B á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun. Hilmar Harðarson, Guðrún Gunnarsdóttir, Auður Harðardóttir, Eðvarð Benediktsson, Bergljót Harðardóttir, Halldór Guðmundsson, Úlfar Örn Harðarson, Helga Magnúsdóttir, Ingibjörg Lára Harðardóttir, Jóhann Hauksson, Hörður Þór Harðarson, Guðrún Hrönn Smáradóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa, langafa, bróður og mágs, BIRGIS VIKTORS HANNESSONAR, Bjarkargrund 24, Akranesi. Hjartans þakkir færum við deild B2, Landspítala Fossvogi fyrir hlýja og góða umönnun. Laufey Kristjánsdóttir, Hannes Viktor Birgisson, Ólafía Harðardóttir, Marta María Birgisdóttir, Erik Nygren, Margrét Sigurðardóttir, Guðmundur Rúnar Davíðsson, Ella Kristín Sigurðardóttir, Jóhann Þór Sigurðsson, Guðrún Eiríksdóttir, Jón Kr. Hannesson, Birna Kristjánsdóttir, Svala Ívarsdóttir, afabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.