Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ 19. febrúar 1995: „Þótt ekk- ert liggi fyrir um það, hvort samningar takist um þessa helgi, þegar forystugrein Morgunblaðsins er skrifuð á laugardagsmorgni, fer þó ekki á milli mála, að grund- vallarbreyting hefur orðið á viðhorfi og sjónarmiðum þeirra aðila, sem koma að kjarasamningum, miðað við það, sem áður var. Sú stefnubreyting, sem varð með kjarasamning- unum í febrúar 1990 er aug- ljóslega að festast í sessi. Samningar, sem byggðir eru á raunhæfum forsendum, munu leiða til þess að upp- sveiflan í íslensku efnahags- lífi kemst á fulla ferð. Þeir, sem hafa fylgst með sviptingum á vinnumarkaði á undanförnum áratugum, verkföllum og óraunhæfum kauphækkunum, óðaverð- bólgu og öllu, sem því fylgir, hafa átt erfitt með að sann- færa sjálfa sig um það, að breytt viðhorf hafi náð að festa rætur. En þegar tekið er mið af opinberum yfirlýs- ingum aðila vinnumarkaðar, hvort sem þeir eru í hópi vinnuveitenda eða verka- lýðsfélaga, fer tæpast á milli mála, að nú eru allt önnur sjónarmið uppi en áður var.“ . . . . . . . . . . 23. febrúar 1975: „Upplýst var sl. föstudag, að tvö sov- ésk hlustunardufl hefði rek- ið á land við suðurströnd landsins ... Hverjum manni má vera ljóst, að þessi fund- ur er afar athyglisverður. Vitað er að slík tæki hafa fundist áður hér við land. Annað þessara tækja, sem nú koma fram, fannst við ratsjárstöð varnarliðsins á Stokksnesi. Enn sem komið er hefur engin nákvæm könnun farið fram á þessum hlustunarduflum, en engum vafa er undirorpið, að þau eru sovésk. Þessi atburður sýnir því ótvírætt, að umsvif Sovétmanna hér á landi og á hafsvæðunum umhverfis landið, eru miklum mun víð- tækari en menn hafa al- mennt gert sér grein fyrir fram til þessa.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. T veir atburðir urðu í vikunni, sem sýna fram á tækifærin, sem fólgin eru í því að draga úr miðstýringu og kerfis- hugsun í menntamálum á Ís- landi. Annars vegar var hald- inn fjölsóttur fundur í Garðabæ, þar sem foreldrar sex ára barna gátu kynnt sér alla fjóra skólana í bænum og valið á milli þeirra. Hins vegar var gerður merkilegur kjarasamningur milli Ísaks- skóla og tíu kennara, sem kveður á um sama skipulag vinnutímans og tíðkast almennt á vinnu- markaði, á móti kjarabótum og einstaklingslauna- samningum, sem taka aðallega mið af hæfni hvers kennara en ekki fyrst og fremst starfs- og lífaldri eins og almennir kjarasamningar kennara gera. Við hvað er kennaraforystan hrædd? Samningur kennar- anna við Ísaksskóla gerir ráð fyrir lág- markslaunum, sem eru talsvert hærri en byrjunarlaun sam- kvæmt almennum samningi Kennarasambands Íslands og sveitarfélaganna, en síðan semur hver og einn kennari við skólastjóra um einstaklings- bundin laun. Edda Huld Sigurðardóttir, skóla- stjóri Ísaksskóla, sagði í Morgunblaðinu í gær, föstudag, að engin hætta væri á að einstaklings- samningarnir leiddu til launalækkunar kennara eða að greidd yrðu lægri laun en samkvæmt al- menna kennarasamningnum. Edda Huld bendir á að kennari geri ekki einstaklingssamning við skólastjórann sinn, sem feli í sér launalækkun. Og geti fólk fengið betri laun annars staðar, semji það augljóslega ekki um lægri laun í Ísaksskóla. Á móti launahækkunum kennara – sem m.a. verða fjármagnaðar með hækkun skólagjalda við skólann, sem foreldrar eru almennt reiðubúnir að taka á sig – kemur að hin niðurnjörvuðu vinnu- tímaákvæði almennra kennarasamninga verða lögð til hliðar og vinnutíminn þess í stað skipulagð- ur af skólastjóranum, í góðri samvinnu við starfs- fólkið, eins og gerist á flestum vinnustöðum. Kennararnir tíu við Ísaksskóla samþykktu samninginn einróma og telja hann munu færa sér kjarabætur. Jenný Guðrún Jónsdóttir, trúnaðar- maður kennaranna, sagði í Morgunblaðinu á fimmtudag: „Við erum ekki njörvuð niður í launa- töflu heldur fáum umbun fyrir dug og metnað.“ Í Morgunblaðinu í dag, laugardag, segir Jenný: „Við erum alveg ótrúlega ánægð með það sem hef- ur átt sér stað hérna undanfarið.“ Í ljósi þessarar ánægju og þeirra vona, sem kennarar við Ísaksskóla binda við nýjan kjara- samning, vekja viðbrögð stéttarfélags þeirra, Kennarasambands Íslands, furðu svo ekki sé meira sagt. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, hefur haft stór orð um samninginn í fjölmiðlum, meðal annars sagt hann „hættulegan“. Í Morgunblaðinu á föstudag sagði Eiríkur m.a.: „Þetta samkomulag er að mínu viti aðför að kennarastarfinu í landinu … Núverandi forysta okkar mun aldrei sam- þykkja samning af þeim toga sem hér um ræðir.“ Hvernig getur samningur, þar sem gert er ráð fyrir að kennarar hækki í launum og fái greitt eftir hæfni sinni til að sinna starfinu, talizt aðför að kennarastarfinu? Og hvernig stendur á því að for- ysta Kennarasambandsins bíður ekki með stóru orðin eftir því að einstaklingssamningum kennara við Ísaksskóla ljúki, þannig að það liggi fyrir hvort félagsmenn hennar lækki í launum eða fái veru- legar kjarabætur? Við hvað er Eiríkur Jónsson svona hræddur? Óttast hann afleiðingar þess að einhver annar en hann sjálfur nái fram verulegum kjarabótum fyrir kennara? Morgunblaðið hefur talið sig eiga samleið með grunnskólakennurum í baráttu þeirra fyrir bætt- um kjörum. Í hinu langa og erfiða kennaraverk- falli fyrr í vetur studdi Morgunblaðið eindregið að kennurum yrðu greidd hærri laun. En jafnframt benti blaðið á að hinar miðstýrðu kjaraviðræður kennara og sveitarfélaga væru ekki bezta leiðin til að bæta kjör kennara. Blaðið taldi æskilegt að brjóta upp þessa miðstýringu og að hvert sveitar- félag fyrir sig semdi við sína kennara, þannig að samkeppni skapaðist um góða kennara. Jafnframt benti blaðið á að samkeppni og einkarekstur í grunnskólakerfinu myndu styrkja stöðu kennara til að ná samningum um góð laun við vinnuveit- endur sína. Einnig mætti ætla að stjórnendur í einkareknum skólum gætu náð samningum við kennara, sem væru meira í takt við það, sem gerð- ist á almennum vinnumarkaði hvað vinnufyrir- komulag varðaði. Allt virðist þetta nú hafa gengið eftir í Ísaksskóla. Og það er gott fyrir kennara al- mennt, hvað sem forystu Kennarasambandsins kann að finnast um það. Ef einn skóli semur um hærri laun við kennara sína en almennt tíðkast, eykur það þrýstinginn á að aðrir skólar bjóði líka hærri laun, næst þegar samið verður. Það versta fyrir kennara er að öllum sé haldið í sömu spenni- treyju miðstýrðra kjarasamninga og góðir kenn- arar eigi enga möguleika á að hækka laun sín með því að færa sig á milli skóla. Tímamót í Garðabæ Í Garðabæ geta for- eldrar nú valið um fjóra skóla, þar af einn einkarekinn. Foreldr- ar, sem Morgunblaðið ræddi við á áðurnefndum kynningarfundi, lýstu mikilli ánægju með að eiga kost á vali. „Foreldrar þekkja börnin sín langbest og vita í hvaða umhverfi þau passa best,“ sagði Hlynur Rúnarsson, faðir í Garðabæ, í samtali við Morgunblaðið á miðvikudag. Þetta er auðvitað lykilatriði, þegar rætt er um frelsi til að velja grunnskóla. Skólar eru mismunandi og henta þörfum einstaklinganna misvel. Foreldrar, sem eru upplýstir um það hvað hver og einn skóli býð- ur upp á, eru að sjálfsögðu betur í stakk búnir að velja skóla fyrir börnin sín en embættismenn sveitarfélaga. Garðabær er fyrsta sveitarfélagið sem gefur íbúum sínum frjálst val um skóla. Eins og við var að búast, hafa flestir valið skólann, sem næstur er heimili þeirra. Það skiptir fólk máli að stutt sé fyr- ir börnin að fara í og úr skóla og að þau gangi í skóla með vinum sínum úr nágrenninu. Ef fólk tel- ur hins vegar hverfisskólann ekki henta barninu sínu, er mikilvægt að geta valið annan skóla. Og jafnvel þótt fólk velji hverfisskólann sinn, skiptir máli að hafa átt val. Oddný Eyjólfsdóttir, grunnskólafulltrúi Garða- bæjar, segir þannig í Morgunblaðinu í gær, föstu- dag, að með því að leyfa foreldrum að velja sé ábyrgðin á því að velja það, sem sé bezt fyrir barn- ið þeirra, sett á þeirra herðar. „Þetta hefur alltaf verið svolítið auðvelt fyrir foreldra, það er auðvelt að segja að maður þurfi að sitja uppi með einhvern skóla, barnið verði að fara í þann skóla, og verða svo bara fúll ef eitthvað vekur upp óánægju. Núna er foreldrum gefið þetta tækifæri og þeir þurfa þess vegna líka að taka ábyrgð á valinu,“ segir Oddný í samtali við blaðið. „Ég er sannfærð um að það er jákvætt bæði fyrir foreldra og skóla að geta valið, þetta eflir metnað skólanna í að standa sig vel og foreldrar fylgjast örugglega enn betur með skólastarfinu sem stuðlar að betri námsárangri og líðan nemenda. Þegar foreldrar hafa valið ákveð- inn skóla verða þeir enn tengdari þeim skóla sem þeir velja fyrir barnið sitt, frekar heldur en ein- hverjum skóla sem þeir eru neyddir til að láta barnið sitt í.“ Frumkvæði bæjarstjórnar Garðabæjar, með Ásdísi Höllu Bragadóttur bæjarstjóra í farar- broddi, að því að gefa foreldrum kost á að velja skóla fyrir börnin sín markar tímamót í mennta- málum á Íslandi og sýnir að slíkt fyrirkomulag er vel framkvæmanlegt. „Hægri-öfga- stefna“ Morg- unblaðsins Það leiðir hugann að því hvernig þessum málum er háttað í stærsta sveitarfélagi landsins, þar sem bæði eru starfræktir flestir skólar á vegum sveitarfélagsins og flestir einka- reknir skólar og þar af leiðandi mestir möguleikar á valfrelsi og fjölbreytni ef rétt er á haldið. Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkur- borgar, hefur einhverra hluta vegna farið fremst- ur í flokki þeirra, sem vilja þrengja að einkaskól- unum. Stefán Jón telur einkarekstur í skólakerfinu dýran og ónauðsynlegan. Og valfrelsi eins og í Garðabæ telur hann heldur ekki nauðsyn- legt. Stefán Jón hefur raunar bent á að 12% nem- enda grunnskóla Reykjavíkur gangi í annan skóla en sinn hverfisskóla; það sýni að valfrelsi sé fyrir hendi í skólakerfi borgarinnar. Allir foreldrar ungra barna í Reykjavík vita að þetta er della; nú í vikunni voru t.d. innritunardagar í grunnskólum Reykjavíkur. Á vef Fræðslumiðstöðvar Reykja- víkur, þar sem gefnar eru leiðbeiningar um það hvernig eigi að bera sig að við innritunina, er ekki orð um að foreldrar geti valið sér skóla, heldur er foreldrum vísað á lista yfir götur borgarinnar, þar sem fram kemur hvaða gata tilheyri hverjum skóla. Það er allt valfrelsið. Skoðanir Stefáns Jóns á málinu komu ágætlega fram í grein, sem hann skrifaði hér í blaðið fyrir nokkrum mánuðum, nánar tiltekið 10. júlí á síð- asta ári. „Smár en hávær hópur með stuðning leið- arahöfundar Morgunblaðsins berst fyrir einka- væðingu grunnskóla,“ skrifaði formaður menntaráðs þar. „Herferð fyrir einkareknum barnaskólum byggist ekki á vandaðri greiningu. Hún er pólitísk nauðhyggja: Einkarekstur hlýtur að vera betri, við verðum að styrkja hann með op- inberu fé, jafnvel þótt dýrara reynist þegar upp er staðið. Þetta er kjarninn í Morgunblaðsræðunni. LÓÐASKORTUR OG FASTEIGNAVERÐ Hækkun fasteignaverðs á höfuð-borgarsvæðinu hefur verið meðhreinum ólíkindum undanfarin misseri. Þar koma til ýmsir samverkandi þættir. Undanfarna daga hefur t.d. mikið verið fjallað um tilkomu nýrra milliliða, svokallaðra fasteignaheildsala, sem kaupa jafnvel heilu blokkirnar af verktök- um og selja svo einstaklingum íbúðirnar með ríflegri álagningu. Við þessu er út af fyrir sig ekkert að segja á markaði frjálsra viðskipta þótt mörgum kunni að þykja það öfugþróun að nýir milliliðir bætist við á einum markaði. Í umfjöllun Morgunblaðsins um fast- eignamarkaðinn í gær er nefnd önnur ástæða verðhækkananna; lóðaskortur í Reykjavík. Baldur Þór Baldvinsson, for- maður Meistarafélags húsasmiða, segir þar að rót hinna miklu verðhækkana megi finna í útboði Reykjavíkurborgar á bygg- ingarrétti í Grafarholti 1999, sem hafi hækkað lóðaverð í einni svipan um 142%. Í sama streng tekur Þorsteinn Stein- grímsson, sem var fasteignasali í 30 ár og hefur lengi fylgzt með markaðnum. Hann segir í samtali við blaðið að Reykjavík- urborg beri ábyrgðina á óðaverðbólgu á fasteignamarkaði með alltof litlu og rysj- óttu framboði af lóðum. Framboðið hafi nánast aldrei verið nægt undanfarin 40 ár, en Reykjavíkurlistinn hafi þó staðið sig afleitlega undanfarin ár. Þorsteinn bendir á að sveitarfélög hafi í hendi sér hversu mikið framboð sé af lóðum. Er- lendis myndi lóðaskortur valda því að landeigendur ykju framboðið, sem myndi valda verðlækkun íbúða. Slíkt gerist hins vegar ekki hér. Þessi staða er umhugsunarefni fyrir borgaryfirvöld í Reykjavík. Uppboðs- stefna er, eins og Morgunblaðið hefur bent á, að mörgu leyti bezta stefnan til að úthluta nýjum lóðum og útilokar a.m.k. að sveitarstjórnarmenn séu sakaðir um póli- tískar úthlutanir. En forsenda þess að hafa slíkt kerfi er auðvitað að sæmilega stöðugt framboð sé af lóðum. Fasteignaverð í Reykjavík er að verða lífskjaramál. Það er augljóslega erfiðara fyrir ungt fólk í höfuðborginni en í öðrum landshlutum að kaupa sína fyrstu íbúð, þrátt fyrir aukið framboð lánsfjár og lægri vexti. Greiðslubyrðin er einfaldlega miklu þyngri hjá ungum Reykvíkingum. Borgaryfirvöld í Reykjavík verða að horf- ast í augu við þennan vanda og leita leiða til að draga úr lóðaskortinum. LÝÐRÆÐISVÆÐINGIN Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi ogformaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, hefur lagt fram ýms- ar athyglisverðar hugmyndir í ritgerð, sem hann kynnti í Iðnó á föstudag. „Á sama hátt og hægri menn markaðs- væddu Ísland er stærsta mál jafnaðar- manna nú á dögum að taka markvisst og af sama krafti til við að lýðræðisvæða Ís- land,“ segir Stefán Jón í ritgerðinni. Í hugmyndum Stefáns Jóns um lýð- ræðisvæðingu kemur m.a. fram að réttur borgaranna til að hafna gjörðum ríkis- stjórnar eða Alþingis með því að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu sé svo eðlilegur að jafnaðarmenn setji hann á oddinn. „En eigum við ekki að ganga enn lengra og krefjast þess að skipulögð samtök borgara geti samið frumvarp til laga og safnað fyrir því svo miklum stuðningi að hægt sé að krefjast atkvæðagreiðslu um það án atbeina Alþingis?“ spyr Stefán Jón. Hann nefnir sem dæmi að Alþingi hafi mistekizt æ ofan í æ að tryggja at- kvæði um sameign auðlinda þjóðarinnar í stjórnarskrá og lagfæringar á kjör- dæmaskipan. Þessi mál mætti hins vegar knýja í gegn með fjöldahreyfingu og samþykki þjóðarinnar. Þá segir Stefán Jón umræður um mál- skotsrétt forseta Íslands hafa leitt í ljós hversu takmarkaður hann er. „Málskots- rétturinn er lifandi veruleiki, og hann á að formfesta og skilgreina og hann á að vera í höndum borgara sem bindast um það samtökum að hafna vilja Alþingis, ekki bara hjá einum manni á Bessastöð- um.“ Hugmyndir Stefáns Jóns um lýðræði- svæðingu eru allrar athygli verðar og um margt mjög í samræmi við það, sem Morgunblaðið hefur hvatt til á undan- förnum árum. Tillaga hans um að hópur borgara geti fengið fram atkvæða- greiðslu um eigið lagafrumvarp er vel þess virði að hún verði rædd í starfi stjórnarskrárnefndarinnar, sem nú er nýhafið. Sjónarmið Stefáns Jóns um málskots- réttinn eru jafnframt áþekk þeim, sem Morgunblaðið hefur lýst. Það á að vera í höndum almennings að fá fram þjóðarat- kvæðagreiðslu um mál, ekki eins manns á Bessastöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.