Morgunblaðið - 29.03.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.03.2005, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞING Ísraels hafnaði í gær tillögu um að haldin yrði þjóðaratkvæða- greiðsla um fyrirhugaðan brott- flutning herja og landtökumanna gyðinga frá Gazasvæðinu í sumar. Með þessu hefur síðustu hindrun vegna brottflutningsins verið rutt úr vegi. 72 þingmenn höfnuðu frumvarpinu en 39 þingmenn greiddu atkvæði með því, þrír sátu hjá. Mikil andstaða hefur verið við áætlun Ariels Sharons, forsætisráð- herra Ísraels, um að rýma allar byggðir gyðinga á Gazasvæðinu í júlí. Um 8.000 gyðingar búa nú á Gaza auk rúmlega milljónar Palest- ínumanna. Sharon ítrekaði í gær að Ísraelar myndu ekki fara frá stærstu land- tökubyggðum sínum á Vesturbakk- anum og sagði að Bandaríkjamenn styddu þessa stefnu ísraelskra stjórnvalda. Condoleezza Rice, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í viðtali við ísraelska útvarpið um helgina að stjórnvöld í Wash- ington væru andvíg frekari upp- byggingu í landtökubyggðunum á Vesturbakkanum. Hins vegar væri óhjákvæmilegt að taka tillit til veruleikans og semja um framtíð stærstu byggðanna þegar Ísraelar og Palestínumenn næðu endanlegu samkomulagi um frið. Sharon hefur tekist að tryggja sér stuðning Shinui-flokksins við fjárlagafrumvarpið sem verður að samþykkja fyrir lok mánaðarins. Fresta hefði orðið Gaza-áætluninni ef fjárlögin hefðu fallið og nýjar kosningar boðaðar. Sharon hefur reynt að draga úr andstöðu við brottflutning landtökumannanna með því að setja í fjárlögin ákvæði um háar bætur til þeirra sem verða að flytja. Talið tryggt að Gaza- áætlun verði að veruleika Jerúsalem. AP, AFP. Ísraelsþing kolfelldi í gær tillögu um þjóðaratkvæði Reuters Landtökumenn úr röðum gyðinga og stuðningsmenn þeirra á útifundi í Jerúsalem í gær þar sem mótmælt var áætlun Ariels Sharons um að leggja niður byggðir á Gaza. Á spjaldinu stendur: Reka burt gyðinga? Aldrei aftur! DÓMARINN í réttarhöldunum yfir bandaríska tónlistarmanninum Michael Jackson í Kaliforníu ákvað í gær að heimila sækjanda að leiða fram vitni vegna fimm gamalla mála, engin málanna hafa fyrr verið til meðhöndlunar í réttarhöldum. Jack- son er sakaður um kynferðislegt of- beldi gegn dreng sem hann bauð á búgarð sinn, Neverland. Ákvörðun dómarans í gær er talin vera mikið áfall fyrir verjendur poppstjörnunnar. Í tveim af um- ræddum fimm málum, þar sem ásak- anir komu fram um kynferðisafbrot, náði Jacksons samningum um að málin yrði látin falla niður gegn greiðslu milljóna dollara til meintra brotaþola og aðstandenda þeirra. Aðeins einn meintra brotaþola í málunum fimm mun bera vitni í rétt- arhöldunum, í hinum munu önnur vitni koma fyrir réttinn. Karlmaður sem sakaði Jackson um kynferðis- lega áreitni árið 1993 mun ekki bera vitni í réttarhöldunum, að því er frændi hans skýrði frá í gær. Sam- komulag náðist í málinu á sínum tíma, án þess að til réttarhalda kæmi. Umræddur maður var 13 ára þegar meint áreitni átti sér stað. „Ég segi það hér og nú að hann mun ekki bera vitni. Hann er ekki á landinu eða ekki er hægt að ná í hann,“ sagði Raymond Chandler, frændi drengsins sem sakaði Jack- son um misnotkun árið 1993. Chandler sagði að frændi sinn hefði ákveðið að koma ekki fyrir réttinn þrátt fyrir að „fjölmörg gögn“ styddu ásakanir hans. Sagði hann þessi gögn hafa orðið til þess að Jackson ákvað að gera samkomulag við drenginn á sínum tíma. Dreng- urinn, sem þá var 13 ára, fékk 15 milljónir dollara, liðlega 900 milljón- ir króna, í greiðslur frá Jackson. Að auki fengu foreldrar drengsins um 10 milljónir dollara, rúmlega 600 milljónir króna, í bætur frá Jackson. Chandler sagði að hann harmaði að frændi sinn hefði ákveðið að bera ekki vitni við réttarhöldin, enda sagðist hann telja að framburður hans „myndi reynast afar mikilvæg- ur í málinu.“ Drengurinn vildi hins vegar standa vörð um einkalíf sitt. „Hann er hundeltur af fjölmiðlum. Hann hefur alloft þurft að flytja,“ sagði frændinn sem bætti við að móðir drengsins myndi líklega bera vitni við réttarhöldin gegn Jackson. Leyfir vitnisburð um fyrri ásakanir gegn Jackson Santa Maria. AFP. Reuters Michael Jackson veifar til aðdáenda sinna við komuna í dómshúsið í Santa Maria í Kaliforníu í gær. NEÐRI deild fráfarandi þings í Mið- Asíuríkinu Kirgistan lét í gær tíma- bundið völdin í hendur þings sem kosið var í umdeildum kosningum í landinu fyrir skömmu til að reyna að lægja deilur í landinu. Þingið kaus í gær stjórnarandstöðuleiðtogann Kurmanbek Bakijev forsætisráð- herra og valdi hann einnig starfandi forseta til bráðabirgða en stefnt er að nýjum kosningum í sumar. Dregið hefur úr spennu sem ríkt hefur í landinu undanfarna daga vegna deilna um réttmæti tveggja kjörinna þinga í kjölfar þess að rík- isstjórn Askars Akajevs forseta hraktist frá völdum í liðinni viku. Umdeild úrslit þingkosninganna, þar sem fullyrt var að beitt hefði verið svikum, leiddu til upp- reisnar og síðar stjórnarbyltingar. Fulltrúar Ör- yggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu, ÖSE, eru komnir til Kirg- istan til þess að reyna að aðstoða við lausn mála þar. Framkvæmdastjóri ÖSE í Evrópu hefur þegar fundað með Bakijev og yfirmanni öryggismála. Ráðgert er að halda forsetakosn- ingar í Kirgistan 26. júní í sumar, en deilt er um þessa ákvörðun. Ljóst er að margir andstæðingar Akajevs eru ósáttir við að nýja þingið sé viður- kennt þar sem það hafi verið kosið með óheiðarlegum hætti en Bakijev telur mikilvægt að finna málamiðlun til að hindra átök. Sjálfur segir Akajev, sem er ann- aðhvort í Kasakstan eða Rússlandi, að allar gerðir hinna nýju ráðamanna séu eintóm lögleysa, þeir vilji aðeins hrifsa völdin. Hann sé enn rétt kjör- inn forseti. Hvatti Akajev til þess í gær að hætt yrði að ofsækja stuðn- ingsmenn sína í Kirgistan. Bakijev hét í gær Akajev að ef hann sneri aft- ur heim myndi hann njóta þar „við- eigandi verndar“. Málamiðlana leitað í deilunum í Kirgistan Staðfest á þingi að Bakijev verði forsætisráðherra Bishkek. AP, AFP. Kurmanbek Bakijev JAMES Callaghan, sem var leiðtogi breska Verkamannaflokksins og for- sætisráðherra í lok áttunda áratug- arins, lést á laug- ardag, daginn fyrir 93 ára af- mælisdag sinn, segir í frétt AFP- fréttastofunnar. Callaghan þótti vera traustvekj- andi, hann var glaðlyndur og breskur almenn- ingur gaf honum gælunafnið „Sunny Jim“. Hann var hermaður í seinni heimsstyrjöld og var m.a. annars um hríð á herskipi við Íslandi, að sögn The Daily Telegraph. Komst hann þá í kynni við gráðost sem framleiddur var og er enn á Ak- ureyri. Callaghan hafði mikið dálæti á þessum osti og þegar hann var orð- inn ráðherra fékk hann sendiráð Bretlands hér á landi til að senda sér birgðir af ostinum til London. Samn- ingar tókust í síðustu landhelgisdeil- unni skömmu eftir að Callaghan tók við embætti forsætisráðherra 1976. Efnahagsástandið var slæmt í Bretlandi veturinn 1978–1979 og mikið var um verkföll, stjórnin var skyndilega orðin völt í sessi. Er Callaghan kom af leiðtogafundi í Kar- íbahafinu var hann spurður um ástandið og svaraði: „Ég held ekki að aðrar þjóðir í heiminum myndu vera sammála því að hér sé allt á niður- leið.“ Eitt af götublöðunum birti þá mynd af honum með fyrirsögninni „Kreppa, hvaða kreppa?“. Stjórnin féll í mars 1979 og íhaldsmenn undir forystu Margaret Thatcher sigruðu í þingkosningum skömmu síðar. Callaghan látinn James Callaghan Hafði dálæti á ís- lenskum gráðosti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.