Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 122. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Skuggalega góðir Sveinn Guðjónsson fann hinn full- komna tón í Kaplakrika Menning TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær breyt- ingar á stjórn sinni í kjölfar kosninganna í fyrradag. Þá vann hann það sögulega afrek að sigra í þrennum kosningum í röð. Verkamannaflokkurinn tapaði samt miklu og meirihluti stjórn- arinnar er minni en nokkurrar annarrar breskrar stjórnar um áratugaskeið. Búist er við, að það muni hafa ýmis áhrif á stefnu hennar á nýbyrjuðu kjörtímabili. Eins og víst þótti verður Gord- on Brown áfram fjármálaráð- herra en almennt er búist við, að hann muni taka við af Blair sem forsætisráðherra og þá heldur fyrr en seinna í ljósi kosningaúr- slitanna. Jack Straw mun áfram fara með utanríkismálin en John Reid tekur við af Geoff Hoon sem varnarmálaráðherra. Pat- ricia Hewitt, sem verið hefur við- skipta- og iðnaðarráðherra, tekur við heilbrigðismálunum af Reid. Þá mun David Blunkett, sem neyddist til að segja af sér sem innanríkisráðherra í desember síðastliðnum, koma inn aftur sem atvinnu- og eftirlaunaráðherra. Viðurkenndi mikil áhrif Íraksmálsins Blair sagði á fréttamannafundi eftir að hafa gengið á fund El- ísabetar drottningar, að hann hefði nú betri skilning en áður á þeim málum, sem brynnu á öllum almenningi, og viðurkenndi, að ágreiningurinn um Írak hefði skipt þjóðinni í tvær fylkingar. Ekki fer heldur á milli mála, að það var Íraksmálið, sem átti mestan þátt í fylgistapi Verka- mannaflokksins og fréttaskýr- endur telja, að það muni hafa áhrif á utanríkisstefnu bresku stjórnarinnar á næstu árum og draga úr fylgispekt hennar við George W. Bush Bandaríkjafor- seta. Í gærkvöld, þegar aðeins átti eftir að telja eða endurtelja í þremur kjördæmum, var staðan sú, að Verkamannaflokkurinn hafði fengið 355 þingmenn, tapað 47, Íhaldsflokkurinn 197, unnið 33, og Frjálslyndi flokkurinn 62 og unnið 11. Var meirihluti Verkamannaflokksins 66 þing- menn en 161 á síðasta kjörtíma- bili. Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði í fyrra- kvöld, að flokknum hefði tekist að snúa vörn í sókn og því kom það mörgum á óvart í gær er hann tilkynnti, að hann hygðist segja af sér en þó ekki fyrr en reglum flokksins um leiðtogakjör hefði verið breytt. Það mun því koma til fjórða leiðtogakjörsins þar á bæ á jafnmörgum árum. Howard sagði ástæðuna fyrir væntanlegri afsögn vera þá, að hann yrði orðinn of gamall í næstu kosningum eða 68 ára. Harðlínumenn sigruðu Á N-Írlandi tapaði David Trimble, hinn hófsami leiðtogi Sambandsflokks Ulsters, sæti sínu fyrir frambjóðanda úr flokki Ian Paisleys, Lýðræðislega sam- bandsflokknum, sem vann mikinn sigur. Þá styrkti Sinn Fein, stjórnmálaarmur IRA, Írska lýð- veldishersins, einnig stöðu sína. Það voru því harðlínuflokkarnir, sem sigruðu og boðar það hugs- anlega ekkert gott fyrir lausn á deilunum milli kaþólskra manna og mótmælenda. Fyrsta verk Blairs að stokka upp í stjórninni Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins, hyggst segja af sér á næstunni  Skrámaður/Miðopna  Kjörsókn/14 AP Gordon Brown, fjármálaráðherra og líklegur eftirmaður Blairs. Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is FÓLKI sem biður reglulega í bænahópum fyrir öðrum líður mun betur en þeim sem ekki biðja. Þetta leiðir rannsókn Gunnjónu Unu Guðmundsdóttur, félagsráðgjafa hjá Krabbameinsfélagi Íslands, á áhrifum bænarinnar á þá sem biðja í ljós. Gunnjóna Una notaði spurningalista sem hún lagði fyrir 100 ein- staklinga í 14 bænahóp- um þar sem þeir voru beðnir að meta eigin líðan. Af þeim svöruðu 89. Til samanburðar voru 100 spurninga- listar lagðir fyrir fólk sem starfar ekki með bænahópi og biður ekki reglulega. Fram kom marktækur munur á líðan þeirra sem biðja reglulega og þeirra sem ekki biðja. Kvarðinn sem notaður var er þróaður af Tómasi Helgasyni, Júlíusi K. Björnssyni, Kristni Tómassyni og Snorra Ingimarssyni og byggist á sjálfsmati tvö þúsund heil- brigðra Íslendinga. Að sögn Gunnjónu Unu voru þátttakendur á öllum aldri, með mis- munandi menntun og stöðu í þjóðfélaginu. Í ljós kom að þeir sem biðja reglulega eru alls staðar yfir meðaltali kvarðans sem not- aður var við rannsóknina nema á kvarð- anum veikir og er athyglisvert að þeir telja sig búa við betri líkamlega heilsu en sam- anburðarhópurinn. Ótvíræð tengsl á milli bænar og betri líðanar  Áhrifamáttur/22 KOSTNAÐUR við byggingu Háskólatorgs Háskóla Íslands hefur verið ákveðinn 1.600 milljónir króna með virðisaukaskatti og er al- verktaka og hönnuðum ætlað að leggja fram lausn miðað við kröfu- og þarfalýsingu fyrir þá fjárhæð. Tillögurnar verða eingöngu metnar út frá hönnunarlegum forsendum, því verktaki ber ábyrgð á að þær séu innan kostnaðarmarka. Ráðgert er að Félagsstofnun stúdenta eignist 20% Háskólatorgs HÍ og mun FS selja húsnæði sitt við Hringbraut til að fjár- magna það. Happdrætti HÍ fjármagnar hluta framkvæmdanna og Háskóli Íslands mun selja fasteignir við Aragötu og Odda- götu til að afla fjár í verkefnið. Þá leggur Há- skólasjóður Eimskipafélags Íslands fram 500 milljónir. „Mikilsvert framlag frá Háskóla- sjóði Eimskipafélags Íslands gerir Háskól- anum nú kleift að hefjast handa við undir- búning fyrir framkvæmdir við Torgið með samþykki og stuðningi stjórnvalda,“ skrifar Páll Skúlason háskólarektor í ávarpi sem fylgir kröfu- og þarfalýsingu verkefnisins. Samkvæmt áætlunum verður Háskóla- torgið tekið í notkun í lok árs 2007, en fram- kvæmdir hefjast næsta vor. 1.600 millj. til Háskóla- torgs HÍ  Háskólatorg/4 RÚSSNESKIR hermenn í ein- kennisbúningi heimsstyrjaldar- áranna og með sovéska fána æfa sig fyrir sigurgönguna á mánu- dag, 9. maí. Þá verður þess minnst víða, að 60 ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Búist er við, að meira en 50 þjóð- höfðingjar og oddvitar ríkis- stjórna muni taka þátt í hátíðar- höldunum í Moskvu og meðal þeirra verður George W. Bush Bandaríkjaforseti. Kom hann til Riga, höfuðborgar Lettlands, í gær og fer þaðan til Hollands áð- ur en hann heldur til Moskvu. Þangað munu einnig fara fleiri frammámenn á Vesturlöndum en Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, átti ekki heiman- gengt. Reuters 60 ár frá stríðslokum í Evrópu Bagdad. AP, AFP. | Allt að 60 manns féllu í gær í árásum hryðjuverka- manna í Írak og tugir manna særðust. Hafa þá meira en 300 manns fallið það sem af er þessum mánuði en skæru- liðar hafa hert mjög á hernaði sínum eftir að ný stjórn var skipuð í landinu. Bílsprengjuárás var gerð á stóru markaðstorgi í bænum Suwayrah en þar féllu að minnsta kosti 28 manns og um 40 særðust. Önnur árás var gerð í Tikrit, heimabæ Saddams Husseins, fyrrverandi forseta, en þar féllu átta íraskir lögreglumenn og fjórir óbreyttir borgarar þegar bíl með sprengiefni var ekið á fólksflutn- ingabíl. Víðar í landinu var mannfall í árásum og spengjutilræðum. Lík 14 manna fundust í gær á auðu svæði í Bagdad. Höfðu þeir verið skotnir, líklega fyrir þremur dögum. Hóta að drepa gísl Sjónvarpsstöðin al-Jazeera sagði í gær, að mannræningjar, sem hafa á valdi sínu ástralskan verkfræðing, hefðu gefið Ástralíustjórn þriggja sól- arhringa frest til að flytja ástralska herliðið frá Írak. Að öðrum kosti yrði maðurinn drepinn. Fram kom einnig á al-Jazeera, að sex Jórdönum, sem starfað hefðu fyrir bandarískt fyrir- tæki í Írak, hefði verið rænt. Blóðugur dagur í Írak ♦♦♦ Lesbók, Börn og Íþróttir Lesbók | Áhrif Sartres  Schiller og uppreisnar- hvötin Börn | Gamlir og góðir útileikir  Teflt í Eyjum Íþróttir | Íslenskir handboltamenn í Evrópuslag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.