Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Helguvík | Olíubílar fara nú sex þúsund ferðir á ári úr Örfirisey í Reykjavík, um Reykjanesbrautina og til Keflavíkurflugvallar með flugvélabensín á þotur Icelandair. Þótt hagkvæmni í innkaupum á eldsneyti sé aðaldrifkraftur þess að FL-Group hf. hefur ákveðið að koma sér upp birgðastöð í Helgu- vík og dæla þaðan beint á flugvél- arnar segir Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL-Group, að umhverfis- og öryggismál vegna eldsneytis- flutninganna styðji mjög þessa breytingu. FL-Group hf. hefur sótt um lóð fyrir eldsneytistanka sunnan við Helguvíkurhöfn og fengið vilyrði hjá Reykjanesbæ fyrir henni. Þar verður byggð upp birgðastöð til eldsneytisinnflutnings og leiðsla beint inn á flughlað á Keflavík- urflugvelli. Nú er allt það eldsneyti sem dælt er á þotur félagsins hér- lendis keypt af Olíufélaginu Skelj- ungi. Það er flutt með bílum úr birgðastöðinni í Örfirisey, um götur Reykjavíkur og nágrannabæja, um Reykjanesbrautina og í olíubirgða- stöð EBK á Keflavíkurflugvelli. Þá stöð eiga olíufélögin og FL-Group í sameiningu. Eldsneytinu er dælt úr þessari birgðastöð um flughlað og á vélarnar. Samkvæmt upplýsingum Ragnhildar Geirsdóttur notar fé- lagið um 70 til 80 þúsund tonn af þotueldsneyti hér á landi á ári sem þýðir að olíubílarnir aka um 6000 ferðir til Keflavíkur á hverju ári. Þegar nýja olíubirgðastöðin í Helguvík verður tekin í notkun sem stefnt er að verði í lok árs 2006, þegar núverandi samningur FL-Group og Skeljungs rennur út, verður eldsneytinu dælt beint á vélarnar úr birgðastöðinni í Helgu- vík. Aksturinn úr Reykjavík fellur því niður og FL-Group þarf ekki lengur að nota birgðastöðina á Keflavíkurflugvelli. „Með þessu erum við að gera innkaup á þotueldsneyti einfaldari og skilvirkari. Þar við bætist að töluverð mengun fylgir flutningun- um til Keflavíkur og slysahætta. Það er mjög gott fyrir félagið að geta dregið úr menguninni og auk- ið öryggi með nýju fyrirkomulagi,“ segir Ragnhildur. Hún segir að leggja þurfi í umtalsverða fjárfest- ingu í nýrri birgðastöð og leiðslu en þrátt fyrir það náist sparnaður í eldsneytiskaupum. Það segir hún að sé nauðsynlegt fyrir félagið til að styðja lækkandi farmiðaverð. Tankar varnarliðsins illa nýttir Forystumenn Reykjanesbæjar hafa lengi haft áhuga á því að nota Helguvíkurhöfn til olíuinnflutnings og boðið olíufélögunum og öðrum upp á aðstöðu þar undanfarin fimmtán ár eða frá því höfnin var byggð. Á síðustu árum hafa nokkr- ir aðilar sýnt málinu áhuga og þrjú félög fengið lóðir til að byggja olíu- birgðastöðvar, Tankabú Helguvík- ur, Olíufélagið Skeljungur og Ís- landsolía. Tankabúið hugðist leigja öllum olíufélögum og fyrirtækjum tankapláss en Íslandsolía var með hugmyndir um innflutning á olíu og sölu til fiskiskipa. Ekki gengu þess- ar áætlanir eftir og öll fyrirtækin skiluðu lóðum sínum. Varnarliðið og Atlantshafsbanda- lagið eiga mikla olíubirgðastöð við Helguvíkurhöfn, samtals 8 tanka, og leiðslu inn á varnarsvæðið. Að- staðan er hálfnýtt og fyrir sex ár- um bauð varnarliðið að hluti að- stöðunnar yrði tekinn undir borgaraleg not. Skeljungur sýndi áhuga á því að komast þar inn en ekki hefur tekist að ljúka málinu. Ragnhildur segir að áætlanir FL-Group miði við uppbyggingu sjálfstæðrar birgðastöðvar við Helguvík og lagningu leiðslu upp á flugvöll. Hún segir að það verði jafnframt kannað hvort unnt væri að draga úr fjárfestingu með því að leigja aðstöðu hjá varnarliðinu. Of snemmt væri að segja til um hvort það væri mögulegt. Þess ber að geta að varnarliðið notar ekki sama þotueldsneyti og Icelandair og eldsneytinu er dælt í aðra birgða- stöð á vellinum en ekki beint á þot- urnar. Það er því ekki víst hvort unnt sé að nota leiðsluna fyrir báða aðila. Áætlað er að þotur Icelandair noti allt að fjórðung alls eldsneytis sem flutt er til landsins. Þótt hætt verði að flytja það landleiðina verða áfram verulegir olíuflutningar á Reykjanesbrautinni. Nefna má að allri olíu til útgerðarinnar er ekið með olíubílum úr Reykjavík og það þotueldsneyti sem Olíudreifing flyt- ur fyrir Olíufélagið og Olíuverslun Íslands til Keflavíkurflugvallar og selt er til annarra flugfélaga kemur úr birgðatönkum í Hafnarfirði. Reykjanesbær vill stuðla að uppbyggingu Forystumenn Reykjanesbæjar hafa sýnt þessu máli áhuga og rit- aði bæjarstjóri undir yfirlýsingu um að bærinn vildi stuðla að upp- byggingunni með ýmsum hætti, meðal annars með úthlutun hent- ugrar lóðar. Árni Sigfússon bæj- arstjóri segir gott að fá aukna starfsemi á iðnaðarsvæðið við Helguvík og það auki tekjur hafn- arinnar. Þá segir hann mikilvægt að styrkja þau störf sem eru við flugþjónustu á svæðinu með því að gera eldsneytisinnflutninginn hag- kvæmari. Loks nefnir hann að það sé mikilvægt umhverfisverndar- og öryggismál að draga úr eldsneyt- isflutningum eftir Reykjanesbraut- inni og minnka slit vegarins. Í lóðarumsókn FL-Group og viljayfirlýsingu félagsins og bæj- arstjóra Reykjanesbæjar kemur fram vilji til þess að FL-Group geti í samstarfi við Reykjanesbæ út- víkkað þá starfsemi sem byggð verður upp við Helguvík, eftir því sem rekstrar- og markaðsaðstæður leyfa. Ragnhildur segir mikilvægt að hafa opna möguleika til útvíkk- unar starfseminnar. Einkum komi til greina að bjóða öðrum flugfélög- um eldsneyti. SUÐURNES Eldsneytisinnflutningur FL-Group um Helguvík er umhverfisverndarmál Olíubílar fara sex þúsund ferðir um Reykjanesbraut E4 $ >"   5E (%-    !" 6"  "   5 " !                                    Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is BREYTING á gjaldskrá bílastæða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar leið- ir til þess að flugfarþegar sem kjósa að geyma bíla sína á lang- tímabílastæðum þurfa að greiða minna en nú er strax eftir fyrstu vikuna en ekki eftir aðra vikuna, eins og fram kom í frétt hér í blaðinu síðastliðinn laugardag. Áður var innheimt 450 kr. flatt gjald á sólarhring, ekki 350 kr. eins og misritaðist. Frá og með deginum í dag verður gjaldið á lang- tímastæðunum 500 krónur á sólar- hring fyrir fyrstu vikuna, 350 kr. og fer síðan stiglækkandi eftir því sem bíllinn stendur lengur. Sam- anburðartaflan er birt hér með að nýju, leiðrétt. 2   ( &  +   34   5* #4 * + E* * > " 1 ' #* * > " 1    % 5* 6*% *7 '*) '*% 8*6 %*% 9*%                         Hagstæðara eftir viku Skólakynning í Stapa | Starfsemi allra grunnskóla Reykjanesbæjar, frístundaskóla og tónlistarskóla verður kynnt í Stapa í dag og hefst kynningin kl. 17.15. Á fundinum munu skólastjórar kynna skólastarf og stefnu hvers skóla. Í fréttatil- kynningu kemur fram að mikilvægt sé að foreldrar mæti. Vakin er at- hygli á því að frá og með næsta hausti gangi í gildi nýjar reglur um innritun og val á skóla, þannig að foreldrar eigi kost á að velja skóla fyrir börnin sín óháð búsetu og skólahverfum. LANDIÐ GLJÚFRABÚINN sem vakti yfir Jöklu í áratugi og Ragnar Axelsson gerði lands- kunnan með verðlaunamynd sinni er hrun- inn í jökulána sem mótaði hann. Steinninn var á svæði sem fer undir lón Kára- hnjúkavirkjunar sem verið er að byggja og varð táknrænn fyrir baráttu náttúruvernd- arsinna gegn virkjunarframkvæmdum á þessum stað. Fréttin um hrun gljúfrabúans, eða einbú- ans, varð tilefni þess að Davíð Hjálmar Haraldsson á Akureyri orti kvæði um hann og almennt um náttúruna og virkjanir. Nefnir hann kvæðið Einbúinn við Jöklu. Við straumharða Jöklu bjó stórskorinn þegn er stoltur þar langdvölum undi og útlegðin var honum ekki um megn því annað ei þekkti né mundi. Og einbúinn þarna á bakkanum bjó, af brimþungri elfunni hristur, á veturna nístur af vindi og snjó, á vorin af sólinni kysstur. Og oft var hún Jökla svo úfin og svöl að ógn var af straumþungans mætti, en samt bjó hann frekar við sælu en kvöl og sjaldan við móðuna þrætti. Og dalurinn þeirra með dældir og börð með dansandi blómum og fléttum var leiksvið og skjól fyrir hreindýrahjörð og hópa á vængjunum léttum. En svo komí dalinn eitt sólþrungið vor tvö saman þau Mammon og Ála og einungis sáu þau urð, grjót og for. Hjá Alcoa voru á mála. Og saman þau eru að gera þar garð – með grjóti og sementi styrkja – því til þess að gefa þar Alcoa arð þarf alltaf að stífla og virkja. Þá stíflan er komin og stendur þar full með stóreflis virkjun í dalnum, þá malar hún Alcoa gæði og gull þótt gróðurinn liggi í valnum. Því fyllast mun dalur og færast á kaf af forugu jökulárvatni og allt hverfur lífið sem Guð þarna gaf og gætti af eilífri natni. Og einbúinn dapur þar örlögum kveið því alltaf var stíflan að hækka og dauðinn það eina er dalsins hans beið og dögunum tekið að fækka. Svo var það einn daginn er vorsólin hló og vetrarsnjór blánaði af klökkva, að örvænting dauðans um æðarnar smó. Hann ákvað að lokum að stökkva. Og faðmurinn Jöklu svo ferlega grár tók fúslega honum á móti. Hvar einbúinn fyrrum stóð efldur og hár nú aðeins sést mosi á grjóti. - - - - - Ef Mammon og Ála fá mótað vort land – sem mörgum finnst hreinast og tærast – þá óðar mun hverfa í aurvatn og sand það allt sem oss núna er kærast. Þótt sumt eflaust týnist og sökkvi í for má samt ennþá hættunni verjast og kannske vér eigum hér kjark til og þor og kunnum til sigurs að berjast. Nú ber oss að móta og bæta vorn heim með breytni og skynsömum orðum og loks skila arfi sem líkustum þeim er landnemar gáfu oss forðum. Einbúinn við Jöklu Morgunblaðið/RAX Hruninn Andlitið sem Jökla mótaði er horfið en lifir áfram í ljósmyndinni. Gefur skrúðgarð | Unnur Gísla- dóttir hefur ákveðið að gefa Sveitar- félaginu Garði skrúðgarðinn í Bræðraborg í Garði. Magnús Magn- ússon ræktaði garðinn í 35 ár og gef- ur Unnur hann í tilefni þess að í sum- ar eru níutíu ár frá fæðingu hans. Bæjarstjórn Garðs þiggur gjöfina með þökkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.