Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR MBL Ó.H.T Rás 2 Ó.H.T Rás 2 Sláandi sálfræðitryllir eins og hann gerist bestur. Með Óskarsverðlaunahafanum, Adrien Brody (ThePianist) og Keira Knightley úr „Pirates of the Caribbean” og „King Arthur”. FURÐULEGASTA ÆVINTÝRI ALHEIMSINS HEFST ÞEGAR JÖRÐIN ENDAR The Hitchhikers guide to the galaxy kl. 5.45 - 8 og 10.15 Napoleon Dynamite kl. 6 The Motorcycle Diaries kl. 5.30 - 8 - 10.30 Maria Full og Grace kl. 6 - 10.15 b.i. 14 The Jacket kl. 5.50 - 8 og 10.10 b.i. 16 Vera Drake kl. 10 Beyond the Sea kl. 8 Geggjaðasta og frumlegasta grínmynd ársins er komin í bíó.Byggð á einni vinsælustu bók alheimsins eftir Douglas Adams. Algjör bíósmellur bæði í USA og á Bretlandi. l j í ll i í l i Byggð á metsölubók Clive Cussler Kvikmyndir.is Sláandi sálfræðitryllir eins og hann gerist bestur. Með Óskarsverðlaunahafanum, Adrien Brody (The Pianist) og Keira Knightley úr „Pirates of the Caribbean” og „King Arthur”.  S.V. MBL HINUM megin á hnettinum er Kalifornía. Eftir 15–17 tíma ferða- lag frá Íslandi lendir maður á flug- vellinum í Los Angeles og þaðan keyrir maður í rúmlega tvo tíma inn í eyðimörkina, til Coachella-dalsins. Þar er heitt. Í fyrra var hitinn 43 stig meðan á tónlistarhátíðinni stóð, sem var gestum mjög erfitt. Í ár var hitinn ekki svo mikill, að- eins rétt rúmlega 30 stig, en nægur til að framkalla svita hjá hinum sjaldgæfa eyðimerkurrauðhausi, sem kann vel við sig í þurru og heitu loftslagi auðnarinnar. Coachella er semsagt í eyðimörk- inni í Suður-Kaliforníu og þar hefur tónlistarhátíðin verið haldin sex sinnum. Hún stendur yfir í tvo daga; um eina helgi í lok apríl eða byrjun maí. Hátíðarsvæðið er risa- stórt. Þegar komið er inn á svæðið mætir gríðarstórt bílastæðasvæði gestum, sem þurfa eftir það að ganga í hálfan klukkutíma þar til komið er að sjálfu tónleikasvæðinu. Þar eru gríðarlega langar biðraðir seinni hluta dags, þegar fólk fer að streyma að. Forréttindafólkið fer hins vegar í lúgu þar skammt frá, sækir miðana sína og bíður í nokkurra manna bið- röð eftir að komast inn. Það nýtur svo aukinna þæginda inni á svæð- inu; kemst inn á svokallað VIP- svæði, þar sem nóg er um sæti og veitingum í svalandi skugga. Þetta svæði er til hliðar við aðalsviðið, þannig að margir blaðamennirnir og mörg hefðarmennin láta sér duga að sitja þar og fylgjast með stærstu böndunum. Þar með missir þetta fólk hins vegar af ýmsu sem gerist á öðrum tónleikastöðum, sem hver er helgaður sinni tónlistarstefnu. Blindur Eyðimerkurrauðhausinn var reyndar einn af þeim sem létu sér að mestu duga að vera við aðalsviðið fyrri daginn, enda var þar að finna flestar þær sveitir sem hann hafði áhuga á að sjá og heyra í. Áður en lengra er haldið er þó rétt að setja þann fyrirvara á umsögn hans um listamenn, að hann var blindari en leðurblaka með bundið fyrir augun, enda nýbúinn að týna linsunum sín- um. Hann getur því ekki sagt til um sviðsframkomu eða fatnað tónlistar- manna, enda skipta slíkir hlutir ekki máli í huga hans. Hausinn mætti á svæðið um klukkan 15 á laugardeginum, þegar dönsku æringjarnir í Raveonettes hófu leik. Sveitin hefur kúvent með nýjustu plötunni, Pretty in Black, og horfið frá „garage“-rokki sjö- unda áratugarins. Hin nýja Raveo- nettes hefur snúið sér að banda- rísku húsmæðrarokki hins ofanverða sjötta áratugar. Lögin af Pretty in Black hljómuðu betur en eldra efni sveitarinnar á tónleik- unum. Cameron og Justin Þá tók við hin skoska Snow Patrol. Eftirlitsmönnum snjósins tókst ekki að heilla hinn sjaldséða eyðimerkurrauðhaus upp úr skón- um, en Justin Timberlake og Cameron Diaz virtust hins vegar skemmta sér hið besta. Timberlake kinkaði kolli sem óður væri og þjáist nú væntanlega af hálsríg eftir átök- in. Hin munúðarfulla Diaz ætti þó ekki að eiga í erfiðleikum með að nudda verkinn úr ástmanni sínum og líklega eru þau að stunda tryll- ingslegan ástarleik í þessum skrif- uðu orðum. Að hálshreyfingum Timberlakes loknum tóku Englendingarnir og Ís- landsvinirnir í Keane við. Þeir voru hreint út sagt frábærir, ekki síðri en í Hafnarhúsinu á Iceland Airwaves í október. Keane virtist koma Kali- forníubúum á óvart og sennilega á sveitin greiða leið að hjörtum Bandaríkjamanna, enda er hvert einasta lag hennar grípandi og auð- melt, án þess að vera blöðrupopp af ódýrari gerðinni. Hinn snoppufríði Tom Chaplin stóð sig óaðfinnanlega í söngnum og Tim Rice-Oxley hljómborðsleikari hristi skanka sína sem aldrei fyrr. Martin í stuði Ástæðan fyrir veru eyðimerk- urrauðhaussins í eyðimörkinni var þó öðrum frekar tónleikar Wilco. Jeff Tweedy og félagar fóru á kost- um, þótt lagalisti þeirra væri full- þungmeltur í þetta skiptið; með miklu gítarsargi og öðrum hávaða. Lögin „Hummingbird“ og „Jesus, Etc.“ fengu eyðimerkurrauðhausinn til að kinka sjálfum sér af jafnvel meiri krafti en Snow Patrol Justin Timberlake nokkrum stundarfjórð- ungum fyrr. Síðasta hljómsveit laugardags- kvöldsins var Coldplay, með kátan Chris Martin í fararbroddi. Til- raunir hans til að ná til áheyrenda voru raunar hálfhjákátlegar; m.a. sagði hann „brandara“ sem gekk út á að á tónleikum sveitarinnar í Las Vegas hefði verið meira sílikon en í Sílikon-dal. Sveitin stóð sig hins vegar vel og nýju lögin hljómuðu ágætlega. Þó er hverjum manni greinilegt að formúla Martins við lagasmíðar er fullaugljós, en bestur er hann þegar hann víkur aðeins frá henni og kemur hlustandanum á óvart. The Arcade Fire sló í gegn Sunnudagurinn hófst á næst- stærsta sviðinu, þar sem systkinin í Fiery Furnaces héldu uppi stuðinu. Þau spiluðu aðallega efni af plötunni Blueberry Boat og satt best að segja var hálfþreytandi að hlýða á sveitina. Lagasmíðarnar eru eig- inlega „of frumlegar“; hver takt- breytingin rekur aðra og til að bæta gráu ofan á svart tók sveitin ekki hlé milli laga. Kanadíska sveitin The Arcade Fire var svo sannarlega á skotskónum. Tónleikar hennar voru tvímælalaust þeir bestu sem und- irritaður sá þessa helgi; gríðarlega kraft- og orkumiklir. Hljómsveitin tók plötuna Funeral svo að segja í heild sinni og hamaðist á sviðinu eins og fimmtugir fimleikakappar með gráa fiðringinn. Hreint stór- kostleg frammistaða. Miðaldra æringjarnir í New Ord- er fluttu jöfnum höndum eldra efni og lög af nýrri plötu, Waiting for the Sirens’ Call, og satt best að segja var þar á ferðinni einhæft og leiðigjarnt gítarrokk. Ekki mikið meira um það að segja, en auðvitað er hér aðeins um að ræða skoðun eins manns. Eyðimerkurrauðhauss- ins, nánar tiltekið. Sunnudeginum lauk með tón- leikum Nine Inch Nails, sem sendi frá sér plötuna With Teeth síðasta þriðjudag. Trent Reznor var í gríð- arlega góðu formi, nýkominn úr meðferð og helköttaður. Sveitin var ofboðslega þétt, en spilaði fullmikið af gömlu efni; aðeins þrjú lög af With Teeth. Frekar hefði verið við hæfi að leyfa áheyrendum að hlýða á sem flest lög af nýju plötunni. Að þessu loknu var eyðimerk- urrauðhausinn gjörsamlega búinn í mjóbakinu, eftir að hafa staðið meira og minna í tvo daga. Hann hafði hins vegar fundið vin í eyði- mörkinni og hélt glaður í sinni heim á leið. Tónlist | Coldplay, Keane, Wilco og The Arcade Fire meðal sveita á Coachella-tónlistarhátíðinni Að finna vin í eyðimörkinni Morgunblaðið/ÍPJ The Fiery Furnaces var eiginlega „of frumleg“ að mati blaðamanns. Morgunblaðið/ÍPJ Aðalsviðið er risavaxið og hljóðkerfið gríðarlega kraftmikið. ivarpall@mbl.is Hin árlega Coachella-tónlistarhátíð í Suður- Kaliforníu þykir meðal best lukkuðu hátíða heims. Þangað mættu 50.000 manns, þeirra á meðal Ívar Páll Jónsson, um þarsíðustu helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.