Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 21 UMRÆÐAN STEFNA Samfylkingarinnar er skýrt mótuð, áherslur breytast í samræmi við þjóðfélagshræringar á hverjum tíma og inn í spilar sterkt það heimsumhverfi sem við lifum við. Grundvöllur Samfylk- ingarinnar er hug- sjón jafnaðarmanna um jafnræði og bræðralag. Össur Skarphéð- insson hefur leitt flokkinn af myndug- leik og með skýra framtíðarsýn fyrir ríkisstjórn jafn- aðarmanna sem hlýt- ur að taka við af íhaldsöflum sem nú eru við völd og hafa verið of lengi. Að kjósa formann Allt frá haustmán- uðum hefur staðið yf- ir umræða um for- mannskjör í Samfylkingunni. Það hefur ekki farið fram hjá undirrituðum að margir hafa áhyggjur af því að til flokka- drátta geti komið vegna þessa. Það er einnig uppi sú skoðun að sá háttur sem hafður er á við kjörið eigi að vera öðruvísi. Því verður ekki breytt nema á flokksþingi og við þetta verða menn að una. Mörgum hugnast ekki að stuðningsmenn hóti úrsögn ef niðurstaða for- mannskjörs er þeim ekki að skapi. Það að félagar hugsi sér að kjósa ekki er slæm niðurstaða. Allir skráðir félagar hafa nú fengið send kjörgögn þar sem vel er lýst hvernig ber að ganga frá kjör- seðli, samt hef ég sem þetta rita orðið var við mistök sem ógilda kjörseðil m.a. með því að menn gleyma að rita nafn sitt á umslag kjörseðils. Mér er kunnugt um að margir láta sinn seðil liggja ennþá. Ég hvet félaga í Samfylk- ingunni til að nota sinn rétt. Ég styð sitjandi formann, Össur Skarphéðinsson, og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Össur er ekki óskeikull, hann gerir einnig mistök. Einmitt vegna þess að hann er mannlegur þá styð ég hann, Össur er góður drengur og hefur lagt sig fram við að hjálpa þeim sem á þurfa að halda, þess kann ég mörg dæmi. Honum hefur einnig tekist að leiða flokk- inn í gegnum þá erf- iðleika sem á hafa dunið á fyrstu árum Samfylkingarinnar, nú þegar siglt er full- um seglum á blásandi byr þá finnst mér að hann eigi rétt á að halda áfram um stjórnvölinn. Stefnan er skýr – hann setur fjölskyldumálin efst með því sem fylgir, þ.e. málefni aldraðra, afkomu ungs fólks sem er að hefja bú- skap, heilbrigðismál almennings og afkomu þeirra sem lægst hafa launin. Svona formann vil ég. Niðurstaða Hvað sem á dynur þá mun ég sem þetta rita ekki yfirgefa jafnaðarmanna- flokk Íslands, Samfylkinguna. Eft- ir átök sem ég gekk í gegnum við síðustu kosningar þurfti ég langan tíma til að gera mér grein fyrir stöðunni. Ég á samleið með því fólki sem setur jafnrétti og bræðralag efst á áhersluskalann, ég á samleið með formanni sem heldur því merki á lofti og gerir samfélaginu klára grein fyrir því sem stefnt er að í alþjóðamálum jafnt sem og málum er varða hag landsmanna. Jafnaðarmenn, notið ykkar kjörseðil. Össur á skilið at- kvæði ykkar og horfum fram til stórsigurs jafnaðarmanna í næstu Alþingiskosningum. Formannskjör Samfylkingarinnar Gísli Einarsson fjallar um for- mannskjör Samfylkingarinnar Gísli S. Einarsson ’Jafnaðarmenn,notið ykkar kjörseðil. Össur á skilið atkvæði ykkar og horf- um fram til stór- sigurs jafn- aðarmanna í næstu Alþing- iskosningum.‘ Höfundur er fv. þingmaður Samfylkingarinnar. FYRIR marga getur verið flókið að velja sér framhaldsnám. Áhuginn get- ur breyst frá ári til árs og þekking á nýjum möguleikum breytir skoðunum þeirra sem eru að leita að áhugaverðu námi. Mikið hefur verið fjallað um upplýs- ingatækniöldina, upp- lýsingaþjóðfélagið og þekkingarsamfélagið í fjölmiðlum og á op- inberum vettvangi. En til að fylgja eftir framþróun á nýtingu tölvu- og upplýs- ingatækni þarf mennt- að fólk á þessu sviði. Við þurfum bæði fólk sem vill mennta sig í þáttum sem tengjast mannlegu hliðinni á tækninni, s.s. viðmóti, hönnun og þjónustu og þá sem vilja leggja meiri áherslu á tæknilega þætti eins og gervigreind, stýrikerfi og netkerfi. Við þurfum einnig nemendur sem vilja stunda bæði stutt hagnýtt nám og þá sem vilja fara í langskólanám og ljúka meistara- eða doktorsgráðu. Nám og störf í tæknigreinum henta konum ekki síður en körlum. Störfin eru margskonar, en fæstir sitja dag- langt einir við tölvu og forrita, flestir vinna við skapandi verkefni í sam- vinnu við notendur, viðskiptavini og samstarfsmenn. Störfin krefjast því bæði samskiptahæfileika og þjálfunar í samvinnu sem og góðrar þekkingar á tækninni. Mig langar að fjalla hér um tölv- unarfræðinám við Háskólann í Reykjavík en til að koma til móts við fjölbreyttan hóp nemenda sem hafa ólíkar skyldur, bakgrunn og að- stæður, þá eru boðnar þrjár leiðir til að stunda námið við skólann. Í fyrsta lagi, nám í dagskóla fyrir þá sem vilja og geta sótt tíma yfir daginn. Í öðru lagi, háskólanám með vinnu (HMV) fyrir þá sem geta sótt tíma eftir kl. 16:00 og í þriðja lagi fjarnám, fyrir þá sem geta ekki sótt tíma reglubundið, t.d. vegna búsetu eða af öðrum ástæð- um. HMV og fjarnám í tölvunarfræði er hlutanám og taka nemendur færri námskeið á hverri önn enn nemendur í fullu námi. Í staðbundnu námi er skipulagið þannig að fyrstu 12 vik- urnar eru nemendur í fjórum nám- skeiðum og fara svo í skrifleg próf í lokin. Að því loknu hefjast verkleg námskeið á fyrsta ári þar sem nemendur vinna saman í þrjár vikur að lausn raunhæfra verk- efna. Fyrir annað og þriðja ár eru svokölluð Aðventu- og Hörpu- námskeið í þrjár vikur í lok annar þar sem aðilar utan skólans eru fengnir til að bjóða spennandi námskeið. Sem dæmi um efni þessara námskeiða má nefna gervigreind, notendamiðuð hugbún- aðargerð og vélmenni. Kennslan byggist á fyrirlestum og dæmatímum, en fyrirlestrar í flestum námskeiðum eru teknir upp og eru að- gengilegir nemendum inn á kennslu- kerfi skólans. Nemendur geta þannig hlustað aftur á kennarann og fylgst með á glærum, t.d. þegar þeir eru að rifja upp fyrir próf. Lögð er áhersla á verkefnavinnu nemenda þar sem þeir vinna ýmist í hópum eða einir að verk- efnum sem tengjast námsefninu, en svipar einnig til raunverulegra verk- efna sem unnin eru utan skólans. Kennslukerfi skólans, MySchool, er nýtt til samskipta, fyrir verkefnaskil, dreifingu á efni, umræður og fleira. Háskólanám með vinnu (HMV) er þannig skipulagt að í hverju námskeið mæta nemendur einu sinni í viku í dæmatíma þar sem unnið er að verk- efnum, umræður fara fram og kennari aðstoðar nemendur við verkefni vik- unnar. HMV-nemar taka 2–3 nám- skeið á hverri önn og er einnig býðst þeim að taka námskeið á sumarönn í maí og júní. Fjarnemum er boðið að koma tvisvar á önn í skólann um helgi til að vinna með kennurum og sam- nemendum en ekki er skylda að mæta í þessar staðbundnu lotur. Þær nýtast nemendum vel til að kynnast kenn- urum og samnemendum en ekki síst til að fá aðstoð við námið. Margir nemendur kjósa að byrja í fjarnámi til að kynna sér fagið áður en þeir ákveða að fara í fullt nám og ljúka prófgráðu. Áhugasvið nemenda er mismun- andi og því býðst nemendum að ljúka kerfisfræðingsgráðu (60 einingum) á tveim árum í fullu námi en þessi gráða gefur góða atvinnumöguleika. Það hentar ekki öllum að fara í langt nám og því er þetta góður kostur fyrir þá sem vilja mennta sig á þessu sviði en hafa kannski ekki áhuga á að vera lengi í námi. Flestir nemendur kjósa þó að halda áfram og ljúka BS-gráðu (90 einingum), sem er eitt ár til við- bótar og er óhætt að segja að sú próf- gráða undirbýr nemendur bæði undir fjölbreytt störf en einnig undir frek- ara nám. Í dag er hægt að velja um að taka kjörsvið notenda- eða kerf- ishugbúnaður til BS-gráðu. Sífellt fleiri kjósa að halda áfram námi og er því einnig boðið upp á meistaranám, MSc-gráðu, í tölv- unarfræði við Háskólann í Reykjavík þar sem hægt er að velja um nám með rannsóknar- eða námskeiðaáherslu. Frá og með haustönn 2005 er verður hægt að ljúka meistaranámi í tölv- unarfræði við Háskólann í Reykjavík en í boði er að stunda nám við erlend- an samstarfsskóla í eina önn. Oft bjóð- ast meistaranemum störf við rann- sóknir og kennslu við skólann. Inntökuskilyrði í tölvunarfræði við HR er stúdentspróf eða sambærileg menntun og reynsla. Ef þú hefur lesið þessa grein til enda og hefur áhuga á frekari upplýs- ingum þá hvet ég þig til að skoða vef skólans www.ru.is og hafa samband við okkur í síma 599 6200. Komdu að læra tölvunarfræði Ásrún Matthíasdóttir fjallar um nám í tölvunarfræði ’Nám og störf í tækni-greinum henta konum ekki síður en körlum.‘ Ásrún Matthíasdóttir Höfundur er lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. FRAMUNDAN eru spennandi tímar í Samfylkingunni. Í síðustu kosningum náði flokkurinn þeim ár- angri að fá yfir 30% at- kvæða sem ekki hefur gerst áður í sögu jafn- aðarmanna á Íslandi. Aðeins einu sinni áður hefur annar flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn fengið yfir 30% fylgi í þingkosningum á Ís- landi. Þessum árangri náði Samfylkingin undir forystu Ingibjargar Sól- rúnar í samstarfi við þingmenn og flokks- menn um land allt. Á auðvelt með að fá fólk til samstarfs Formaður flokksins gerði sér grein fyrir því að eini möguleikinn til ná þessum mikilvæga árangri væri að kalla Ingibjörgu Sólrúnu til forystu og fá hana til að leiða flokkinn í kosninga- baráttunni og jafnframt að vera for- sætisráðherraefni hans. Með því sendi hann flokksmönnum og þjóðinni skýr skilaboð um hvern hann mæti hæfastan til að leiða flokk- inn inn í framtíðina. En hversvegna var svo mikilvægt að fá Ingibjörgu Sólrúnu til að leiða flokk- inn? Ingibjörg Sólrún átti að baki þrjá glæsilega sigra í Reykjavík. Hún hafði sýnt sem borgarstjóri að hún er leið- togi sem á auðvelt með að virkja fólk til samstarfs þrátt fyrir að það sé með ólíkar áherslur og bakgrunn. Í kosningabaráttunni fór það ekki milli mála að Ingibjörg Sólrún var mætt til leiks því andstæðingar beindu spjótum sínum fyrst og fremst að henni. Þetta gera þeir enn og lýsa ítrekað yfir stuðningi við meðfram- bjóðandann. Varla dettur nokkrum í hug að það hafi þeir gert og geri vegna umhyggju fyrir velferð Samfylking- arinnar. Andstæðing- arnir óttast innkomu hennar og hafa lagt sig fram um að gera hennar hlut sem minnstan og nú síðustu vikurnar hafa nokkrir félagar hennar í Samfylkingunni verið þátttakendur í því. Eftirlauna- frumvarpið Veturinn 2003 lagði þáverandi forsætisráð- herra fram frumvarp til laga um eftirlaun alþingismanna og við það var hengt ákvæði sem tryggði for- mönnum stjórnarandstöðuflokkanna sérstakar launahækkanir. Þegar frum- varpið var lagt fram naut það m.a. stuðnings formanns Samfylking- arinnar. Þegar ljóst varð að mikil and- staða var í samfélaginu við frumvarpið dró formaður Samfylkingarinnar stuðning sinn til baka en var ekki við- staddur afgreiðslu frumvarpsins. Stuðningur formanns Samfylking- arinnar við eftirlaunafrumvarpið voru mjög alvarleg mistök vegna þess að með samþykkt þess var verið að tryggja fámennum hópi fólks mun betri kjör en almenningur á kost á. Auk þess sem það tryggði honum sjálf- um ríflegar mánaðarlegar greiðslur. Upphafleg afstaða formannsins til frumvarpsins og framganga hans varð til þess að það myndaðist djúp gjá á milli margra forystumanna verkalýðs- hreyfingarinnar og hans. Og honum hefur ekki tekist að endurheimta það traust sem nauðsynlegt er að ríki á milli forystumanna í flokkum og hreyf- ingarinnar. Samfylkingin býr við mikil forréttindi Ég hef átt þess kost að starfa með Ingibjörgu Sólrúnu í framtíðarhópi flokksins. Í því mikla starfi hefur hún lagt ríka áherslu á að leiða saman ólík sjónarmið og fólk með mismunandi bakgrunn. Í okkar flókna samfélagi eru ekki til einfaldar lausnir, því er mikilvægt að horfa sem víðast og hafa sem flest viðhorf undir þegar stefnan er tekin til framtíðar. Það eru forréttindi hjá okkur í Sam- fylkingunni að eiga kost á leiðtoga með langa reynslu í að leiða saman ólíka að- ila til árangursríks samstarfs. Þessi reynsla á eftir að nýtast Ingibjörg Sól- rúnu vel ef hún nær kjöri. Tækifæri að láta drauminn rætast Við sjáum nú fram á þann mögu- leika að Ingibjörg leiði Samfylkinguna til enn frekari sigra í framtíðinni og jafnframt verði Samfylkingin það leið- andi stjórnmálaafl sem íslenskir jafn- aðarmenn hafa svo lengi beðið eftir. Ég hvet alla félagsmenn Samfylking- arinnar til að skila kjörseðlum og koma Ingibjörgu Sólrúnu alla leið. Ingibjörg leiði Samfylkinguna Þorbjörn Guðmundsson fjallar um formannskjör Samfylking- arinnar ’Ég hvet alla félags-menn Samfylkingarinnar til að skila kjörseðlum og koma Ingibjörgu Sól- rúnu alla leið.‘ Þorbjörn Guðmundsson Höfundur er félagi í Samfylkingunni og situr í stýrihópi framtíðarhópsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.