Morgunblaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 30
30 F MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ H vergi á öllu höfuðborgar- svæðinu verður útsýnið meira en í Kórahverfi í Kópavogi. Landið stend- ur þarna hátt og því hallar til vesturs og suðurs. Mikið útsýni er því að Blá- fjöllum og að Elliðavatni og annars staðar er frábært útsýni yfir Faxa- flóa og allt að Snæfellsjökli. Byggðin rís að mestu leyti í suð- urhlíð Vatnsendahvarfs andspænis Rjúpnahæð. Þetta verður blönduð byggð með tæplega 3.000 íbúum, en auk fjölbýlishúsa er gert ráð fyrir talsverðum fjölda einbýlishúsa og rað- og parhúsa í Kórahverfi. Þó að byggðin verði í yfir 100 metra hæð, er þarna talsvert skjól fyrir norðanátt. Gróður ætti því að dafna allvel, einkum þegar húsin eru farin að rísa og skapa enn meira skjól fyrir umhverfið. Landhallinn hefur líka áhrif á staðsetningu húsa og legu gatna, en aðkoma að hverfinu er frá Vatnsendavegi og Arnarnesvegi. Hverfið rís fyrir austan Salahverfi í beinu framhaldi af því. Kórahverfi telst því miklu frekar framhald byggðarinnar í Salahverfi en Vatns- endabyggðar. Þannig verður byggð- in í Kórahverfi háreistari en í Vatns- enda og yfirbragð hennar líkt og í Salahverfi. Öll gatnaheiti í hverfinu enda á kór. Safngata hverfisins nefnist Kóravegur og göturnar út frá henni enda á kór. Þetta er gert á sama hátt og í Salahverfi, en aðalgatan þar heitir Salavegur og götur út frá hon- um hafa heitið salir að seinni lið. Það er líflegt um að litast þessa dagana, þegar ekið er um Kóra- hverfi. Hvarvetna blasir við mikil uppbygging. Alls staðar má sjá krana og önnur stórvirk tæki að verki. Þessu hverfi er ætlað mikið hlutverk í framtíðinni. Auk tveggja leikskóla verður þar heildstæður grunnskóli með góðri tengingu við íþróttasvæði og íþróttahús. Einnig verður þar verslunar- og þjónustu- miðstöð. Ef að líkum lætur verður upp- byggingin í Kórahverfi mikil og hröð líkt og átt hefur sér stað bæði í Sala- hverfi og Lindahverfi og gera má ráð fyrir, að hverfið verði orðið virkt þegar á næsta ári og þá verði komnar götur, leiksvæði og þjónustukjarnar. Ásókn í lóðir í þessu hverfi hefur verið mikil og öllum lóðum þar er fyr- ir löngu úthlutað. Ástæðan er eflaust sú, að skipulag hverfisins hefur fallið fólki vel í geð, húsategundir eru fjöl- breyttar og í samræmi við óskir markaðarins. Jafnframt hefur það tíðkast í Kópavogi að ganga hratt og vel frá bygggingarsvæðum og þeirri hverfisþjónustu, sem fylgir upp- byggingu nýrra hverfa. Fjórtán hæðir auk kjallara Við Hörðukór 1 er byggingafyrir- tækið ÞG Verktakar að reisa fjórtán hæða fjölbýlishús auk kjallara. Hús- ið stendur á miklum útsýnisstað í hlíðinni og það hátt, að það verður örugglega eitt hæsta fjölbýlishús landsins fyrr og síðar. Húsið verður með 57 íbúðum, ýmist 3ja eða 4ra herbergja og frá 97,4 ferm. og upp í 129,1 ferm. að stærð, en efst er þakí- búð, 4ra–5 herbergja, sem verður 195,3 ferm. Mikið er í þetta hús lagt, en það er steinsteypt á hefðbundinn hátt, ein- angrað að utan og klætt með litaðri álklæðningu, sem tryggir lágmarks- viðhald hússins. Gluggar eru úr furu, álklæddir að utan. Þak hússins er flatt og klætt með heillegum pvs-dúk og þaki er lyft yfir stofurýmum í íbúðum á efstu hæð. Bílageymsla með aðkomu af aðalgötu er í kjallara og einnig séreignageymslur og tæknirými. Tvær lyftur verða í hús- inu og er gengt úr bílageymslu að lyftum í kjallara. Að innan skilast íbúðirnar fullbún- ar en án gólfefna. Innihurðir verða yfirfelldar og sjónvarps- og síma- tengi verða í öllum herbergjum. Pípulagnakerfi hússins er að mestu leyti rör í rör-kerfi, sem tryggir betri hljóðvist og betri endingu lagna- kerfa. Jafnframt fylgir sjónvarps- sími öllum íbúðum. Innréttingar verða af vandaðri gerð frá danska fyrirtækinu HTH og er hægt að gera breytingar á innrétt- ingum, ef þær berast tímanlega, og velja úr viðartegundum. Annars hef- ur verið valinn ljós eikarspónn á inn- réttingarnar til þess að gefa þeim léttan lit og nútímalegt en um leið klassískt yfirbragð. Baðherbergin eru rúmgóð og glæsileg og salerni upphengd. Þriggja herb. íbúðirnar kosta frá 19,9 millj. kr. upp í 24,8 millj. kr. og fjögurra herb. íbúðirnar frá 25,9 millj. kr. og upp í 33,9 millj. kr. þak- íbúðin. Björn Ólafs, arkitekt í París, hefur hannað húsið og fer þar svolítið Einstakt útsýni frá einu hæsta fjölbýlishúsi landsins Á miklum útsýnisstað í Kórahverfi í Kópavogi er að rísa fjórtán hæða fjöl- býlishús auk kjallara. Magnús Sigurðsson kynnti sér íbúðirnar, sem eru með stórum gler- flötum í útsýnisáttum. Gríðarlegt útsýni verður frá efri hæðum hússins. Elliðavatn og fjallasalurinn blasa við. . Á byggingarstað. Frá vinstri: Björn Ólafs arkitekt, hönnuður byggingarinnar, Gunnar Bjarki Rúnarsson, verkstjóri hjá ÞG, Davíð Már Sigurðsson, markaðsstjóri hjá ÞG, Þorleifur Guðmundsson hjá Eignamiðluninni og Magnús Geir Pálsson hjá Borgum, en íbúðirnar eru til sölu hjá þessum tveimur fasteignasölum. Tölvugerð útlitsteikning af fjölbýlishúsinu. Það verður fjórtán hæðir auk kjallara. Í því verða 57 íbúðir, ýmist 3ja eða 4ra herbergja og frá 97,4 ferm. og upp í 129,1 ferm. að stærð. Efst er þakíbúð, 4ra til 5 herbergja, sem verður 195,3 ferm. All- ar íbúðirnar verða með yfirbyggðum en opnanlegum svölum og njóta allar útsýnis og sólar. Morgunblaðið/Árni Torfason Á EFSTU hæð hússins verður ein- stök þakíbúð, sem skartar geysi- legu útsýni. Íbúðin er 195,3 ferm og að auki er tvöfaldur um 35 ferm. sérstæður bílskúr, sem fylgir þess- ari íbúð. Átta ferm. svalir eru út af hjónaherbergi og einnig út af stofu. Frá forstofu íbúðarinnar liggur hringstigi að einka-þaksvölum, sem eru 74 ferm. að stærð. Óhætt er að segja, að vart verði hægt að finna jafn stórkostlegt útsýni frá nokk- urri íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Þaksvalirnar eru viðarklæddar og þeim fylgir útigeymsla og heitur nuddpottur. Íbúðin sjálf skartar tæplega 70 ferm. stofu, glæsilegu baðherbergi, gestasalerni, þremur stórum her- bergjum, fataherbergi og fallegum innréttingum, tækjum og búnaði. Ásett verð er 33,9 millj. kr. Þakíbúð á 14. hæð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.