Morgunblaðið - 11.07.2005, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 11.07.2005, Qupperneq 48
48 F MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hamraborg 20a • 200 Kópavogur • www.husalind.is Sími 554 4000 • Fax 554 4018 • Tölvup.: husalind@husalind.is Óskum eftir öllum gerðum eigna á skrá Sveinbjörg B. Sveinbjörnsd., löggiltur fasteignasali og hdl., Guðbjörg G. Sveinbjörnsd., sölufulltrúi. OPIÐ HÚS Í KVÖLD KL. 21.00 - 22.00 - LAUS STRAX Einstaklega falleg og björt 91,1 fm íbúð á 2. hæð ásamt stæði í bílskýli í nýju fjölbýlishúsi með lyftu. Sérinngangur af svölum. Íbúðin er nýmáluð. Sjónvarps- tengi og símatengi er í öllum herbergj- um. Stórar flísalagðar suðursvalir með miklu útsýni. Baðherbergi flísalagt og baðkar með sturtuaðstöðu. Þvotta- hús inn af íbúð. Eldhús með eldavél, ofn og viftu, tengi fyrir uppþvottavél. Hlynsparket á gólfum. Frábær staðsetning og mikið útsýni. Falleg eign í alla staði. Stutt í verslanir og þjónustu. Ásett verð kr. 21 millj. Lómasalir 14-lyftuhús- stæði í bílageymslu Falleg og rúmgóð 121,1 fm íbúð ásamt 46 fm sólpalli á þessum eftirsótta stað í Lindunum. Eldhúsinnréttingin er sérsmíðuð, gaseldavél, vifta og viftu- ofn. Gegnheilt olíuborði maghonyparket. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, baðkar og sturta, gluggi á baðherbergi. Inn í öllum svefnherbergjunum eru skápar sem ná alveg upp í loft. Þvottahús og geymsla inn af íbúðinni. Þvottahúsið er mjög rúmgott og mikið vinnurými. Fallegt útsýni er úr íbúð- inni og gott rými á sólarpallinum. Ásett verð kr. 28,6 millj. Laugalind- 4ra herbergja- sólpallur NÝTT Mjög falleg og björt 104,3 fm íbúð þar af 6,6 fm geymsla í sameign á barn- vænum stað í Grafarvoginum. Sér inn- gangur er inn í íbúðina. Falleg eldhús með vandaðri innréttingu. Baðher- bergi er með innréttingu og opnanleg- um glugga. Gott skápapláss er í íbúð- inni. Svefnherbergi sérstaklega rúm- góð. Þvottahús inn af eldhúsi. Parket er á öllu gólfum nema eldhúsi, baðher- bergi og þvottahúsi. Mikið útsýni er úr íbúðinni og stutt í alla þjónustu, skóla og íþróttir. Ásett verð kr. 20,2 millj. Laufrimi 26 - Sérinngangur - 3ja herbergja Einstaklega falleg og björt 102,8 fm íbúð á 4. hæð (efstu) ásamt stæði í bíl- skýli í nýju fjölbýlishúsi með lyftu. Allar innréttingar úr ljósum við, yfirfelldar hurðir úr hlyn frá Agli Árnasyni, parket úr hlyn. Sjónvarpstengi og símatengi er í öllum herbergjum. Stórar suður- svalir með panorama útsýni. Baðher- bergi flísalagt, sturta og baðkar. Þvottahús inn af íbúð. Eldhús með Whirlpool tækjum, eldavél, ofn og vifta ásamt uppþvottavél sem er inn- byggð í innréttinguna. Frábær staðsetning. Falleg eign í alla staði. Ásett verð kr. 25,2 millj. Hlynsalir-lyftuhús- stæði í bílageymslu Góð 3j-4ra herbergja íbúð á 3ju hæð (efstu) á góðum stað í Seljahverfinu. Rúmgóðar suðursvalir, rúmgóð svefn- herbergi. Búið er að stúka af þriðja herbergið sem er nýtt sem tölu-/vinnu- aðstaða. Íbúðin getur verið laus fljót- lega. Ásett verð kr. 16,5 millj. Strandasel - 3ja- 4ra herbergja Falleg og rúmgóð 3ja herbergja íbúð á 3ju hæð með sérinngangi. Fallegt út- sýni. Svefnherbergin eru rúmgóð og með góðu skápaplássi. Eldhús er með fallegri hvítri innréttingu og tengi fyrir uppþvottavél. Stofan er björt og rúm- góð og er opin við eldhús og borð- stofu. Úr stofu er útgengt út á stórar suður svalir. Þvottahús er inn af íbúð- inni með góðu hilluplássi. Geymsla í sameign. Stutt er í alla þjónustu, verslanir og skóla. Ásett verð kr. 16,9 millj. Gullengi -Sérinngangur Stór og glæsileg 92,33 fm sumarhús á leigulóð á góðum stað í Biskupstung- um. Húsin skilast full frágengin að ut- an, einangruð og innþétt að innan með 35 fm verönd. Heitt og kalt vatn og raf- magn. Tengdur heitur pottur fylgir hverju húsi. Viðhaldsfríir gluggar. Stöðluð álklæðning á þaki, val á milli svartrar/rauðrar. Kúft vatnsklæðning að utan. Arkitekt Kristinn Ragnarsson. Ásett verð kr. 12,5 millj. Sumarhús - Brekkuskógur í Biskupstungum Vel staðsett 226 fm einbýlishús á grónum stað í rólegri götu í suðurhlíðum Kópavogs. Í húsinu er 3ja herbergja aukaíbúð með möguleika á góðum leigutekjum. Tvöfaldur bílskúr. Fal- legur og gróinn garður. Áhugasamir hafi samband við Guð- björgu í síma 554 4000/899 5949. Einbýlishús í suðurhlíðum Kópavogs - 2 íbúðir - tvöfaldur bílskúr OPIÐ HÚS Í KVÖLD KL. 20.00-22.00 Rúmgóð og mikið endurnýjuð 85,3 fm sérhæð með sérinngangi ásamt 35,2 fm frístandandi bílskúr á þessum eftir- sótta stað. Nýuppgert baðherbergi með flísum í hólf og gólf. Eldhúsið er nýlegt, falleg viðarinnrétting og góð AEG eldhústæki. Húsið var allt málað að utan fyrir nokkrum árum, sumar 2003 var farið yfir allar drenlagnir og einnig var farið yfir þakið. Snjó- bræðslulögn í stéttum utan við húsið og á plani. Upplýstur garður og bíla- stæði. Falleg eign sem er í góðu ástandi. Ásett verð kr. 23,4 millj. Skipasund-sérhæð- bílskúr NÝ TT NÝ TT SELT SELT KÍNVERSKA ríkisstjórnin hefur lagt sérstaka skatta og höft á fast- eignaviðskipti og virðist þetta vera áhrifamesta tilraun stjórnvalda til þessa til að koma í veg fyrir að svo- kallaðar „fasteignabólur“ nái að festa rætur í stærstu borgum í Kína. Að því er fram kemur í viðskipta- blaði International Herald Tribune nýlega var birt tilskipun þar að lút- andi á sama tíma og kínversk stjórn- völd lýstu yfir vaxandi áhyggjum af því að hækkandi fasteignaverð kynni að auka þenslu í ört vaxandi hagkerfi Kína, sem hugsanlega gæti síðan leitt til ólgu í þjóðfélaginu. Hækkandi fasteignaverð helst í hendur við umfangsmikinn uppgang í byggingariðnaði á landsvísu, sem aftur hefur stuðlað að vaxandi al- þjóðaviðskiptum í landinu, sem með róttækum hætti hafa umbreytt útliti og andrúmslofti í kínverskum stór- borgum og reyndar einnig í meðal- stórum borgum. Þrátt fyrir ört vaxandi þéttbýlis- myndun og nútímavæðingu í Kína hafa stjórnvöld þar í landi áhyggjur af því að verð á húsnæði sé hægt og sígandi að verða of hátt fyrir hinn al- menna borgara, einkum á blómleg- um markaðssvæðum svo sem í Shanghæ, þar sem verð á húsnæði hefur rokið upp um nær 70% á tveimur árum. Stjórnvöld í Peking hafa ennfrem- ur áhyggjur af því að efnahagsvöxt- urinn í landinu kunni að freista fjöl- margra spákaupmanna og braskara og verði þeim hvatning til að láta til sín taka á húsnæðismarkaðinum, en hér er um að ræða aðila, sem ýmist braska með eignir til að ná skjót- fengnum gróða eða leggja mikið undir í trausti þess að á næstu árum muni Kína breyta gengi gjaldmiðils síns, sem myndi skila þeim umtals- verðum hagnaði. Í þeim tilgangi að hamla gegn slíku braski á húsnæðismarkaði ákvað kínverska ríkisstjórnin að leggja sérstakan skatt á allar eignir sem seldar verða innan tveggja ára frá kaupum eða yfirtöku á þeim. Kínversk stjórnvöld hafa ennfremur lýst því yfir að settur verði sérstakur skattur á lóðir, sem ekki eru nýttar innan árs frá áunnum yfirráðarétti, og að réttur til nýtingar landsvæðis verði afturkallaður ef ekkert er byggt á svæðinu í meira en tvö ár frá því slíkur yfirráðaréttur var veittur. Reuters Nýbyggingar í Shanghæ í baksýn. Hvergi er meira byggt í Kína en þar. Vilja koma í veg fyrir fast- eignabólu Kína Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Húsakaupum er nú til sölu einbýlishúsið Kleifarvegur 15. „Þetta er mjög sérstakt og fallegt einbýlishús á tveimur hæðum, 212,5 fermetrar að stærð og með sérstæðum 26 fermetra bílskúr,“ segir Halldór Andrésson hjá Húsakaupum. Húsið stendur á eftirsóttum stað. Lóðin er 740 fermetrar og húsið stendur mjög frítt í um- hverfi sínu og nýtur þar með gríðarlega fallegs útsýnis yfir Laugardalinn og út á flóann. Húsið er byggt í svokölluðum „funkis-stíl“ með mjög hreinum línum og formi. Það býður upp á mjög fjölbreytta og skemmtilega stækk- unar- og breytingarmöguleika og liggja fyrir hugmyndir að nokkrum slíkum. Húsið er í góðu ástandi, þ.e. gler og gluggar, lagnir, þak og steypa en að innan þarfnast húsið hins vegar töluverðrar endurnýjunar. Aðalinngangur er á neðri hæð en þar er einn- ig bakinngangur við þvottahús. Gengið er inn í litla forstofu og þaðan inn í miðjuhol en úr því er gengið inn í allar vistarverur neðri hæðar auk þess sem þar er stigi upp á efri hæð. Neðri hæðin er 130 fermetrar. Stofur eru mjög rúmgóðar og bjartar og snúa til suðurs en hafa glugga til þriggja átta auk þess sem hægt er að opna stóra vængjahurð út á mjög skjól- sæla suðurverönd en þaðan er gengið áfram út í mjög góðan suðurgarð. Eldhúsið er rúmgott með ágætri L-laga inn- réttingu og snýr það til austurs. Við hlið eld- hússins er rúmgott þvottahús með bakinngangi og inn af því er eitt herbergi. Á hæðinni er eitt gott svefnherbergi og lítil gestasnyrting. Steyptur stigi er á milli hæða og er komið upp í miðjurými milli fjögurra mjög góðra svefnher- bergja og baðherbergis sem er frekar lítið og þarf að breyta skipulagi þar ef vel á að vera. Úr þessu rými er einnig gengið út á þak stofurýmis og þar eru u.þ.b. 670 fermetra þaksvalir sem gefa mikla möguleika á t.d. garðskála, þakgarði og heitum potti. Útsýni er frábært frá þessum stað. Gólfefni eru parket á stofum en flísar á þvottahúsi og dúkur á öðrum gólfum. „Þetta er afar áhugaverð eign fyrir vandláta kaupendur,“ sagði Halldór Andrésson að lok- um. „Staðsetningin gerist ekki betri og stíll hússins er glæsilegur. Möguleikar hússins eru óþrjótandi.“ Óskað er eftir tilboðum. Kleifarvegur 15 Þetta er steinhús á tveimur hæðum, 212,5 ferm. að stærð og með 26 ferm. sérstæðum bíl- skúr. Óskað er eftir tilboðum, en húsið er til sölu hjá Húsakaupum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.