Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 39 MINNINGAR ✝ Ásta Jónsdóttirfæddist á Akur- eyri 24. nóvember 1926. Hún lést á Hvalsá í Hrútafirði 21. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Stefánsson Vopni, verkamaður, f. 28.11. 1884, d. 18.12. 1984, og Anna Jónsdóttir, húsmóð- ir, f. 6.3. 1893, d. 5.12. 1970. Systur Ástu eru Elsa, f. 16.6. 1916, d. 5.12. 1970, Unnur, f. 27.10. 1918, og Marta, f. 20.1. 1920. Ásta giftist 13. júlí 1950 Grími Jónssyni, járnsmíðameistara, f. 24. júní 1926. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson, verkstjóri, f. 10.6. 1895, d. 15.10. 1983, og Borghildur Sigurðardóttir, húsmóðir, f. 21.10. 1894, d. 15.1. 1940. Sonur Ástu og Gríms er Gunnar, f. 27.7. 1963, maki Gígja Hrund Birgis- dóttir, f. 12.12. 1972. Sonur Gunnars og Margrétar Sigríðar Eymundardóttur, f. 19.5. 1971, er Hugi Þeyr, f. 6.10. 1992. Sonur Gunnars og Gígju er Ásgrímur, f. 3.10. 2001. Ásta vann ung í apóteki, síðar á ljósmyndastofu og lauk einnig defektrísunámi. Hún stundaði nám í húsmæðraskóla í Svíþjóð og stofnaði Mæðrabúðina sem hún rak til margra ára. Ásta verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku mamma mín. Þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér, það verður aldrei frá mér tekið og aldrei nægilega þakkað. Ég vona að mér muni bera gæfa til að reyn- ast mínum börnum jafn vel og þú reyndist mér. Enginn gæti óskað sér betri móður. Þín er sárt saknað. Þinn Gunnar. Ég var að vona að það liðu mörg ár í viðbót áður en ég þyrfti að skrifa þessar línur og kveðja Ástu Jónsdóttur tengdamömmu mína og vinkonu. Með fáum orðum vil ég draga upp mynd af henni eins og ég sá hana. Ásta var glæsileg kona sem allir tóku eftir með rauða hárið sitt og gráa lokkinn. Henni fylgdi góð nær- vera og kátt bros og svo var hún líka bara töff týpa. Þar sem Ásta var, var yfirleitt fjör og kátt á hjalla. Hún var alltaf kát og man ég varla eftir henni öðruvísi en bros- andi. Hún vildi heldur ekki hafa neina lognmollu í kringum sig, vildi bara hafa gaman. Ásta var afskaplega hrein og bein manneskja. Hún var skýr og fljót að hugsa og svo sannarlega með munn- inn fyrir neðan nefið. Þannig var hún fljót að svara fyrir sig og lá ekkert á skoðun sinni, hvort sem það var að láta mig vita af því að lit- urinn á hárinu á mér væri nú alveg hræðilegur eða þetta eða hitt ætti nú að vera einhvern veginn öðruvísi. Ásta var einstaklega ung í anda. Hún fylgdist vel með, hlustaði mikið á útvarp og las. Sérstaklega hafði hún gaman af því að hlusta á fólk segja frá lífshlaupi sínu og heim- spekilegum vangaveltum. Hún myndaði sér svo sína eigin skoðun og hafði gaman af því að segja frá því sem hún hafði lesið og heyrt enda góðum frásagnarhæfileika gædd. Ásta var mikill fagurkeri og hafði yndi af því að hafa fallegt og fallega hluti í kringum sig. Hún rak lengi barnafataverslunina Mæðrabúðina og naut þess þar að dúlla sér innan um öll fallegu barnafötin. Það kom alltaf ákveðinn dreyminn svipur á Ástu þegar hún talaði um barnaföt- in og tímann í mæðrabúðinni og hún saknaði þess að vera ekki lengur við þau störf. Hún sagði mér að allt frá því að hún var lítil stúlka á Akureyri hafi það verið hennar draumur að verða búðarkona og alltaf hafi henni fundist gaman í búðinni. Ásta var mjög traust og trygg sínum nánustu og vinum sínum og passaði að halda vel utan um þann hóp. Hún var alltaf boðin og búin til að hjálpa öðrum og var fyrsta manneskjan til að hringja ef eitt- hvað bjátaði á. Henni þótti aftur á móti erfiðara að biðja aðra um hjálp og gerði að jafnaði til dæmis lítið úr sínum heilsufarsvandamálum. Henni fannst leiðinlegt að kvarta eins og hún kallaði það og lífið ekki þess virði að eyða því í svo leið- inlega hluti, það átti bara að vera gaman. Þannig pirraði það hana mjög að hafa ekki lengur þá krafta og þrek sem hún hafði áður. Hug- urinn var enn svo ungur og frjór en búkurinn vildi ekki fylgja huganum lengur eins eftir. Fyrir Ástu var fjölskyldan allt og nutum við óneitanlega góðs af því. Hún var yndisleg amma sem sá ekki sólina fyrir barnabörnunum sínum tveimur, Huga Þey og Ásgrími. Allt- af var amma til í að spila og spjalla og þolinmæðin var ótakmörkuð. Svo bakaði hún líka bestu pönnukökur í heimi. Hún sagði nýverið við mig að vegna barnabarnanna vildi hún vera tuttugu árum yngri, svo hún gæti fylgst með þeim vaxa úr grasi og notið samvista við þau. Hún beið með óþreyju eftir þriðja barna- barninu sem á að fæðast þennan sama dag og hún verður jarðsungin. Því miður auðnast okkur ekki að upplifa þá hamingju með henni og tekur það mig óendanlega sárt, það hefði verið svo stór partur af gleðinni. Ásta og Grímur voru eitt og vart hægt að nefna annað án þess að hins sé getið. Elsku Grímur, ég veit að í dag líður þér ekki sem heilum manni en við verðum víst öll að halda áfram. Þetta var bara alltof snöggt og ekkert okkar tilbúið. Ég var búinn að sjá tímann sem fram- undan er allt öðruvísi en hann mun nú verða án hennar og veit að svo var einnig með þig. En við litla fjöl- skyldan, eins og hún kallaði okkur, verðum bara að standa enn þéttar saman og halda áfram þó erfitt sé. Elsku Ásta, ég faðma þig í hug- anum mín kæra vinkona og þakka þér fyrir allt og allt. Þín Gígja. Allt frá því að ég fyrst man eftir mér átti ég tvær uppáhaldsfrænkur. Önnur steikti soðibrauð og bakaði sandkökur með dísætu sólskins- kremi. Hin bjó í Reykjavík. Sú í Reykjavík hét „Ásta og Grímur“. Skrítið kvenmannsnafn „Ásta og Grímur“. Mörg skýr myndbrot tengja mig Ástu og Grími frænda. Þau koma ekki endilega í huga mér í réttri tímaröð eða eftir mikil- vægi… en þau eiga það öll sameig- inlegt að þeim fylgir eintóm gleði. Það er sól og hiti. Tiltölulega hljótt í Möðruvallastrætinu. Bústnar randaflugurnar suða inni á milli bóndarósanna og Laugargötukött- urinn læðist á milli garða. „Þau eru komin,“ kallar mamma. Gljáfægður Austin 8 árgerð 1946 stígur fram úr þykku rykskýi og neglir fyrir fram- an hús númer 4. Út stíga Ásta og Grímur. Ásta og Grímur voru allt öðruvísi. Þau voru svo flott. Grímur stæltur, í mjallhvítri skyrtu með uppbrettar ermar (þær voru ein- hvern veginn miklu hvítari skyrt- urnar fyrir sunnan heldur en feng- ust í Kaupfélaginu). Ásta í ferðajakka úr popplíni. Með svört sólgleraugu og á bandaskóm. „Þau eru komin,“ kallar mamma aftur og nú á flauelsrauðum Kaiser 5́1. Grím- ur með olnbogann út um hliðar- gluggann og Ásta í stretch-buxum með teygju undir ilinni. Þetta hafði aldrei sést á Akureyri. Stretchið kom ekki norður fyrr en ári síðar. Og enn voru þau komin og aldrei flottari. Grímur í teinóttum… Ásta með eiturgræna skuplu og fölbleik- an varalit. En í þetta sinn á glæsi- legri bíl en hafði nokkru sinni kom- ist yfir Öxnadalsheiði. Við erum að tala um Ford Edsel árgerð 1958, annan af þeim tveimur bílum, sem fluttir voru til landsins. Þvílíkur stíll. Já, þau voru alltaf að koma… Ásta og Grímur. Ekki síður koma þó upp í huga mér myndbrot tengd ferðalögum okkar fjölskyldunnar suður, en þá var alltaf gist hjá Ástu og Grími. Við erum stödd ofarlega á Laugaveg- inum á gangstéttinni gegnt íbúð þeirra hjóna og bíðum tunglmyrkva. Grímur hefur komið með logsuð- ugleraugu af verkstæðinu fyrir alla til að betur megi horfa á stórmerk- in. Það eina sem skyggir á er að Þjóðviljinn hefur sagt frá því á bak- síðu, að líklega muni heimsendir fylgja þessu veraldarundri. Ég er logandi hræddur. Næst erum við í Hvammsgerði 1 þar sem blái vegg- urinn er og langa, mjóa mósaíkborð- ið. Guð, hvað þetta er smart (líklega heyrði ég orðið „smart“ í fyrsta sinn hjá Ástu frænku). Ásta að taka sig til. Þau á leið á ball á Sögu. Hljóm- sveit Svavars Gests. Ellý og Raggi. Og Grímur nýkominn af Hótel Sögu að gera við gólflyftuna í Súlnasaln- um. Flottastur. Ásta með túperað. En nú kemur við sögu ungur maður, Gunnar. Altalandi frá fæð- ingu og ræðinn mjög. Foreldrarnir að springa úr monti og ekki skrít- ið… altalandi. Gunnar átti nylon- rúm úr neti og fljótlega 20.000 lego- kubba. Við erum ofar skýjum í Austurbrún og á leið á Háaleitis- brautina. Frá og með þessum tíma er und- irritaður fulltíða og fluttur suður til náms. Fátækur listnemi í kjallara- herbergi í Einholti með frían að- gang að rjúkandi matseld húsmóð- urinnar Ástu, í númer 45 við Háleitisbraut… hvenær sem er sól- arhrings. Ís og pönnukökur í eft- irrétt og Ellý á fóninum. „Hvelfist yfir húmdökk nótt, heitur blærinn andar hljótt, litlum fugli er ferðin löng, að fósturjarðar strönd“. (Úr „Heilsaðu frá mér“, texti Jóhanna G. Erlingsson). Takk fyrir mig, Ásta frænka og góða ferð. Elsku Grímur, Gunnar, Gígja, Hugi og Ásgrímur. Megi óumræði- leg væntumþykja Ástu frænku um- vefja ykkur… áfram. Egill Eðvarðsson. Elsku Ásta, nú er hún farin leið- ina sem bíður okkar allra. Þótt sú vitneskja sé öllum ljós kemur kallið ávallt á óvart, sér í lagi þegar það kemur án fyrirvara. Á kveðjustund hrannast minning- arnar upp, eins og allt hefði gerst fyrir stundu. Við Ásta ólumst upp í sama bænum, hún innfædd, ég að- flutt. Á táningsárunum vorum við skvísurnar í bænum ásamt vinkon- um okkar. Lífið var bjart og fagurt, fullt af gleði og fyrirheitum. Fé- lagslífið fjölbreytt, uppbyggilegt og gott, grunnur til manndóms og þroska. Við fórum saman til Sví- þjóðar á húsmæðraskóla, komum við í kóngsins Kaupmannhöfn, gömlu höfuðborginni, gistum hjá Sigríði, íslenskri konu, sem hafði ílengst þar öll stríðsárin. Sigríður var í sömu kápunni, og sama pilsinu með hattinn sinn, sem hún hafði komið með að heiman. Allsleysið sást á hverju götuhorni og hörm- ungar stríðsins sýnilegar, þótt liðin væru tvö ár frá lokum þess. Frá Kaupmannhöfn hélt ferðin áfram til Stokkhólms og áfram til Katrine- holm, til skólans bjarta, sem berg- málaði gleði ungra meyja. Áhrifa stríðsins gætti ekki þar né í Svíþjóð almennt. Að loknu skólaári lá leiðin um Noreg og heim. Við sátum í lest- inni og gæddum okkur á risa-fílak- aramellum, og gátum ekki skilið hvað það vakti mikla athygli. Í ljós kom að áhrif stríðsins héngu enn yf- ir frændum okkar Norðmönnum, þeir höfðu ekki séð slíkan munað til fjölda ára. Síðar lá leið okkar Ástu frá bæn- um fyrir norðan til borgarinnar fyr- ir sunnan. Önnur til vinnu, hin í skóla. Sambandið hélst með norð- lenskum vinum nær stöðugt og óslitið í tugi ára. Það var glaðst, sungið og spilað í risinu í Hafn- arfirði, í Austurbrún, í Smáíbúða- hverfinu og Háaleitinu með gítarn- um hans Sigga og flotta jóðlinu hans. Einn sunnudagsmorgun snemma hringdi Ásta, með sama er- indið og hún hafði borið upp oft áð- ur: „Nú er tækifærið. Ákveðið ný- byggt hús á góðum stað er að bjóða til leigu verslunarhúsnæði, gerum það, sækjum um og setjum á stofn barnafataverslun.“ Ekkert var fjær mér á þeim tíma enda í fullri vinnu og meira en það. Áður en samtalinu lauk lofaði ég að sækja um á þeim forsendum að ef við ættum að stofna verslun saman myndi Guð áreiðanlega sjá til þess að við fengj- um húsnæðið. Ef við fengjum það ekki væri þetta úr sögunni. Viti menn við fengum húsnæðið. Þannig varð Mæðrabúðin til, sú fyrsta sinn- ar tegundar. Með hjálp síns góða ektamanns sá Ásta að fullu um þann rekstur, ég var meira sem stuðn- ingsaðili í bakhöndinni. Við áttum Mæðrabúðina saman í heilan tug ára. Þegar ég horfi til liðins tíma á ég í raun Ástu að þakka að verslunin Þumalína varð til, en þar starfa ég nú. Það hefur veitt mér ómælda ánægju að umgangast og hitta allt það góða fólk, sem þangað kemur, njóta með því eftirvæntingarinnar og gleðinnar sem fylgir því, þegar barn er í vændum, enda jafnast ekk- ert á við yndisleg börn og glaða for- eldra. Í raun var það einmitt þetta, sem Ásta sagði við mig þegar við hittumst í allra síðasta sinn. Barna- börnin voru augasteinninn hennar, ekkert jafnaðist á við það að vera amma, sagði hún og eftirvæntingin mikil að taka á móti því næsta. En nú er hún horfin sjónum. Ég trúi því að við eigum eftir að hittast aftur á hinni nýju jörð og deila þar gleðinni yfir því sem var. Elsku Grímur, ég gleymi aldrei hversu stolt hún var af þér og ham- ingjusöm og hvað þið voruð fallegt par. Lífið hér tekur ávallt enda. Ég bið þess að þú njótir þess sem var og verður þrátt fyrir allt. Guð launi þér og ykkur báðum góðu samveru- stundirnar. Elsku Gunnar. Á sínum tíma var mér falið það heiðurshlutverk að vera guðmóðir þín. Á Íslandi er svo sem ekkert sérstakt lagt upp úr því hlutverki, en ég var stolt af því að fá að taka þátt, koma svo nálægt fal- lega drengnum, sem var stolt og hamingja foreldra sinna, mikil Guðs gjöf. Löngu síðar kynntist ég því í Bandaríkjunum að guðmóðirin er nánast þriðja foreldrið og á að sjá um andlega uppeldið. Því hlutverki hefi ég ekki sinnt. En meðan líf er eru tækifæri og meðan Guð gefur mér líf verð ég alltaf guðmóðir þín, það breytist ekki. Ég faðma þig, börnin þín og kon- una þína, samhryggist ykkur af hjarta og bið ykkur ríkulegrar Guðs blessunar. Megið þið finna styrk frá honum, megi hann vera með ykkur og þið með honum, ávallt. Elsku Unnur og Martha þökk fyrir ynd- islegar liðnar stundir, Guð veri með ykkur og öllum þeim öðrum sem upplifa nú erfiða stund. Blessuð sé minningin um Ástu Jónsdóttur. Í Guðs friði. Hulda Jensdóttir. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. (Tómas Guðmundsson.) Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Guð blessi ástvini Ástu; Grím, Gunnar, Gígju og augasteinana þeirra Huga Þey, Ásgrím og ófædda barnið. Vinirnir Guðrún og Sigurður, Inga og Steindór. ÁSTA JÓNSDÓTTIR Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, GUÐMUNDÍNA SIGUREY SIGURÐARDÓTTIR, Hringbraut 128h, Keflavík, lést á hjartadeild Landspítalans þriðjudaginn 19. júlí. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Hólm Snorradóttir, Þuríður Árný Snorradóttir, Steinar Gunnbjörnsson, Erla Hrönn Snorradóttir, Jóhann Steinsson, Árni Ómar Snorrason, Sigurlaug Ingvarsdóttir, Bernódus Sigurðsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, IÐUNN BJÖRNSDÓTTIR, Einimel 7, Reykjavík, lést á heimili sínu mánudaginn 25. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Edda Birna Gústafsson, Magnús Gústafsson, Birna Gústafsson, Halldór Kristjánsson, Björn Kristjánsson. Elsku Ásta vinkona. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar okkar. Við burtför þína er sorgin sár af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregat- ár í tilbeiðslu á Drottin hæða og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Við vottum hjartkærri fjöl- skyldu þinni samúð. Blessuð sé minning þín. María og Haraldur. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.