Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 43 AFMÆLI Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, '05 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason BMW 116i, nýr, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Fellihýsi Esterel fellihýsi Esterel Americ- ana fellihýsi til sölu. Fortjald, ís- skápur, hitaofn, salerni, rafgeym- ir. Gott eintak. Verð 700 þús. Upplýsingar í síma 896 4480 Tjaldvagnar Montana Comanche 2001 tjald- vagn til sölu. Mjög lítið notaður. Verð 390 þús. með fortjaldi. Upp- lýsingar í síma 899 5335 Gamall tjaldvagn Alpen Kreuzer árg. 1991. Tjald lúið en fortjald fylgir, gott og heil- legt sem tvöfaldar rými. Gæti verið gott afdrep við byggingu sumarbústaðar. Selst hæstbjóð- anda. Uppl. í síma 896 6181. Combi Camp til sölu á góðu verði. Góður Combi Camp af eldri gerðinni til sölu, svefnpláss fyrir 4. Fortjald fylgir með, tjaldið á vagninn og fortjaldið er síðan 1995. Uppl. í síma 860 1206. Mótorhjól Yamaha XT-660 árg. 2005. Til sölu mjög lítið notað XT-660 árg. 2005. Frábært ferðahjól. Verð 730 þús. Uppl. í s. 894 0909. Varahlutir Jeppapartasala Þórðar, Tangarhöfða 2, sími 587 5058 Nýlega rifnir Patrol '95. Legacy '90-'99, Grand Vitara '00, Kia Sportage '02, Pajero V6 92', Terr- ano II '99, Cherokee '93, Nissan P/up '93, Vitara '89-'97, Impreza '97, Isuzu pickup '91 o.fl. TOYOTA MR2 SPYDER Árg. 2002, ek. 32 þús. Blæja, harður toppur, vetrardekk, 6 diska CD. Verð 2.090 þús. Stað- greitt 1690 þús. Áhv. 950 þús. Afb. 25 þús. á mánuði. Sími 697 3379. Til sölu Grand Cherokee Laredo árgerð 2001, ekinn 55 þús. km, 4 l, sjálfskiptur, topp- lúga, litað gler, rafm. í rúðum og sætum, CD, magasín, o.fl. o.fl. Fallegur og vel með farinn bíll. Verð 2.390.000. eða 1.950.000. stgr. Ath. skipti á ódýrari. Uppl. í síma 690 5001 eða 660 6316. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Til sölu Skoda Felicia árg. 1996 keyrður 95.000 km. Verð 85.000.- Upplýsingar í síma 695 0522. Húsbílar Ford Transit 2,5 l disel Turbo AFTURDRIF, Challenger yfirbygg- ing. Árg. 2003, ekinn 61 þús. km. Afturhjóladrifinn á tvöföldu að aft- an. Listaverð 4,5 m. tilboð 3.8 m. Netsalan ehf., sími 517 0220. TJALDVAGN TIL SÖLU Ársgamall Ægistjaldvagn með fortjaldi og auka dýnum Upplýsingar í símum 896 3109 og 562 1771 Fleetwood Sedona árg. 2004 Sem nýtt. Grjótgrind fylgir. Flott hús á flottu verði, kr. 930.000. Netsalan ehf., sími 517 0220. Veiði Fluguveiði á fjöllum Kaldakvísl - Tungnaá, Þórisvatn - Fellsendavatn, Kvíslárveitur - gisting Versalir. Veiðileyfi: Hálendismiðstöðin Hrauneyjar. Smáauglýsingar • augl@mbl.is Fáðu úrslitin send í símann þinn Níræður er í dag Torfi Jónsson, fyrrver- andi bóndi og oddviti á Torfalæk í Torfalækj- arhreppi í Austur- Húnavatnssýslu, en þar fæddist hann 28. júlí 1915. Foreldrar hans voru Ingibjörg Björnsdóttir frá Marð- arnúpi í Vatnsdal og Jón Guðmundsson frá Torfalæk og hefur sama ættin í beinan karllegg búið þar í tæp 150 ár. Torfi er nú einn eftirlifandi af sex bræðrum, en marg- ir þeirra hafa orðið þjóðkunnir menn. Hann kvæntist 1944 Ástríði Jó- hannesdóttur, mætri konu ættaðri sunnan úr Garði, og eignuðust þau synina Jóhannes bónda á Torfalæk fæddan 1945 og Jón íslenskufræðing fæddan 1949. Ástríður lést 13. mars 1988.Búskaparsaga þeirra hjóna spannaði nær hálfa öld, og einkennd- ist af mikilli reisn og höfðingsskap. Torfi rak gott og afurðasamt bú á Torfalæk, og staðarlegt var þangað heim að líta og er enn, en jörðin er í þjóðbraut. Með fáum orðum langar mig að geta nokkurra samskipta okkar, þessa mæta vinar míns, um leið og ég sendi honum árnaðaróskir í tilefni dagsins. Ég fékk þann heiður haustið 1966 að keyra þá karlana Torfa og Guð- mund í Ási fram að Eyvindarstöðum í Blöndudal, til Steingríms bónda sem þá var að bregða búi, og var erindið að kaupa af honum hrossin. Allt gekk það eftir, og er mér þessi ferð minn- isstæð fyrir skemmtilegheit ferða- félaganna, sem á léttu nótunum ýmist körpuðu um pólitík, eða hvor ætti að fá þessa eða hina merina í sinn hlut, og sá ég þarna strax að Torfi var lag- inn að hafa sitt fram, en tengdapabbi kunni nú líka ýmislegt fyrir sér, en báðir skildu þeir sáttir, enda mátu þeir hvor annan mikils. Þarna var Torfi 51 árs, en fyrir mér ungum manninum sem karl, en tíminn líður hratt, í dag er ég víst orðinn karl, en Torfi virðulegur öldungur. Næstu samskipti okkar urðu 10 ár- um síðar í oddvitanefnd Húnavallaskóla, en hann var odd- viti sinnar sveitar í 28 ár. Á þessum vettvangi kynntist ég manninum Torfa best, því okkar samstarf stóð í mörg ár, og þróaðist í vináttu þrátt fyrir mikinn aldursmun, enda skiptir TORFI JÓNSSON aldur engu máli ef hug- ir manna á annað borð ná saman. Á þeim fjölmörgu fundum sem ég hef setið með Torfa hefur mér virst hann bæði sanngjarn og sáttfús, en fastur fyrir ef því var að skipta. Leiðir okkar lágu líka saman í Lions- klúbbi Blönduóss í tæpa tvo áratugi, og var það skemmtilegur tími, einnig vorum við ferðafélagar erlendis, og alltaf hefur Torfi verið þessi ljúfi félagi. Á tímabili kom ég alloft við á Torfa- læk, var orðinn hálfgerður heima- gangur. Oft var það eftir fundi í Lion, eða oddvitanefnd. Naut ég þá gestrisni þeirra Torfa og Ástu sem var meiri en í meðallagi að rausnarskap. Komið gat það fyrir að tappi væri tekinn úr flösku, ferðast aftur í tímann með sögum og sögnum, og gjarnan tekið lagið. Ég ætla ekki að tíunda hér öll þau störf sem Torfi hefur innt af hendi fyrir sveit sína og sýslu í gegnum tíð- ina, enda þekki ég þau ekki nógu vel til þess, en vil þó geta þess mikla starfs sem fólst í því að vera fram- kvæmdastjóri við byggingu Húna- vallaskóla, kirkjubygginguna á Blönduósi og íbúðir aldraðra þar. Að sækja á ráðuneytin um peninga til þessara framkvæmda hefði ekki öllum verið lagið, en í þessu er Torfi klókastur manna, og laginn að hafa sitt fram, eins og að framan er sagt. Nú síðustu árin hefur Torfi ver- ið í sambúð með Sigurlaugu A. Stef- ánsdóttur, mikilli ágætiskonu, og hafa þau heimili á Flúðabakka 1 á Blöndu- ósi, og hefur sú sambúð verið þeim báðum til gæfu. Nú er ellin heldur tekin að beygja þennan húnvetnska bændahöfðingja, sem hefur verið traustur málsvari alls þess sem betur mátti fara hér í sýslu. Hann á víða vini, sem ég veit að senda honum hlýjar kveðjur í tilefni þessara tímamóta, mannkostir hans og alúð í samskiptum við annað fólk gerir það að verkum að fólk hefur lað- ast að honum, og trúlega mætti kalla það persónutöfra. Hann er spurull um annarra hagi, ekki beint af forvitni, frekar af áhuga og umhyggju um hagi viðkomandi, sem lýsir honum sem mannvini, og það tel ég hann vera. Jón B. Bjarnason, Ási. Rangt nafn Rangt var farið með nafn Valdi- mars Kolbeins Sigurjónssonar kontrabassaleikara í umfjöllun um þjóðlagahátíð í Siglufirði í blaðinu sl. mánudag. Er beðist velvirðingar á mistökunum. Röng höfundarkynning Í Morgunblaðinu sunnudaginn 17. júlí sl. birtist grein eftir Ásmund Guðmundsson sem bar titilinn „Víst er umferðarhraðinn mikill“. Undir greininni stóð að höfundur væri bóndi á Akralæk. Hið rétta er að greinin er eftir Ásmund U. Guð- mundsson, Suðurgötu 124, Akranesi. Morgunblaðið biður alla hlutað- eigandi innilega afsökunar á mistök- unum. LEIÐRÉTT SPRON verðbréf bjóða landsmönn- um að taka þátt í fjölskylduleik sem kallaður er „Leitin að lukkunni“. Leikurinn snýst um að finna tákn- mynd SPRON, fjögurra blaða smár- ann, og hafa póstkort með upplýs- ingum um leikinn verið send út. Þeir sem finna fjögurra blaða smára geta komið með hann til SPRON Verðbréfa í Ármúla 13a, Reykjavík, eða sent hann þangað fyrir 9. ágúst nk. Allir sem senda inn plöntu fara í pott, en úr honum verða dregin nöfn 100 þátttakenda sem hljóta vinning. 1.–2. vinningur er verðbréf að verð- mæti 50.000 kr., 3.–5. vinningur er iPod shuffle-spilari og 95 þátttak- endur hljóta ýmsa smærri vinninga. SPRON verðbréf bjóða til lukkuleiks FRÉTTIR Kelduhverfi | Þeir voru hressir borg- ardrengirnir Guðni Hrafn Pét- ursson og Kristófer Reynir Frið- riksson þegar ljósmyndari hitti þá í sumarbúðunum að Ástjörn í Keldu- hverfi á dögunum. Þeir félagar sögðu að þótt gaman væri að róa bátunum á Ástjörninni þá væri skemmtilegast að stökkva út í vatnið, synda þar og busla. Reyndar sögðu þeir veðrið ekki hafa verið nógu gott meðan á dvöl þeirra stóð, þannig að þeir hafi bara einu sinni farið í vatnið. „Veðrið var miklu betra í fyrra- sumar og þá fórum við oft í vatnið,“ sögðu þeir félagar sem dveljast á Ástjörn í annað og þriðja skipti og líkar þeim vel vistin í sveitinni norður við Dumbshaf. Gaman á Ástjörn Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Guðni Hrafn Pétursson og Kristófer Reynir Friðriksson róa bátnum. ASKJA, sölu- og þjónustuaðili Mercedes Benz, kynnir í vikunni nýj- an M-jeppa frá Mercedes Benz. „Í nýjum M-Class fer saman afl, gæði, glæsileiki og sportlegt útlit. Nýr M– Class er vel búinn s.s. með hand- stýrða gírskiptingu í stýrishjóli, ESP- stöðugleikastýringu og spólvörn,“ segir m.a. í fréttatilkynningu frá um- boðinu. M-jeppinn fæst með tveimur gerðum dísilvéla, 190 og 225 hestafla og tveimur gerðum bensínvéla, 272 og 306 hestafla. Grunnverð á nýjum M– Class er 5.990.000 krónur. Askja kynnir M-línuna Fréttasíminn904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.