Morgunblaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. V erkefnið fólst í því að laga nýtt gagnasam- skiptakerfi Bandaríkjahers, Link 16, að ís- lenska loft- varnakerfinu (IADS) sem rekið er af varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Við prófanir á hugbúnaðinum hafa verið haldnar sérstakar æfingar með þátttöku Awacs-ratsjárvéla og F-15-orrustu- flugvéla. Link 16 er þráðlaust og stafrænt samskiptakerfi sem herir Atlants- hafsbandalagsríkjanna auk Japans eru að taka í notkun. Kostir kerf- isins felast m.a. í því að nánast ómögulegt er að hlera eða trufla samskiptin þar sem tíðni sending- anna breytist ótt og títt. Á friðar- tímum er tíðnisviðið látið sveiflast fremur lítið en á stríðstímum er hægt að stilla kerfið þannig að það sveiflist frá 900 upp í 1.800 mega- herz. Að auki eru sendingarnar dul- kóðaðar þannig að jafnvel þó að hugsanlegum óvini takist að nema sendingarnar og rjúfa dulkóðunina getur hann aðeins hlerað eða truflað í nokkrar sekúndur eða sekúndu- brot í einu. Sendingar í Link 16 ber- ast líka mun hraðar á milli en send- ingar í eldri kerfum en hraði í samskiptum skiptir miklu máli, ekki samskipti þurfa ekki leng fram með talstöð með t hættu á misheyrnum og ingi, heldur er með Lin hægt að senda á stafræ upplýsingar um staðsetn arra flugvéla, skipa o.þ.h um aðgerðir og textaskilab Að sögn Jóns Bergþ undirbúningur að því að b 16 við íslenska loftvarnak 1999. Eitt tilboð barst, f rísk-franska fyrirtækinu Raytheon System sem er tæki í gerð hugbúnaðar og er Kögun undirverkt tækisins. Kostnaður við verkefn um 30 milljónum band sem jafngilti tæplega 2,4 um króna þegar skrifað síst þegar verið er að senda skipanir til orrustuflugvéla sem fljúga á margföldum hljóðhraða. Líkt og þráðlaust net Jón Bergþór Kristinsson, stöðv- arstjóri í hugbúnaðarmiðstöð ís- lenska ratsjárkerfisins á Keflavík- urflugvelli, en þar fór mestöll forritun vegna kerfisins fram, segir að Link 16 megi í raun líkja við þráðlaust internet. Þetta sé staðlað samskiptakerfi sem allar deildir herja geti tengst og sótt þangað eða miðlað upplýs- ingum eftir vali, s.s. um staðsetn- ingu, hraða og stefnu. Jafnframt sé hægt að senda skipanir og leiðbein- ingar frá stjórnstöðvum til aðgerða- sveita. Annar kostur sem kerfið hef- ur umfram eldri kerfi er sá að Verið er að ljúka við að aðlaga nýtt samskip Hugbúnaðu með orrus Kögun er nú að ljúka við umfangsmesta hug- búnaðarverkefni sem fyrirtækið hefur ráðist í og það er jafnframt eitt stærsta hugbún- aðarverkefni sem unnið hefur verið hér á landi, að mati stjórnenda hjá fyrirtækinu. Ratsjárstöðvar bandaríska hersins eru fjórar hér á landi; á Keflavíkurflugvelli, Bolafjalli, Gunnólfsvík Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Kenneth M. Kniskern, majór í bandaríska flughernum og aðgerð TRÚARBRÖGÐ, FRÆÐSLA OG GAGNKVÆMUR SKILNINGUR Guðlaug Björgvinsdóttir, formað-ur Félags kennara í kristnumfræðum, siðfræði og trúar- bragðafræðum, segir í Morgunblaðinu í gær að kennsla í öðrum trúarbrögð- um en kristni muni að líkindum aukast á næstu árum í grunnskólum. Nú sé unnið að gerð nýrrar námskrár fyrir grunnskóla og það sé í takt við það, sem gerist í nágrannalöndunum, að hlutur trúarbragða aukist, enda sé breytt samfélag á Íslandi. Það er afar mikilvægt að auka fræðslu um mismunandi trúarbrögð. Það er í fyrsta lagi nauðsynlegt vegna þess að samfélagið er breytt, eins og Guðlaug Björgvinsdóttir segir. Í grunnskólum landsins fjölgar sífellt nemendum, sem eiga sér önnur trúar- brögð en kristindóminn. Það er eðli- legt að þeir fái uppfræðslu um eigin trúarbrögð í skólanum. Í öðru lagi er það gífurlega mik- ilvægt, nú á tímum, sem kenndir hafa verið við átök siðmenninga, að upp- fræða ungt fólk um eigin trúarbrögð og önnur, það sem er sameiginlegt og það sem er ólíkt, til að efla gagn- kvæman skilning og eyða fordómum. Trúarbrögðin eru siðferðileg kjöl- festa stærsts hluta mannkynsins og mikilvægur þáttur í sögu og menningu flestra ríkja. En hatur, byggt á tiltek- inni túlkun á trúarbrögðum eða á van- þekkingu, er því miður líka algengt og e.t.v. eitt alvarlegasta vandamálið í heimsmálunum í dag. Fjandskapur milli fylgjenda ólíkra trúarbragða er undirrót ófriðarins á Balkanskaga undanfarin ár, hinna mannskæðu átaka á Írlandi og ótal- margra annarra stríða og skæra. Víða um heim sætir fólk kúgun vegna trúar sinnar. Hryðjuverk hafa á síðustu ár- um verið framin í nafni trúarbragða. Íslömsk samtök gerðu árásirnar á Bandaríkin 2001, Spán 2003 og Bret- land nú í sumar, svo dæmi séu nefnd. Og eftir árásirnar í Bretlandi fjölgaði hatursglæpum gegn múslimum þar í landi margfalt. Það er ekki úr vegi að í trúar- bragðafræðslu sé bent á að á meðal fylgjenda flestra helztu trúarbragða heims er að finna bæði hófsamar hreyfingar og öfgasinnaðar. Þeim, sem hatast út í íslam og segja að þau trúarbrögð réttlæti t.d. ójafnrétti og kúgun kvenna eða hvetji til heilags stríðs gegn heiðingjunum, er til að mynda hollt að minnast þess að krist- indómurinn hefur verið notaður til slíks hins sama – og er stundum enn. Í hvorum tveggja trúarbrögðum er hins vegar jafnframt að finna frjáls- lynda og friðsama túlkun í þessum efnum. Fram hefur komið að í núverandi námskrá grunnskóla er kveðið á um fræðslu um mismunandi trúarbrögð, en að margir kennarar telja sig illa í stakk búna að stunda þá kennslu. Námsefni hefur skort og í grunn- menntun kennara er lítil áherzla lögð á fræðslu um trúarbrögð. Í frétt Morgunblaðsins í gær kemur hins vegar fram að síðar í vikunni hefst á vegum Félags kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræð- um námskeið um íslam. Í vetur verða svo haldin námskeið um önnur helztu trúarbrögð heims. Þá eru komin út ný kennslurit um íslam, búddadóm og gyðingdóm, sem nota á til kennslu í skólum landsins. Þetta er jákvæð þró- un, sem vonandi verður framhald á. Í máli Guðlaugar Björgvinsdóttur kemur fram að ekki standi til að minnka hlut kristinna fræða í skól- anum. Það er mikilvægt atriði. Íslenzk börn geta ekki öðlazt skilning á þeirri sögu og menningu, sem þau eru sprottin úr, nema þau kynni sér krist- indóminn; svo samofinn er hann öllu okkar þjóðlífi. Börn sem koma úr öðr- um samfélögum geta heldur ekki skil- ið íslenzkt samfélag nema vita eitt- hvað um kristni og kirkju. En það er auðvitað mikilvægt að kennsla um hvaða trúarbrögð sem er sé sett fram með þeim hætti að það sé fræðsla, en ekki trúboð eða innræting. GILDI FORNLEIFARANNSÓKNA Mikil grózka hefur verið í fornleifa-rannsóknum á Íslandi á síðustu árum. Þar kemur ekki sízt tvennt til, eins og Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur nefndi í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku; verulega aukið fé til rannsóknanna, m.a. með til- komu Kristnihátíðarsjóðs og svo ný tækni, sem gjörbyltir möguleikum fornleifafræðinga til að skrá niðurstöð- ur rannsókna sinna og setja þær í sam- hengi við margar aðrar fræðigreinar. „Það sem einkennir að mínu mati fornleifarannsóknir á Íslandi um þess- ar mundir er hversu fjölbreyttar þær eru, hvað fornleifafræðingar sýna ákveðið frumkvæði og hversu víða er verið að rannsaka,“ segir Flemming Rieck, fornleifafræðingur hjá danska þjóðminjasafninu, í samtali við Morg- unblaðið í gær, en hann sótti ráðstefnu um íslenzkar fornleifarannsóknir á Hólum í Hjaltadal. Óhætt er að taka undir þetta; á mörgum af helztu sögu- stöðum landsins og ýmsum minna þekktum stöðum er nú verið að grafa og grúska í fortíðinni. Fornleifarannsóknir veita okkur mikilvægar upplýsingar um sögu okk- ar og menningu, veita innsýn í forna lifnaðar- og samfélagshætti og draga ekki sízt fram í dagsljósið tengsl Ís- lands við aðra heimshluta í aldanna rás, með því að bera niðurstöður sam- an við erlendar rannsóknir. Rannsókn- ir á borð við þær, sem Jesse Byock og samstarfsmenn hans stunda í Mos- fellsdal, geta þjónað því hlutverki að varpa skýrara ljósi á bakgrunn forn- sagna á borð við Eglu. Og þannig mætti lengi telja. Menningarlegt gildi fornleifarannsókna verður seint of- metið. En efnahagsleg áhrif fornleifarann- sókna eru líka talsverð. Segja má að fornleifabransinn sé að verða talsvert grózkumikil atvinnugrein; við Hóla- rannsóknina eina hafa starfað um 45 manns undanfarin sumur. Víða hafa fornleifarannsóknirnar og ekki síður niðurstöður þeirra og gripirnir, sem upp koma, mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Fornleifauppgröftur getur orðið talsverð lyftistöng fyrir menn- ingartengda ferðamennsku ef rétt er á haldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.