Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR  Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn á Akureyri á Eyrarlandsveg og Skólastíg Upplýsingar í síma 461 1600 AKUREYRI HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Reykjavík | Borgarholtsskóli hlaut umhverfisviðurkenningu Reykjavík- urborgar við hátíðlega athöfn í gær, en hún hefur verið veitt hvert ár síð- an 1997 í tilefni af umhverfisdegi Sameinuðu þjóðanna. Þau fyrirtæki sem hlotið hafa verðlaunin fram til þessa eru: Prentsmiðjan Oddi, Olíu- verslun Íslands, Árvakur – útgáfu- félag Morgunblaðsins, Hjá GuðjóniÓ prentsmiðja, Mjólkursamsalan, Far- fuglaheimilið í Reykjavík, Umslag ehf. og á síðasta ári Skeljungur hf. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hefur umsjón með framkvæmd um- hverfisviðurkenningarinnar og skip- aði starfshóp sem sá um úttekt á þeim fyrirtækjum sem tilnefnd voru í ár. Að þessu sinni bárust 13 tilnefn- ingar og eftir mat á fyrirtækjunum komu fjögur þeirra sérstaklega til álita en það voru: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Borgarholtsskóli, Parlogis hf. og Plastprent hf. Við val á því fyrirtæki sem hljóta skyldi viðurkenninguna í ár hafði starfshópurinn það að leiðarljósi að fyrirtækið bæri af öðrum á einhvern hátt og til að koma til álita við veit- ingu viðurkenningarinnar þyrfti fyr- irtækið að hafa skarað fram úr á einu eða fleiri eftirtalinna sviða: Umhverf- isstefnu og umhverfisstjórnunar, hreinni framleiðslutækni, vinnuum- hverfi, lágmörkun úrgangs, meng- unarvörnum, vöruþróun og framlaga til umhverfismála. Þá þyrfti viðkom- andi fyrirtæki að uppfylla ákvæði laga og reglna á sviði umhverf- isverndar og jafnvel ganga lengra en reglur segja til um. Það þyrfti að sýna frumkvæði og marka stefnu um að efla áhuga og árvekni starfsmanna um umhverfismál og fleira. Ungt fólk menntað til framtíðar Að mati starfshópsins sýndu öll fyrirtækin sem heimsótt voru lofs- verða viðleitni í starfi að umhverf- ismálum. Þó skaraði Borgarholtsskóli fram úr. Eitt helsta framlag skólans til umhverfismála er í formi mennt- unar ungmenna sem síðar munu starfa í atvinnugreinum sem geta haft í för með sér mengun, s.s. málm- smíði, bifreiðasmíði og bílamálun. Í náminu er lögð áhersla á að efla ábyrga afstöðu nemenda til umhverf- isins og að temja þeim vinnubrögð sem geta komið í veg fyrir neikvæð áhrif á umhverfið. Sérstaklega er hugað að kunnáttu starfsmanna skól- ans jafnt sem nemenda í öllu er varð- ar umhverfismál eins og fram kemur í áfangalýsingum. Kennarar og aðrir starfsmenn eru styrktir til þátttöku á námskeiðum og ráðstefnum sem lúta að umhverfismálum, bæði til eflingar kennslu og bættrar eftirfylgni um- hverfisvænnar stefnu. Þá er vinnu- umhverfi nemenda og starfsmanna jafnt innan dyra sem utan til fyr- irmyndar auk þess sem aðgengi fyrir fatlaða nemendur er til prýði. Þá má einnig nefna að skólinn tek- ur þátt í sérstökum verkefnum fé- lagasamtakanna Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs. Einnig eru öll efni til ræstingar vistvæn og lögum og reglum um efnanotkun og förgun spilliefna fylgt í hvívetna. Innra um- hverfisstarf, t.d. flokkun og end- urnýting á sorpi, er til fyrirmyndar og skráð í bókhald. Allir starfsmenn og nemendur eru virkir þátttakendur og er vel búið að allri flokkunar- aðstöðu og má nefna að tóm prent- hylki eru látin af hendi rakna til Ör- yrkjabandalags Íslands sem eru þar endurnýtt. Starfshópurinn telur það mik- ilvægt framlag til framtíðar að skóli leggi áherslu á gott og heilnæmt um- hverfi nemenda og kennara bæði inn- an- og utanhúss ásamt því að vera í fararbroddi varðandi meng- unarvarnir og notkun á vistvænum efnum. Borgarholtsskóli sýnir gott fordæmi í umhverfismálum og er til fyrirmyndar fyrir skóla sem og önnur fyrirtæki. Borgarholtsskóli fær Umhverfisviðurkenningu Reykjavíkur Umhverfisstarf og menntun til fyrirmyndar Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðurkenning Ólafur Sigurðsson skólameistari tók við viðurkenningunni úr hendi Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra í Ráðhúsinu í gær. HIÐ árlega Akureyrarhlaup UFA var haldið um helgina í sólskini en nokkrum vindi. Rannveig Odds- dóttir og Bjartmar Birgisson komu fyrst í mark á hálfmaraþoni í flokkum kvenna og karla. Helga Björnsdóttir og Guðmann Elísson sigruðu í 10 km hlaupi og Hall- dóra Sigríður Halldórsdóttir og Elvar Örn Sigurðsson 3 km skemmtiskokki. Góð þátttaka var í 10 km hlaupi og hálfu maraþoni en minni í skemmtiskokkinu en undanfarin ár. Konur úr Soroptimistaklúbbi Akureyrar notuðu tækifærið, hlupu og kynntu um leið meg- inmarkmið Evrópusambands Soroptimista 2003–2005 „Konur vinna að friði“. Soroptim- istaklúbbur Akureyrar hefur m.a. fengið áhrifafólk á Eyjafjarð- arsvæðinu til að árita og styðja friðarboðskap sambandsins. Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Akureyrarhlaup Þátttakendur leggja af stað frá Akureyrarvelli. Rannveig og Bjart- mar fyrst í mark Akureyrarhlaup UFA GUÐMUNDUR Jóhannsson, for- maður umhverfisráðs, á ekki von á öðru en að Samskip verði veitt lóð á hafnarsvæðinu á Oddeyrartanga. Fyrirtækið sótti um 8.000 fer- metra lóð undir framtíðaraðstöðu við Laufásgötu og Gránufélags- götu. Guðmundur sagði að á þessu svæði væru fyrirtæki sem væru mjög frek á flutninga og nefndi þar Norðlenska, Strýtu, Bústólpa, Brim og Eimskip. Guðmundur á ekki von á því að þessi fyrirtæki fari af svæðinu næstu 20–30 árin. „Ég sé því engin teikn á lofti um að þetta svæði verði tekið undir íbúðabyggð á meðan ég lifi. Það eru heldur engin áform uppi um stórkostlegar byggingar á svæð- inu, uppkaup eða niðurrif húsa. Það er því ekkert verra að Sam- skip setji þarna niður skemmu og að flutningafyrirtækin séu þarna bæði.“ Gert ráð fyrir íbúabyggð á svæðinu Umhverfisráð fjallaði um erindi Samskipa á síðasta fundi sínum, sem vísaði því til umsagnar stýri- hóps um Akureyri í öndvegi, þar sem þetta svæði var skilgreint sem hluti af samkeppnissvæðinu um skipulag miðbæjarins. Guðmundur á jafnframt sæti í stýrihópnum en hann sat ekki síðasta fund um- hverfisráðs. Hann sagði að jafn- framt væri verið að skoða breyt- ingar á legu Hjalteyrargötunnar og tengja hana Laufásgötu austan við húsnæði Súlna. Þungaflutning- arnir færu því þá leiðina til norð- urs. Einnig á að breyta gatnamót- um Hjalteyrargötu og Strandgötu aftur, þannig að farið verði upp Strandgötu að Glerárgötu vegna flutninga austur um land. Ragnar Sverrisson, forsvars- maður verkefnisins Akureyri í öndvegi, er ekki sammála því að lóðin sem Samskip sótti um verði tekin undir atvinnustarfsemi. Í öll- um verðlaunatillögum um skipulag miðbæjarins og í þeim tillögum sem keyptar voru sé gert ráð fyrir íbúðabyggð og eða útivistarsvæði á þessu svæði við Oddeyrartanga. Ragnar sagði í Morgunblaðinu á þriðjudag, að það myndi koma sér verulega á óvart og sé í raun frá- leitt að taka ákvörðun á þessu stigi um viðbót við athafnasvæði á þess- um stað, við það sem Eimskip hef- ur nú. Nær væri að finna þessum fyrirtækjum stað á strandlengj- unni norðan bæjarins þar sem flutningar frá sjó og landi liggja beint við. Samskip fái lóð á Oddeyrartanga Formaður umhverfisráðs FJÖLÞJÓÐLEG ráðstefna um byggða- og svæðaþróunarmál hefst á Akureyri í dag, 22. september en hún fer fram á Hótel KEA og í Ket- ilhúsinu. Yfir 30 þátttakendur frá 7 þjóðlöndum flytja erindi eða taka þátt í kynningum. Meginviðfangs- efni ráðstefnunnar er félagslegar breytingar og þróun á landsbyggð- arsvæðum sem og einnig hlutverk og möguleikar ferðaþjónustu á norð- lægum landsbyggðarsvæðum. Ráðstefnan er að hluta haldin samhliða samnorrænni ráðstefnu á vegum Ferðamálaseturs Íslands um rannsóknir á ferðamálum og rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Meginstef þessarar ráðstefnu er menning og samfélag, náttúra, efnahagslíf, stefnumótun og markaðsmál. Samanlagður fjöldi gesta á báðum ráðstefnunum er um 120 manns.    Ráðstefnur um byggða- og ferðamál KFC vill norður | Eigendur veit- ingastaðarins KFC hafa sótt um að fá úthlutað 3–4000 fermetra lóð und- ir nýjan veitingastað á Akureyri. Umhverfisráð hefur fjallað um er- indið og tekið jákvætt í það, en vísaði því þó til stýrihóps um verkefnið „Akureyri í öndvegi“ til nánari skoð- unar. Fram kemur í erindi KFC að óskastaðsetning væri við Gler- árgötu, á svæðinu frá Glerártorgi að Samkomuhúsi. LEGIÐ hefur fyrir frá því skipulag flugvallarsvæðisins í Vatnsmýrinni var samþykkt árið 1999 að samgöngu- yfirvöld eru að leita að stað fyrir æf- inga- og einkaflug, og því ætti um- ræða um að Reykjavíkurflugvöllur hverfi úr Vatnsmýrinni ekki að koma þeim sem stunda slíka starfsemi á flugvellinum sérstaklega á óvart. Þetta er mat Dags B. Eggertsson- ar, formanns skipulagsráðs Rvk., sem bendir á að þótt framkvæmdir við slíkan völl séu ekki hafnar hafi hann verið á samgönguáætlun árið 2003. „Það kemur mér því mikið á óvart ef mönnum er ókunnugt um að það hef- ur lengi verið stefnan að æfinga- og einkaflugið flytjist á annan stað, enda gilda ekki sömu rök um staðsetningu þess og um innanlandsflugið hvað varðar þjónustu við landsbyggðina.“ Samráð ekki tímabært Sagt var frá því í Morgunblaðinu um síðustu helgi að um 400 störf væru í uppnámi hyrfi Reykjavíkurflugvöll- ur úr Vatnsmýrinni, og forsvarsmenn smærri flugrekenda gagnrýndu að ekkert samráð hefði verið haft um brotthvarf vallarins. Dagur segir borgina nú eiga í við- ræðum við samgönguráðuneyti, flug- málastjórn og hagsmunaaðila í innan- landsflugi um að kanna hugsanlegar breytingar á Reykjavíkurflugvelli og önnur flugvallarstæði í grennd við höfuðborgina. „Að þeirri frumathug- un lokinni er stefnt að því að vinna frekar með allt að þrjá kosti sem álitnir eru raunhæfir. Þó svo að við ætlum sannarlega að reyna að vinna þetta markvisst og hratt munum við þegar þar að kemur kalla fleiri hags- munaaðila úr fluginu að borðinu.“ Æskilegt væri að flugvallarstæði sem verður fyrir valinu henti bæði fyrir innanlandsflug og æfinga- og einkaflug, svo ekki þurfi að starf- rækja þrjá flugvelli á SV-horninu, segir Dagur. Mest áhersla sé þó lögð á hagsmuni innanlandsflugs og þar með tengsl landsins alls við borgina. Einka- og æfingaflug úr Vatnsmýrinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.