Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF E itt af því sem tínt er til gegn hugsanlegri aðild Íslands að ör- yggisráði Samein- uðu þjóðanna 2009– 2010 er sú röksemd að við mynd- um þar ganga erinda Bandaríkjanna, yrðum taglhnýt- ingar Bandaríkjamanna eins og það er kallað. Að slík þjóð eigi ekkert erindi inn í öryggisráðið. Nú er auðvitað útilokað að segja fyrir um það hvernig við myndum bregðast við þeirri áskorun, sem óumdeilanlega felst í því að taka sæti í öryggisráðinu. Ein aðferð er þó til sem gagnast til að meta hvort Ísland sé líklegt til að verða taglhnýtingur Banda- ríkjamanna og hún er sú að rann- saka hvernig Íslendingar hafa varið atkvæði sínu í allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna. Það er nefnilega þannig að Bandaríkjamenn halda öllum slík- um upplýsingum til haga og fylgj- ast sérstaklega með því hvernig önnur ríki verja atkvæði sínu. Þegar þessar tölur eru skoð- aðar kemur margt athyglisvert í ljós og það helst auðvitað, að kenningin um fylgispekt Íslands stenst ekkert sérstaklega vel. Skoðum nokkur dæmi úr skýrslu utanríkisráðuneytisins bandaríska frá árinu 2004. Þar kemur í fyrsta lagi fram að alls hafi níutíu atkvæðagreiðslur farið fram í allsherjarþinginu. Í skýrsl- unni fylgir síðan yfirlit yfir það hversu oft önnur aðildarríki Sam- einuðu þjóðanna greiddu atkvæði á sama hátt og Bandaríkjamenn í málum er fóru í atkvæðagreiðslu; þar kemur fram að í þrjátíu skipti var afstaða Íslands sú sama, hún var hins vegar 36 sinnum önnur en Bandaríkjamanna (við sátum tólf sinnum hjá og vorum einu sinni fjarverandi). Þetta er ekki nema 45,5% hlut- fall – ekki gefur það til kynna að við séum gjarnir á að taka við skipunum frá Washington. Hlut- fall ýmissa nágrannaþjóða okkar er raunar mjög svipað: Danir voru með 44,9% hlutfall, Finnar með 43,5% og Norðmenn og Svíar 42,6%. Bretar voru hins vegar með 56,7% hlutfall, þ.e. eru mun gjarnari á að greiða atkvæði eins og Bandaríkjamenn. Jafnvel Frakkar – sem gjarnan eru álitnir helstu andstæðingar bandarískrar utanríkisstefnu í Vestur-Evrópu – eru með hærra hlutfall en Íslendingar, þ.e. 54,1%. Sé til lengri tíma litið koma at- hyglisverðar staðreyndir í ljós; Ís- lendingar virðast sem sé hægt og sígandi hafa verið að fjarlægjast Bandaríkjamenn í atkvæða- greiðslum í allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna. Sem fyrr segir greiddum við atkvæði eins og Bandaríkjamanna í 45,5% tilfella í fyrra. Starfsárið 2003 var hlut- fallið svipað, 44,8%, og árið áður var það 48,7%. En starfsárið 2001 var hlutfall þetta 54,4%, árið 2000 var það 63% og árið 1999 68,7%. Ýmsar skýringar kunna að vera á þessari þróun en ekki gefst færi á að skoða þær að þessu sinni. Ef við skoðum tölur utanrík- isráðuneytisins bandaríska betur þá vill svo vel til að það hefur tek- ið út mál sem menn þar á bæ telja sérstaklega mikilvæg og í sam- ræmi við bandarísk lög er sér- staklega gerð grein fyrir afstöðu annarra ríkja til þeirra, en í skýrslunni er rætt um „atkvæða- greiðslur sem beint snertu hags- muni Bandaríkjanna og sem Bandaríkin beittu miklum þrýst- ingi varðandi [on which the Unit- ed States lobbied extensively]“. Ræðir hér um málefni eins og ályktun í allsherjarþinginu þar sem Bandaríkin eru hvött til að binda enda á viðskiptabannið á Kúbu. Hér létum við Íslendingar þrýsting Bandaríkjamanna engin áhrif hafa á okkur, greiddum at- kvæði með ályktuninni. Við höfum einnig stutt tillögu er víkur að réttindum Palestínumanna, fer sú afstaða okkar þvert gegn stefnu Bandaríkjanna. Alls er hér um tíu mál að ræða skv. skýrslu utanríkisráðuneyt- isins bandaríska. Fjórum sinnum voru Íslendingar á sama máli og Bandaríkjamenn: m.a. voru bæði ríki andsnúin samþykkt ályktunar þar sem komið var í veg fyrir að borin yrði upp til atkvæða tillaga er varðaði mannréttindi í Súdan. Einnig samþykktum við eins og Bandaríkin ályktun er kallar á að réttur manna til trúfrelsis verði virtur og hafður í heiðri. Þrisvar sinnum vorum við á öndverðum meiði við Bandaríkja- menn, þrisvar sátum við hjá. Þessar tölur og heildartölurnar sem áður var vikið að gefa með engum hætti til kynna að við séum sérstakir taglhnýtingar Bandaríkjamanna innan veggja Sameinuðu þjóðanna, augljóst er að við tökum sjálfstæða afstöðu til mála en jafnframt að afstaða okk- ar er gjarnan í samræmi við af- stöðu annarra Norðurlandaþjóða. Um hvers konar mál myndum við annars vera að fjalla í örygg- isráðinu ef við færum þangað inn? Í fyrra tók ráðið afstöðu til alls 62 tillagna og samþykkti 59 þeirra – oftast einróma. Bandaríkja- menn beittu neitunarvaldi gegn tveimur ályktunardrögum er vörðuðu málefni Ísraels/Palestínu og Rússar beittu neitunarvaldi einu sinni vegna ályktunardraga er véku að Kýpur-málunum. Tuttugu og átta þeirra ályktana sem fyrir ráðið komu í fyrra fjöll- uðu um átök í Afríku eða önnur málefni heimsálfunnar, sex álykt- anir og tvö ályktunardrög fjölluðu um málefni Mið-Austurlanda, þrjár ályktanir voru samþykktar um Írak og þrjár um Haítí. Ein ályktun snerist um varnir gegn útbreiðslu gereyðingarvopna og fjórar um varnir gegn hryðju- verkum. Öryggisráðið samþykkti einnig ályktanir um málefni Afg- anistans, Bosníu, Kýpur, Austur- Tímor og Georgíu, börn í stríði og Alþjóðadómstólinn í Haag. Ísland í ör- yggisráði SÞ […] í þrjátíu skipti var afstaða Íslands sú sama, hún var hins vegar 36 sinnum önnur en Bandaríkjamanna […]. Þetta er ekki nema 45,5% hlutfall – ekki gefur það til kynna að við séum gjarnir á að taka við skipunum frá Washington. VIÐHORF Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is U m það bil 20% evr- ópskra barna á skóla- aldri eru of feit, en því ástandi getur fylgt aukin hætta á langvinnum sjúkdómum. Af öllum þeim fjölda er fjórðungurinn að kljást við offitu, sem er mikill áhættuþáttur hjarta- og æða- sjúkdóma auk þess sem líkur eru á fullorðinssykursýki eða öðrum fylgikvillum snemma á fullorðins- aldri eða jafnvel fyrr. Offita barna veldur sívaxandi áhyggjum um alla Evrópu og því hafa hjartaverndarstofnanir í tutt- ugu Evrópulöndum ásamt þremur samstarfssamtökum tekið höndum saman um verkefnið „Börn, offita og tengdir langvinnir sjúkdómar sem má forðast“. Út er komin skýrsla um fyrsta áfanga verkefn- isins, en þar er fjallað um markaðs- setningu óhollrar fæðu, sem beint er að börnum í Evrópu. Í öðrum áfanga verða kannaðir kostir, sem til greina koma í baráttunni við of- fitu barna og í þriðja áfanga er fyr- irhugað að setja saman tillögu um sam-evrópskt átaksverkefni gegn vandamálinu. Verkefnið hófst í mars 2004 og er ætlað að vara sam- tals í 32 mánuði. Íslenskur tengilið- ur verkefnisins er Hjartavernd. Neysla og hreyfingarleysi Breytt markaðssetning matvara fyrir börn er aðeins eitt af þeim ráðum, sem hægt er að grípa til, til að draga úr of miklum líkams- þunga. Meira þarf þó til því offita stafar bæði af ofneyslu ákveðinna fæðutegunda og ónógri hreyfingu. Í nýútkominni skýrslu segir að það leyni sér ekki að óhollar vörur eigi yfirleitt hlut að máli þegar verið sé að markaðssetja matar- og drykkjarvörur fyrir börn og ung- menni. Framleiðendur varanna beiti í síauknum mæli samþættum og háþróuðum aðferðum til að koma vörunum á framfæri við börn, með beinum og óbeinum hætti. Í alþjóðlegri rannsókn, sem fram fór 1996–1999 í fimmtán löndum, kom fram að alls staðar voru mat- vörur stærsti flokkur auglýstra vara í dagskrárliðum barna. Það sem langmest var auglýst reyndist vera sælgæti, sætt morgunkorn, snakk og gosdrykkir og allt að 95% auglýsinga matvara í sjónvarpi voru vörur með mikilli fitu, miklum sykri eða salti. Frjálsræði á vefnum „Sjónvarpið er mikið notað enda er þar um að ræða mikilvirkt verk- færi til að markaðssetja matvörur, en jafnframt er markaðssetning í skólunum meira og meira stunduð. Við þetta bætist að stöðugt ber meira á ýmsum öðrum aðferðum sem ekki eru eins hefðbundnar. Ein aðferðin og sú sem mest aukning er í, er að koma vörunni á framfæri á veraldarvefnum og það er einmitt sá auglýsingavettvangur þar sem minnst er um lög og reglugerðir. Það er orðið algengt að matvörufyr- irtæki noti saman blöndu af hefð- bundnum og óhefðbundnum aðferð- um þegar þau beina spjótum sínum að börnum,“ segir í skýrslunni. „Auglýsendur nota skapandi að- ferðir við auglýsingar, sem ætlaðar eru börnum. Þeir hagnýta sér náin tengsl við barnamenningu, eins og t.d. tilvísanir í kvikmyndir og hetj- urnar sem birtast í þeim. Þeir beita tilvísunum til leikja barna, gleði, ævintýraþrár, ennfremur til galdra og hugmyndaflugs. Margir auglýs- endur hagnýta sér teiknimyndafíg- úrur eða beita fyrir sig frægum ein- staklingum,“ segir enn fremur. Venjur festar í sessi Þó öflun samanburðarhæfra upp- lýsinga hafi reynst mjög erfið, er ljóst að í auglýsingum í barnatím- um í sjónvarpi er rekinn mikill áróður fyrir óhollum mat, en afar lítið gert í því að mæla með ávöxt- um eða grænmeti og öðrum hollum mat. Athuganir sýna að matarauglýs- ingar hafa áhrif á val barna á mat- vælum, innkaupavenjur þeirra og neyslu, bæði þegar miðað er við vörumerki og við vöruflokka. Í út- tekt Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar frá árinu 2002 er nefnt að börn hafi með „því að nauða og rella“ mikil áhrif á kaupvenjur for- eldra sinna. Börnin hafi því í raun skapað markaði fyrir alþjóðafyr- irtæki. Einnig er því haldið fram að framleiðendur beini markaðs- setningu sinni að börnum og ung- lingum til að festa í sessi mat- armenningu, sem byggist á reglulegri og tíðri neyslu gos- drykkja og skyndibita og hvetji til neysluvenja, sem endist fram á full- orðinsár. Einkennist af ósamræmi Í skýrslunni er bent á að laga- og reglugerðarumhverfið einkennist af miklu ósamræmi landa á milli. Sums staðar gildi t.d. strangar reglur um þær auglýsingar, sem beint sé að börnum, en annar staðar sé ekkert aðhafst. Þótt flest lönd átti sig á mikilvægi þess að vernda börn fyrir áhrifum auglýsinga al- mennt, hafi einungis sex lönd sett sérstakar reglur um markaðs- setningu matvæla; Bretland, Dan- mörk, Finnland, Írland, Spánn og Þýskaland. Á hinn bóginn hafa Belgar, Íslendingar, Portúgalir og Ungverjar engar reglur, hvorki sjálfstýrðar né samkvæmt lögum, um auglýsingar á veraldarvefnum svo dæmi séu tekin enda mun vera afar sjaldgæft að reglugerðum sé ætlað að draga úr neyslu óhollrar fæðu.  HEILSA | Um 20% barna á skólaaldri í Evrópu eru of feit Morgunblaðið/Jim Smart Athuganir sýna að matarauglýsingar hafa áhrif á val barna á matvælum, á innkaupavenjur þeirra og neyslu. Með því að „nauða og rella“ hafa börn mikil áhrif á kaupvenjur foreldra sinna. Jóhanna Ingvarsdóttir rýndi í skýrslu um markaðssetningu óhollrar fæðu, sem beint er að börnum. Það, sem langmest var auglýst, reyndist vera sæl- gæti, sætt morgunkorn, snakk og gosdrykkir og allt að 95% auglýsinga matvara í sjónvarpi voru vörur með mikilli fitu, miklum sykri eða salti. TENGLAR .............................................. www.hjarta.is join@mbl.is Óhollustan mun oftar auglýst en hollmetið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.