Tíminn - 02.04.1970, Qupperneq 9

Tíminn - 02.04.1970, Qupperneq 9
i'XMMTUDAGUR 2. aprfl 1970. Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvajmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar Þórarinn Þórartnsson (áb). Andés Kristjánsson. Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gístason Ritstjórnar- skrifstofur 1 Edduhúsinu. símar 18300—18306 Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusimi: 12323 Auglýsingasiml- 19523. Aðrar skriístofur simi 18300 Áskrifargjald kr 165.00 a mán- nðl, innamlands — í lausasölu kr. 10.00 eint. Prentsm Eddj bf. Skollaleikur Sjálfstæð- isflokksins í verðlags- málum Bjami Benediktsson, forsætisráðherra, og Sjálfstæðis- flokkurinn undir hans stjórn, leikur nú einhvem mesta skollaleik, sem settur hefur verið á svið í íslenzkum stjómmálum fyrr og síðar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett það vígorð númer eitt í áróðri sínum á undanförnum ámm, að hann sé fyrst og fremst flokkur hvers konar viðskiptafrelsis, berjist með kjafti og klóm gegn hvers konar höftum, þar á meðal, og ekki sízt verðlagshöftum og opinbemm verðlagsákvæðum. Hann sé eini flokkurinn, sem vilji skapa í þjóðfélaginu aðstæður til að nýta hagræði hinnar frjálsu samkeppni á sviði viðskipta, þjónustu og fram- leiðslu. Stóryrðin hafa ekki verið spörað um leið og öðrum flokkum hafa verið gerðar upp skoðanir 1 þessum málum og þeir taldir óalandi og óferjandi. Margoft hafa forystumenn Sjálfstæðisflokksins barið sér á brjóst og sagt: Þessar háleitu hugsjónir okkar og sjálfan gmnd- völl „sjálfstæðisstefnunnar" munum við ekki verzla með við einn eða neinn. Á þennan skjöld okkar mun aldrei blettur falla! Þá hefur þeim áróðri einnig verið haldið sleitulaust að landsmönnum, að þeir, sem að atvinnurekstri hvers konar stæðu, ættu ekki og gætu hvergi annars staðar átt h«ima en í Sjálfstæðisflokknum. Ömurleg saga síðustu 10 ára um uppdráttarsýki í atvinnumálum, þegar nær engin framleiðniaukning hefur orðið í íslenzkum at- vinnurekstri á sama tíma og hún hefur tvöfaldazt í ná- grannalöndum, er bezta sönnunin um það. Annað vitni um það er sú staðreynd, að íslenzkur atvinnurekstur hef- ur nú ekki bolmagn til að greiða laun, sem séu sámbæri- leg að kaupmætti og þau vora þegar „flokkur atvinnu- rekstursins“ hóf ,,umbótastarf“ sitt, heldur miklu lægri laun og stjmur þó undan. Stefnuskráratriðið númer eitt í verðlagsmálum er nú vart orðið læsilegt á „skildi sjálfstæðisstefnunnar“ eftir 11 ára stjómarforustu Sjálfstæðisflokksins. Svo margir svartir og ljótir blettir hafa nú fallið á skjöldinn. Ef forustumönnum sjálfstæðisstefnunnar hefði verið hugsjónin runnin í merg og blóð — og jafnvel þótt hún hefði bara sæmilega kjölfestu í þeim, þá skal engum koma það til hugar, að þeir hefðu borið fram stjómar- frumvarp um verðlagsmál, sem í rauninni var hvorki fugl né fiskur og átti þar að auki að taka gildi eftir dúk og disk. Svo þegar að var gáð, þá var frumvarpið fyrst og fremst um það, að framlengja þau ákvæði í lögum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lýst sig mest á móti! Samt sem áður hafði forastumönnum Sjálfstæðis- flokksins tekizt að sannfæra þá aðila, sem fyrst og fremst höfðu áhuga á þessum málum, um það, að í þessu nú fallna stjórnarframvarpi væri allt annað en lesa mátti úr því samkvæmt orðanna hljóðan, þ.e. stjórnarfrum- varp um verðgæzlu og samkeppnishömlur — og töldu æði margir að frumvarpið speglaði „stefnu Sjálfstæðis- flokksins.“ Þ.essi skollaleikur náði svo hámarki í því, að forastu- menn stjómarflokkanna ákváðu að láta einn ráðherra greiða atkvæði á móti framvarpinu og fella það til að styrkja stjórnarsamstarfið. Svo er vondum Framsóknar- mönnum auðvitað kennt um allt saman. TK TIMINN ERLENT YFIRLIT Færíst Vietnam-styrjoldiii til Kambodiu eftir fall Sihanouks? Hinir nýju valdhafar eru ótraustir í sessi ÞAB VIRÐIST enn óljóst, hvort nýju valdhöfunum í Kamibodia tekst að halda velli. Bersýnilegt er, aS Sihanouk prins nýtur mikils persónufylg- is og her sá, sem Norður-Viet- nam og Viet Cong hafa í land- inu er nær helmingi fjölmenn- ari ea her sá, sem Kambodiu- stjórn ræður yfir, og senni- lega er hann efldd allur trygg- ■jt henni. Ef Norður-Vietnamar og Viet Oong létu til skarar stríða, gæti Bandaríkjastjórn bomizt í mikinn vanda. Um það gæti þá veriS að ræða, að kammúnistar tækju völdin í Kambodíu eða að Bandaríkja- stjórn veitti núv. stjórn Kamb- odiu beinan hernaðarlegan stuðning. Bandaríkin hefðu þá fært út styrjaldarsvæði sitt í Suðaustur-Asíu og þær líkur minnkuðu, að þeir gætu flutt heim lið sitt. Þess vegna er það nú vaxandi krafa þeirra bandarfsku stjórnm'álamanna, sem eru andvígir Vietnam stríðinu, að Bandaríkin grípi ekki á neinn hátt inn í atburða- rásina í Kambodíu. STEFNA Sihanouks hefur byggzt á þeirri trú, að fyrr en síðar yrði Kína áhrifamesta stórveldið í Suðaustur-Asíu. Smáríki eins og Kambodia, sem hefur um 6.5 millj. ibúa, fengi því aðeins staðizt, að það gæti haft vinsamlega sambúð við Kína. f samræmi við þetta hefur Sihanouk fylgt hlutleysis stefna, sem hefur verið hliðholl ari Kína en Bandaríkjunum, en þó hefur hann reynt að halda vissu sjálfstæði gagnvart komm únistum. Þá hefur Sihanouk reynt að undirbúa breytingai- inoanlands, sem stefna í sósíal- iska átt, t. d. þjóðnýtt mikið af verzluninni. Því fer fjarri, að það hafi verið vandalaust fyrir Sihan- ouk að fylgja þessari stefnra. Hann hefur orðið að fára bil beggja. Hægri öflin hafa jafn- an tortryggt stefnu hans, en ekki þorað að rísa beint gegn honum. Hann hefur þurft að treysta á þau rneira og minna, en reynt þó að láta þau hafa sem minnst raunveruleg áhrif, en hins vegar meira af áhrifa- litlum virðingarstöðum. í sam- ræmi við það gerði hann Lon Nol hershöfðingja að forsætis- ráðherra á síðastl. ári. Lon Nol ■ r'I~ ' , " .-5 Sihanouk hafði verið talinn tryggur fylg- ismaður Sihanou-ks, en samt þótt hœgri sinnaður. Forsæt- isráðherraembættið hafði fram að þeSsu verið fyrst og fremst virðingarstaða. Lon Nol lét sér hins vegar ekki nægja það að vera eins konar topp- fígúra, heldur lét meira til sín taka en Sihanouk ætlaði. Eink- um gerðist hann afskiptasamur eftir að Sirik Matak prins varð varaforsætisráðherra. Þeir hóf- ust m. a. handa um að draga úr ýmissi þjóðnýtingu, sem Si- hanouik hafði stófnað til. Si- hanouk mun þvi hafa gert sér ljóst, að hann yrði fyrr en síð- ar að víkja þeim til hliðar. En áður taldi hann sig þurfa að leysa annað stórt vandamál, sem mjög hafði dregið úr vin- sœldum hans. HER VAR. um það að ræða, að bæði Norður-Vietnam og þjóð- Lon Nol Sirik Matak frelsishreyfinigin í Suður-Víet- nam höfðu í vaxandi miæli misnotað sér hlutleysi Kamibod iu. Báðir þessir aðilar komu Sér upp herbækistöðvum í Kambodiu. f fyrstu lét Si- hanouk þetta afskiptarlaust og mótmælti rnrjög öfluglega 'þegar ameríski fíugherinn réðst á þessar stöðvar. Hann hugðist geta með samningum fengið bæði Norður-Vietnam og þjóð- frelsishr.eyfinguna til að halda þessum stöðvum innan hóflegra takmarkana. Slík tilmæli hans voru þó ekki tekin til greina. Um seinustu áramót var svo komið, að herlið Norður-Viet- nama og Viet Cong í Kambodíu var talið nema um 65 þús., en allur her Kambodíu er um 35 þús. manns. Það var því orðið þannig ástatt, að raunverulega gátu hinir erlendu aðilar tek- ið völdin í Kambodiu hvenær, sem þeim þóknaðist. Þetta veikti mjög tiltrúna til Sihan- ouks og margir Kambodiumenn tóku að gerast órólegir. Sihan- oúk ákvað því í byrjun sein- akta mánaðar að fara í eins konar pílagrímsferð til Moskvu og Peking og fá ríkisstjórnim- irnar þar til að skerast í leik- inn. ÞESSA brottför Sihanouks notuðu andstæðingar hans sér. f fyrstu var efnt til uppþota við sendiráð Norður-Vietnams og stjórnar þjóðfrelsishreyfing- arinnár í Suður-Viétnam. Lát- ið var líta övo út, að þetta væri gert til að styrkja aðstöðu Sihanouks við samningana í Moskvu og Peking. Hin raun- verulegi tilgangur var hins vegar sá að nota þessi uppþot til að réttlæta herflutninga til h'öfuðborgarinnar. Þegar þeir Lon Nol og Sirik Matak höfðú þannig styrk-t aðstöða sína, létn þeir til skarar skríða. Þingið var 'kvatt saman og látið sam- þykkja, að Sihanouk væri tíviptur öllum völdum sem þjóð arleiðtogi. Svo virðíst', sem þeir Lon Nol og Sirik Matak hafi óttazt, að Sihanouk myndi víkja þeim úr stjórninni, ef hann fengi sæmileg erirídislok í Moskvu og Peking. Þeir hafi því talið sig þurfa að verða fyrri til. Fyrst í stað virðist þesstun tíðindum ekki hafa verið illa tekið í Kambodiu. Menn eru líka sagðir rólegir þar. En eft- ir því, sem lengra hefur liðið frá þessum atburðum, virðist uggur manna hafi -aukizt. Menn óttast, að Kamfoodia geti nú dregizt inn í styrjaldarátökin í Suðaustur-Asíu. Því vilja nú margir fá Sihanouk prins aftur. Hvað, sem annars kann að vera um hann sagt, hefur hann óneit- anlega afrekað því, að fram að þessu hefur Kambodia ekki dregizt inn í bein stríðsátök, eins og Suður-Vietnam og Laos, Það er vissulega ekki lítilvægur árangur. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.