Tíminn - 27.05.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.05.1970, Blaðsíða 5
WTOVIKUDAGUK 27. maí 1070. TIMINN 5 MEÐ MORGUN KAFFBNU Dick var látinn og Jim vin- ur hans, heimsótti ekkjuna og vottaði henni hryggð sína. — Við Dick vorum beztu vin- ir, sagði hann. — Er ekki eitt- hvað, sem ég mætti eiga til minningar um hann? Ekkjan leit á hann tárvotum augum og hvíslaði blíðlega: — Hvað með mig? — María, sagði frúin, þegar hún var að fara í sumarfrí með börnin. —v Ef maðurinn minn verður niðurdreginn, meðan ég er í burtu, þá skrifarðu og lætur mig vita, þá konium við heim aftur. — Já, þér megið treysta því, og ég skal skrifa líka, ef hann verður allt of fjörugur. Lans var að útskýra vetnis- sprengjuna fyrk unnustunni og dró upp hinar hræðiiegustu myndir af eyðileggingarmætfci hennar. Loks fór unnustan að skilja eitthvað af þessu og sagfK í skelfingartón: — Almáttugur, þetta er bara hreinasta dýnamit! — Mér finnst þér hafa lagt af frú. Eruð þér í einhverjum sérstökum megrunarkúr núna? — Nei, ég bara legg af vegna þess, að nýja vinnukonan mfo er svo erfið. — Því rekið þér hana ebki? — Ég geri það strax og ég er orðin 75 kíló. — Hvað, Jóna, ertu hætt hjá forsbjórahjónunum? — Já, ég get ekki unnið á stað, þar sem allir eru svona nízkir. — Ég get nú varla skilið, að forstjórahjónin séu svona nizk? — Jú, þau spilúðu meira að segja bæði á sama píanóið. Hafið þér aldrei séð mann hengja npp þvott fyrir konuna síoa fyrr, eðá hvað? — Wúti er sköpufS _________ Venus — allt svo piánetan! og Mamma var að hátta Lenu Böu og segjr henni að sofna nú róleg, því mamma ætli í bæinn. — Nei, ég er hrædd. Getor Maria ekki setið hjá mér. — Nei, María ætlar út með Pétri, en þú veizt, að englarnir passa þig. — Ég vil heldur, að María veTði hér, þá getur Pétur farið út með englunum. i i I I I I i í I I I I ) I \ iDENNI DÆMALAUSI Veizfcu, það hefur ekki verið neitt gaman hjá mér síðan í gær. reyndar Nyree Dawn-Porter, og myndin sýnir hana í nýju hlut- verki. Glæsileg er hún óneitan- lega þarna, en talsvert ólík írenu hinni settlegu. ' * "■ sjáanlega a® veifa blaðaljós- myndurum, brosa frarnan í sjón varpsmyndavélar og þvaðra við stórmennL Fréttir herma, að fyrrverandi samstarfsmenn hans á Groote Schuur spítalanum í Höfðaborg séu þreyttir og hafi skömm á þessari gegndarlausu hetjudýrk unarreisu Barnards. Meðal læknanna við sjúkrahúsið þar suður frá, er dr. Marius Barn- ard, bróðir Christians. . . „Chris hegðar sér eins og kvikmynda fífl“, segir hann, „og hvaða til- gangi þjónar það að ferðast um og koma hvergi nærri lækn- isstörfum, maðurinn fer úr allri þjálfum. Hvaða visindalegar framfarir leiða af þessu rápi hans með stelpugopann, bros- andi framan í sjónvarpsmynda- vé3ar?“ ★ Máltækið segir að „hamingj- an sé þar sem maður er sjálfur hvergi nærri“. Það virðist sann ast á franska leikaranum Char- les Boyer, en hann er nú tekinn að eldast nokkuð. Charles Boyer hefir alla tíð notið tak- markalausra vinsælda og hvar- vetna hefur honum vegnað vel, bæði sém kvennamanni, söngv- ana og skemmtikrafti. Hinsvegar er Charles ekki ánægður, hann hefur nefnilega sjálfur mestan áhuga á hinu klassíska leikhúsi. Hann hefur aftur á móti aldrei verið notað- ur í eitt einasta sviðshlutverk. En Charles Boyer hefir séð við leikstjórunum sem vildu hann ekki, hann hefur sinnt Þalíu ást konu sinni í kyrrþey, — látið gera hljómplötur sem hann hef ur lcsið inn á öll helztu hlut- verk klassiskra leikverka, og segja sérfræðingar að gamli maðurinn sé stórkostlegur í þeim öllum. ■ Já, það er enginn vafi á því, að þetta er hún írena, sem allir sjónvarpsáhorfendur þekkja úr hinum vinsæla Forsyte-mynda- flokki. Hennar rétta nafn er ★ Hin yngsta fjögurra hol- lenzkra prinsessa heitir Christ- ina og ku vera lagleg stelpa, tuttugu og þriggja ára að aldri. Satt að segja leit ekki vel út með hana Christinu í fyrstu, hún þjáðist af augnsjúkdómi, þannig að hún var næstum blind, og svo var hún eins og hinar hollenzku prinsessurnar, alveg afskaplega feit. Svo feit, a@ menn óttuðust að enginn prins úr fjarlægu landi myndi leggja það á sig að sýna henni áhuga, jafnvel þótt hann fengi hálft ríkið að launum. En Christina spjaraði sig, hún læknaðist af augnsjúkdómnum, svo nú sér bún ágætlega og auk þess tókst henni að ná af sér spíkinu, og Christina er orðin hippd ko n ungsf j öl sky 1 du nnar. Hún spilar bítlamúsík í kóngs- höllinni daginn iang'an og á fjölda síðhærðra vina. Núna er Christina reyndar í Kanada, og að sögn stondar hún þar tón- listarnám, en menn halda nú fremur að þangað hafi hún að- eins farið til að losna við hirð- HfiB í Amsterdam. í Kanada stundar hún bítla-klúbbs og hef ur það gott, utan hvað Júlíana drottning skipti sér nýlega af málum hennar, því kominn var á kreik þrálátur orðrómur am að Hollandsdrottning gæti hvað úr hverju farið að búast við síð hærðum tengdasyni í heimsókn. Júlíana sagði því Christinu að það skyldi aldrei verða, en hvort hippið hlýðnast gömlu konunni, þáð er annað mál. . . ★ Hjartagræðarinn mikli, dr. Christian Barnard, lætur ekki að sér hæða, og sjást þess lítil merki að hann sé kominn á fimmtugsaidurinn. Hann æðir nú heimshorna á milli með sinni ungu konu, og nýtur þess auð- Hildegaar Knef var um ára- bil helzta stjarna Þjóðverja í kvikmyndaheiminum. Reyndar er hún þaö ennþá þ.e.a.s. þegar henni sýnist svo, en hún hefir uppgötvað með sér fleiri hæfi- leika en leikhæfnina: Hún hef- , ur skrifað söngva og ort ljóð. sem náð hafa frægð. Auk þess hefur hún skrifað bók uin minn ingar sínar frá því á bernsku- árunum. Bók sú jaðrar ; við að vera metsölubók í Þýzkalandi. Og auk anna við ritstöríin, hefir Hildegard haft í ýmsu að snúast vcgna dóttur sinnar litlu, sem hún eignaðist eigi alls fyrir löngu, en stúlkan 1 sú heitir Christina Antonia. Christina er og orsök þess hnittna svars Hildegard, er blaðamaður einn spurði hana hvort hún gæti hugsað sér að koma fram nakin í kyn- lífsinynd: „Nei, þessháttar myndum leik ég ekki í“, sagöi hún, „ég hef nefnilega stórt ör á maganum eftir keisaraskurð“. 1 Gömul piparjómfrú var að ráða nýja rinnukonu! — Og mundu svo' — Enga karlmenn í eldhúsinu. Ég veit j vei, hvað þeir viija, þegar þeir ; eru að reyna að telja unga J stúlku á, að hleypa sér inn í | eldhúsið, þegar þeir fylgja * henni heim. Þeir vilja fá kaffi! t: ★ Fransiki söngvarinn Charles Aznavour á fyrirtaks konu, sænka að þjóðerni, og heitir sú Ulla. Þau UUa hafa haldið sam- an um árabil, en þó var það ekki fyrr en í október í fyrra að Azanaivour tókst að gera Ullu sinni barn. Það var myndar strákur sean þau Ulla eignuðust, og tilkoma hans hefur breytt Aznavour i sannan heimilisföður. Hann dvelur langdvölum á heimiii þeirra Ullu og unga sonarins, en það er í Galiuis, skammt frá' París. Þar situr þessi lágvaxni söngvari og semur lög og Ijóð og les heilmikið. Ulla gaf hon- um fyrir skömmu hók sem fjallar uim mesto persónu- sónuleika þessa heims: Onassis (sem er 1,58 m á hæð), Mozart (1.62 m.), Sammy Davies (1.54 m.) og Napóleon (1.54 m.). Fvlgir sögunni, að bók þessi eigi að vera ofurlítil sára- bót fyrir Aznavour, því hann þjáisfc mjög af minnimátfcar- kenod vegna smæðar sinnar. Hartn er 1.62 m. á hæð — en þrátt fyrir lágan vöxt, er hann hraðlæs og getur lesið sér til hugarhægðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.