Tíminn - 27.05.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.05.1970, Blaðsíða 9
MIÐVEZUDÁGUR 27. maí 1970. ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 9 Myndir sjónvarpinu Klp-Reykiavíik. Okkur hefur þegar borizt ein 2—3 bréf, ásamt mörgum fyrir- spurnum í síma, um, hvort ís- lenzka sjónvarpið komi til með að sýna eitthvað af leikjunum í úrslitakeppninni í HM í Mexikó. Oí einnig hvort útvarpað verði beint í B.B.C. frá hverjum leik, og þá á hvaða tíma. Íþróttasíðan hafði samband við Sigurð Sigurðsson hjá sjónvarp- inu, og tjáði hann okfcar að sjón- varpið myndi sýna a.m.k. 4 leiki frá HM, og yrðu það undanúrslita leikirnir, ásamt úrslitaleiknum, og leiknum um 3. og 4. sætið í keppn- inni. Hann reiknaði með að leikirnir yrðu ekki meir en 2ja til 3ja daga gamlir, þegar þeir kæm-u hingað, því þeir yrðu teknir upp á „band“ í Evrópu, og sendir samstundis til íslands. Eftir því sem við höfum komizt næst mun BBC útvarpa öllum ieikjum Englands í keppninni, svo og öðrum leikjum, sem til falla. Tímamunur á íslandi óg Mexíkó eru 6 tímar. Leikirnir munu flest- ir fara fram kl. 12,00 og 15,00 að þarlendum tíma, svo fréttir af þeim ættu að fara að berast hing- að um kl. 19,00 til 22,00. Íþróttasíða Tímans mun að sjálf sögðu reyna að birta sem gleggst- ar lýsingar af leikjunum. En þær verða að byggjast á NTB ogBBC fróttum, því engin fréttamaður verður frá íslandi í þessari keppni. Eftir því, sem við höfum séð í dagblöðum frá Danmörku og Svíþjóð, munu verða beinar lýs- ingar af flestum leikjum keppn- innar, í útvarpsstöðvum beggja landanna. Og danska sjónvarpið mun. sýna a.m.k. 12—15 leiki úr keppninni, en það sænska a.m.k. 21 leik. Bobby Moore í miklum vanda - sakaður um skartgripaþjófnað Bobby Moore, hinn mjög svo virti fyrirliði Wést Ham og enska landsliðsins, var í fyrradag hand- tekinn í borginni Bogata, Colom- bíu, ásakaður um aðhafa stolið gullarmbandi að andvirði 120 þús. króna virði, í skartgripaverzlun þar í borg,- í gær var liann fyrir rétti og var talið að hann yrði látinn laus gegn tryggingu — en dómsúrskurður er ekki að vænta fyrr en eftir 3—4 daga. Harold Wilson, forsætisráðherra Bretlands hefur sent skeyti til sendiráðs Breta í Bogota, og beðið þá um að gera sitt til að aðstoða Moore. Moore hefur neitað öllum ásök- unum skartgripasalans og hann hefur einnig neitað að tala við blaðamenn um málið. Frétt þessi kom sem reiðarslag yfir knattspyrnuunnendur og var aðalfrétt ensbu dagblaðanna í gær. Sir Alf Ramsey sagði í viðtali við eitt blaðanna, að eftir því sem hann þekkti Moore, væri fárán- legt að álíta að hann hefði gert þetta. Og einn ensku leikmannanna sagði að Moore væri það vellauð- ugur, að hann þyrfti ekki að gera slífct. Við skulum enda þetta með orð um Bobby Moore’s sjálfs, sem hann sagði eftir leilkinn gegn Equador á sunnudaginn: „Enginn getur stöðvar okkur núna — allt er okkur í hag. Ég vildi bara að keppnin byrjaði á morgun. And- inn -f stórkostulegur í liðinu“. — K.B. Bobby Moore me3 „heimsstyttuna'‘ í síðustu HM-keppni. Norwinch fyrirtækiS hefur framleitf rannsóknatækja- vindur skipsins, hydrc- og kabalvindur, kraftblökk, rækjutrollvindu, tvískipta togvindu, bómu og krókvindu. NORMO -DiESEL TYPE Í.SM-8 3 r Nýjasta haf- og fgskirannsóknaskip Noregs G. O. SARS, eitt fullkomnasta rannsóknaskip heimsins Enn ein sönnun þess trausts, sem menn bera til: Aðalumboð: EGGERT KRISTJÁNSSON & CO. H.F. — Hafnarstræti 5 — Sími 11400 A.S BERGENS MEKANISKE VERKSTEDER BERGEN - NORWAY - TELEPHONE: 98 040 - TELEX: 42133 - CABLE ADDRESS: NORMO OR NORWINCH Skipið er búið fjórum NORMO DIESEL LSM-6 aðal- og hjálparvélum, sem tengdar eru á einum skrúfuás, en skrúfan er fjögurra blaða skiptiskrúfa. Auk þess knýja tvær vélar skipsins tvo 575 KWA rafala þess. xanMa DtESEL_—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.