Tíminn - 27.05.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.05.1970, Blaðsíða 7
tllÐVIKUDAGUR 27. maí 1970. Útgcfandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramkvæmdastJórl: Kristján Benedlktseon. Rttstjórar: Þórarlnn Þórarinsson (áb). Andés Kristjánsson. Jón Helgaaon og Tóma* Karlsson. Augiýaingastjórl: Stetngrfmur Gislason Ritatjómar- akrifítofur 1 Edduhúsinu, stmar 16300—18306. Skrifatofur Bankastræti 7 — AfgreiBslusíml: 12323 Auglýsingasíml: 19023. ASrar sikrtfstofur simi 18300. Áskrtfargjald fcr. 165.00 á mán- u8i, lnnaniands — í lausasölu kr. 10.00 eint. Prentam Edda hf. Tafarlausa samninga Svo óheppilega hefur til tekizt, að ekki hefur heppn- azt að afstýra verkfalli, enda þótt sjaldan hafi átt að vera auðveldara að koma í veg fyrir það. Af tveimur ástæðum hefði átt að vera auðvelt að koma í veg fyrir verkfall að þessu sinni. í fyrsta lagi viðurkenna allir, að launþegar eigi rétt á verulegum bótum eftir mikla kjaraskerðingu tvö síðustu árin. í öðru lagi hefur staða útflutningsframleiðslunnar farið mjög batnandi. Samkvæmt nýlegu mati ríkisstjómarinn- ar og sérfræðinga hennar, eiga útflutningsatvinnuveg- imir að geta risið undir 15—20% grunnkaupshækkun. Þegar svona háttar til, ætti að vera auðvelt að semja, án þess, að til verkfalls þurfi að koma. Meðan á verkfallinu stendur, mun það ekki verða til að greiða fyrir sáttum, að kenna einum eða öðmm um, að svona hörmulega hefur tekizt til. Nógur tími er til að gera þær sakir upp, að deilunni lokinni. Aðalatriðið er nú, að allir leggist á eitt og reyni að vinna að rétt- látri lausn og skjótum samningum. En réttlát og skjót getur lausn deilunnar hins vegar ekki orðið, nema launþegar fái sómasamlegar kjarabæt- ur. Það er ekki með neinum rétti hægt að standa gegn því, að verkamaður fái um 15 þúsund króna laun á mán- uði, eins og dýrtíðarmálum er hér komið. Ef nokkur sæmileg stjóm er á atvinnufyrirtækjunum, ætti það ekki að hindra arðvænlegan rekstur þeirra, þar sem kaupið verður hér samt mun lægra en í nágrannalöndunum. Það er víst, að þjóðin krefst skjótra og réttlátra samninga. Hún mun fylgja þeirri kröfu eftir með þungum áfellisdómi yfir þeim, sem reyna að tefja fyrir samkomu- lagi. Skaðlegur áróður Andstæðingar Framsóknarflokksins em nú famir að breiða út þann áróður, að flokkurinn fái þrjá menn kosna og þurfi ekki á meira atkvæðamagni að halda. Það var slíkur áróður, sem varð þess valdandi, að flokkinn vant- aði 387 atkvæði í borgarstjómarkosningunum 1966 til þess að fá þriðja mann sinn kosinn og fella meirihluta íhaldsins. Sú saga má ekki endurtaka sig aftur. Staðreyndin er sú, að Alþýðuflokkurinn er öraggur með tvo fulltrúa, Alþýðubandalagið með tvo, Hannibalist- ar með einn og Framsóknarflokkurinn með tvo. Baráttan er nú eins og 1966 milli þriðja manns Framsóknarflokks- ins og áttunda manns Sjálfstæðisflokksins. Það má ekki gerast aftur, að Sjálfstæðisflokkurinn haldi meirihluta vegna þess, að Framsóknarflokkinn vanti 387 atkv. Fölsun Mbl. Ótti Morgunblaðsins við Framsóknarflokkinn brýzt nú út með ýmsum hætti. Eitt dæmið um það, er fölsun Mbl. á ummælum Gerðar Steinþórsdóttur. Mbl. segir, að hún hafi sagt, að „heimabyggð sín (þ.e. Reykjavík) væri Iík- ust fátækrahverfum stórborga“. Mbl. segir ennfremur, að Gerður hafi talið börn hér búa að öllu leyti við sömu aðstöðu og í fátækrahverfum stórborganna. Hið rétta er, að Gerður sagði, að „borgin okkar á það sameiginlegt fátækrahverfum stórborganna að helzti leikvangur barnanna er gatan.“ Samanburður Gerðar gildir aðeins um leikaðstöðu barnanna út á við, en ekkert ann- að. Mbl. gerir sér lítið fyrir, og segir að hún hafi að öllu leyti jafnað Reykjavík við fátækrahverfin. Mbl. mun áreiðanlega ekki afla Geir Hallgrímssyni fylgis með .slíkum íölsunum. Þ.Þ. TIMINN ERLENT YFIRLIT Það verður seinvirkt að brúa bilið milli þýzku ríkjanna Fundurinn í Kassel markaði þó spor í réfta átt. ÞEIR Willy Brandt, kanslari Vestur-Þýzkalands, og Willi Stoph, forsætisráðherra Aust- ur-Þýzkalands, héldu annan viðræðufund sinn i Kassel í Vestur-Þýzkalandi 21. þ.m. Fyrsti fundur þeirra var hald- inn í Efunt í Austur-Þýzíkalandi 19. marz. Þeim fundi lauk með yfirlýsingu um, að forsætisráð- herrarnir myndu mætast aftur í Kassel í maímánuði. Fund- inum í Kassel lauk hins vegar, án þess að nokkur yfirlýsing væri birt. Af því, sem síðar hef ur komið fram, verður það þó ráðið, að forsætisráðherrarn- ir gerðu ráð fyrir að mætast aftur, en vafasamt að það verði þó fyrr en seint í haust eða jafnvel ekki fyrr en í byrjun næsta árs. ENGINN beinn árangur hef- ur þannig náðst enn af þessum viðræðum. Við því var heldur ekki að búast, að viðræður forsætisráðherranna bæru skjótan árangur. Það var hins vegar mikilvægt spor í rétta átt, að þeir skyldu byrja að ræðast við. Það hefur áreiðan- lega orðið til að kkýra málin betur. Eftir þessa tvo fundi, vita ríkisstjórnirnar betur hvar þær standa. Næstu mánuði þarf að nota til að fhuga málin betar og sjá, hvort einhver ný spor er hiaegt að stiga. Þess vegna er ekiki óeðlilegt, að nokbur dráttur verði á næsta fundi forsætisráðherranna, Á BÁÐUM fundunum hefur Stoph sett það fram sem aðal- krðfu, að Austur-Þýzikaland fái fulla viðurkenningu sem sjálf- stætt ríki. Brandt hefur áreið- anlega orðið það ljósara eftir þessar viðræður, að þetta er austur-þýzku stjóminni ekki að eins tilfinningamál og metnað- armál, heldur stafar ekki síður af ótta við það að reynt verði að kollvarpa austar-þýzka rEk- inu og tilraun Brandts til að baeta samtoúðina við Austur- EJvrópu sé aðeins þáttur í slíkri áætlun. Fyrir Brandt er mikil- vægt að geta eytt þeim ótta. Brandt er hins vegar bundian af ástandinu heima fyrir. Sú stefna hefiur verið ríkjandi í Vestur-Þýzikalandi, að efcki ætti að viðurkenna Austur-Þýzka- land og stjómarandstæðingar munu gera sitt til að tortryggja Brandt, ef hann gætir ekki hæfilegrar varúðar í þessum efnum. Það styrkir hins vegar aðstöðu Brandts, að skoðana- kannanir sýna, að það nýtur vaxandi skilnings almennings f Vestur-Þýzkalandi, að fyrr en síðar verði ekki komizt hjá því að viðurkenna Austur- Þýzikaland. Brandt befur þegar stigið veruleg skref í þessa átt. Hann hefur sagt, að þýzku rífc- in vœra tvö, en þau tilheyrðu ebni þjóð. Með því að hefja viðræður við Stoph sem for- sætisráðherra hefur hann veitt Austur-Þýzkalandi óbeina við- Willi Stoph unkenningu. Hins vegar hefur hann ekki treyst sér til að r. ganga svo langt að veita Aust- ur-Þýzikalandi þjóðréttarlega viðurkeftfilngu. Á ftíndinum í Kassel gekk Brandt lengra en áður með þvi að leggja fram tillögu í 20 liðum um aukna samvinnu milli þýzku rfkjanna. Nítjándi liðurinn fjallaði um það, að þý2ku ríkin skyldu skiptast á sendiherrum með ráðherratitlum, og tuttagasti liðurinn fjallaði um báð, að þau kæ íu sé. saman um, hvernig þátttöfcu þeirra yrði háttað í alþjóðlegum stofnun- um. Þessi síðasti liður laut m. a. að því, að Vestur-Þjóðverjar höfðu ..Jlega hindrað aðild Austur-Þjóðverja í Heilbrigðis- málastofnun S. Þ., og hafði báð vakið reiði Austur-Þjóðverja. EFTIR að Brandt lagði fram þessa tillögu, virtist stað- an í viðræðum forsætisráð- herranna vera í stuttu máli þessi: Austur-Þýzkaland telur sig þurfa að fá fulla viðurkenn inga til þess að geta stigið sfcref til aukins samstarfs, en Vestur-Þýzkaland telur sig ekki geta veitt Austur-Þýzkalandi frekari viðurkenningu, nema áður sé búið að semja um aukna samvinnu á ýmsum svið- um. Aðstaða beggja ríkisstjórn- anna er þannig, að þær eiga við ýmsa örðugleika og tor- tryggni að glíma heima fyrir, sem gerir þeim örðugt að vfkja að sinni frá þeirri stöðu, sem þær hafa markað samkvæmt framansögðu. Þess vegna er það vafalítið rétt ráð, að næsti fundur ráðherranna dragist eitthvað á langinn. Báðir aðilar geta þá gert sér betur grein fyrir því, livar þeir standa og hvaða tilslakanir kunna að vera tiltækar. TIL VIÐBÓTAR þessu koma svo aðrar veigamiklar ástæður, sem réttlæta að dráttur verði Willy Brandt á nœsta fundi þýziku försætis- ráðherranna. Vestur-Þýzkaland á ekki aðeins I viðræðum við Austur-Þýzkaland, heldur einnig við Sovétríkin og Pól- land. Þýðingarmestar eru við- ræðurnar við Sovétríkin, sem hófust í Moskvu í febrúar, milli þeirra Gromikos utanrflkisráð- herra og Bahrs, aðstoðarráð- herra Brandts. Þær snúast um griðarsáttmála milli Sovétríkj- anna og Vestur-Þýzkalands. Heppnist þær, mun það hafa jáfcvæð áhrif á viðræðurnar við Austur-Þýzkaland, en anaars öfug áhrif. Vafasamt er að ár- angur náist af viðræðum Vest- ur-Þýzkalands og Austur-Þýzka- lands fyrr en séð er, hvernig viðræðum Vestur-Þýzkalands við Sovétrikin og Pólland reið- ir af. Þá geta viðræðurnar, sem fjórveldin (Bandarfk- in, Sovétrfkin, Bretland og Frakkland) hafa nýlega byrjað um framtíð Vestur-Berlínar, haft mikil áhrif á það, hvernig samlbúð Austur-Þýzkl ands og Vestur-Þýzkalands verður í framtíðinni. Vegna framangreindra ástæðna er líklegt að ekki verði af næsta fundi þeirra Brandts og Stophs fyrr en seint á þessu ári eða snemma á næsta ári. ÓHEPPILEGIR atburðir gerðust meðan þeir Brandt og Stoph ræddust við í Kassel. Lögreglunni tókst ekki að koma í veg fyrir, að nazistar drógu niður austur-þýzka fán- ann og rifu hann sundur. í Austur-Þýzkalandi rífcir sá ugg- ur, að nýnazistar eigi eftir að eflast í Vestur-Þýzkalandi, enda er þvi mjög haldið fram í áróðri stjórnarvalda. Atburð- ur eins og þessi gefur þeim árótíri þyr í soglin. Þótt nýnaz- isminn sé enn veikur. hefur hann eigi að slður óheppileg áhrif á sambúð austurs og vest- urs í Evrópu, en t d. í augum Rússa og Pólverja er ekki til nein meiri grýla en hann. Þ.Þ. !

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.