Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 2
Gera þarf tafarlausar úrbætur í Hátúni 10 ÞJÓNUSTA við öryrkja sem búa í húseigninni við Hátún 10 er langt frá því að vera fullnægjandi og úr þessu þarf að bæta strax. Þetta segir Sigursteinn Más- son, formaður Ör- yrkjabandalags- ins. Hann segir að á næstu dögum verði fundað með forsvarsmönnum þeirra aðila sem sinna þjónustu við íbúana. Ljóst sé að þjónustan, sem veitt er af Félagsþjónustunni og Heilsugæslunni í Reykjavík, sé ófull- nægjandi, en Sigursteinn bendir á að Öryrkjabandalagið þurfi einnig að líta í eigin barm og bæta hina sam- eiginlegu aðstöðu í Hátúninu. Sigursteinn segir starfsfólk vanta til að sinna þrifum og annarri grunn- þjónustu sem og hjúkrun. Vegna lágra launa fáist ekki fólk í störfin en málið verði að leysa. Í Hátúni 10 séu 239 íbúðir. Þar búi margt fatlað og sjúkt fólk og þessi hópur þurfi um- talsverða þjónustu. „Það fær hana í mýflugumynd í dag, hún er langt frá því að vera fullnægjandi. Ég geri kröfu um það fyrir hönd Öryrkja- bandalagsins að þarna verði tekið hraustlega til hendinni og gerðar ýmiss konar lagfæringar á aðstöðu fólks,“ segir Sigursteinn. Endurhæfingu og afþreyingu skortir Hann segir að einnig þurfi að breyta íbúðunum sjálfum sem sumar hverjar séu alltof litlar. Sigursteinn bendir á að Öryrkjabandalagið þurfi líka að líta í eigin barm. „Við þurfum sjálf að laga hina sameiginlegu að- stöðu í Hátúninu. Það vantar end- urhæfingu og afþreyingu fyrir fólk, virknimeðferð og fleira,“ segir hann. Hann bætir við að það sé forgangs- mál að koma þesu í lag og sjá til þess að þeir öryrkjar sem búa í Hátúni, sem og aðrir öryrkjar, búi við sam- bærileg kjör og aðbúnað og aðrir í samfélaginu. Margir miklir einstæðingar Sigursteinn segir að það fólk sem býr í Hátúninu þurfi mjög mismun- andi þjónustu og eftirlit. „Þarna eru margir sem eru miklir einstæðingar. Það er alveg bráðnauðsynlegt að rjúfa einangrun þessa fólks,“ segir hann. „Þarna er fólk sem er afar ein- mana og kann engin ráð til þess að rjúfa einangrun sína. Við svo búið má ekki standa. Auðvitað munum við líka ræða við þá sem bera pólitíska ábyrgð á mála- flokknum. Það er ljóst að heima- hjúkrun og heimaþjónusta við fatlað fólk og sjúkt, líkt og við aldraða, er langt í frá að vera viðunandi og er ekki í samræmi við lög um málefni fatlaðra,“ segir hann. Segir að þjónusta við öryrkja sé alveg ófullnægjandi Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Sigursteinn Másson 2 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STJÓRNIN SAMÞYKKT Flokksþing stærstu flokka Þýska- lands samþykktu stjórnarsáttmála þeirra með miklum meirihluta at- kvæða í gær. Ekkert er nú því til fyrirstöðu að Angela Merkel verði kanslari Þýskalands, fyrst kvenna. Mikil afföll á rjúpuungum Rannsókn bendir til þess að allt að fjórðungi rjúpuunga hafi ekki kom- ist á legg á Norður- og Austurlandi og hugsanlega einnig á Vesturlandi. Búast mátti við að ungar væru um 80% af afla veiðimanna en þess í stað eru þeir að meðaltali 60–70% og sums staðar minna en helmingur. Skriður og flóð í Noregi Eitt mesta úrhelli í manna minn- um olli flóðum og skriðum á vest- urströnd Noregs í gær. Einn maður beið bana þegar skriða féll á hús í úthverfi Bergen og 30 vegir lok- uðust af völdum náttúruhamfar- anna. Góður skóli en fær minna fé Háskóli Íslands stendur vel að vígi í samanburði við aðra háskóla í Evrópu í kennslu og rannsóknum en stendur þeim flestum að baki fjár- hagslega og fær ekki nægt fé til að sinna verkefnum sínum. Þetta kom fram á kynningarfundi um nýja skýrslu Samtaka evrópskra háskóla í gær. Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, greindi þá frá því að skólinn stefndi að því að fimmfalda fjölda doktorsnema á næstu fimm árum. Fangelsisdómar gagnrýndir Fimmtán menn, sem harð- línustjórnin í Mið-Asíuríkinu Úsbek- istan hafði sakað um að ráðgera ísl- amska byltingu, voru dæmdir til 14–20 ára fangelsisvistar í gær. Vestræn mannréttindasamtök hafa líkt réttarhaldinu yfir mönn- unum við réttarfarið í Sovétríkj- unum í valdatíð Jósefs Stalíns. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %          &         '() * +,,,                    Í dag Fréttaskýring 8 Forystugrein 26 Úr verinu 12 Viðhorf 28 Viðskipti 16 Bréf 33 Erlent 18/19 Minningar 34/37 Akureyri 22 Dagbók 40 Austurland 22 Víkverji 40 Suðurnes 23 Staður og stund 42 Landið 23 Menning 43/45 Menning 24 Ljósvakamiðlar 50 Daglegt líf 28/28 Veður 51 Umræðan 30/34 Staksteinar 51 * * * EKKI varð af útsendingu viðtals við athafnamanninn Jón Ólafsson sem sýna átti í Kastljósi ríkissjónvarpsins í gærkvöldi í tilefni af útkomu við- talsbókar við Jón. Brot úr viðtalinu var sýnt í frétt- um Sjónvarps og þar var tilkynnt að viðtalið yrði sýnt í heild í Kastljósi. Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóss, sem tók viðtalið við Jón, sagði í samtali við Morgunblaðið að tæknilegir örðugleikar hefðu valdið því að ekki var hægt að senda við- talið út. Þegar gera hefði átt viðtalið reiðubúið til útsendingar hefði kom- ið í ljós að hljóð og mynd voru ekki í samræmi. Þórhallur sagði að menn hefðu reynt að lagfæra þetta í gær- kvöldi svo hægt yrði að sjónvarpa viðtalinu að loknum tíufréttum. Það hefði hins vegar ekki tekist. Hann sagði að viðtalið yrði sent út í kvöld í staðinn. „Það fer út í ná- kvæmlega sömu lengd og það átti að fara. Fólk getur treyst því og ég vona að ég liggi ekki undir því ámæli að hér fái einhver að hafa áhrif á mig eða mína ritstjórn- arstefnu í þessum þætti. Ef eitthvað slíkt myndi gerast gengi ég héðan út,“ sagði Þórhallur. Viðtal ekki sýnt vegna tæknilegra örðugleika ÖXULLINN í bát Davíðs Kjart- anssonar brotnaði þegar báturinn var staddur um 10 sjómílur norður af Horni á sunnudagskvöld og þar með varð báturinn vélarvana. Davíð er feginn að þetta gerðist ekki um 45 mínútum síðar þegar hann hefði verið á siglingu í röstunum við Straumnes enda hefði bátinn þá getað rekið í land á stuttum tíma. Davíð var einn á línuveiðum á Kögri ÍS, 10 tonna plastbáti sem hann keypti í sumar. Hann segist ekki gera sér grein fyrir því hvers vegna öxullinn brotnaði, hugsanlega hafi skrúfan flækst í eitthvað eða hann siglt á rekald. Óvissan um hvað olli biluninni sé óþægileg enda geti verið hættulegt að missa vél- araflið. Í þessu tilviki var þó ekki hætta á ferðum. Báturinn var langt frá landi, hann gat haft samband við stærri línubát sem staddur var utar og ekki var mikill sjór, a.m.k. ekki fyrst um sinn, en heldur tók að hvessa eftir því sem leið á kvöldið. „Það var lán í óláni að þetta skyldi ekki gerast þegar maður var að keyra fyrir rastirnar. Hefði þetta gerst um 45 mínútum seinna hefði ég verið kominn að Straumnesinu,“ sagði Davíð. Þar er siglt fremur ná- lægt landi og því brýnt að hafa fullt vélarafl á þeim slóðum því vél- arvana báta getur rekið hratt að landi. Davíð hringdi í björgunarsveitina á Ísafirði og bað um að hann yrði sóttur og var björgunarskipið Gunnar Friðriksson komið á vett- vang um klukkan 20:30. Komið var í land um klukkan tvö í fyrrinótt. Kögur ÍS var tekinn upp og komu þá frekari skemmdir í ljós. Davíð segir að það þyki með ólíkindum að öxullinn hafi brotnað, um sé að ræða 60 mm öxul sem talinn hafi verið nánast óbrjótandi. Lán í óláni að missa vélar- aflið ekki 45 mínútum síðar ÞAÐ er ákjósanlegt að geta gengið heim úr skólanum í sólskini, hita og logni. Ekki verður þó á allt kosið eins og þessir nemar fengu að reyna á eigin skinni. Þeir voru þó þokkalega vel búnir að því undanskildu að höfuðfötin vantaði á flesta. Áfram er útlit fyrir rysjótta tíð samkvæmt veðurspá. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gat ekki stytt upp rétt á meðan? EFTIRLITSMYNDAVÉLUM hefur verið komið fyrir ótrúlega víða hér á landi og fáir hreyfa andmælum. Ef eitthvað er ber á fordómum í garð þeirra sem eru gagnrýnir og tortryggja eft- irlitið. Þetta seg- ir Sigrún Jó- hannesdóttir, forstjóri Per- sónuverndar, í formála árs- skýrslu samtak- anna fyrir árið 2004. Sigrún bendir á að eftirlits- myndavélar geti augljóslega átt rétt á sér og hafi oft reynst mjög gagnlegar. Það sé ekki hlutverk Persónuverndar að vernda glæpa- menn eða grafa undan rótum refsi- vörslukerfisins. Stofnuninni beri hins vegar að minna á að hver mað- ur hafi rétt á því að njóta aðstoðar samfélagsins við að verja rétt sinn til einkalífs. Það verði meðal ann- ars gert með því að vara við öfgum í notkun eftirlitsbúnaðar. „Slíkar öfgar geta leitt til þess að mark- miðið með notkun hans snúist upp í andhverfu sína. Að í stað öryggis uppskeri menn falskt öryggi – eða óöryggi, jafnvel ófrelsi.“ Sigrún segir mikilvægt að ótti við glæpamenn hræði ekki fólk með þeim hætti að „við fórnum siðferð- isgildum okkar og missum sjónar á mikilvægi þess að virða grundvall- armannréttindi – þar á meðal rétt- inn til þess að njóta friðhelgi einka- lífs“. Bætir hún við að fátt sé betur til þess fallið að grafa undan sjálf- stæði og frelsi manns en líf við þær aðstæður þegar hann veit ekki hvort eða hvenær er fylgst með honum. Falskt öryggi tekið fram yfir frelsi? Sigrún Jóhannesdóttir ALLS 87 heilabilaðir einstaklingar yngri en 67 ára eru vistaðir á öldr- unarstofnunum landsins, að því er fram kom í svari Jóns Kristjáns- sonar heilbrigðisráðherra við fyr- irspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi. Í svari Jóns kom fram að af þess- um 87 einstaklingum væri 31 yngri en 60 ára og 56 eldri en sextíu ára. 87 heilabilaðir á stofnunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.