Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 19 ERLENT Kvöldnámskeið Mánudaga og miðvikudaga frá 18-22. Byrjar 28. nóv. og lýkur 12. des. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Á þessu námskeiði er lögð áhersla á hvernig hægt er að nota þetta magnaða forrit til eftirvinnslu og lagfæringar stafrænna mynda úr myndavélum eða skönnum. Áhugavert og skemmtilegt 30 stunda námskeið í þessu frábæra forriti. Að eiga stafræna myndavél og kunna ekki á Photoshop er eins og að eiga bíl og kunna ekki að keyra! EITT mesta úrhelli í manna minnum á vesturströnd Noregs olli fjölda aurskriða í gær og féll meðal annars 300–400 metra breið skriða á ný- byggingu í Åsane, úthverfi Bergen þar sem sjö menn voru við vinnu. Einn lést og fannst hann síðdegis í gær en hinir sex sluppu flestir með minniháttar meiðsl. Sagði talsmaður lögreglunnar í Bergen að húsið hefði sópast af grunninum og væri alveg á kafi í skriðunni. Bergens Tidende ræddi við íbúa á svæðinu. „Ég var í eldhúsinu og heyrði mikinn hávaða,“ sagði Gunn- ar Hetlebakke sem býr rétt hjá hús- inu sem skriðan tók. „Ég hélt að þetta væri þruma en leit út um gluggann til öryggis. Það var mikil rigning og dimmt svo að ég sá ekki mikið.“ Hann fór síðan út og sá þá hvað hafði gerst. Sjúkrabílar komust með naumind- um á staðinn vegna vatnsflaums á götunum. Húsið sundraðist og liggur brakið við rætur 40–50 metra hárrar hlíðar, mikill foss rann niður hlíðina, að sögn vefsíðu Aftenposten. Mikil haustlægð, sem fengið hefur heitið Loki, veldur rigningunni. Vegna úr- hellisins hafa að minnsta kosti 13 önnur hús verið rýmd þar sem hætta er talin á frekari skriðuföllum. Samgöngur hafa raskast og er m.a. E-16 hraðbrautin lokuð á milli Bergen og Voss vegna skriðufalla, lestarsamgöngur liggja víða niðri. Bað lögreglan fólk um að sleppa því að nota bíl til að komast á vinnustað ef það gæti. Vatnshæð á þjóðvegum á svæðinu var víða 20–25 sentimetr- ar. Úrkoman mældist um 58 mm í Bergen aðfaranótt mánudags en hún varð mun meiri í Takle í Sogni, þar fór hún í 110,5 mm og lokuðust tugir vega vegna skriðufalla. Deilt var um það hvort útlit væri fyrir að nýtt úrkomumet yrði slegið í dag. Árið 1917 var úrkoman í Bergen 477 mm en borgin er alþekkt fyrir rigningu. Stórstreymi er á morgun, 16. nóvember, og óttast sumir að ef ekki sjatni geti komið upp vandi í Bryggjuhverfinu í Bergen. AP Aurskriðan varð í úthverfinu Åsane í Bergen og var hópur iðnaðarmanna að störfum í húsinu sem sundraðist. Skriða reif með sér hús í úthverfi Bergen ÓLAFUR Örn Bjarnason, knattspyrnumaður hjá Brann, býr í Bergen og seg- ist hann ekki vita til þess að Íslendingar hafi lent í nein- um stór- vandræðum vegna vatns- veðursins. En rigningin sé meiri en hann hafi áð- ur kynnst. „Ég var að keyra á æf- ingu og fór um hverfi við hafnarsvæðið, eiginlega við sjávarmál, og vatnið náði hálfan metra upp á bílinn,“ sagði Ólafur. „Ég hef aldrei lent í svona áður. Það streymdi vatn upp úr öllum ræsum, ég sá að búið var að loka göngum og beina um- ferðinni í aðrar áttir. Sjálfur bý ég á annarri hæð í húsi og verð þess vegna ekki mikið var við þessi vandræði þar. En þetta er eiginlega ekki neitt raunverulegt óveður, það rignir bara mjög mikið. Það hefur rignt alveg stans- laust frá því um tvöleytið í gær. En hitinn er um 10 stig svo að veðrið er að öðru leyti mjög fínt. Og flest gengur sinn vanagang, held ég, menn mæta í vinnu og skóla.“ Ólafur segir að svæðin þar sem aurskriður hafi valdið mann- og eignatjóni sé nokkra kílómetra fyrir utan Bergen. „Vatnið náði hálfan metra upp á bílinn“ Ólafur Örn Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.