Tíminn - 30.06.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.06.1970, Blaðsíða 10
 i 22 TIMTNN ÞRIÐJTJDAGTJR 30. Jání 197«. NÁTTÚRUVERNDARÁR 1970 VERJU.M GRÓÐUR VERNDUM LAND HREINT LAND FAGURT LAND \ ' W;\ 'iV V ;'v- * v Í-V! ,f LANDVERND lANDCKAOtlU* OC RÁTTÚRUUONDANSAMTÖK ÍSIANDS Landvernd, landgræðslu- og náttúruverndarsamtök fslands, hafa sent frá sér veggspjald til að minna fólk á Náttúruverndarárið 1970. Mynd- in hér með er af þessu spjaldi, sem er í sérlega fallegum litum. Ætl- nnin er að spjald þetta verði sett sem víðast um landið til þess að minna fólk á góða umgengni um landið, og mun ekki vera vanþörf á sliku. Varnir gegn kali Skaflar... Pramhald af bls. 24. á jeppum. Skafl er innan við Hvítanes á veginum, og svo tveir stórir skaflar sitt hvoru megin við Fjórðungsöldu. Einar sagði, að að frátöldum þessum sköflum, væri Kjaílvegur óvenju þurr, og engin teljandi bleyta { honum. Úrrennsli er á stöku stað, en ekki tiil veruiegra trafala fyrir ieppa. Norðanmegin hefur verið far- ið suður á Hveravelli, en ekki munn vegagerðarmenn vera bún- ir að kanna veginn þar. Ferðalang ar frá Seifossi voru búnir að fara á bílum inn á Hveravelli á und- an Einari, og á eftir honum fóru grenjaskyttur úr Biskupstungum í árlega ferð á Hveravelli. Á s.l. sumri komu hingað til lands hjónin Oharlotte og dr. Heinz Ellentoerg, prófessor við háskólann í Göttingen, Vest ur-Þýzkalandi. Þau hjónin ferð uðust víða um landið á vegum Gísla Sigurtojörnssonar, for- stjóra, og rannsökuðu kal- skemmdir í íslenzkum túnum. Að lokinni ferð sina.i gáfu hjiónin Skýrslu um rannsóknir sínar. Á s.l. vetri bauð dr. Ellen- berg aðstoð sína við áframtoald andi rannsóknir á kals'kemmd- unum. Landtoúnaðarráðuneytið þáði þetta boð með þökkum. Tveir aðstoðarmenn dr. Eilen- berg hófu mælingar og rann- sóknir hér á landi um miðjan marz og luku þeim um miðj- an maímánuð. f byrjun maí- mánaðar kom dr. Ellenberg áisamt konu sinni aftur til ís- lands og ferðuðust þau þá um landið ásamt öðrum aðstaoðar- manna sinna til frekari rann- sókna á kalskemmdunum. Við brottför sína 30. maí s.l. af- herati dr. Ellentoerg bráða- birgða skýrslu uni ferð sína og rannsóknir. Við framangreindar rann- sóknir naut dr. Ellentoerg og aðstoðarfólk hans fyrirgreiðslu Rannsóknarstofnunar landbún- aðarins og ýmissa annarra að- ilja utan Reykjavíkur. Gísli Sigurbjörnsson, for- stjóri stóð straum af kostnaði við ferðir og rannsóknir dr. Ellenbergs og aðstoðarfólks hans. BRÁÐABIRGÐAYFIRLIT TJM ORSAKIR KAL- SKEMMDA Á TÚNTJM. Á fslandi eru nokkrir flofck- ar kalskemmda, og verður þeirra getið hér í þeirri röð, sem þeir koma oftast fyrir. 1. Votkal 'að vori til (Friih- jahrs-Vernassungs-Kal) orsak- ast af langvarandi samansöfn- uðu leysingarvatni yfir frosnu jarðvegsundirlagi; vamalegast á meira eða minna flötu landi. Það er algengast í megin- landsloftslagi og þar sem kald- ir vetur eru, t.d. eins og þeir voru á Norður- og Austurlandi 1965. 2. Þurrakal að vori til (Friih jahrs-Vertrocknungs-Kal or- sakast af of mifcilli vatnsút- gufum frá ungum blöðum í vexti, þegar vorið (maí) er þurnt og yfirborð jarðvegsins frýs um nœtur og sól skín fyrir þádegi. Þurrir vindar auka einnig útgufun. Fyrirfinnst líka í hlíðum. f eyjaloftslagi eins og á Suð- ur- og Vesturlandi komu þessi einkenni fram 1968 og 1969. Einnig finnst þurrakal í lofts- lagi með milda vetur eins og t.d. á íslandi og Holiandi. 3. ískristalakal (Kammeis- Hochhebungs-Kal) orsakast þegar ísnálar myndast í blaut- um, berum jarðvegi á frost- nóttum og lyfta plöntum með litlar rætur upp um nokkra sentimetra. Finnst aðeins í jarðvegi með litlum gróðri og eykst með vorþurrkum. Hættulegt í nýrækt, sérstak- lega í lausum jarðvegi, sem er hér og þar á íslandi og einnig á m.eginlaodi Evrópu. 4. Köfnunarkal (rotkal, Úber deckungs-Kal) kemur fram að- eins á takmörkuðum blettum, þar sem loftþétt efni hafa leg- ið lengi, t. d. heysátur. galtar, áburðarhlöss, svell og timtour. Er ekki í samtoandi við lofts laigið og finnst víða. 5. Kuldakal (Erfrierungs- Kal) kemur fram eftir óvenju mikið frost að vetrinum eða á vorin. Kemur aðeins fyrir hjá plöntum, sem hafa efcki aðlag- azt loftslagi. Er sjaldgæfara á íslandi en álitið hefur verið. 6. Myglukal (Schneeschimm- el-Kal) kemur aðeins fram á vorin undan snjósköflum, þeg- ar sterkt sólskin bræðir þá og af snjósveppum (Fusarium ni- vale) meðal annars: Hefur ekki þýðingu á ís- landi. Allir þessir 6 flokkar aukast, þegar of mikill köfnunarefnis- áburður er notaður, af því að grösin: — byrja of snemma að spretta á vorin — eru með mörg, ung, ó- þroskuð blöð, þegar vetur gengur í garð — hafa þunn og lin blöð, sem hafa mikla útgufun og eru viðkvæm — hafa litlar rætur og taka lítið vatn til sín og losna auðveldlega úr jarðvegin- um — innihalda yfirleitt mikið af köfnunarefni og eggjahvftu, sem auka starfsemi rotnun- argerla. Frá rotkali og köfn unarkali leggur brenni- steinslylkt. Allir þessir 6 kalflofcfcar eru hættulegri fyrir grastegundir af erlendum uppruna heldur en innlendum. BRÁÐABIRGÐARÁÐ- LEGGINGAR TIL AÐ VERJ- AST KALI A. Ráðleggingar varðandi alla kalflokka: a. Áburður. 1. hæfileg áburðargjöf, 2. bera á, þegar grös eru far- in að sprebta mjög vel, eða 2 vikum síðar en nú er vénja og engin hætta er á að vélarhjól skeri sig í jarðveginn, 3. bera ekkl á eftir siátt, svo að grösin hæitti fyrr að vaxa og saftia forðanæringu í rót ina fyrir veturinn, 4. bera ekki búfjáráburð á á haustin eða á veturna en seint á vorin, 5. bezt er að bera á fljótandi búfjáráburð, þegar þurhkur er á vorin. b. Fræ. 1. nota fræ af tegundum, sem elga við fsienzkt loftslag, 2. ræfcita grasfræ af fslenzkum tegundum, • 3. gamla kalbletti ætti ekki að plægja upp og sá f, þótt lít- ill gróður sé í þeim. Þeir endurnýjast með sjálf- græðslu. Nota litla áburðar- gjöf og forðast beit í nokk- ur ár. B. Ráðlcggingar varðandi ein- staka kalfiokka. a. Við votkali. 1. góð yfirborðsframræsla, svo að landið halli að skurðun- Uffl. (Þegar jarðvegurinn er fros inn á veturna taka lökræsi ekki við yfirborðsvatni). 2. jafna vel úr skurðruðning- um og forðast óþarfa um- ferð um landið, þegar jarð- vegur er blautur. b. Við ískristalkal. 1. sá snemma á vorin, svo að áður en vettir gengur i garð. 2. bera vel á, svo að nýgresið spretti vel. 3. nota túnin lítið sem ekkert til beitar. Beitin skaðar mest á vorin og seint á haust in. Ekki er nauðsynlegt að eyða einæru illgresi, arfa, sem vex í kaltolettunum, þar sem það kæfir efcfci grasið en nota að- eins auðu svæðin til vaxtar. Hins vegar ætti ekki að bera átourð á arfablettina. Niðurstöður af kalrannsókn um okkar verða prentaðar síð- ar. í skýrslu þessari verður kort af íslandi, er sýnir mis- munandi kalskemmdir á árun- um 1968 og 1969. Þar sem enn er verið að vinna að þessum rannsóknum á Hvanneyri og í Göttingen, þá verður loka- sikýrslan væntanlega tiltoúin í árslok. 4 nýir rektorar Framhald • bls. 24. Reykjavík frá 1. október 1970 að telja. Þá hefur Björn Bjarnason, yfir- kennari, f dag verið skipaður rektor Menntaskólans við Tjörnina í Reykjavík frá 1. júlí 1970 að telja. Kristinn Kristmundsson, mennta skólakennari, hefur í dag verið skipaður skólameistari Menntaskól ans að Laugarvatni frá 1. sept- emtoer 1970 að telja. í dag hefur Jón Baldvin Hanni- balsson, M. A., verið skipaður skólameistari Menntaskólans á fsa firði frá 1. júlí 1970 að telja. Menntamálaráðuneytlð, 28. júruí 1970. Kosningarnar Fnamhald af bls. 13. H-Iisti hlant 134 atkvæði og 2 menn kjöma, I-listi hlatrt 167 at- kvæði og 2 rnenn kjönna og J- Iisti hlaut 76 atfcvæði og eimn mann. Af H-lista voru kjömir: Guðmundur Friðribsson, sidjpstj., Þorlákáhöfn og Svanur Kristjáns- son, útitoússtjóri Kaupfélags Ár- nesinga, Þorlókshöfn. Af I-lista vora kjömir: Hermann Eyjólfs- son, hTeppstjóri, Gorðákoti og Óskar Þórarinsson, ÞorMkdhöfa. Af J-lista var kjörinn Páll Jóns- son, forstjóri, Þorláfcehöfn. TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu. GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður. Bankastræti 12. Eiglnkona mín, Helga Björnsdóttir Stefánsson, andaSist á Heimili okkar, Grænuhlið 11, aSfaranótt sunnudagsins 28. júní. Stefán Jóhann Stefánsson. Eiginmoöur mlnn Benedikt Kristjánsson frá Þverá í ÖxarfirSi andaSist aS Landsspitalanum 28. júní. F. h. aSstandenda Kristbjörg Stefánsdóttir. MaSurinn minn og faSir okkar Snorri Arnfinnsson, fyrrverandi veitingamaSur Blönduósi, andaSist í Selfossspifala 28. |úni. JarSarförin auglýst síSar. Þóra Sigurgeirsdóttir og börn. Þorlákshafnarbúar og aSrir vinir nær og fjær, sem sýndu okkur samúS og vináttu, svo og styrktu okkur meS höfSinglegum gjöfum viS fráfall eiginmanns míns og föSur okkar Gísla Sveinssonar færum viS okkar alúSarfyllstu þakkir og biSjum GuS aS launa ykkur og blessa ura ókomin ár. Ingibjörg Björgvinsdóttir og dætur. t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.