Tíminn - 22.07.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.07.1970, Blaðsíða 7
MIÐVIKULVAGUR 22. JÚLÍ 1970. TIMINN f aS þær eiga báðar von á sér eftir fáa daga. En Alija komst aldrei heim aftur. Sömu nótt, þegar brúð- kaupsgestirnir komu heim, heyrðu þeir að Sevkar hafði fætt stúlku. Barnið skyldi heita Munevera, hafði hún ákveðið. Sevkar Hodsic var ekki úr- hrak lengur, að ,'okum var or- sök þess að níu ár í lífi hennar höfðu reynzt henni nær óbæri- leg, ekki lengur fyrir hendi. Et velgengni Sevkar stóð þó mjög stutt. EMIN FINNUR SYSTUR SÍNA Tveim dögum síðar var lög- reglan búin að fá vitneskju um, á hvaða hátt hin óhamingju- sama kona hafði leyst vandamál sitt. Emin, bróðir Aliju gekk trm afla nóttina í leit að horf- icmi systur sinni. Snemma næsta dag fann hann ungu, myrtu konuna á lítilli eyðiey, á hinu íslagða Kamenjackafljóti. Þrem skammbyssuskotum hafði verið skotið í hnakka hennar. Þá var búið að opna maga henn- ar og baraið var horfið. Sevkar hafði lokkað vinkonu sína út á ísinn og yfir í eyjuna, og hafði síðan með skammbyssu manns sins af gerðinni kaliber 7,65 skotið hana aftanfrá. Síðan hafði hún með hárbeittum eld- húshaíf opnað maga vinkonu sinnar og náð barninu þaðan lifandi. Skammbyssan, hnifur- inn og guliarmband Aliju famnst hjá Sevkar. Ma'ður Sevkar, sem eins og fyrr sagði var í Titograd, hélt þegar heimleiðis þegar hana fSk símskeyti þess efnis að bann væri orðinn faðir. En heámkoman var sannarlega ekki ánægjuleg fyrir hanci, barnið hafði aðeins Hfað í tvo daga og búið að ákæra eiginkonu hans fyrir nwwð. IIAUÐINN ER HENNI VÍS Þrátt fvrir sterk sönnunar- gögn hefur Sevkar ekki enn þá játað á sig ódæðið. Hún dvelur nú i fangéfsi í bænum Tuzla og útskýringar hennar eru á þann veg. að til hennar hafi komið maður — hún vill ckki segja hvað hann heitir — og gefið henni barnið. Eftir júgóslaraesku réttarfari að dæma, getur Scvkar Hodsic búizt við að kveðinn verði upp dauðadómur yfir henni. En þótt lagalegir sérfræðingar vilji yf- irleitt ekki taka upp hanzkann fyrir hana svo að hún vorði ekki lekin af lífi, hefur þó hinn hugdjarfi lögfræðingur Fn’a Filito tekið að sér að vera verj- andi hennar. Hann ætlar í vörn i-nni að leggja mikla áherzlu á hina ómannlegu meðferð sem Sevkar Hodsic þurfti a@ þola í mörg ár og einnig þá takmarka- lausu vanþekkingu og heimsku með sínum ótrúi'egu fordómum sem enn þá heldur þessu litfa þorpi i járngreipum hins svarta miðaidatímabiis. Ef þessi að- fenð hans bregzt, ætlar hann líklega að reyna að fá skjóistæð ing sinn viðurkenndan geðveik- an, enda bendir verknaður Sekvar mjög tiJ þess að ávo sé. En þótt hinum fræga lögfræð ingi takist að bjarga enn einum morðingja frá dauðadómi, hef- ur Sevkar ekki mikla möguleika á því, að bjarga lífi síuu. Blóð- hefnd þekkist ekki aðeins á Korsiku og Sikiley — hún bem- ur einnig til greina í sveita- þorpinu Jusice. í Jusice er Sevkar fyrirlitin og hötuð á nýjan leik. Edzip Hodsic, eiginmaður henaar, sem hataði hana og barði í mörg ár, af því að hún var ófær um að afa lionum börn, hefur þegar afskrifað hana. — Hún hefur myrt mann- eskju svo að hún á að deyja — annað er ekki um það að segja, sagði hanm fyrir skömmu. Emin Ibrahimovic, bróðir hinnar myrtu tekur sterkar til orða: — Ef hún sleppur lifandi frá dómi, ætla ég sjálíur að drepa hana. Ég verð ekki róleg- ur fyrr en búið er að hefna systur minnar og barms hennar, segir hann. (Þýð. EB). FERÐA- OG SPORTVÖRUR Tjaldhimnar, plast Tjaldmænistengur Tjaldhamrar Tjaldöskubakkar Tjaldfatakrókar Svefnpokar Tjaldborð, stólar Garðstólar Ferðapottasett Ferðakatlar Gassuðutæki Gasbrennar Gaskútar Gasluktir HEILDSÖLUBIRGÐIR ($j$) INNELUTNIN&SDEILD W VELASYNING Sýning á Fella sjálfhleðsluvagni, færibandi og sláttuþyrlu, — verður haldin á Blikastöðum í Mosfellssveit, föstudaginn 24. júlí kl. 8,30 síðdegis. Bændur í Kjósarsýslu eru hvattir til að fjölmenna á sýningur‘,! til að sjá þessi athyglisverðu tæki. Globusa LÁGMÚLI 5, SlMI 81555

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.