Tíminn - 22.07.1970, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.07.1970, Blaðsíða 16
Mrevlkudagurinn 22. júií 1970 í kappi við Jónas Svafár! - Sjá bls. 8 íslenzku fulltrúarnlr, sem sóttu Helmsþing æskunnar. F. v. Baldur GuSiaugsson, Ólafur R. inarsson, SigríSur HlíSar Gunnarsdóttir, Páll Bragi Kristjánsson og Atli Freyr GuSmundsson. (Tímamynd: GE) Heimsþing æskumwr var hávaSasamt en gagnlegt íslenzka sendinefndin komin heim. SB-Reykjavík, þriSjudag. Heimsþingi æskunnar i New York lauk á laugardagsmorguninn, eftir slíkan ófrið og laeti, að ann- að eins hefur ekki gerzt í Alls- herjarþinginu síðan félagi Krúst- jeff barði skónum sínum i borð- ið. Sameinuðu þjóðirnar efndu til þessa heimsþings (World Youth Assembly) í tilefni 25 ára afmælis ' samtakanna og fór það fram í aðalstöðvum S.Þ. í New York dag ana 9.—18. júlí. Fimm islenzkir fulltrúar sóttu þingið. íslendingarnir, sem söttu heims- þing æskunnar, eni þau Atli Freyr Guðmundsson, erindreki, Baldur Guðlaugsson, stud. jur.. Ólafur R, Einarsson, form. ÆSÍ, Páll Bragi Kristjánsson, fulltrúi og Sigriður Hlíðar Gunnarsdóttir, nýstúdent. Þau.komu heim af þing- inu um hádegi í dag og boðuðu til fundar með fréttamönnum. Þar kom fram sú skoðun þeirra. að þrátt fyrir háværar deilur. léleg- an undirbúning og fleiri ágalla þingsins, hafi margt áunnizt og lærdómsrík skoðanaskioti átt sér stað Við setningu þingsins, 9. júlí flutti U Thant, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, ávarp, svo og formaður 25 ára afmaelisnefndar- innár og formaður undirbúnngs- nefndar þingsins. Þá var kjörin 18 manna stjórnunarnefnd. I henni áttu sæti fjórir fulltrúar frá Asíu, Afríku, Evropu og S- Ameríku. en tveir frá N-Ameríku. Deilur urðu harðar um kjör fuli- trúa Evrópu, hvort þeir ættu að skiptast eftir pólitík eða landa- fræði. Að endingu hlutu írland, Rúmenía, Sovétríkin og Svíþjóð sæti Evpópu. Syiinn Lars Thalép var kjörinn forseti þingsins og stjórnunarnefndarinnar. Var mjög til þess tekið, hversu ve) honum gekk að hafa stjórn á þessom sundurleita og oft háværa hóoi. einkum á lokafundinum Eftir almennar umræður var þinginu skipt i fjóra umræðuhópa og fjölluðu þeir um eftirfarandi efni: 1. Heimsfriðinn. 2. Þróun, 3. Menntun og 4. Manninn og umhverfið. Fulltrúar höfðu frjálst val um i hvaða nefndum þeir störfuðu og skipti íslenzka sendi- nefndin sér á milli allra hóp- anna. Baldur starfaði í 1. hópn- um, sem menn voru farnir að kalla sin á milli „Heimsstyrjöld- ina“ vegna ófriðarins, sem þar ríkti. Atli Freyr og Ólafur störf- uðu í 2. hópi, en fylgdust jafn- framt með störfum 3. hóps. Þau Páll Bragi og Sigríður störfuðu í 4 hópi. Af hálfu nefndarinnar íslenzkp vgr lögð rnest áherzla á 2. og 4. hóp í þeirri síðar nefndu flutti nefndin tillögu um mengun hafsins og stofnun al- þjóðiegrar nefndar. sem gegni því hlutverki að safna og miðla upp- lýsingum um orsakir og afleiðing ar mengunar. Hópur sá, sem um heimsfriðinn skyldi fjalla, var nær óstarfhæf- ur, vegna ósamkomulags, þegar rætt var um stórveldaátökin i heiminum, og var lokaskýrsla hópsins afgreidd með látum eftir margra klukkustunda þóf og hlé á fundi. Frh. á bls. 14. FARA I SAMÚÐAR- VERKFALL EF BEIÐNI BERST OÓ-Reykjavík, þriðjudag. Verkfall hafnarverkamanna í Bretlandi hefur nú staðið í sex daga. Skortur á ýmsum nauðsynjum er farinn að gera vart við sig í landinu, og með hverjum deginum sem verk- fallið dregst á langinn þverr fleiri vörutegundir á mark- aði. Brezka stjórnin hefur heimild til að gera neyðar- ráðstafanir vegna verkfalls- ins, eins og að láta hermenn ferma og afferma skip, en ekki hefur komið til þess ennþá. Hafnarverkamenn í mörgum löndum og einstöku hafnarborgum í Evrópu hafa boðað samúðarverkfall. Munu þeir ekki vinna við að ferma skip eða afferma, sem fara eiga til Bretlands eða koma frá landinu. Hafa til dæmis hafnarvorka- menn í Noregi og Sviþjóð lýst yfir samúðarverkfalli. Sama er að segja um verkamenn í Hol- landi og í Antwerpen, sem er stærsta hafnarborg í Belgíu. Hafn arverkamenn á íslandi hafa ekki enn boðað til samúðarverkfalls, enda hefur ekki verið óskað eftir bví. Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar, sagði Tímanum i dag, að ef slík beiðni bærist mundi að sjálfsögðu orðið MAÐUR HÆTT KOMINN f BRENNANDI HÚSI OÓ—Reykjavík, þriðjudag. I inn i dag er kviknaði j íbúð, sem Fullorðinn maður var hætt kom • hann var í að Njálsgötu 4 B, sem VELHEPPNUÐ SUMARFERÐ FRAMSÚKNAR- FÉLAGANNA í REYKJAVÍK EB—Reykjavfk .þriðjudag. Á þriðja hundrað manns tóku þátt f velheppnaðri sumarferð Fi-amsóknarfélaganna í Reykja vik. sem farin var síðast liðinn sunnudag. Var farið austur um sveitir og víða við ,komið í sólskininu og blíðunni. Lagt var af stað úr borginni um áttaleytið á sunnudagsmorg uninn op ekið um Hellisheiði Stanzað var á Kambabrún t hálftima. en síðan ekið um Selfoss. austur yfir Þjórsá. aust ur Holt og upp Landssveit í Galtalækjarskóg, þar sem num- ið var staðar og matazt. Skýrði Sigurjón Pálsson bóndi i Galta læk mjög vel frá staðháttum bar og sagði einnig mjög skemmtilega og ítarlega frá því fræga Heklugosi. Síðan var ek ið að Hekluhrauni og litazt þar um, og bá að Hiálparfossi en ekki var beint fagurt þar um að litast, því a^ allt var þar svart af ösku. Var svo ekið að nýja félagsheimilinu beirra Gnúpverja í Árnesi, og eftir skamma viðdvöl bar var ekið að Skálholti bar sem listakona lék á orgel fyrir ferðahópinn og var svo kirkjan í Skálholti skoðuð. Þá var ekið upp hjá Mosfelli að Laugarvatni og um Laugar dalsvelli þar sem numið var staðar. Voru gömul hjón með í ferðinni, sem eitt sinn höfðu búið í helli þar os skýrðu þau mjög vel og skemmtilega frá búskap sínum bar en í hellin um eignuðust bau tvö börn Síðan var ekið um Gjábakka hraun til Þingvalla oa eftir við dvöl bar var ekið um Mos fellsheiði til Reykjavikur bar sem bessari velheppnuðu sum arferð lauk um hálf ellefu leyt ið um kvöldið við henni. Sagði hann að venjan væri að alþjóðasambönd bæru fram slíkar beiðnir, eða til dæm is í þessu tilfelli flutningasamband ið brezka, og mundi þá að öllum líkindum skrifa til Alþýðusam- bandsins, eða jafnvel einstakra fé- laga. Guðmundur sagði, að ís- lenzkir verkamenn hefðu leitað til brezka flutningamannasam- bandsins með samúðaraðgerðir og þeir bragðizt mjög vel við og stöðvað vinnu við skip að okkar beiðni og er si'ðferðileg sky.'da Dagsbrúnar að minnsta kosti að verða við slíkri beiðni frá þeim ef hún berst. SKIPAÐUR PRÓFESSOR Jónatan Þórmundsson, fulltrúi hjá saksóknara ríkisins, hefur í dag verið skipaður prófessor í laga deild Háskóla íslands frá 1. ágúst n. k. að telja. (Frétt frá menntamálaráðuneyt- inu.) I er tvílyft timburhús. Kl. rúmlega þrjú var slökkviliðinu tilkynnt um I eld í húsinu. Var mikill eldur á efri hæðinni þegar komið var að- Þegar slökkviliðið var nýkomið á staðinn, bar þar að mann, sem bjó 1 íbúðinni og sagði hann slökkviliðsmönnum að hann væri hræddur um að faðir hans væri inni í íbúðinni. Tveir slökkviliðsmenn fóru strax upp með reykgrímur og einn upp í stiga utanfrá. Fannst maður inn liggjandi á bekk i herbergi því, þar sem sonur hans sagði til hans Var maðurinn meðvitundar ’aus. Var hann begar fluttur á slysavarðstofuna og var enn með vitundarlaus um kl 7 í kvöld, þriðjudagskvö.’d, Maðurinn var ekkert brunninn, en í herbergi hans var mikill reykur. Slökkvistarfið tók nær tvær klukkustundir Urðu miklar skemmdir á efri hæðinni af eldi og af vatni á þeirri neðri og eins 1 kjallara A efri hæðinni voru ekki aðrir íbúar heima við en fullorðni mað urinn UMRÆÐU- FUNDUR UM STEFNUSKRÁ S.U.F. Annar umræðufundurinn Utt stefnuskrá SUF verður haldinn að Hringbraut 30 i kvöld kl- 20,30. Fundi' þessir eru liður í undirbúningi stefnumörkunar á væntanlegu þingi ungra Framsóknarmanna. Á fundin- um í kvöld verður sérstaklega fjallað um stiórnkerfið, fjölda hreyfingar (m.a. samvinnu- hreyfingu og verkalýðshreyf- ingui og lýðræði. Fundurinn er öllum opinn og eru ungir Framsóknarmenn sérstaklega hvattir til af koma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.