Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Fangar athygli lesandans og heldur honum þar til yfir lýkur.“ Bók vikunnar / FRÉTTABLAÐIÐ www.jpv.is „Höfuðlausn er fantafín saga.“ Halldór Guðmundsson / FRÉTTABLAÐIÐ „Frábær söguleg skáldsaga… skrifuð af fádæma stílgáfu …“ Jón Yngvi / KASTLJÓS LEIGA SNARHÆKKAR Sumarhúsaeigendur sem leigt hafa eignarlóðir undir sumarbústaði sína hafa lent í því í nokkrum mæli að nýir aðilar kaupi landið og vilji snarhækka leiguna þegar samning- urinn rennur út. Samkvæmt lögum hafa þeir engan annan kost en að borga hið nýja leiguverð, kaupa lóð- ina eða einfaldlega flytja bústaðinn burt af landinu. Vilja að ESB slaki til Á leiðtogafundi APEC, samtaka ríkja í Austur-Asíu og við Kyrrahaf, í gær var hvatt til þess að aðildarríki Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO, sýndu meiri sveigjanleika í viðræðum um frjálsari viðskipti milli landa. Þykir ljóst að með þessu sé spjótum beint að Evrópusamband- inu sem er sagt draga lappirnar í viðræðum um að draga úr beinum og óbeinum innflutningshömlum á landabúnaðarafurðir. Mælir með Excel Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og tæknistjóri við Kárahnjúka, setur bækur sínar upp í Excel-töflu til að hafa góða yfirsýn yfir atburðarásina. Hún hefur nú selt útgáfuréttinn að fyrstu sakamálasögu sinni, Þriðja tákninu, út um víða veröld og jafn- framt að annarri óskrifaðri sögu. Nýtt skip Eskju hf. Eskja hf. á Eskifirði hefur fest kaup á uppsjávarfrystiskipi sem kemur til lands skömmu eftir ára- mót. Nýja skipið mun bera nafn Að- alsteins Jónssonar, fyrrum forstjóra fyrirtækisins, og burðarás í efna- hagslífi Eskfirðinga. Fyrirtækið hef- ur í kjölfarið sett skipið Jón Kjart- ansson á söluskrá. Rima Apótek vekur athygli Rima Apótek í Grafarvogi hefur vakið nokkra athygli að undanförnu fyrir að vera ítrekað með lægsta lyfjaverðið í könnunum. Apótekið er einnig sérstakt fyrir þær sakir að það er eitt af fáum sjálfstætt starf- andi apótekum á landinu í dag. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 47 Fréttaskýring 8 Minningar 45/48 Ummælin 11 Dagbók 52/55 Hugsað upphátt 29 Myndasögur 52 Sjónspegill 32 Víkverji 52 Menning36/37, 56/58 Staður&stund 54/55 Forystugrein 34 Leikhús 56 Reykjavíkurbréf 34 Bíó 62/65 Umræðan 38/41 Sjónvarp 66 Bréf 42/43 Staksteinar 67 Hugvekja 45 Veður 67 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingabæklingur frá Heimsferðum. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is MARKMIÐ Háskóla Íslands er að eftir fimm ár verði sextíu dokt- orsnemar útskrifaðir árlega frá háskólanum. Þeir eru fjórtán í ár en allmarir til viðbótar útskrifast frá erlendum háskólum. Til að ná þessu markmiði þarf skólinn að fjölga leiðbeinendum, bæta vinnu- aðstæður og gera nemum það kleift að stunda doktorsnám sem fulla vinnu. Þetta segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, en hún telur þetta markmið mikilvægt til að efla skólann sem rannsóknarháskóla. Fjöldi doktorsnema, lengd dokt- orsnáms og fjármagn sem varið er til slíks náms í háskólum, er að hennar sögn mikilvægur mæli- kvarði á gæði hvers skóla. Hún segist engar áhyggjur hafa af því að háskólinn verði heimóttarlegri ef fræðimenn sæki í auknum mæli sína doktorsmenntun hér á landi enda eru yfirleitt gerðar kröfur um að neminn dvelji hluta náms- tímans við erlendar vísindastofn- anir. Þá verða ávallt vissar grein- ar sem ekki verður hægt að stunda doktorsnám í hér á landi og munu nemendur því halda áfram að sækja menntun sína víða um heim. Fjölgað úr átta í fjórtán Doktorsnemum sem útskrifast frá Háskóla Íslands hefur fjölgað undanfarin ár. Doktorsvarnir frá skólanum voru átta árið 2003, tíu á síðasta ári og verða fjórtán í ár en miðað við höfðatölu og stærð skólans ættu þær að vera um sextíu og að því er nú stefnt, að sögn Kristínar. „Þetta kostar sitt,“ segir Krist- ín spurð um hvernig unnið verði að því að ná settu marki. Hún segir gerlegt að fjölga doktorsefnum eitthvað við núverandi aðstæður en til að ná markmiðinu þurfi að fjölga leið- beinendum og bæta alla aðstöðu nemanna, lestraraðstöðu jafnt sem rannsóknaraðstöðu. En stefna þarf einnig að því að mati Kristínar að doktorsnemar ljúki verkefnum sínum á sem styst- um tíma. Hún segir að í dag vinni margir nemanna með námi þannig að þeir eru tiltölulega lengi að ljúka verkefnunum. „Þessu viljum við breyta líka,“ segir Kristín. „Við viljum stefna að því að fólk geti verið í dokt- orsnámi sem fullri vinnu og til þess þurfum við að sækja fé í sam- keppnissjóði fyrir launum dokt- orsnema. Við horfum líka björtum augum til háskólasjóðs Eimskipa- félagsins, sem settur var á stofn til að styðja við doktorsnámið og greiða laun doktorsnema.“ Leiðbeinendur doktorsnema þurfa að uppfylla ströng skilyrði, t.d. þurfa þeir að hafa dokt- orsgráðu sjálfir og sem víðtækasta rannsóknareynslu og vera virkir í rannsóknum. „Við höfum mjög hæft fólk en það er alveg ljóst að til þess að ná því marki að fimm- falda fjölda doktorsnema þurfum við á fleiri leiðbeinendum að halda, við þurfum öflugri nýliðun inn í skólann, kennara og vís- indamenn.“ Miklar gæðakröfur Kristín segir að markmiðinu verði ekki náð miðað við það fjár- magn sem háskólinn fær til sinna verkefna í dag. Hún segir ekki enn hægt að segja nákvæmlega hvað þetta markmið eitt og sér muni kosta en að unnið sé að stefnumót- un skólans til næstu fimm ára og verður henni lokið snemma á vor- misseri. Samhliða þeirri vinnu verður farið í samræður við stjórn- völd um fjármögnun Háskóla Ís- lands til framtíðar. „Ég tek eindregið undir orð menntamálaráðherra um mik- ilvægi samstarfs milli Háskóla Ís- lands og stjórnvalda um stefnu- mótun og fjármögnun til framtíðar, því öll okkar vinna er jú í þágu samfélagsins.“ Hún telur að fjölbreytileiki menntunar fræðimanna skólans verði áfram tryggður þó dokt- orsnemum við skólann verði fjölg- að. „Það er alveg ljóst að íslenskir stúdentar munu áfram sækja dokt- orsnám til annarra landa sem ég tel mjög sterkt fyrir þjóðfélagið og síðan er það svo að í okkar reglum um doktorsnám er í flestum deild- um skylda að doktorsnemendur dvelji við erlenda vísindastofnun eitthvert skeið á námstímanum. Það er einmitt gert til að fólk fái reynslu og víðari sjóndeildarhring meðan á náminu stendur.“ Rektor Háskóla Íslands vill sextíu doktorsvarnir við skólann árlega Fjölbreytileikinn mun haldast Kristín Ingólfsdóttir Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is JÖTNA Bína Líf Ylfa frá Hofi sann- aði svo um munar gildi sitt þegar hún aðstoðaði húsbónda sinn, Svein Andra Sveinsson hæstaréttarlög- mann, við að handsama þjóf, sem fór um hverfið þeirra. Í samtali við Tímarit Morg- unblaðsins í dag greinir Sveinn Andri frá því þegar Ylfa tók að gelta eitt sinn þegar fjölskyldan snæddi sunnudagssteikina. Þegar að var gáð var ókunnur maður í garðinum sem síðar braust inn í bíla í götunni og stal þaðan munum, að Sveini Andra aðsjáandi. Með varðstjóra lögregl- unnar á línunni í gemsanum elti Sveinn Andri þjófinn niður á krá í miðbænum þar sem hann var hand- tekinn. Sveinn þakkar fyrst og fremst árvekni Ylfu að málið skuli hafa fengið svo farsælan endi. „Ekk- ert öryggiskerfi hefði látið vita af þessu því viðkomandi þarf að vera kominn inn í hús til að það byrji að virka,“ segir hann. Hundur og lögmaður gripu þjóf Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sveinn Andri Sveinsson með Ylfu.  Tímarit Á AÐ giska fimm hundruð manns voru viðstaddir opnun listahátíðar- innar Íslandsmynda hér í Köln, en hátíðin var formlega sett á föstu- dagskvöldið. Opnunin fór fram í hönnunar- og nytjalistasafninu Museum für Angewandte Kunst sem liggur nálægt hinni feiknar- stóru dómkirkju í Köln sem er ná- lægt því ógnvekjandi, svo stór og mikilfengleg sem hún er. Hátíðin slagar upp í téða dóm- kirkju að umfangi, a.m.k. í huga þeirra Íslendinga sem blaðamaður ræddi við á opnuninni. Fólk er undrandi á stærð hátíðarinnar og þeim aðdáunarverða metnaði sem í hana er lögð. Hún stendur fram til 26. nóvember og þá munu yfir hundrað listamenn frá Íslandi hafa komið fram, úr hinum og þessum geirum menningar og lista. Fjöl- mörg söfn, tónleikastaðir og kvik- myndahús verða nýtt undir undir hátíðina á næstu dögum og þýskir fjölmiðlar fylgjast grannt með öllu. Það sem er merkilegt við hátíðina, sem ráðist var í að undirlagi Þýsk- íslenska vináttufélagsins í Köln, er að öll skipulagning og val á lista- mönnum er í höndum Þjóðverja sjálfra og er markmiðið m.a. að komast undan hinum dæmigerða exótíska stimpli sem er á íslensku listalífi og sýna fram á hversu fjöl- breytt það er og margslungið. Sendiherra Íslands í Þýskalandi, Ólafur Davíðsson, var viðstaddur opnunina sem og utanríkisráðherra, Geir H. Haarde, sem flutti tölu af tilefninu. Eftir ræðuhöld og lófa- klapp var opnuð tísku- og hönnun- arsýning í húsinu og á sama tíma hófust tónleikar í Stadgarten-tón- leikahúsinu þar sem fram komu Hilmar Jensson og Skúli Sverris- son, Mugison og Orgelkvartettinn Apparat. Munaði litlu að Þjóðverj- arnir færu að hreyfa á sér skankana undir drynjandi orgelgrúvi Appa- ratsins. Listamenn frá Thule, þeir Thor, Biogen, Ozy og Frank Murd- er, luku síðan kvöldinu. Upplestrar, opnanir á myndlistarsýningum, kvikmyndasýningar, tónleikar og fleira fylgir svo á næstu dögum. Frekari upplýsingar um hátíðina er hægt að nálgast á slóðinni www.isl- andfestival.de. Fólk undrandi á umfanginu Fimm hundruð gestir viðstaddir opnun listahátíðarinnar Íslandsmynda í Köln Morgunblaðið/Arnar Eggert Salurinn var troðfullur og þurftu margir gestanna að standa. Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.