Tíminn - 01.10.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.10.1970, Blaðsíða 9
FTMMTUDAGUR 1. októbcr 1970 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas KarJsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason. Rltstjórnar- skriístofur 1 Edduhúsinu, sirrtar 16300 —18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðsiusími 12323. Attglýsingasimi 19523. Aðrar sQcrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði, tnnanilands — í lausasölu tor. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. Samvinna við Sjálf- stæðisflokkinn Sðan bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum lauk á síðastliðnu vori, hefur það verið eitt aðaláróðursefni mál- gagna Alþýðubandalagsins og Hannibalista, að Framsókn- arflokkurinn ætli að ganga til samstarfs við Sjálfstæðis- flokkinn eftir næstu þingkosningar. Þetta hefur m.a. ver- ið rökstutt með því, að samvinna hefur tekizt milli Fram- sóknarmanna og Sjálfstæðismanna í nokkrum bæjar- stjómum. Blaðamenn Þjóðviljans og Frjálsrar þjóðar hafa látið eins og þeir hefðu ekki nógu sterk orð til að for- dæma hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Það kom hins vegar ljóst fram í fróðlegum sjónvarps- þætti, sem Ólafur Ragnar Grímsson stjórnaði síðastl. þriðjudagskvöld, að foringjar umræddra flokka hugsa á aðra leið en greinahöfundar Þjóðviljans og Frjálsrar þjóðar. Hvorki Björn Jónsson eða Lúðvík Jósefsson vildu útiloka samvinnu flokka sinna við Sjálfstæðisflokkinn eftir næstu þingkosningar. Báðir gáfu ótvírætt í. skyn, að málavextir gætu verið þannig, að kosningum loknum, að samvinna við Sjálfstæðisflokkinn gæti hæglega komið til greina. Alveg sérstaklega mátti skilja Björn Jónsson á þessa leið, þótt það kæmi að vísu óbeint fram. Björn gaf til kynna. að „samtök frjálslyndra og vinstri manna“ væru eiginlega ekki hugsuð sem framtíðarflokkur, heldur gætu þau vel hugsað sér að sameinast öðrum í sosialdemo- kratiskum flokki áður en langt liði. Þetta styrkir þá skoð- un, að markmið Björns og Hannibals sé að sameinast Al- þýðuflokknum eftir næstu þingkosningar og tryggja þannig áframhald núverandi stjórnarsamvinnu, ef stjórnarflokkarnir missa meirihlutann, en Hannibalistar fá þingmenn kosna. Lúðvík Jósefsson taldi meiri tormerki en Björn á sam- vinnu við Sjálfstæðisflokkinn. en forðaðist þó að afneita henni. Þrálátur áróður málgagna Alþýðubandalagsins og Hannibalista um, að Framsóknarflokkunnn hyggi á sam- vinnu við Sjálfstæðisflokkinn, er þannig bersýnilega ekki sprottinn af því, að þessir flokkar séu andvígir samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn, heldur miklu frekar af ótta við, að aðrir verði þeim þar hlutskarpari! Um afstöðu Framsóknarflokksins er þaS hins vegar að segja, að hann tekur fyrirfram þá einu af- stöðu til hugsanlegrar stjórnarsamvinnu, að málefn- in ráði. Fyrir honum vakir það fyrst og fremst að koma fram sem mestu af stefnumálum sínum og samkvæmt þvi mun hann vinna. Skozka óperan Það er sögulegur menningarviðburður, að skozka óper- an flytur næstu kvöld á sviði Þjóðleikhússins tvær óperur eftir brezka tónskáldið Benjamin Britten, sem er heims- frægur maður fyrir óperuverk sín. Skozka óperan, sem hefur aðsetur í Edinborg, mun vera yngsta óperan í Evrópu, stofnuð 1962, en hefur á þessum fáu árum náð þeim árangri. að hún er komin i allra fremstu röð. íslendingar og Skotar eru nágrannar en þó eru menn- ingarleg skipti þeirra minni en skyldi Það er ekki sízt af beirri ástæðu sem ánægjulegt er að bjóða skozku óperuna velkomna. Vonandi koma fleiri skozkir lista- menn hingað í kjölfar hennar og íslenzkir listamenn endurgjaldi síðan hsimsóknir þeirra eftir því sem kost- ur er. Þ.Þ. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Þriðji nóvember veröur mikill kosningadapr í Bandaríkjunum Líklegt að demókratar haldi þingmeirihlutanum. Adlai E. Stevenson þriðji ræðir við væntanlegan kjósanda. ÁRIÐ 1970 verður tnikið kosningaár í Bandaríkjunum. Hinn 3. nóv. næstkomandi fara fram kosnmgar til fulltrúa- dcildar Bandaríkjaþings og til þriðjungs öldungadeildarinnar. Jafnframt fer fram ríkisstjóra- kjor í 35 ríkjum. Samhiiða rík isstjórakjörinu fer fram kosn- ing til viðkomandi fylkisþinga. Kosningum þessum er veitt mikil athygli sökum þess, að þær verða nokkur mælikvarði á vinsældir Nixons forseta. Venjan er sú, að flokkur for- setaos tapar heldur í kosning- um, sem fara fram á miðju kjörtúmabili hans. Það yrði því ekki teljandi áfall fyrir Nixon, þótt republikanar ynnu ekki á í kosningunum. Hins vegar yrði sigur þeirra mikill ávinn- ingur fyrir hann. Demokratar hafa nú traust- an meirihluta í báðum þing- deildum. Síðustu skoðanakann- anir benda til, að þeir muni halda honum örugglega í full- trúadeildinni, en þar hafa þeir nú 246 sæti, en republikanar 189. Hins vegar er ekki talið útlokað, að republikanar vinni heldur á í kosningunum til öldungadeildarinnar. Þar verð- ur kosið um 35 sæti. Af þeim hafa demokratar nú 25, en republikanar 10. Sum þessi sæti unnu demokratar með ■naumindum síðast, og gera republikanar sér því von um að vinna þau nú. Athyglin mun alveg sérstaklega beinast að þeim ríkjutn, þar sem repu- blikanarnir keppa að því að vinna öldungardeildarsæti frá demokrötum. V ÞAÐ mun ætlun þeirra Nix-( ons og Agnews að taka mikinn þátt í kosningabaráttunni. Eink um mun þó Agnew teflt fram, en hann hefur unnið sér mikla hylli meðal hægri manna með ræðum sínum á undanförnum mánuðum. Agnew hyggst eink- um beita sér gegn þeim ölduugardeildarþingmönnum demókrata, sem eru and- vígir áframhaldandi styrjaldar- þátttöku Bandaríkjanna í Viet- nam. Sérstaklega mun Albert Gore, öldungadeildarþingmað- ur frá Tennessee verða skot- mark hans. Óvíða fylgjast blaðamenn liia betur með kosn ingabaráttunni en þar. Þrír frambjóðendur demo- krata í öldungadeildarkosning- unum, sem oft er rætt um sem forsetaefní, þykja örugg- ir um sigur. Það eru þeir Ed- mund S. Muskie í Maine, Ed- ward Kennedy í Massachusetts og Hubert Humbhrey í Minne- sota. Eins og sakir standa, þyk ir Muskie hafa mesta mögu- leika af þessum þremenning- um til þess að verða frambjóð- andi demokrata í forseiakosn- ingunum 1972 ÞÖTT líklegt þyki, að repu- blikanar vinni nokkur öldunga- deildarsæti, er ekki talið ólik- legt, að þeir tapi tveimur sæt- um, öðru í Illinois 02 hinu í Kaliforníu. í Illinois er Adlai E. Stevenson þriðji frambjóð- andi demokrata. Ef hann nær kosningu, þykir ekki ólíklegt, að hann eigi eftir að erfa það hlutverk föður síns að verða frambjóðandi detnókrata í for- setakosningum. í Kaliforníu þykir Gene Tuaney líklegur til að fella kvikmyndaleikarann George Murphey, sem reynzt hefur lítill stjórnimálamaður, en Tunney hefur sér það til ágætis, auk þess að hafa reynzt vel sem þingmaður í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings, að fað- ir hans var einu sinni heims- meistari í hnefaleikum og var þá þekktur um allan heim. Þeir Stevenson og Tunney eru báð- ir tæplega fertugir. EINS og áður segir, fer fram ríkisstjórakjör í 35 ríkj- um. f 24 þeirra er ríkisstjór- inn nú úr hópi republikanna, en f 11 þeirra úr hópi demo- krata. Hér hafa demokratar því öllu meiri möguleika til vinnings en republikanar. í Kaliforníu sæktir kvikmynda- stjarnan Ronald Reagan um endurkjör og er talinn sigur- viss Hið sama gildir ekki um Nelson A. Rockefeller, sem keppir nú að því að ná kosn- ingu sem ríkisstjóri í New York-ríki : íjórða ánn. Hann hefur fengið allskæðan keppi- naut, þar sem er Gyðingurinn Arthur Goldberg, en hann hef- ur áður verið verkalýðsmála- ráðherra, hæstaréttardómari og aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og er þvi velþekktur maður, sem nýtur mikils álits. Hann nýtur mikils stuðnings Gyðinga og svertingja, sem eru fjölmennir í New York. Það spillir hins vegar fyrir honum, að hann er frjálslyndur og munu því ýms- ir hægri demokratar snúast gegn honum. Til þess að vega gegn fylgi Goldbergs meðal Gyðinga og svertingja, leitar Rockefeller nú einkum fylgis meðal fólks af ítölskum, írsk- um og pólskum ættum, en það er einnig fjölmennt í New York. Bróðir Nelson A.Rocbe- fellers, Winthrop Rockefeller, sækir um kjör í þriðja sinn sem ríkisstjóri i Arkansas og er talinr. í nokkurri hættu, þótt gegn honum sæki lítt þekktur maður ,sem vann sér það til óvæntrar frægðar að fella Faubus fyrrverandi ríkisstjóra í prófkosningu. Faubus var um langt skeið vinsælasti stjórn- málamaðurinn í Arkansas, en dró sig í hlé fyrir nokkrum ár- um. en ætlaði nú að byrja að nýju, enda nýgiftu1- ungri konu. Ef hann hefði ekki tapað próf kjörinu óvænt. var hann tal- inn líklegur til að reynast Rockefeller skæður keppinaut- ur. Síðar verður rætt un þau mál, sem mest ber á góma í sambandi við kosningarnar. Þ.Þ. utm J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.