Tíminn - 07.02.1971, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.02.1971, Blaðsíða 4
4 TÍMINN SUNNUDAGUR 7. febrúar 1971 Stö ðv a r vatnskassaleka Ein áfylling af Retfweld vatns- kassaþétti er varanleg víðgerfl, sem miklar hitabreytingar efla frostlögur hefur engin áhrif á. Radweld HERFERDIN GEGN TÖBAKINU Móðnlaiísar rólur Strjúkið rúSurur einu sinni með móflukkUuM og þær haldast hreinar og móðufrlar f lengri tfma. Ktútarnir geymast tengi f pteítpaha, sem fyigir. Antl-Mist Cloth komst ég undir sterk áhrif préd. ikunar og mikil blessun varð hún lífj mínu, og þá kaus ég að gerast prédikari. Af því starfi hef ég haft ævilanga gleði og orðið mikillar velvildar og vin- áttu aðnjótandi, og nú ætla ég •;ð segja ofurlítið í sem stytztu máli af prédikun minni gegn tóbakinu. AHir viðurkenna, að erfitt er að fá menn til að hætta t- d. reykingum. Þetta hefur nér samt tekizt oft, ekki með neinni vísindalegri fræðslu, en blátt áfram með prédikun. í kauptúni vestur í Kanada var aldraður maður nágranni minn. Hann notaðj tóbak óspart og var líka orðljótur, bölvaði í meira lagi. Hánn var oft áheyr- andi minn, er ég flutti erindi mín, og hætti gersamlega við tóbakið og ljóta orðbragðið, vanð að vissu leyti nýr maður. Þar var aðeins prédikun að verki. í íslendingaþorpi í Nýja-ís- landi, Manitoba, áttum við hjón- in ágæta nágranna, sein voru ' oft áheyrendur mínir þar. Hús- bóndinn hafði notað neftóbak mestan hluta ævinnar. Er hann var gestur okkar eitt sinn, :agöi kona mín við hann: Láttu mig nú fá tóbaksdósirnar, og hann fékk hennj þær og tók ekki framar í nefið. Við geymdum dósirnar lengi. Mörgum árum síðar, er ég var á fyrirlestraferð í Skaga- firði, fékk ég lítið bréf. í því var peningaséðill og aðeins þau orð, að án minna áhrifa hefði seðlinum verið brennt í tóbaks- reykingum; Auðvitað prédikaðj ég minnst um tóbak, en lét oft þau orð falla, hve fávíslegt það væris-wið-brenna peníngum sín- um í tóbaksreykingum. Svo var það í kauptúni einu nonðanlands, að töluverð saga gerðist, of löng til að segja hana hér til hlítar. Ég flutti nokkur erindi á þessum stað og annað kvöldið sem ég talaði þar, var mér sagt, að fleiri hefðu verið taldir út úr samkomuhús- inu, en til væru í þorpinu; fólk kom að nokkuð langar leiðir. Þá var mér sagt, að 8 manns í þorpinu heflðu heitið því að hætta tóbaksneyzlu. Einhverjir þeirra munu þó hafa brotið það loforð síðar, en sumir aldrei, og kaupmaður einn á staðnum seldi aldrei sígarettur eftir þetta. Mér var svo vel tekið, að ég varð að svara beiðnum manna um að koma út í sveitir og flytja erindi á skemmtisam- komum manna, vaka við það nótt eftir nótt, flutti tvö erindl á hverjum stað, annað kl. 10 að kvöldi og hitt kl. 2 eða 3 um nóttina. Þetta reyndi töluvert á þrek mitt og heilsu, en var mjög ánægjulegt — ógleymanlegt. Austur á fjörðum gekk eitt sinn ungur maður út úr sam- komuhúsi. þar sem ég hafði flutt ræðu — prédikun, og beint að steini, lagðj reykpípuhaus- inn þar á og braut hann með öðrum steini. Þar me<ð var hann hættur reykingum. Ég var aldrei margorður u»m reykingarnar og fór aldrei út í nein vísindi, en ég lagði áherzlu hve þetta væri í raun og veru kjánalegur siður, óþrifa- legur, óhollur og fávislegt að brenna þannig peningum sínum, og til tilfinninganna talaðj ég með hinum dásamlegu orðum postulans mikla, Páls, þar sem hann segirr „Allt er leyfilegt, en ekki aUt gagnlegt, og ég má ekki l»áta neitt fá vald yfir mér“. Maðurinn á að vera frjáls, al- frjáls en ekki þræll, ekkert ann- að er mannsæmandi, ekki þræll neinna skaðnautna. Menn fæð- ast ekki með sígarettu eða reyk- pípu í munninum og ekki held- ur með tóbaksdósir í höndun- um. Tóbaksnautnin er ekki með. fædd, hún er ávanaósiður, og maðurinn á ekki að gerast þræll hennar. Það sæmir honum ekki. Hann á að vera sá sem valdið hefur yfir öllum ósiðum, en ekki þræll þeirra. Tóbaks- og áfengisneytendur verða oftast þrælar nautnarinnar og segjast ekki geta hætt, fjötraðir þræl- ar. Þetta er manninum ósam- boðið. Á þetta lagði ég mesta áherziu í baráttu minni — préd- ikun minn; gegn tóbaksneyzl- unni, og sá oft árangur. Það gefur oftast beztu raun að tala til tilfinninga manna, því að af þeim stjórnast menn fremur öllu öðru. Gefi nú öll góð öfl herferð- innj nýju gegn tóbakinu, glæsi- legan sigur. Pétur Sigurðsson SÓLNING HF. SlMI 84320 Winter Screenwash Það ,er yðar hagur að aka á vei sóluðum hjól- börðum. Sólum allar tegundir af hjólbörðum fjrrir vöru- og áætlunarbifreiðir. Mátuleg blðndun á sprautu- geyminn kemur í veg fyrir að I honum frjósi Losar snjó og Isingu og heldu þetm hreinum og tærum. Undanfarið hcfur miki‘5 ver- ið rætt í blöðum og útvarpi um herferðina gegn tóbaksneyzl- unni, aðallega reykingum, og er þetta gleðiefni, vonandi að mikl- ir sigrar vinnist. Læknastéttin er einn sterkasti aðilinn, en lengi erum við, ýmsir almúga- menn, búnir að heyja barátt- una gegn skaðnautnum. Eitt orð hneykslar mig til- finnanlega, sem oft klingir í sambandi vi'ð slíka starfsemi. Það er orðið prédikun. Það er skammarlegr níðzt á þessu orði. Einhver fræðimaður sagði ný- lega í blaðagrein, að undanfar- ið hefðu stundum veri'ð flutt erindi í skólum um skaðsemi tóbaksneyzlunnar, en stundum í „prédikunartón, sem gerði þá illt verra“. Þetta er oftast ill- kvittnislegur sleggjudómur. Auðvitað eru til unglingar, sem hegiða sér eins og grísinn, sem gengur aftur á bak, þegar hon- um er ýtt áfram, og hafa gaman af að breyta þveröfugt við heil- ræði eldri kynslóðarinnar. Um aldaraðir hefur prédik- un öllu fremur megna'ð að sið- bæta fólk og að snúa mönnum frá illverkum til mannsæmandi dyggða. Sem ungur maður Hofts g □□ u Sprautiö burt smo og isingu AÖeins lítil, i snögg sprauta; \ losar og eyðir I öliu hrími af rúðum. * Ömissandi að vetrinum.^^^V' mj: > Hafiö ávalit brúsa af yT Holts De-icer til taks í hanzkahólfinu. Losar einnig frosnar dyralæsingar og ... ' handföng. De-icer W-K -c- "V> 'K . LeitlS upplýsingá um meira en 60 vilhalds- og viffgerffarefni s MALLORCA - LONDON 15 — 17 dagar. BKOJTFÖK: 26. jan., 9. og 23. Verð frá kr. 14.800. k s‘ f , feb., 9. og 23. marz, 0. og 20. april. AUSTURRÍKI - KAUPMANNAHÖFN 18 dagar. BROTTFÖR: 30. ján., 20. feb., Vérð frá far. 22.300. - 6. marz. 15 lagar. BROTTFÖR: 28. Jari., II. og 35. Verð kr. kr. 15.900. v feb., 11. marz, 1.—45. PÁSKAFERÐ TIL RÓMAR 5 dagar. Verð frá 14,900. BROTTFÖR: 8. april. ' feb., 11. marz, 1,—15. og 29. aprii. FERÐASKRIFSTOFAN SGNNA BANKASTRITI7 SIMAR1640012070 '• Holts vörurnar fást á stærri benzínstöffvum, hjá kaupfélögunum og Véladeild SlS Ármúla 3 SÖLNING H.F. — Síml 84320 - Pósthólf 741.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.