Tíminn - 29.05.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.05.1971, Blaðsíða 2
2 TÍMINN LAUGARDAGUR 29. maí 1971 Sjö FÍB-bílar komnir á vegina Vegaþjónusta FÍB hefst að þessu sinni núna um hvítasunnu- helgina og verður henni haldið áfram óslitið fram í ágústmánuð, og fer úthaldstíminn cftir þörf- um. Eins og ljóst er fer þörfin fyrir þessa þjónustu mikið eftir magni umferðar en umferðin aft- ur eftir veðri og ásigkomulagi vega. Um þessa lielgi verða 7 bifreiðar á vegum landsins, og verður reynt að haga staðsetningu þeirra eftir því sem umferðin reynist mest og börfin þar af leiðandi brýnust. Sú nýbreytni verður tekin upp í sumar að vegaþjónustubifreiðar félagsins verða úti á vegum óslit- ið fram í ágúst og verða þær fæstar fyrstu helgarnar í júní, fer svo sífjölgandi, og nær þjón- ustan hámarki um Verzlunar- mannahelgina, en þá verða vænt anlega yfir 20 bifreiðir á þjóð- vegum landsins. Vegaþjónustubifreiðarnar byrja þjónustu sína kl. 13,00 á laugar- dögum og sunnudögum, en þá leggja þær af stað út á vegina hver frá sínum heimastað, en bifreiðarnar eru m.a. staðsettir í Reykjavík, á Hvolsvelli, í Vík i Mýrdal, á Akranesi, Akureyri og fleiri stöðum. Þjónustan miðast síðan við að bifreiðarnar séu komnar heim kl. 24,00 að kvöldi, en á ofangreindum tíma veita vegaþjónustumenn ökumönnum alla þá aðstoð sem þeir geta. Skuldlausir félagsmenn fá unnin IV2 tíma án endurgjalds, og ef á þarf að halda fá þeir bifreið sína dregna allt að 30 km, án endurgjalds, en vegaþjónustu- menn reyna einnig eftir föngum að aðstoða utanfélagsmenn, en þá gegn fullu gjaldi. En félags- menn eiga samt ávallt forgangs- rétt að þjónustu. • :• ';x;: :0; \x- -V :: \ •• .. s Um fjögurleytið í gaer fór ungt fólk að streyma til Saltvíkur með hafurtask sitt og að sjálfsögðu er gítarinn alltaf jafn vinsæll í slfkum ferðum. Láta mun nærri að 50 langferðabílar frá BSÍ komi við sögu Saltvíkurhátíðar, ef allt gengur eins og bezt er á kosið. Margt ungt fólk er fór til Saltvíkur í gær, var heldur illa búið og er ástæða til að minna fólk á, að búa sig vel þótt ekki sé lengra farið, en í Saltvík því að óvíst er að veður haldist eins gott og þegar af stað er haldið. Að vísu spálr Veðurstofan lltlum veðurfarsbreytingum um helgina frá því sem nú er og ÖTÍ skulum vlð vona að sú spá reynist rétt, a.m.k. að ekki breyt. ist til hins verra hvað veðurfarið snertir. HVITASUNNUKAPPREIÐAR FÁKS Á VÍÐIVÖLLUM FB—Reykjavík, föstudag. Hinar árlegu Hvítasunnukapp- reiðar Fáks fara fram á annan í hvítasunnu á nýja skeiðvellinum að Víðivöllum og hefjast kl. 2. Fyrstu hvítasunnukappreiðar fé- lagsins fóru fram á gamla skeið- vellinum við Elliðaárnar árið 1922, og hafa þær aldrei fallið niður síðan. Fleiri hestar eru skráðir til keppni að þessu sinni en nokkurn tíma áður, eða nokkuð á annað hundrað. Keppt verður í 250 metra skeiði 250 metra folahlaupi, 350 metra hlaupi, 800 metra hlaupi og 1500 metra brokki. Keppt verður í fyrsta sinni hér á landi í hlýðni og fimiæfingum hesta, og fer sú Vélskólanum sagt upp Vélskóla íslands verður sagt upp í dag, laugardag, kl. 14,00, í hátíðasal Sjómannaskólans. Verð ur þetta í síðasta sinn sem núver andi skólastjóri, Gunnar Bjarna- son, segir upp skólanum, en hann lætur af störfum fyrir aldurs sak- ir 1. sept. f dag útskrifast um 200 vél- stjórar frá skólanum í Reykja- vík. 10% aukning EJ-Reykjavík, föstudag. Könnun á ástandi og horfum í iðnaði fyrsta ársfjórðung þessa árs sýnir, að framleiðslumagn í almennum iðnaði var um 10% meira á þeim tíma en á sama tíma á síðasta ári. keppni fram í tamningagerði fé- lagsins, skammt frá kappreiða- brautinni sjálfri. Þá verður sýnd- ur akstur á fimm nýjum kapp- aksturskerrum, og er það í fyrsta sinn, sem sýndur verður akstur á mörgum kerrum samtímis. Hing að til hefur aðeins verið ein kerra til í landinu, en Fákur keypti tvær kerrur, og auk þess keyptu nokkrir einstaklingar sér kerrur, þannig, að nú geta fimm hestar dregið á eftir sér kappaksturs- kerrur samtímis. Keppni á slík- um kerrum nýtur mikilla vinsælda erlendis, og stefnir Fákur að því, að kynna þessa keppnisgrein hesta íþrótta, til að auka fjölbreytnina. Með tilkomu nýja vallarins að Víðivöllum, verður mjög hægt að auka alla fjölbreytni í keppnis- greinum, þar sem völlurinn er 1200 metra langur, hringlaga völl ur. Gefur þetta möguleika til fjölþættani kappreiða, en áður var. Á laugardaginn verða gæðingar dæmdir, með svonefndum spjalda- dómum, en þá sýnir hver dómari, þá einkunn, sem hann gefur hest- inum, með því að rétta upp spjald með einkunninni á. Á annan í hvíta sunnu verða svo gæðingarnir sýnd ir, og sagt frá þeim einkunnum, sem þeir hafa hlotið. Þess má geta, að vegurinn með fram skeiðvellinum, Vatnsenda- vegur, verður lokaður allri um- ferð á meðan á kappreiðunum stendur, á annan í hvítasunnu. Verða þeir, sem hyggjast halda upp í Vatnsendaland, og til sum- arbústaðanna þar í kring, að leggja lykkju á leið sína, og fara upp að Rauðavatni og veginn þaðan upp eftir. Að kvöldi annars dags hvíta- sunnu verður dregið í happ- drætti Fáks, en aðalvinningur- Sú starfstétt er einna mesta bar á f gær viö áfengisútsölur í Reykjavík voru logreglumenn. Ekki má þó skilja þetta svo aö lögreglumenn ætli aö dýrka Balckur meir um helgina en hver.annar, — enda munu þeir hafa öðru að sinna. Nei þeir voru að „tékka" á þvf að inn í útsölurnar kæmust ekki aðrir en þeir sem löglegan aldur hafa tll að kaupa varnlng þann er í þeim verzlunum fæst. Munu nokkrir hafa þurft frá að hverfa vegna þessarar viðkomu löggunnar. inn í happdrættinu er mikill gæð- ingur, og verður hann sýndur á kappreiðasvæðinu um daginn. Þá verður veðbanki starfræktur á kappreiðunum. Fáksmenn hafa látið gera stöll- uð stæði fyrir áhorfendur upp við Fákshúsin, handan Vatnsenda- vegar. Þarna er stæði fyrir mik- inn fjölda áhorfenda. Skal fólki bent á, að þarna sést yfir allan völlinn og miklu betra er að fylgj ast þaðan með kappreiðunum í heild, heldur en ef staðið er nið- ur við kappreiðabrautina sjálfa. í stjórn Fáks eru nú Sveinbjörn Dagfinnsson, formaður, Örn O. Johnson ritari, Einar G. Kvaran gjaldkcri, Sveinn K. Sveinsson og Guðmundur Ólafsson, en í vara- stjórn eru Gunnar Eyjólfsson og Benedikt Björgvinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.