Tíminn - 29.05.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.05.1971, Blaðsíða 8
TÍMINN Hús, sem átti að rífa, list- elskur hjúkrunarmaður og hópur sjúklinga á geðsjúkra- húsi í Danmörku. Þetta er forsaga listsýningar, sem var opnuð nýlega í Ríkisspítalan- um í Kaupmannahöfn, sem er sú fyrsta haldin í þeim húsa- kynnum. Á þessari sýningu getur að líta árangur óeigingjarns starfs hjúkrunarmanns að nafni Hilmar Jacobsen, sem stofnaði listamiðstöð við St. Hans sjúkiahúsið í Danmörku. Hilmar þessi hefur mikinn áhuga á málaralist, og hann Þessi sjúklingur hefur ekki mælt orð af vörum í 21 ár. Hann setti saman þvottaklemmur og skrældi kartöflur daglega, en með tilkomu listamið- stöðvarinnar fékk hann áhuga á að máia. Hann mællr ekki orð af vörum, en tjáfcr rikar tilfinningar í málverkum sínum og er ánægðari en nokkru sinni fyrr. korm því til leiðar að baðliúsi, sem átti að rífa, var breytt, og síðan fengið til afnota sjúk- lingum, sem höfðu áhuga á að mála. Árangur af þessu frum- kvæði hans var svo góður, að nú geta menn tæpast hugsað sér St. Hans sjúkrahúsið án þessarar tegundar starfslækn- inga. Það eru listaverk þessara sjúklinga, sem menn geta um þessar mundir fengið að kynn ast í Ríkisspítalanum í Kaup- mannahöfn. Hilmar Jacobsen, sem er 58 ára, hefur unnið á sjúkrahús- inu í 34 ár. Hann fékk þá hugmynd að stofna listamið- stöð fyrir þrem árum, þegar hann var spurður að því hvort hann gæti ekki notað gamla baðhúsið, sem átti að rífa, til einhvers konar starfslækninga. Hann sagðist vel geta það, en með þvf skilyrði að hugmyndir hans yrðu samþykktar. Frá kartöflum til pensils og lita — Ég stakk upo S því, seg- ir Hilmar í viðtali í Politiken, — að húsið yrði notað til þess að leyfa sjúklingunum að vinna með léreft og pensil. Árum saman hef fylgzt með því, að sjúklingar hafa feng- izt við að skræla kartöflur og vinna önnur álíka störf. Mér varð ljóst að sumum sjúkling- um hlutu að hæfa betur ann- ars konar störf. Tillaga mín hlaut góðar undirtektír, og fékk ég 200 krónur danskar í styrk frá bæjaryfirvöldum. En það hefur samt verið mjög erf itt að framkvæma þessa hug- mynd. Ég á í stöðugri bar- áttu til að fá peninga til efnis- kaupa. Þess hefur verið kraf- izt að sjúklingar máluðu tví- vegis á sama léreftið, en það verður ekki meðan ég stjórna listamiðstöðinni. Það væri til lítils, að sjúklingamir fengju fyrst að skapa eitthvað, en síðan yrðu þeir að eyðileggja verk sín, aðeins af því, ,að við hefðum ekki efni á að kaupa léreft. Velferðarríkið getur ekki verið þekkt fyrir slíkt. Saga að baki hverrar myndar Allar eiga myndirnar sína sögu. Frandsen er gott dæmi um sjúklingana, sem eiga myndir á sýningunni. Ég hef þekkt hann síðan 1947. Hann hefur verið á sjúkrahúsinu síðan þá og ekki sagt orð í öll þessi ár. Hann fylgist mcð því sem á sér stað í kringum hann, en vill ekki blanda geði við fólk. Þann tíma sem ég hef haft afskipti af honum, hefur hann fengizt við að skræla kartöflur og festa sam- an þvottaklemmur. Hann gerði sér ekki ljóst að hann gæti farið að mála, þegar ég byrjaði starfsemina í listamiðstöðinni. Fyrstu sjúklingarnir, sem þangað komu voru listamenn, sem voru á sjúkrahúsinu um lengri eða skemmri tíma. Sjúklingar, sem eru málarar, hafa alltaf fengið tækifæri til að fást við léreft og pensil, en nú fengu fleiri að komast að. Mér varð hugsað til Fransens. Að mínu áliti hafði hann sett saman klemmur og skrælt kartöflur nægilega lengi. Einn góðan veðurdag fékk ég honum pensil. — Viltu mála, sagði ég. Hann byrjaði og ég hrós- aði honum. Hann fékk léreft og upp frá þessum degi hefur hann verið hamingjusamari en áður. Hann er orðinn heilbrigð ur, en hann kemur á hverjum degi. En hann á sér vandamál. þ. i hann málar tíu málverk á dag. LAUGARDAGUR 29. maí 1971 Starfsíækningar í formi málaralistar gefast vel á sjúkrahúsi í Danmörku Hafa fundið sinn tón — Hvers vegna er það vandamál? — Af því við höfum ekki nógu mikið af peningum fyrir efni. En ég segi það, að fyrst Fransen hefur fundið sinn rétta tón með því að mála, á skortur á nokkrum skitnum krónum ekki að svipta hann þeirri ánægju. Ef fólk aðeins vissi, að það getur komið hing- að og fengið fallegar myndir á veggina fyrir 30—40—50 kr., þá ættum við ekki við þetta vandamál að etja. En enginn kemur þótt allir séu velkomnir. — Hvernig veiztu að Frand- sen er ánægðari þegar hann er að mála en þegar hann vinn- ur við að setja saman klemni- ur? — Ég finn það. Þótt hann segi aldrei neitt, er gott sam- band okkar á milli. Ég get sagt frá öðrum sjúklingi, Conny. Hún málar líka, en um leið setti hún svip á listamið- stöðina okkar með sínu góða skapi. Á hverjum degi hrósaði hún Frandsen, en hann virt- ist ekki veita orðum hennar athygli og hélt eins og ekkert liefði í skorizt ófram að þekja léreftið litum, ,sem þegar nán- ar er að gáð leysast upp í ver- ur og andlit. Dag nokkurn út- skrifaðist Conny, og nokkrar vikur liðu. Þá sá ég allt í einu að Frandsen hafði málað and- litsmynd. Hún var af Conny. Myndin var nauðalík henni. Hann hafið ekki mælt eitt orð, en myndimar sem hann mál- aði af henni lengi á eftir, sýndu að sú hlýja, sem hún sýndi honum, hafði ekki látið hann ósnortinn. í betra skapi Frandsen og Conny eiga bæði myndir á sýningunnL Conny á fjórar. Ég vona að þær seljist. Það bezta í heim- inum fyrir Conny eru mynd- imar, sem hún hefur málað, og hún getur ekki fengið þær heim til sin af þvi að hún á ekki peninga til að borga efn- isgjald. Hún á um 40 myndir á sjúkrahúsinu og hana vantar 6—800 kr. til að borga léreft og liti. Ef myndimar seljast er það vandamál úr sögunni. — Fá sjúklingamir bata af því að mála? — Verðum við ekki hress- ari ef við komumst í betra skap? Ég kann ekki að meta það vísindalega, hvort sjúk- lingunum batnar eða ekki, en enginn vafi er á að þeim líður vel þegar þeir era að mála og þeir koma dag eftir dag. Ég er sjálfur ekki í nokkram vafa um að slíkar starfslækningar sem þessi era gagnlegar. Það er skemmtilegt að skapa eitt- hvað, sem annað fólk hefur áhuga á. Áríðandi er að byggja upp sjálfsvirðingu sjúklinganna, og það geram við með þessu starfi. Við máttum ekki selja myndir sjúkl- inganna þangað til fyrir fáum árum. Það var ekki leyfí- legt, að sjúklingar ynnu sér inn peninga hér. En ég aðstoð- aði þá samt með þvi að selja myndir þeirra, og nú hefur fengizt viðurkenning á því, að það sé skynsamlegt. En okkur vantar alltaf pen- inga, og ég vona að sýningin í Kaupmannahöfn veki at- hygli á því starfi sem hér er unnið og aðrir en sjúklingarn- ir komi hingað og njóti ánægj- unnar af listaverkum þeirra. Hjúkrunarmaöurinn danski, sem stofnaði listamiðstöð við Skt. Hans sjúkra- húsið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.