Fréttablaðið - 30.09.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.09.2002, Blaðsíða 14
YOKO ONO Vann fullan sigur á Seaman auk afsökunar- beiðni. Getur hún fyrirgefið honum? Ono rak Seaman árið 1983 eftir að hún komst að því að hann væri byrjaður að ganga í fötum eiginmanns síns. Yoko Ono: Nær sáttum við fyrrum aðstoðar- mann FÓLK Yoko Ono, ekkja bítilsins John Lennon, náði sáttum við Frederic Seaman fyrrum aðstoð- armann þeirra hjóna áður en dómur var kveðinn upp í málinu. Hún hafði kært Seaman fyrir brot á trúnaðarsáttmála sem Seaman undirritaði við hjónin þegar hann hóf störf hjá þeim árið 1979. Þar með er 20 ára gremju á milli Ono og Seaman formlega lokið. „Ég get á engan hátt afsakað hegðun mína og get því aðeins vonað að Yoko, John og Sean geti fyrirgefið mér fyrir gjörðir mín- ar,“ segir Seaman í fréttatilkynn- ingu sem hann sendi frá sér eftir að sættir náðust. „Eftir rúmlega 20 ár er kominn tími á afsökunar- beiðni.“ Seaman lét Ono eftir einka- réttinn af 374 ljósmyndum sem hann tók af þeim hjónum á þeim 4 árum sem hann starfaði fyrir þau. Hann verður líka að skila öllum eignum Ono í hans vörslu innan tíu daga. Seaman gaf út bók um síðustu ævidaga Lennons árið 1991. Hann viðurkenndi í réttarsalnum á miðvikudag að það hefði verið ætlun hans allan þann tíma sem hann starfaði fyrir hjónin.  14 30. september 2002 MÁNUDAGUR THE SWEETEST THING kl. 8 LITLA LIRFAN - Stuttmynd 4 og 5 PÉTUR OG KÖTTURINN 2 kl. 4 og 6 STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4 og 6 K 19 kl. 8 og 10 Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.40 Sýnd kl. 4.45, 7.30 og 10 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 kl. 8SIGNS kl. 6 og 8MAÐUR EINS OG ÉG 24 HOUR PARTY P. kl. 10.05 THE BOURNE IDENTITY 5.30, 8 og 10.30 LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 6 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 HAFIÐ kl. 5.50, 8 og 10.10 VIT433LILO OG STITCH kl. 4 og 6 VIT 430 LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 3.45 VIT429 SIGNS kl. 8 og 10.10 VIT427 PLUTO NASH kl. 4 VIT432 MAX KLEEBLE´S... 4, 6, 8 og 10.10 VIT441 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 435Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 VIT 427Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 VIT 436 FRÉTTIR AF FÓLKI TÓNLIST „Platan er náttúrulega al- gjör snilld,“ segir bassaleikari Ensíma, Guðni Finnsson með sín- um ofur-yfirvegaða tón, um vænt- anlega þriðju breiðskífu sveitar- innar sem kemur í búðir þann 14. október. „Hún er öll tekin upp í okkar eigin hljóðveri sem heitir Ástarsorg. Þar er okkar æfinga- og vinnuaðstaða. Við erum búnir að vera að taka hana upp með hlé- um frá því í vor. Við hljóðblönd- uðum hana í „Svörtu holunni“ hjá Adda 800. Hún er að fara í fram- leiðslu og við erum mjög sáttir við árangurinn.“ Það er kannski ekki undarlegt að Guðni skuli vera sérstaklega ánægður með þessa skífu. Platan er sú fyrsta sem hann leikur á með sveitinni því hann gekk til liðs við Ensíma skömmu eftir út- gáfu plötunnar „BMX“ á árinu 1999. „Ég held að nýja platan sé frekar rökrétt framhald af „Kaf- bátamúsík“ en „BMX“. Önnur platan var unnin að hluta til af Steve Albini og að hluta til af Adda 800. Hún var því í sjálfu sér ekki eins heilsteypt plata og hún hefði geta orðið. Auk þess var hún unnin í miklum flýti. Núna erum við komnir aftur í það að blanda saman raftónum og rokki.“ Ensími tók upp 15 lög fyrir plötuna en tvö þeirra heltust úr lestinni á leið þeirra á plast. Lag- ið „Burstabær“ sem var afar vin- sælt á Radíó X í sumar verður að finna í nýrri útgáfu. Lagið sem Ensími var að hleypa í spilun heitir „Brighter“. „Þetta er kannski poppaðasta lag plötunnar. Við erum dálítið að leika okkur með órafmögnuð hljóðfæri eins og kassagítar og kontrabassa. Í bland við forritan- ir og rafmagnsgítara að sjálf- sögðu. Þetta lag fer svolítið víða en endar svo í sæmilegum „grodda“. Rafmagnið tekur völd- in í viðlögunum.“ Lagið er eins og platan öll sungin á ensku. „Það var í raun- inni ómeðvituð ákvörðun að skipta. Lögin bara urðu til svona. Það var tekinn upp prufusöngur á ensku og stór hluti hans svo not- aður. Við vildum síður vera að blanda tungumálunum saman,“ segir Guðni að lokum. biggi@frettabladid.is kl. 10.10 FILMUNDUR BATTLE ROYALE ENSÍMI FARIÐ ÚT Á ÖLDUR LJÓSVAKANS Þar sem Ensími hafa aftur fært sig nær raftónunum er ekki ólíklegt að sveitin bæti við sig hljómborðsleikara á næstunni. Það er þó algjört leyndarmál hver það verður. „Hann kemur til með að leika með okkur á Airwaves. Við sjáum bara til hvort það virkar,“ út- skýrir Guðni bassaleikari. Rafmagnið tekur völdin í viðlögunum Nýtt lag með hljómsveitinni Ensími er nú farið að kitla útvarpsbylgj- urnar. Sveitin gefur út þriðju plötu sína, „Ensími“, um miðjan október. TÓNLIST Björk Guðmundsdóttir ætlar að gefa út DVD-disk 18. nóvember næstkomandi með tón- leikum sem hún hélt í Konung- lega óperuhúsinu í London í fyrra. Auk tónleikanna verður 30 mínútna aukaefni sem tekið var upp á tónleikaferðalagi hennar þegar hún kynnti plötuna Vespertine. Útgáfu disksins var seinkað vegna „tæknilegra örð- ugleika“ án þess að það væri skýrt frekar. Tveimur vikum síðar kemur út safndiskurinn Volumen 2 sem inniheldur kynningarmyndbönd og nýupptekið myndband af lag- inu It¥s In Our Hands sem mun brátt líta dagsins ljós. Safnið mun einnig innihalda myndband við lagið My Snare, frá 1997.  Kvartettinn Quarashi hefurfundið nýjan gítarleikara til þess að leika undir hjá sér á næstu tónleikaferð. Sá heitir Franz Gunnars- son og er gítar- leikari Ensíma. Lagt verður af stað í ferðina 4. október og kemur hópurinn heim fyrir Airwaves- hátíðina. Þátttaka Franz með sveit- inni ætti því ekki að trufla starf- semi Ensíma sem eru í þann mund að gefa út þriðju breið- skífu sína. Hvort Franz komi svo til með að leika undir á tónleik- um sveitarinnar í framtíðinni er alveg óráðið. Courtney Love, ekkja KurtCobains, söngvara Nirvana, er við það að ná sáttum við plötufyrirtækið Universal. Fyrir- tækið stefndi söngkonunni og sagði að sveit hennar Hole skuldaði sér fimm plötur til viðbótar. Love stefndi því fyrir- tækinu á móti og hélt því fram að það skuldaði sér þúsundir dollara í ógreidd höfundarlaun. Réttarhöld í fyrra málinu eiga samkvæmt áætlun að hefjast eftir helgi en talað er um að búið verði endanlega að ná sáttum fyrir þann tíma. Talað er um að hluti sáttmálans tryggi Love endanlegt frelsi frá fyrirtækinu. MarieFrederiks- son, söngkona sænsku poppsveitarinnar Roxette, þarf að gangast undir skurðaðgerð á heila til þess að fjarlægja æxli Björk Guðmundsdóttir: Gefur út DVD-disk BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR Ætlar að gefa út tvo diska í þar næsta mánuði. TÓNLIST Það hlýtur að teljast gæða-stimpill þegar Dave Grohl, fyrrum trommari Nirvana og núverandi söngvari/gítarleikari Foo Fighters, ákveður skyndi- lega að ekkert sé mikilvægara en að leika á trommur í hljóm- sveitinni þinni. Í þessu lentu liðsmenn Queens of the Stone Age og var Grohl innleiddur sem tímabundin liðsmaður sveitarinnar á upptökum þriðju breiðskífu þeirra „Songs for the deaf“. Útkoman er skotheld rokk- skífa þar sem hvert grípandi lagið á fætur öðru rennur í gegn. Kröftugur trommusláttur Grohls smellpassar við grípandi rokkkróka QOTSA. Það er engu líkara en að þátttaka Grohls hafi verið vítamínssprauta í hljóm- sveitina því spilagleðin er alls- ráðandi. Adrenalínið hreinlega rennur af plötunni. Platan á und- an þessari, „R“, var einnig full af slögurum en þessi virkar bet- ur á mig sem heild. Þau lög sem eru út úr kú er hent aftast undir yfirskriftinni; „Hidden tracks“ þó svo að lítið sé gert til þess að fela þau. Það virðist vera að leiðin sé upp fyrir sveitina Queens of the stone age. Hér eru alvöru töffarar að leika alvöru rokk. Fullkomin plata fyrir föstu- dags- eða laugardagskvöld. Birgir Örn Steinarsson Adrenalín fyrir föstudagskvöld QUEENS OF THE STONE AGE: SONGS FOR THE DEAF

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.