Fréttablaðið - 30.09.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.09.2002, Blaðsíða 22
22 30. september 2002 MÁNUDAGUR VIKUNESTI Farið hringferð um sundlaugarborgarinnar. Ein laug á dag. Sundhöllin.Eitt af undr- um Reykjavík- ur. Heimsækið að kvöldlagi þegar gufan stendur upp úr byggingunni. Eins og musteri í Austurlöndum. Athyglisverðir gestir. Vesturbæjarlaugin. Best síð-degis. Góð líkamsræktarað- staða sem kostar ekki neitt. Eim- bað án hliðstæðu. Þjónustulipurt og vingjarnlegt starfsfólk. Bað- verðir ekki heimaríkir. Laugardals-laugin. Góð- ur staður í há- deginu. Helsti kosturinn er pylsuvagninn fyrir utan. Árbæjarlaugin. Hefur lengstanopnunartíma; allt framundir miðnætti. Staður barna og jeppa- karla. Breiðholtslaugin. Rétt laug áréttum stað. Skemmtilegir gestir með einarðar skoðanir sem láta allt flakka í pottunum. Ein- föld og harðsoðin laug. Grafarvogs-laugin. Til- valin um helg- ar. Þá fá Graf- arvogsbúar sér sundsprett. Frábær renni- braut í ætt við þá á Akureyri. Staður fyrir þá sem vilja sjá Reykvíkinga sem þeir eru ekki vanir að sjá. Nútímaleg Íslendingasaga Terry G. Lacy hefur gefið út skáldsöguna Raven Gunnar sem byggir á raunveruleg- um atburðum á 13. öld. Örlygsstaðabar- dagi kemur til dæmis við sögu í þessari Ís- lendingasögu í bún- ingi nútímaskáld- sögu. Bókin Raven Gunnar eftir Terry G. Lacy er söguleg skáld- saga sem segir frá uppvexti drengsins Hrafna Gunnars, bar- dögum, ástum hans og vonbrigð- um með deilur og eldgos á Ís- landi í bakgrunninum. Sagan þykir spennandi og skemmtileg og Lacy er sögð fanga einstaka sál Íslendingasagnanna á grein- argóðan hátt og færa hana í stíl nútímaskáldsögu. „Ég hafði hugsað lengi um að skrifa skáldsögu og þegar ég byrjaði komst ég að því að ég á mikla auðlind í kollinum. Hug- myndirnar runnu upp úr mér og ég hef því ákveðið að skrifa aðra bók. Hún mun segja frá afkom- endum Hrafna Gunnars á 18. öld.“ Terry er fædd í Baltimore í Bandaríkjunum en hefur búið á Íslandi í 29 ár. „Fjölskylda mín eyddi sumrunum á eyju í Maine og þar kynntist ég frelsinu sem fylgir því að búa í litlu samfélagi við sjóinn þar sem tengslin við sjávarútveginn eru mikilvæg.“ Áhugi Terryar á eyjasamfé- lögum varð til þess að hún sótti Ísland heim. Landið heillaði hana algerlega og hún ákvað að setjast að hérna. „Það hefur verið ævin- týri líkast að búa á Íslandi. Það er stundum erfitt en alltaf gefandi og skemmtilegt.“ Terry hefur ferðast um landið vítt og breytt og segist kunna best við sig á af- skekktum og torfærum stöðum. Hún kenndi sér íslensku sjálf og þekkir vel til Íslendingasagn- anna. „Ég hef lesið þær flestar, sumar á ensku en aðrar á ís- lensku.“ Hún segist hafa skrifað um Hrafna Gunnar fyrst og fremst til að skemmta sér en voni auðvitað að Íslendingar hafi líka gaman af henni. „Hún kemur samt aðeins út á ensku en ég hef ekki efni á að gefa hana líka út á íslensku.“ Raven Gunnar er tólfta bók Terryar en hún hefur samið orða- bækur og skrifað um Ísland og Íslendingasögurnar. Bók hennar Ring of Seasons er menningar- saga Íslands sem kynnir land og þjóð, menningu og sögu fyrir út- lendingum á aðgengilegan hátt. „Ég gerði grein fyrir ýmsum árs- tíðabundnum viðburðum, afmæl- um, jólum og fleiru og svo fjall- aði ég bara um allt það sem mér finnst skemmtilegt við landið til dæmis huldufólk og drauga.“  SAGA DAGSINS 30. SEPTEMBER FÓLK Í FRÉTTUM TÍMAMÓT Þeir sem stunda heilsurækt íVesturbæjarlauginni í Reykja- vík hafa veitt athygli skeleggum sundkennara, dökkum yfirlitum, sem fer mikinn á sundlaugarbakk- anum. Maðurinn sem um ræðir heitir Ómar Samir og er frá Eg- yptalandi. „Ég er fæddur í borginni Ismalía í Egyptalandi og með BA- próf í íþróttafræði frá háskólanum í Alexandriu, Núna er ég að ljúka MS-prófi í sömu fræðum.“ Frá Há- skóla Íslands? „Nei, fröken,“ segir Ómar og hlær hjartanlega. „Ég reyndi það, en það var of erfitt út af tungumálinu.“ Ómar hefur búið á Íslandi í 16 ár og talar reyndar al- deilis prýðilega íslensku. „Ég lauk háskólanámi árið 1979,“ segir hann, „og gekk þá í herinn, sem er skylda í Egyptalandi. En ég var all- an tímann í landsliðinu í sundi og sundknattleik og kynntist í gegnum íþróttina strákum frá Norðurlönd- unum. Einn þeirra, Kim, útvegaði mér atvinnuleyfi í Danmörku og þaðan lá leiðin til Íslands. Hér var ég í þrjá mánuði og kynntist old- boys-strákum í sundknattleik sem vildu ólmir fá mig til að þjálfa. Síð- an hef ég verið hér með örfáum hléum.“ Ómar er kvæntur egypskri konu sem er á Íslandi með honum. Hún er viðskiptafræðingur, í ís- lenskunámi við háskólann, en vinn- ur sem stendur á leikskóla. Ómar lætur vel af dvölinni á Íslandi. Að- spurður hver sé helsti munur á Eg- yptum og Íslendingum segir hann fólk í grundvallaratriðum allstaðar eins. „En má ég vera hreinskilinn? spyr hann. „Ég tek eftir því að Ís- lendingar hafa svo mikið frelsi að þeir vita eiginlega ekkert hvað þeir eiga að gera við það. Fólk getur haft svo mikið frelsi að það missi jafnvægið. Það er kannski helsti munurinn á Egyptum og Íslending- um að hér vantar ögn upp á agann,“ segir Ómar, sem er samt hæstá- nægður á landinu kalda og reiknar með að kenna íslenskum ungmenn- um sund, og kannski örlítinn aga, enn um sinn.  Ómar Samir, sundkennari í Vesturbæjar- lauginni, er íþróttafræðingur og nuddari frá Egyptalandi. Hann hefur búið á Íslandi í 16 ár og líkar vel. Persónan Fólk í grundvallaratriðum allstaðar eins JARÐARFARIR 13.30 Stefán Hörður Grímsson, skáld, verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni í Reykjavík. 13.30. Sigurður Magnús Sigurðsson, Digranesvegi 72a, Kópavogi, verð- ur jarðsunginn frá Kópavogskirkju. 14.00 Anna G. Jónsdóttir verður jarð- sungin frá Blönduóskirkju. 15.00 Hannes Guðlaugsson, Gnoðar- vogi 74, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Langholtskirkju. 15.00 Hjörtur Jóhannsson, kaupmaður, Haukanesi 18, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni. ANDLÁT Erna Bergsveinsdóttir, Þrúðvangi 13, Hafnarfirði, lést 25. september. Hulda Sigurjónsdóttir, Hrafnistu, Hafn- arfirði, lést 27. september. Sigurður Steinsson lést 22. september. Útförin fór fram í kyrrþey. Eyrún Þorleifsdóttir, Kambsvegi 25, lést 27. september. Bæjarbruni varð á Mýrum,Hítardalsbrenna. Þetta var mannskæðasti eldsvoði á Íslandi og fórust meira en sjötíu manns, meðal annars Magnús Einarsson, biskup. Sjónvarpiðhóf útsend- ingar árið 1966. Dagskrá- in hófst með ávarpi Vil- hjálms Þ. Gíslasonar út- varpsstjóra. Fyrst í stað var sjónvarpað tvo daga í viku, tvær til þrjár klukkustundir í senn. Starfsmenn voru um þrjátíu. Eldgos hófst í Vatnajökli, milliBárðarbungu og Grímsvatna, árið 1996. Það stóð í tvær vikur. Óperan Töfraflautan eftir Moz-art var frumsýnd í Vín árið 1791. TÍMAMÓT TERRY G. LACY Frétti fyrst af Íslandi í Alaska en henni var sagt að flest sem þar bæri fyrir augu mætti finna hér. Hún heimsótti landið fyrir forvitni sakir og hefur búið hér í hart nær þrjá ára- tugi. Það er ekki annað að sjá en aðEinar Karl Haraldsson geti treyst á stuðnings fólks sem er vant í prófkjörsbaráttu hjá Sam- fylkingunni. Meðal þeirra sem leg- gja honum lið má nefna Ólafíu B. Rafnsdóttur sem var skrifstofu- stjóri í forsetaframboði Ólafs Ragnars Grímssonar. Auk hennar eru nefndir til sögunnar Valgeir Baldursson, endurskoðandi og fyrrum framkvæmdastjóri GSP almannatengsla, og Guðjón Davíð Karlsson, leiklistarnemi og bisk- upssonur. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráð-herra, fékk það vandasama verk að fara með og úrskurða í kærum á úrskurði Skipulagsstofn- unar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda við Norðlingaöldu- veitu eftir að Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, vék sæti vegna vanhæfis. Jón tekur verk- efnið alvarlega og eyddi helginni að hluta til í Þjórsárverum. Þar hefur hann væntanlega legið undir feldi, að hætti framsóknarráð- herra, á milli þess sem hann hefur væntanlega virt fyrir sér verin í núverandi mynd og reynt að sökk- va þeim svo í huganum. Björn Bjarnason hefur veriðduglegastur allra stjórnmála- manna að úttala sig um menn og málefni á Internetinu. Heimasíðan hans kom til sögunnar árið 1995 og hann hefur jafnan verið talinn net- væddasti stjórnmálamaðurinn. Björn liggur ekki á skoðunum sín- um í pistlum á síðunni og sendir andstæðingum sínum ósjaldan tón- inn. Síðan nýtur gríðarlegra vin- sælda og greinilegt er að fáir vilja missa af snilli Björns og fjöldi þeirra sem hafa skráð sig á póst- lista hjá Birni er orðinn slíkur að forritið sem keyrir listann hefur ekki haft undan og því hafa ein- hverjir lent í því að fá ekki póst- inn sinn frá Birni. Björn biður þá afsökunar en vonar að „tækni- mönnum hafi tekist að leysa þenn- an vanda“. Þá minnir hann þó sem kæra sig ekki um að fá póst frá sér á að afskrá sig á vefsíðunni. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að starfs- mönnum deCODE, sem sagt var upp fyrir helgi, verður áfram frjálst að vera í mið- lægum gagnagrunnni á heilbrigðissviði. Leiðrétting LAUFIN FALLA Haustlitirnir hafa tekið völdin, skammdegið er farið að láta á sér kræla og tími síðu nærbuxnanna er ekki langt undan. FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT Einstaklega ófríður maður kominn á sálfræðistofu og sagði við sálfræðinginn: „Mér líður mjög illa og er einmana. Enginn vill koma nálægt mér og þeir sem ekki eru hræddir við mig, hlæja að mér. Geturðu hjálpað mér að sætta mig við hvað ég er ófríður.“ Það er ég viss um,“ svaraði sál- fræðingurinn. „Leggstu bara á bekkinn þarna, en væri þér sama þótt þú lægir á grúfu?“ ÓMAR Segir egypska unglinga bera meiri virðingu fyrir fullorðnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.