Fréttablaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 1
STJÓRNMÁL Dúfan sem breyttist í hauk bls. 8 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 7. febrúar 2003 Tónlist 20 Leikhús 20 Myndlist 20 Bíó 22 Íþróttir 18 Sjónvarp 24 KVÖLDIÐ Í KVÖLD KEPPNI Hin árlega Hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema verður haldin í dag. Þetta er í 13. sinn sem keppnin er haldin og að þessu sinni felst þrautin í að koma glerkúlum sem staðsettar eru á miðri braut ofan í gat við enda brautar. Á leiðinni þarf tækið að fella brú og komast yfir tvær hindranir. Keppnin fer fram í sal 1 í Háskólabíói og hefst klukkan 13.00. Glerkúlur í gat HANDBOLTI Heil umferð verður í ESSO-deild karla í handknattleik í kvöld. Það verður hörkuleikur í Austurbergi en þar mætast ÍR og HK. Fram og FH eigast við í Fram- húsinu, Haukar og Víkingar leika að Ásvöllum og KA tekur á móti Gróttu/KR í KA-heimilinu á Akur- eyri. Topplið Vals sækir Selfyss- inga heim, Afturelding og Þór leika að Varmá og ÍBV og Stjarnan leika í Eyjum. Allir leikirnir hefjast klukkan 20.00. Stórleikir í ESSO-deildinni FUNDUR Lagastofnun Háskóla Ís- lands stendur í samvinnu við um- hverfisráðuneytið fyrir opnum fræðafundi í dag um þátttöku al- mennings í ákvörðunum um um- hverfismál. Reynt verður að varpa ljósi á alþjóðasamninga á vettvangi umhverfisréttar og gildandi lög í þessum efnum. Meðal fyrirlesara er dr. Jonas Ebbesson, dósent í um- hverfisrétti við Stokkhólmsháskóla. Fundurinn verður í Hátíðasal Há- skólans í Aðalbyggingu skólans og hefst klukkan 12.15. Almenningur og umhverfismál AFMÆLI Amerískar pönnu- kökur í rúmið FÖSTUDAGUR 32. tölublað – 3. árgangur bls. 26 Útsala afsláttur 70% allt a› Girnilegar tilboðskörfur Smáralind - Glæsibæ MYNDLIST Ullarvettlingar afhentir bls. 30 DÓMSMÁL Sævar Ciesielski segist telja að Geirfinnur Einarsson hafi fyrirfarið sér. Kenningin um að Geirfinnur hafi verið myrtur og líki hans komið fyrir við Djúpa- vatn sé blindgata sem þegar hafi verið könnuð án árangurs. Geirfinnur sást síðast í Hafnar- búðinni í Keflavík að kvöldi 19. nóvember 1974. Sævar, fyrrver- andi unnusta hans og tveir aðrir menn voru dæmd í Hæstarétti árið 1978 fyrir að hafa banað Geirfinni. Sævar segir Geirfinn hafa átt í miklum hjónabandserfiðleikum og hafa sagt að hann kynni að grípa til örþrifaráða. „Það var sýnt fram á að Geir- finnur fór í sjóinn. Hjálparsveit í Hafnarfirði kom með leitarhund áður en þetta varð að lögreglu- máli. Hundurinn beindi þeim niður Vatnsnes og beint að klöpp sem liggur niður að sjó. Hundurinn fór síðan til baka aftur sömu slóð upp að Hafnarbúð,“ segir Sævar. Að sögn Sævars áttu rannsak- endur málsins að taka meira mark á leitarhundinum. Í dag viti menn betur hvaða ályktanir eigi að draga af framgöngu slíkra hunda. Í staðinn hafi verið búin til kenn- ing um að Geirfinnur hafi verið tekinn í bíl framan við Hafnarbúð- ina þó engin ummerki væru um slíkt. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Sævar Ciesielski telur Djúpavatnskenningu ranga: Geirfinnur gekk í sjóinn BENSÍNSALA „Þetta verð er náttúr- lega rugl,“ segir Gunnar O. Skaptason, framkvæmdastjóri Orkunnar. „Við tókum þá stefnu þegar við komum inn á markaðinn fyrir sjö árum að vera ódýrastir og við látum ekki taka það frá okkur.“ Gunnar var á þeyt- ingi um bæinn í gær að fylgjast með verði keppi- nautanna. Hann neitar því ekki að skemmtilegra sé á markaðn- um þegar harka hleypur í sam- keppnina. Verðstríð á bensíni er skollið á milli sjálfsafgreiðslustöðva. Lítraverðið er komið niður fyrir 90 krónur. Bensín hefur því lækkað verð um rúmar tvær krónur á lítrann frá því að Skelj- ungur og Esso boðuðu hækkanir sem dregnar voru til baka. Í fyrradag lækkaði Esso sjálfsaf- greiðslubensínið í 90,30 krónur. ÓB lækkaði bensínverð á stöðv- um sínum í 89,20 krónur á lítr- ann í gærmorgun. Ekki leið á löngu þar til Orkan svaraði með lækkun og fór lítrinn hjá þeim í 89,10 krónur lítrinn. Verðmunur á hæsta og lægsta verði á 95 okt- ana bensíni er því rúmar níu krónur. Á sama tíma hefur verð farið hækkandi á heimsmarkaði. Að sögn Samúels Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra áhættustýringarsviðs Olís, var Olís komið að því að tilkynna um hækkun þegar hin félögin til- kynntu um lækkunina. „Við hættum því við að hækka. Stefna okkar er að bjóða eldsneyti á samkeppnishæfu verði. Við- skiptavinir okkar geta treyst því,“ segir Gunnar sem var á þeytingi í gær að fylgjast með verðinu hjá samkeppnisaðilun- um. Hann segir að miðað við er- lendar verðhækkanir sé ólíklegt að þetta verð haldist lengi. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, segir að það sé ómögulegt að segja hversu lengi þessi staða verði uppi. „Hálft í hvoru er þetta ferð án fyrirheits. Er á meðan er, og ég vona að menn geti tekið mörgum sinnum á bílinn. Verst hvað það er erfitt að geyma þetta,“ segir Kristinn. Hann segir að allt eins megi bú- ast við verðbreytingum mörgum sinnum á dag. haflidi@frettabladid.is NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 24% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á föstudögum? 66% 71% SJÁLFSAFGREIÐSLUSTRÍÐ Fyrsta dag verðstríðs á bensíni í sjálfsafgreiðslu viðraði illa á þá sem dæla sjálfir. Í gær var veðrið hins vegar engin fyrirstaða og margir urðu til þess að nýta sér samkeppni olíufélaga. REYKJAVÍK Suðvestan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél. Hiti 3 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 10-15 Skúrir 3 Akureyri 8-13 Skýjað 3 Egilsstaðir 8-13 Skýjað 3 Vestmannaeyjar 10-15 Skúrir 3 ➜ ➜ ➜ ➜ + + + + „Hálft í hvoru er þetta ferð án fyrirheits. Er á meðan er.“ VERÐ Á 95 OKTANA BENSÍNI SÍÐDEGIS Í GÆR Verð með þjónustu: Esso 98,20 krónur Skeljungur 98,20 krónur Olís 98,20 krónur Verð í sjálfsafgreiðslu: Esso Express 90,30 krónur ÓB 89,20 krónur Orkan 89,10 krónur Bensínverðstríð geisar á sjálfsafgreiðslustöðvum Verð á bensíni er rugl að mati framkvæmdastjóra Orkunnar . Afsláttur er kominn yfir níu krónur. Heimsmarkaðsverð hækkar og ólíklegt að lækkunin vari lengi. SÆVAR CIESIELSKI Hundurinn beindi þeim aðeins á einn stað; Vatnsnes og beint niður að sjó,“ segir Sævar Ciesielski um leitarhund sem hjálp- arsveitarmenn úr Hafnarfirði komu með til Keflavíkur áður en eftirgrennslanin eftir Geirfinni varð að lögreglumáli. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ÞETTA HELST Hæstiréttur þyngdi í gær dómhéraðsdóms yfir Árna John- sen um 9 mánuði. Árni hlaut tveggja ára óskilorðsbundið fang- elsi fyrir brot sín. bls. 2 Impregilo gæti hafið fram-kvæmdir við Kárahnjúkastíflu og aðrennslisgöng um miðjan mars. Samningur við Impregilo verður lagður fyrir stjórn Lands- virkjunar í dag. bls. 4 Háttsemi Flugstöðvar Leifs Ei-ríkssonar sem tengist forvali á viðskiptatækifærum í flugstöð- inni í ágúst í fyrra brýtur í bága við samkeppnislög að mati Sam- keppnisstofnunar. bls. 10

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.