Fréttablaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 12
18. mars 2003 ÞRIÐJUDAGUR FÓTBOLTI Senegalinn El-Hadji Diouf, leikmaður enska liðsins Liverpool, verður ekki með í síð- ari leik liðsins gegn skoska lið- inu Celtic í Evrópukeppni fé- lagsliða. Diouf gerði sig sekan um að hrækja í átt að áhorfendum í fyrri leik liðanna sem endaði með 1:1 jafntefli. Hann hefur beðist afsökunar á framferði sínu. Gerard Houllier, stjóri Liver- pool, sektaði Diouf um tveggja vikna laun fyrir athæfið og hef- ur nú ákveðið að hvíla hann í síð- ari leiknum, sem háður verður á fimmtudag. Evrópska knattspyrnusam- bandið á enn eftir að taka málið fyrir en verði Diouf fundinn sek- ur á hann yfir höfði sér allt að fjögurra leikja bann. Þess má geta að Peter Luccin, leikmaður spænska liðsins Celta Vigo, fékk fjögurra leikja bann fyrir að hrækja á John Hartson, framherja Celtic, í leik liðanna fyrr á leiktíðinni. ■ DIOUF El-Hadji Diouf verður fjar- rri góðu gamni í síðari leiknum gegn Celtic. El-Hadji Diouf: Ekki með gegn Celtic FÓTBOLTI Deportivo og Lokomotiv Moskva eru einu liðin í C- og D- riðlum sem ekki eiga möguleika á sæti í 8 liða úrslitum keppninnar. Liðsmenn Lokomotiv hafa því að litlu að keppa er þeir taka á móti Real Madrid í C-riðli. Real þarf hins vegar á sigri að halda til að vera öruggt um áframhaldandi þátttöku í keppninni. Vicente del Bosque, þjálfari Real, á von á góðum úrslitum í kvöld. „Við vit- um að við verð- um að vinna og við erum sann- færðir um að við náum því. Ég hugsa ekki um að falla úr keppni en ég veit samt að það getur gerst. Madrid hefur leikið stórt hlut- verk í Evrópu undanfarin ár og við viljum halda því áfram,“ sagði Bosque. Þeir Filippo Inzaghi og Bras- ilíumaðurinn Rivaldo, leikmenn AC Milan, verða báðir hvíldir gegn Dortmund í hinum leik C- riðils. Dortmund gæti hrifsað til sín lausa sætið í 8 liða úrslitunum ef það vinnur Milan og Real mis- stígur sig gegn Lokomotiv. Í D-riðli þarf svissneska liðið Basel á kraftaverki að halda til að komast áfram. Liðið þarf að vinna Juventus með fjögurra marka mun og treysta á að Deportivo vinni ekki sinn leik gegn Manchester United. „Ef við erum 2:0 yfir í hálfleik getur allt gerst,“ sagði Hakan Yakin, leik- maður Basel, sem heldur enn í vonina um að komast áfram. Juventus nægir aftur á móti jafntefli gegn Basel til að tryggja sér áframhaldandi þátttöku. Igor Tudor, sem skoraði sigurmark Juventus gegn Deportivo í síð- ustu viku, kemur að öllum líkind- um inn í byrjunarliðið í stað Hol- lendingsins Edgar Davids, sem er í banni. Búist er við því að United tefli fram hálfgerðu varaliði gegn Deportivo í hinum leik D-riðils. Roy Keane, Sebastian Veron, Wes Brown og Quinton Fortune eru allir meiddir. Auk þess verða þeir Ruud van Nistelrooy, Rio Ferdin- and, Paul Scholes, Gary Neville og David Beckham allir hvíldir. ■ RAÚL Raúl Gonzalez, framherji Real Madrid, fagnar öðru af tveimur mörkum sínum gegn AC Milan í síðustu viku. Síðasta umferð í milliriðlum Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld. Manchester United og AC Milan eru örugg áfram í C- og D-riðlum. Juventus og Real Madrid eru líklegustu liðin til að fylgja þeim. AP /M YN D LEIKIR KVÖLDSINS C riðill: Lokomotiv-Real Milan-Dortmund D riðill: Basel-Juventus Deportivo-Man.Utd STAÐAN C-riðill AC Milan 5 12 R. Madrid 5 8 Dortmund 5 7 Lokomotiv 5 1 D-riðill Man. Utd 5 13 Juventus 5 7 Deportivo 5 4 Basel 5 FÓTBOLTI Ajax frá Amsterdam var stofnað á þessum degi árið 1900. Félagið komst fljótlega í fremstu röð í Hollandi en það var ekki fyrr en á sjöunda áratugi 20. ald- ar að það náði núverandi stöðu í evrópskri knattspyrnu. Það var einkum tvennt sem var forsenda þess, upphaf atvinnuknattspyrnu í Hollandi árið 1954 og þróun nýs leikstíls sem braut upp leikkerfi fyrri áratuga og krafðist mun meiri fjölhæfni af leikmönnum en áður. Þjálfari Ajax á upp- gangstímanum var Rinus Michels, fyrrum leikmaður fé- lagsins sem kom hingað til lands með félaginu árið 1949. Ajax hefur oft þurft að selja sína bestu leikmenn til stóru fé- laganna á Ítalíu og Spáni, s.s. Jo- han Cruyff og Marco van Basten, en með öflugu uppeldisstarfi og útsjónarsemi í leikmannakaup- um hefur Ajax tekist að halda sér í fremstu röð. Þjálfari Ajax er Ronald Koeman en í fjölþjóð- legum leikmannhópi eru sextán erlendir leikmenn og tólf Hol- lendingar. Á miðvikudag reynir fyrir alvöru á styrk þeirra þegar Ajax keppir við Roma um sæti í átta liða úrslitum Meistaradeild- arinnar. ■ ZLATAN IBRAHIMOVIC Afrekaskrá Ajax er löng og glæsileg. Félag- ið hefur 28 sinnum orðið hollenskur meistari, 15 sinnum bikarmeistari, Evrópu- meistari árin 1971, 1972, 1973 og 1995, Evrópumeistari bikarhafa árið 1987, Evrópumeistari félagsliða árið 1992 og heimsmeistari félagsliða 1972 og 1995. Stofndagur: Ajax á afmæli í dag Fjögur lið berjast um tvö sæti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.