Fréttablaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 24
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 TATTOO OG HELOSAN Sótthreinsandi, græðandi, mýkjandi. Skoðið á: www.google.com tattoo+helosan fæst í apótekum P&S ehf. S: 897.0646 Lag ers ölu nni lýk ur í bláu húsunum Fákafeni Bakþankar KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign. Allt að 80%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar Frjálsa fjárfestingarbankans Fasteignalán Frjálsi fjárfestingarbankinn, Ármúla 13a, sími 540 5000, www.frjalsi.is „Ég lagði töskuna mína á eldavélina á meðan ég var að taka peningaveskið mitt úr henni og fór síðan út í sund með syni mínum. Þegar ég kom heim eftir hádegið var allt á kafi í reyk í íbúðinni. Taskan var brunnin til ösku og sót og reykur um allt. Ég fékk nánast taugaáfall. Lánið í óláninu var þó að skömmu áður hafði tryggingamaður frá VÍS komið heim til mín til að fara yfir tryggingarnar mínar og þá ákvað ég að færa mig yfir í F plús tryggingu. Það er líklega skynsamlegasta ákvörðun sem ég hef tekið um ævina.“ Það er Bylgja Björnsdóttir, kennari og móðir 7 ára drengs, sem svo segir frá brunatjóni sem varð á íbúð hennar í fjölbýlishúsi í Breiðholtinu í sumar. „Þar sem þetta var að morgni dags, var auðvitað slökkt á eldavélinni enda hafði ég ekkert notað hana síðan kvöldinu áður. Einhvern veginn hlýt ég að hafa strokist við rofana á vélinni með þeim afleiðingum að eldavélarhella fór af stað. Ég hafði áður orðið vör við að takkarnir voru mjög lausir á eldavélinni og þurfti ég stundum að setja eitthvað fyr- ir þá svo strákurinn minn fiktaði ekki í þeim þegar hann var minni. Þegar ég kom heim aftur var aðkoman heldur nötur- leg,“ segir Bylgja sem kvaðst strax hafa hringt til móður sinn- ar. Hún ráðlagði henni að tala við fulltrúa VÍS og kom hann á staðinn skömmu síðar. „Ég fékk frábæra þjónustu hjá VÍS. Um leið og tjónamatsmað- urinn kom hughreysti hann mig með því að segja að þetta væri nú ekki mikið mál þar sem engum hefði orðið meint af. Ég varð að flytja út úr íbúðinni í hálfan mánuð á meðan menn á vegum VÍS máluðu íbúðina, létu hreinsa föt, sængur, sængurföt, hand- klæði, teppi, gluggatjöld og nánast allt í íbúðinni. Þeir tóku meira að segja heimilistækin og létu hreinsa þau,“ segir Bylgja og bætir við að fulltrúi VÍS hefði jafnframt beðið hana að skrifa niður allt sem skemmst hafði og óhreinkast af sóti. „Ég fékk að sjálfsögðu nýja eldavél og töskuna bætta og allt sem í henni var. Sótið var svo mikið eftir þetta að nánast allt var undirlagt.“ Bylgja segist þó þrátt fyrir allt vera afar þakklát fyrir að ekki fór verr. Enginn virtist vera heima í öðrum íbúðum í stigagang- inum og því varð enginn eldsins var fyrr en Bylgja kom heim. „Ég er t.d. þakklát fyrir að ekkert skemmdist sem er óbætan- legt, eins og t.d. ljósmyndir og erfðagripir sem ég átti frá ömmu minni og afa. Þegar ég les um eldsvoða í blöðunum, hugsa ég til fólksins sem verður fyrir þessu og missir kannski allt en það var ekki fyrr en ég lenti sjálf í svona tjóni að ég gerði mér grein fyrir hversu miklu áfalli maður verður fyrir. Ég get heldur ekki hugsað þá hugsun til enda hvað hefði gerst ef þetta hefði komið fyrir að kvöldi eða nóttu til. Ég skil líka núna hversu mikilvægar tryggingar eru því það er svo ótrúlega margt sem getur gerst sem maður á ekki von á og sjálf gerði ég mér ekki grein fyrir hversu margir hlutir skemm- ast og óhreinkast við ekki meiri eld en þetta. Eitt er víst að ég greiði tryggingaiðgjöldin mín með gleði í hjarta eftirleiðis,“ seg- ir Bylgja og tekur fram að hún hafi sérstaklega skoðað takkana á nýju eldavélinni áður en hún var keypt. „Ég vil engum svo illt að lenda í svona tjóni jafnvel þótt maður fái það bætt.“ Ármúla 3 · 108 Reykjavík · Þjónustuver 560 5000 upplysingar@vis.is · www.vis.is þar sem tryggingar snúast um fólk – segir Bylgja Björnsdóttir sem varð fyrir brunatjóni í sumar Allt á kafi í sóti og reyk RD Þú færð allar öryggisvörur fyrir heimilið í Öryggisverslun VÍS á www.vis.is Blóðug leiksýning Vinsamlegast slökkvið á farsím-um. Leiksýningin er um það bil að hefjast. Þetta verður myndrænt sjónarspil þó reynt verði að velja at- riði fyrir sýningargesti. Sýningin verður svart drama í beinni á CNN. Blóð mun renna, en þó aðeins valið blóð í Langtburtístan. Þjóðir heims sem hrópa á hefnd vegna hryðju- verka fá hefndina beint í æð. Það skiptir ekki öllu þótt fórnarlömb hafi ekkert komið nálægt hryðjuverkum á sinni ævi. Hefndin verður sýnileg í sjónvarpi fyrir vestan. „STUND SANNLEIKANS“ er tit- illinn og markmiðið er að murka líf- tóruna úr lífseigasta illmenni sög- unnar sem hefur ótrúlega burði til að felast. Til þess að finna nál í hey- stakki þarf að kveikja í hlöðunni og brenna hana til grunna. Tölvuleikur- inn verður seldur í hléi. Dömur mín- ar og herrar, standið á öndinni. Eins og gengur mun einhverjum finnast sýningin léleg en öðrum góð. Sýning- in er alls ekki við hæfi viðkvæmra. Sameinaðar þjóðir, Frakkar og aðrir veiklundaðir vesalingar hafa sólar- hring til að koma sér út úr húsi ellegar sitji þeir kyrrir í sætum sín- um og láti af frammíköllum, væli og veini á meðan á sýningu stendur. Á HLIÐARVÆNG verður svo boð- ið upp á ofurlitla uppfærslu á aukn- um pyntingum í Palestínu í skjóli styrjaldar í Írak. Þar verður haldið áfram að valta yfir heimili fólks og hóta börnum með byssukjöftum. Bú- ast má við lítilli athygli þar þegar frumsýning hefst á „Stund sannleik- ans“ í Írak. Mun það gefa ísraelskum leikstjórum þægilegt svigrúm til spuna og framþróunar á sínu verki. HÖFUNDARNIR, Bússi og Tóní, hafa staðið sterkir mót öllum tilraun- um misviturra manna til að breyta handritinu, en útlit er fyrir að þeir haldi í einu og öllu sínum listræna rétti. Svíni, listrænn ráðgjafi Bússa, segir að þrýstingur á hinn vitra höf- und sé mikill og að á næstu dögum þurfi hann að taka „mjög, mjög erf- iða og mikilvæga ákvörðun“. En sem sagt allt útlit fyrir að hið blóðuga handrit haldi velli og að sýningin sé að hefjast. Hallið ykkur aftur og njótið sýningarinnar, sem er einstök í sinni röð. Hún hefst með ávarpi leikstjórans og lýkur með því að olíu verður sprautað yfir sýningargesti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.