Fréttablaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 17
Chris Martin, söngvari Coldplay,kom aðdáendum sínum á óvart þegar hann steig á svið með Ian McCulloch á tón- leikum sem haldn- ir voru til þess að mótmæla stríði gegn Írak. Pilt- arnir tóku saman lagið „Walk on the Wild Side“ eftir Lou Reed. Martin tók svo síðar lögin „Yellow“ og „In My Place“ einn og óstuddur. Auglýsing sem leikarinn MartinSheen lék í fyrir Visa hefur verið kippt úr um- ferð. Ástæðan er talin vera hversu áberandi leikar- inn hefur verið í andstöðu sinni við hernað gegn Írak. Greiðslukorta- fyrirtækið hefur einnig slitið samn- ingi sínum við leikarann vegna fjölda kvartana sem borist hafa fyrirtækinu. Dúettinn Turin Brakes sló í gegnstrax á fyrstu plötu sinni „The Optimist“. Platan var stútfull af grípandi laglínum og kynlaus rödd söngvarans Ollie Knights gefur sveitinni afar sérkennilegt yfir- bragð. Tilfinningaríkur söngvari með rödd sem gefur Jeff Buckley ekki mikið eftir. Nú rennur önnur plata dúettsins í hús og ég fæ þá tilfinningu að þeir félagar hefðu átt að gefa sér meiri tíma í hana. Frágangur og flutning- ur er fínn en neistann sem flaug af fyrri slögurum vantar. Það þekkist vel að hljómsveitir eyði sex árum í fyrstu plötu, fái svo samning og þurfi að framleiða framhaldsplöt- una á sex mánuðum. Það virðist vera tilfellið hér, því miður, og það heyrist. Versta tilfellið er lagið „Self Help“ sem er óþægilega líkt leið- indalaginu „What’s Going On“ með Four Non Blondes. Stór mínus þar. Þið megið þó ekki misskilja mig, þetta er ekki slæm plata. Bara von- brigði, of lík frumburðinum að mínu mati og með mun lakari laga- smíðar. Ég fékk það á tilfinninguna að lögin væru afgangarnir sem ekki náðu inn á fyrri plötuna. Ég hef fulla trú að þessi sveit geri betur næst. Í þetta skiptið fær hún þó falleinkunn. Birgir Örn Steinarsson 17ÞRIÐJUDAGUR 18. mars 2003 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 Sýnd kl. 5 og 8 bi. 16 áraABOUT SCHMIDT kl. 5.30, 8 og 10.30 BLUE CRASH kl. 4 og 6 THE RING kl. 10.10 THUNDRPANTS kl. 4 og 6 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4 Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 bi. 12 ára Sýnd kl. 8 og 10.40 bi. 12 ára FRIDA kl. 5.30 12 ára DAREDEVIL bi. 16 kl. 5.30, 8 og 10.20 PUNCH DRUNKEN bi. 12 kl. 8 og 10.10Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 bi. 12 ára Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 bi. 16 ára Slappt framhald Umfjölluntónlist TURIN BRAKES: Ether Song Hljóðrita og gefin út árið 1976. Björgvin hafði þá áður verið í Æv- intýri en færði sig yfir í kántrí- skotnari tóna með Brimkló- armönnum. Sveitin gaf út fimm plötur á ferlinum en síðasta útgáfa hennar var safnplatan „Sígildar sögur“ sem kom út rétt fyrir alda- mótin. „Í Ævintýrinu hlustuðum við, Arnar og Sigurjón mikið á kántrí. Ég myndi segja að Brimkló hafi verið fyrsta hljómsveitin sem var að útbreiða þessa tónlist hér á landi. Ég hafði mikið hlustað á þetta sem krakki í Kananum og hlusta enn meira á þetta í dag, hef til dæmis alltaf gaman af Johnny Cash.“ Björgvin segist finna fyrir mik- illi uppsveiflu í kántrískotinni tón- list í dag. „Stórt vandamál í tónlist- arheiminum er minnkandi plötu- sala. Það eru margar samvirkandi ástæður fyrir því. Þar á meðal sjó- ræningjastarfsemi, hugsanlegur misskilningur hljómplötuútgef- enda á markaðnum, verri plötur og of mikil mötun í miðlun. Sú tónlist sem sækir alltaf á er kántrítónlist og er í raun hið sanna popp. Þetta eru góðir textar, vel spilað og góð- ar sönglínur. Rapptónlistin er að dala í sölu. Enda er hún að breyt- ast og kominn meiri söngur í hana.“ Björgvin tekur ekki fyrir það að Brimkló hljóðriti eitthvað nýtt efni. Annars er hann með nóg á prjónunum þessa daganna, undir- býr útgáfu sjöttu „Íslandslaga“ plötunnar og nýrrar sólóplötu sem kemur út í haust. biggi@frettabladid.is Samtök um lögleiðingu kannabisefna halda tónleika: Jón Gnarr meðal dagskrárliða Nýstofnuð Samtök um endurlög-leiðingu kannabisafurða, eða SEK, hafa bókað tónleikahúsið Austurbæ fyrir 5. apríl næstkom- andi þar sem fram eiga að fara tón- leikar til styrkar samtökunum. Þar munu koma fram margir lands- þekktir listamenn. Þar á meðal eru Jón Gnarr sem verður með uppi- stand og fræðslu, Móri, Brain Police, Mezzías og Urður, söngkona Gusgus. Íslensku samtökin eru angi af alþjóðlegu samtökunum NORML, „The National Organization of the Reform of Marijuana Laws“, og segir talsmaður samtakanna að þau berjist fyrir vitsmunalegri um- ræðu um kannabisefni á Íslandi. „Við viljum aukna fræðslu um kannabisefni og aðalmarkmiðið í augnablikinu er að reyna að fá refsilöggjöfinni breytt,“ segir Móri, talsmaður samtakanna, „þannig að neytendur séu ekki stimplaðir sem glæpamenn af al- menningi. Við tökum þetta í hænu- skrefum og viljum miðla réttum upplýsingum til hópsins.“ Móri segist hafa fengið góð við- brögð frá tónlistarmönnum og að fleiri sveitir hafi viljað spila en komust að. Hann segist ekki óttast afskipti yfirvalda. „Það verður hvorki áfengis- né kannabisneysla leyfð á svæðinu. Það verða bara seldir bolir og barmmerki. Þetta eru bara styrktartónleikar fyrir þessi samtök sem halda meðal ann- ars uppi upplýsingavefum www.cannab.is. Ég skil ekki af hverju yfirvöld ættu að stoppa þetta. Þá varðar það bara við mann- réttindi.“ MÓRI „Hugmyndin er svo að halda svona tón- leika kannski fjórum sinnum á ári,“ segir Móri, liðsmaður í S.E.K., Samtökum um endurlögleiðingu kannabisafurða, sem standa fyrir styrktartónleikum í Austurbæ þann 5. apríl. „Svo gætum við til dæmis haldið iðnaðarsýningu á hampi í Laugar- dalshöll. Við erum líka að undirbúa mót- mæli.“ ■ TÓNLIST JÓN GNARR Verður með uppistand og fræðslu um kannabisefni. FRED DURST Segir í nýlegu viðtali við tónlistarblaðið Kerrang að lítill sem enginn munur verði á sveitin við fráhvarf Wes Borland gítarleik- ara. Fred Durst úr Limp Bizkit: „Sagði Bor- land hvað ætti að spila“ TÓNLIST Fred Durst, höfuðpaur bandarísku rokksveitarinnar Limp Bizkit, segir meginástæðuna fyrir fráhvarfi Wes Borland gítarleikara hafa verið að hann hafi orðið leiður á því að vera skipað fyrir hvað hann ætti að spila. Borland yfirgaf sveitina áður en upptökur á vænt- anlegri breiðskífu sveitarinnar, „Bipolar“, hófust í fyrra. Aðdáend- ur sveitarinnar hafa haft áhyggjur af því að innslag gítarleikarans komi til með að vanta sárlega á nýju plötuna. „Ég áttaði mig á því eftir að Wes hætti að ég þyrfti að taka upp gítar- leikinn sjálfur,“ sagði Durst í ný- legu viðtali við rokkblaðið Kerrang. „Þess vegna hætti Wes, því hann vildi fá frelsi“. ■ DIXIE CHICKS Hafa bætt sér í hóp stríðsandstæðinga. Texasbúar eru ævir. DixieChicks valda usla: Ekki stoltar af Bush TÓNLIST Kántrístúlkurnar í Dixie Chicks eru komnar í vandræði í heimafylki sínu Texas eftir um- mæli er ein þeirra lét falla á tón- leikum í London í síðustu viku. Þar sagði söngkonan Natalie Maines að þær væru ekki stoltar af því að for- seti Bandaríkjanna, George Bush, væri frá Texas. Eftir að fregnir af ummælum Maines bárust útvarpsstöðinni WKDF-FM hafa hlustendur hringt ítrekað inn og hvatt stöðina til þess að sniðganga tónlist stúlknanna. Söngkonan heldur sig við skoðun sína og segir forsetann vera að hunsa vilja þjóða heimsins. ■ Keramik fyrir alla • Laugavegi 48b, sími 552 2882. Opið: virka daga 11-18, laugard. 13-17, miðvikudagskvöld 20-23 Þú færð 50% afslátt þegar þú bókar þinn hóp. Komdu elskunni þinni á óvart og málaðu handa henni bolla!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.