Fréttablaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 16
NEW YORK, AP Pulitzer-verðlaunin í blaðamennsku árið 2003 voru af- hent í New York á dögunum. Aðal- verðlaunin féllu í skaut The Boston Globe fyrir víðtæka og djarfa umfjöllun um kynferðis- lega misnotkun kaþólsks prests sem blaðið átti þátt í að fletta ofan af. Dagblöðin Washington Post og Los Angeles Times sópuðu þó til sín bróðurpartinum af verðlaun- unum en New York Times, sem átti miklu happi að fagna á síðustu verðlaunaafhendingu, hlaut að- eins ein verðlaun að þessu sinni. Pulitzer-verðlaunin fyrir ljós- myndun komu í hlut Don Bart- letti, ljósmyndara hjá Los Angeles Times fyrir áhrifaríka framsetn- ingu á áhættusömu og viðburða- ríku ferðalagi utangarðsung- menna frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. Verðlaunin, sem afhent hafa verið árlega síðan 1917, eru afar eftirsótt enda einhver helsta við- urkenning sem veitt er í blaða- mennsku í Bandaríkjunum. ■ 18 11. apríl 2003 FÖSTUDAGUR G Ú S T A HVERFISGÖTU 21 • SÍMI 552 8755 • FAX 562 3188 • www.fbm.is • fbm@fbm.is Sumir KOMAST ekki á aðalfund – EN HVAÐ MEÐ ÞIG? Aðalfundur FBM verður haldinn laugardaginn 12. apríl nk. á Grand Hótel v/Sigtún, kl. 10. Morgunkaffi er milli 9 og 10 og einnig verður boðinn matur í fundarhléi. o Aðalfundarmál og önnur mál. Nefndir sem fjallað hafa um aðild FBM að ASÍ og um nýtt nafn á FBM skila áliti. Reikningar, fundargerðir, tillögur um laga- breytingar og aðrar framkomnar tillögur liggja frammi á skrifstofu FBM frá og með 3. apríl 2003. Fyrir fundinum liggja lagabreytingar. Pulitzer-verðlaunin í blaðamennsku: Áhættusamt ferðalag utangarðsungmenna BÖRN OG HRÆGAMMAR Börn leita verðmæta í kapp við hrægammana á ruslahaugum í Tegucigalpa í Hondúras. Hinn fimmtán ára gamli Juan Antonio Flores er að myrkranna á milli í leit að mat eða munum sem hann getur selt til þess að framfleyta fjölskyldu sinni. Til þess að forðast óþefinn og flugurnar vefur Antonio gamalli skyrtu fyrir vit sín. M YN D /A P- D O N B AT LE TT I ÓTTALAUS Hinn tólf ára gamli Denis Evan Contrarez frá Hondúras stekkur óhræddur á milli vagna á vöruflutningalest í bænum Mapastepic í Mexíkó. Denis bjó hjá eldri systur sinni í San Pedro Sula í Hondúras en ákvað að stinga af að heiman og freista þess að finna móður sína í San Diego. M YN D /A P- D O N B AT LE TT I FRJÁLS OG ÁHYGGJULAUS Ungur piltur og stúlka brosa til ókunnra ungmenna sem sitja á þaki lestarvagns á leið í gegnum í gróðursæl sveitahéruð Mexíkó. Utangarðsungmenni frá Mið-Am- eríku velja sér oftast þann ferðamáta að laumast um borð í vöruflutningalestir í von um að með því móti komist þau yfir landamærin til Bandaríkjanna. M YN D /A P- D O N B AT LE TT I Nýbý laveg i 14 , Kópavog i . S ím i 554 4443 . Fax 554 4102 . Lausnin á góðum merkingum ptouch 3600 smávara lager bókasafn einstök prentgæði • sterkir borðar • borðar í mörgum litum og breiddum fjölbreytt letur og tákn • prentar strikamerki • 360 dpi prentun usb tengi • prentflötur allt að 27 mm 13 90 .3 5 SJÁLFSMYND Don Bartletti, ljósmyndari hjá Los Angeles Times, situr íhugull um borð í lestarvagni á leið í gegnum Oaxaca-hérað í Mexíkó. Í þrjá mán- uði ferðaðist Bartletti fram og til baka á milli Guatemala og Texas til þess að festa á filmu áhættusamt ferðalag flökkubarna frá Mið-Am- eríku til fyrirheitna landsins í norðri, Bandaríkjanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.