Fréttablaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 34
52 ÁRA „Ég ætla í vinnuna eins og venjulega og svo fer ég út að borða með vinum mínum í hádeginu. Veit ekki hvert, því þeir ákveða það. Þetta verður óvissuferð,“ segir Inga Sólnes, sem er 52 ára í dag. Inga rekur ferðaþjónustuna Gesta- móttökuna sem sér um fundi og ráðstefnur fyrir hópa, jafnt inn- lenda sem erlenda. „Eftir vinnu býð ég svo vinum og fjölskyldu að skoða ný húsakynni fyrirtækisins í Bankastræti 10, þar sem ég er að koma mér fyrir til frambúðar.“ Þegar Inga var ung stúlka norð- ur á Akureyri vildi það brenna við að afmælisdagurinn hennar gleymdist. Bar hann oft upp á páskum og vegna annríkis sem þá vill verða gleymdist litla stúlkan: „Það gerðist reyndar ekki nema einu sinni en þá grét ég mikið. Síð- an er það lenska í fjölskyldunni að spyrja mig á afmælisdaginn hvort ég sé búin að gráta mikið,“ segir Inga, sem er dóttir Jóns heitins Sólnes, bankastjóra og alþingis- manns á Akureyri, og Ingu Sólnes. Hún er gift Jóni Sigurjónssyni bankamanni og saman eiga þau þrjá drengi. „Strákarnir mínir vekja mig alltaf með söng á afmælisdaginn og færa mér lútsterkt te í rúmið. Svona te með mjólk eins og Bretar drekka,“ segir Inga, sem vandist tedrykkjunni þegar hún bjó í Englandi um átta ára skeið og vann meðal annars hjá Flugleiðum. Inga ráðgerir að fara snemma að sofa í kvöld því mikið annríki fylgir vor- blænum í ferðaþjónustunni. ■ 36 11. apríl 2003 FÖSTUDAGUR Afmæli ■ Inga Sólnes, framkvæmdastjóri Gesta- móttökunnar, er 52 ára í dag. Í æsku grét hún stundum á afmælisdaginn vegna þess að hann gleymdist í páskaönnun- um. Í ár er ekki hætta á því. Kynningarfundur í kvöld klukkan 20:00 í safnaðarheimili kirkjunnar við Laufásveg. Alfa er öllum opið og er fyrir þá sem vilja leita svara við spurningum um tilgang lífsins og vilja kynna sér grundvallaratriði kristinnar truar. Alfa er fyrir þá sem trúa, sem efast og síðan ekki síst fyrir þá sem ekki trúa, eða eru leitandi á trúarsviðinu. Komdu í kvöld og kynntu þér málið án allra skuldbindinga. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson Hreiðar Örn Zoega Stefánsson Fríkirkjan í Reykjavík, sími 552-7270 Vefslóð: www.frikirkjan.is • Netfang: frikirkjan@frikirkjan.is ALFA - námskeið í Fríkirkjunni í Reykjavík 13.30 Guðlaug Huld Nielsen, Hátúni 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 13.30 Hólmfríður Hólmgeirsdóttir, Byggðavegi 136a, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju. 13.30 Jón Pétursson, Eyrarhrauni, Hafn- arfirði, verður jarðsunginn frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði. 13.30 Vigdís Þjóðbjarnardóttir verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 14.00 Albert Karl Sanders, Hraunsvegi 19, Njarðvík, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju. 14.00 Unnur Ingimundardóttir, dvalar- heimilinu Höfða, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju. 15.00 Jóhann Þórðarson, Bugðulæk 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 15.00 Stefán Jónsson, Sléttuvegi 17, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju. Jóhanna Guðjónsdóttir, dvalarheimilinu Höfða, lést 8. apríl. Lilja Jónsdóttir, Kálfsstöðum, Vestur- Landeyjum, lést 8. apríl. ■ Jarðarfarir ■ Andlát INGA SÓLNES Fær te í rúmið og óvissuferð í hádeginu á afmælisdaginn. Afmælið gleymdist vegna páskanna VATNIÐ GÓÐA Fyrsti innivatnspósturinn sem Orkuveita Reykjavíkur hefur látið hanna og smíða er kom- inn í notkun á Barnaspítala Hringsins við Hringbraut. Vatnspósturinn er hannaður af iðn- hönnuðunum Önnu Lísu Sigmarsdóttur og Matthew Rohrbach. Orkuveitan ætlar að gefa fleiri slíka til leikskóla, íþróttahúsa, skóla og fleiri stofnana til að stuðla að betra aðgengi að okkar tæra og rómaða vatni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.