Fréttablaðið - 11.04.2003, Síða 19

Fréttablaðið - 11.04.2003, Síða 19
FÖSTUDAGUR 11. apríl 2003 21 flokkurinn vill leggja niður ÁTVR „þegar í stað,“ eins og seg- ir í ályktun landsfundar, „og selja eignir þess“. Flokkurinn telur að sala á áfengi eigi að vera í höndum einkaaðila sam- kvæmt reglum sem Alþingi lög- festir. Í skýrslu Einkavæðingar- nefndar, sem lesa má á heima- síðu forsætisráðuneytisins, er jafnframt minnst á Íslandspóst sem álitlegt einkavæðingarverk- efni, auk þess sem orkugeirinn er talinn hugsanlegur vettvang- ur frekari einkavæðingar. Þar er einnig talið líklegt að útboð á rík- isverkefnum, eins og Hvalfjarð- argöngin eru dæmi um, geti færst í vöxt. Í pólitískri umræðu hefur verið minnst á einkavæð- ingu í heilbrigðis- og skólakerfi, en ljóst er að það er umdeilt, sem og hugsanleg einkavæðing stofn- ana eins og Ríkisútvarpsins og Lánasjóðs íslenskra námsmanna, svo einhverjar sé nefndar. gs@frettabladid.is LANDSBANKI ÍSLANDS 81,3% hlutur í Landsbanka Íslands seldur fyrir tæpa 22 milljarða á árabilinu 1999- 2003. ÍSLENSKIR AÐALVERKTAKAR 10% hlutur seldur árið 1998. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Á árunum 1999 og 2003 var 67,9% hlutur í Búnaðarbanka Íslands seldur fyrir rúma 17 milljarða. EINKAVÆÐING Pétur Blöndal, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, seg- ir að næst eigi ríkið að einka- væða Landssímann því mjög slæmt sé fyrir fyrirtækið að vera með þennan opinbera stimpil á herðunum í samkeppni við einka- fyrirtæki. „Einkavæðing er mjög jákvæð því hún bætir rekstur fyrirtækja og gerir meiri kröfur um arð- semi,“ segir Pétur. „Þetta hefur svo áhrif á jafnrétti kynjanna merkilegt nokk því þegar gerð er krafa um arðsemi fyrirtækja hafa þau ekki efni á að mismuna fólki eftir kyni eða öðru.“ Pétur segir brýnt að huga að einkavæðingu orkufyrirtækja eins og t.d. Orkubús Vestfjarða og Rarik. Þá segir hann vel raun- hæft að einkavæða Lands- virkjun. „Íslendingar eiga þetta fyrir- tæki og af hverju ættu þeir ekki að geta átt það með öðrum hætti? Það hefur verið talað um að Landsvirkjun njóti lágra vaxta vegna opinberrar ábyrgðar, en þetta er það nákvæmlega sama og sagt var þegar Fiskveiðisjóð- ur var einkavæddur. Nokkru seinna afsalaði Fiskveiðisjóður sér ríkisábyrgðinni því hann fékk betri kjör hjá FBA.“ Pétur segir nauðsynlegt að ræða mögulega einkavæðingu ÁTVR. „Ég sé ekki af hverju opinber- ir starfsmenn þurfa að afgreiða áfengi – ég bara skil það ekki. Það er hægt að hafa eftirlit með sölu áfengis þó ríkið sé ekki að selja það. Það er t.d. gert með lyf og eru þó mörg lyf miklu hættu- legri en áfengi.“ ■ PÉTUR BLÖNDAL Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir brýnt að huga að einkavæðingu orkufyr- irtækja. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um einkavæðingu: Landsvirkjun næst í röðinni

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.