Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 26. apríl 2003 21 Frá vöggu til grafar Vernharð Guðmundsson er for-maður Landssambands slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna og segir starfið bæði skemmtilegt og gefandi. „Formannsstarfið felst í hagsmunagæslu fyrir stétt sjúkra- flutninga- og slökkviliðsmanna í landinu, gerð kjarasamninga og námskeiðahald af ýmsu tagi,“ segir Vernharð.“ Það eru til dæmis sífellt gerðar meiri kröfur í þessu starfi um endurmenntun og ég á sam- skipti við ótal margt fólk, sem er mjög skemmtilegt.“ Vernharð er sjálfur slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður með para- medic-gráðu, þannig að hann hefur leyfi til að gera meira en ella fyrir sjúklingana. Hann segir starfið reyna á, en fyrst og fremst sé það gefandi. „Við upplifum allan skalann frá vöggu til grafar, tökum á móti nýjum ein- staklingum sem er auðvitað frá- bært, en svo erum við stundum að missa fólk sem deyr í höndunum á okkur. Erfiðustu tilvikin eru bráð veikindi og slösuð börn, það er alltaf jafn erfitt að takast á við það.“ Vernharð segir þá sem hafa paramedic-menntunina kannski að einhverju leyti betur undirbúna undir erfiðustu tilvikin. „Það felst í því að reynslan er meiri og þekk- ingin aðeins dýpri, en andlega hlið- in er okkur jafn erfið og hinum. En það hefur orðið bylting hvað varðar að kalla til utanaðkomandi aðstoð eftir erfið tilfelli og menn reyna að tala saman eftir erfiðar vaktir. En svo er líka margt ólýsanlega gef- andi í þessu starfi og bregst ekki að okkur er tekið fagnandi þegar við komum.“ Vernharð er í framboðið fyrir Sjálfstæðisflokkinn og segir vanta fleiri stundir í sólarhringinn. „Svo var ég að eignast mitt þriðja barn, svo það er nóg að gera,“ segir Vern- harð. ■ VERNHARÐ GUÐMUNDSSON Er í krefjandi starfi, í framboði og nýbúinn að eignast sitt þriðja barn. ■ STARFIÐ MITT ÍSÓLFUR GYLFI PÁLMASON Afar hans hétu Ísleifur og Eyjólfur svo úr varð Ísólfur. Samansett úr Ísleifi og Eyjólfi Það er mjög sérkennilegt meðnafnið mitt að ég er einn af átta Íslendingum sem heita Ísólf- ur. Tveir eru í minni ætt, það er ég og svo á systir mín Ísólf Haralds- son. Hinir eru allir af Páls Ísólfs kyninu eða Stokkseyrarkyninu,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason al- þingismaður. „Nafnið mitt er sett saman úr afanöfnum mínum. Móðir mín er Ísleifsdóttir og pabbi er Eyjólfsson. Þau hafa lík- lega verið úrkula vonar um að eiga annan strák því þau settu nöfnin saman og úr varð Ísólfur.“ Ísólfsnafnið kom líklega hing- að til lands með landnámsmanni. Ísólfur Gylfi hefur verið að grúska í Íslendingabók og komst að því að nafnið tíðkaðist á land- námsöld og lengi fram eftir en seinni part síðustu aldar voru ekki nema átta hér á landi sem báru nafnið. „Mér fannst nafnið hálfleiðin- legt þegar ég var krakki og var yfirleitt kallaður Gylfi. Þegar ég fór að eignast börn urðu þau Ís- ólfsbörn og eftir því sem ég eltist fór nafnið að festast við mig,“ seg- ir þingmaðurinn. „Það helgaðist að hluta til af því að ég var kenn- ari í Mosfellssveit og þar var skólastjóri sem hét Gylfi Pálsson. Nöfnin okkar voru ansi lík þannig að ég fór að nota Ísólfsnafnið meira. Síðan hefur það fest við mig og mér þykir miklu vænna um það en Gylfanafnið, þó það sé ágætt líka.“ ■ ■ NAFNIÐ MITT FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Opið hús Umdæmi lögreglustjóra Akranes 13.00-17.00 Akureyri 11.00-17.00 Vegna breytinga á húsnæði verður lögreglustöðin ekki opin, en kynning og sögusýning lögreglu verður á Glerártorgi. Sérstök dagskrá fyrir ungt fólk o.fl. Blönduós 13.00-16.00 Bolungarvík 13.00-16.00 Borgarnes 11.00-17.00 Búðardalur 13.00-16.00 Eskifjörður 13.30-16.00 Fáskrúðsfjörður, Djúpivogur, Neskaupstaður og Eskifjörður Hafnarfjörður 11.00-17.00 Hólmavík 11.00-17.00 Húsavík 11.00-17.00 Hvolsvöllur 13.00-16.00 Höfn 11.00-17.00 Ísafjörður 11.00-17.00 Keflavík 11.00-17.00 Lögreglustöðin í Grindavík verður einnig opin kl. 13.00-1600 Keflavíkurflugvöllur 11.00-17.00 Lögreglustöðin við Leifsstöð Kópavogur 11.00-17.00 Lögreglusk. ríkisins 13.00-16.30 Skipulögð dagskrá með íþróttakeppni, kynningu, sýn- ingu o.fl. Ólafsfjörður 13.00-17.00 Patreksfjörður 13.00-15.00 Reykjavík 11.00-17.00 Aðallögreglustöðin og hverfalögreglustöðvar í Reykjavík, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi, nema Miðborgarstöðin við Tryggvagötu þaðan sem haldið er úti löggæslu Ríkislögreglustjórinn 11.00-17.00 Sögusýning lögreglunnar, kynning á sérsveit og umferðardeild ríkislögreglustjórans Sauðárkrókur 13.00-16.00 Selfoss 11.00-17.00 Seyðisfjörður 13.00-15.00 Egilsstaðir, Vopnafjörður og Seyðisfjörður Siglufjörður 13.00-17.00 Snæfellsnes 13.00-16.00 Stykkishólmur, Snæfellsbær og Grundarfjörður Vestmannaeyjar 11.00-17.00 Vík 11.00-15.00 Í tilefni af 200 ára afmæli hinnar einkennisklæddu lögreglu verður laugardagur- inn 26. apríl haldinn hátíðlegur hjá lögreglu um allt land. Verða lögreglustöðvar opnar almenningi og störf lögreglu og ýmis búnaður hennar kynnt. Sérstöku afmælismerki lögreglunnar verður dreift til barna. Lögregludagurinn hefst kl. 11.00 með ávarpi dómsmálaráðherra, frú Sólveigar Pétursdóttur, í húsakynnum Sögusýningar lögreglunnar að Skúlagötu 21, Reykjavík. Að loknu ávarpi ráðherrans mun sérsveit ríkislögreglustjórans vera með sýningu í samvinnu við lögregluna í Reykjavík og Landhelgisgæsluna. Lögregludagurinn 26. apríl 2003 Ríkislögreglustjóri hvetur almenning um allt land til að koma á lögreglustöðvar og sýningar lögreglu, ræða við lögreglustjóra og lögreglumenn og kynnast þannig starfsemi lögreglunnar. L Ö G R E G L AN 1 8 0 3 2 0 0 3 Kynning á lögreglunni – lögreglustöðvar opnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.