Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 26. apríl 2003 37 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 THE CORE kl. 8 og 10.30 b.i 12 ára SKÓGARLÍF 2 kl. 6 ABRAFAX OG SJÓRÆN. kl. 2 og 4 tilb. 400 3.30, 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 5.50, 8 , 10.10 og 12.15 b.i. 14 ára Sýnd kl. 5.20, 8 og 11 b.i.14.ára THE HOURS b.i. 12 kl. 8 CHICAGO b.i. 12 kl. 8 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 14 ára Sýnd kl. 8 og 10.10 b.i. 12 ára ELSKER DIG FOR EVIGT kl. 4 GAMLE MÆND I NYE... kl. 6 THE GOOD GIRL kl. 10.20 SPIDER kl. 6 PINOCCHIO kl. 4 28 DAYS LATER kl. 4 KLASS FESTEN kl. 6 EL CRIMEN PADRE AMORE kl. 10.20 KVIKMYNDAHÁTIÐ 101 SHANGHAI KNIGHTS Sýnd kl. 2 tilb. 400KALLI Á ÞAKINU TÓNLIST Vinsældir kvennakántrí- sveitarinnar Dixie Chicks í Banda- ríkjunum hrundu eftir ummæli Natalie Maines, einnar af þremur söngkonum sveitarinnar, um Bush Bandaríkjaforseta. Hún sagði á tónleikum í London að hún skamm- aðist sín fyrir það að George W. Bush kæmi frá Texas. Það fréttist og málið varð hitamál á útvarps- stöðvum þar ytra. Nokkrar stöðvar brugðust við með því að taka lög sveitarinnar úr spilun. Gífurlega dró svo úr plötusölu þeirra. Í nýlegu viðtali við Entertain- ment Weekly segja stelpurnar að þær sjái eftir ummælunum en að- eins vegna orðavalsins og að þær séu enn á móti stríði. Þær segja að viðbrögðin við ummælunum hafi farið út í vitleysu sem sýndi sig mest í því þegar öfgafullir þjóðern- issinnar tóku upp á því að eyði- leggja diska þeirra á götum úti fyr- ir að tjá skoðanir sínar. Þar kemur einnig fram að þær hafi fengið fjölda morðhótanna og segjast þær hafa tekið þær alvarlega. „Ég óttast um öryggi mitt og fjölskyldu minnar,“ segir Natalie í viðtalinu. „Vegna morðhótana verður öryggisgæslan að hafa málmleitatæki, sem mér finnst óðs manns æði. Við neyðumst til þess að grípa til þessa varúðarráðstaf- anna vegna þess hversu úr böndun- um viðbrögð fólks við ummælum mínum fóru.“ Fyrir ummæli Maines var Dixie Chicks meðal söluhæstu hljóm- sveita Bandaríkjanna í hverri viku. Eftir atvikið féllu plötur sveitarin- nar út af sölulistunum. ■ Breska pressan gerir mikið úrþví að eftir tónleikaferð Paul McCartney um heiminn muni bankainnistæða hans ná langt upp í 91 milljarð króna. McCartney er tölu- vert ríkari en sá næsti á listanum yfir ríkustu tónlist- armenn Breta. Þar er söngleikja- mógúllinn Andrew Lloyd Webber. Munurinn á milli þeirra er „að- eins“ 48 milljarðar króna. Hollywood-hetjan CharltonHeston, eða Kalli hestur eins og hann er oft kallaður, er hættur sem forseti Riffilsamtaka Banda- ríkjamanna. Heston tók þessa ákvörðun eftir að hann greindist með Alzheimer-sjúkdóminn í fyrra. Hann er orðinn 78 ára gam- all. Í heimildarmynd Michael Moore, „Bowling for Columbine“, er Heston lykilpersóna og er við- tal kvikmyndagerðarmannsins við leikarann sérstaklega eftirminni- legt. Chewbacca, eða Loðinn eins ogvið þekkjum hann hér á landi, verður með í fjör- inu í næstu Star Wars-mynd. Leikar- inn Peter Mayhew hefur verið ráðinn í hlutverkið aftur. George Lucas fannst það víst góð hugmynd að tengja „Episode III“ við eldri þríleikinn sem, eins og allir sannir stjörnu- stríðsunnendur vita, gerist á eftir þeim nýrri í tíma. Hvort þetta þýðir að Han Solo taki þátt í hasarnum er ekki vitað. TÓNLIST Aukinn áhugi á rokktónlist á meðal Breta hefur orðið til þess að rokktónlist selst nú betur en popp. Tilbúnar poppsveitir plötufyrir- tækjanna hafa um árabil verið alls- ráðandi á breska markaðinum en samkvæmt nýrri skýrslu BPI, sam- taka hljómplötuútgefenda þar í landi, seljast breiðskífur rokktón- listarmanna nú betur en poppar- anna. Þessi þróun hefur átt sér stað þrátt fyrir að plötufyrirtækin hafi eytt mun meiri fjármunum í það að auglýsa popptónlist. Söluhlutfall á rokkplötum árið 2002 jókst um 3% frá árinu á undan. Rokktónlistin á því orðið 31% af markaðinum þar í landi. Söluhlutfall popptónlistar minnkaði um 1%. Poppið á því 30,3% af breska mark- aðinum í dag. Árið 1999, á blómatíma popp- sveita á borð við B*Witched, Steps og Westlife, var 14% munur á sölu- hlutfalli popps og rokks. Þá átti rokkið aðeins um 22,4% af markaðs- heildinni. Metnaðarfullum rokksveitum á borð við Coldplay, Red Hot Chili Peppers og Oasis, sem höfða til breiðs hóps hlustanda, er þakkað fyrir þróunina. Einnig er talað um að eldri plötur sveita á borð við Queen, The Rolling Stones, Nirvana og U2 seljist alltaf vel. Popptónlistin virðist eiga mun styttri líftíma. ■ Tíðindi í plötusölu í Bretlandi: Rokk selst betur en popp RED HOT CHILI PEPPERS Dagblöð í Bretlandi eru byrjuð að tala um endurreisnartímabil í rokktónlist. Bandarískar sveitir á borð við Red Hot Chili Pepp- ers eru afar vinsælar þar í landi. Fréttiraf fólki DIXIE CHICKS Hverjum hefði dottið í hug að kántrísveit- in The Dixie Chicks myndi enda í fram- línu hinnar eilífu baráttu fyrir málfrelsi í Bandaríkjunum? Svona birtast þær á kápu Entertainment Weekly. Stúlkurnar heita (f.v.) Emily Robinson, Natalie Maines og Martie Maguire. Læti vegna ummæla um Bush: Dixie Chicks hótað lífláti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.