Fréttablaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 6
6 16. maí 2003 FÖSTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 73.15 0,26% Sterlingspund 118.39 0,52% Dönsk króna 11.30 0,09% Evra 83.88 0,06% Gengisvístala krónu 118,62 -0,05% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 201 Velta 2.912 milljónir ICEX-15 1.415 -0,01% Mestu viðskipti Baugur Group hf. 96.400.000 Pharmaco hf. 0.327.502 Þorm. rammi-Sæberg hf. 38.393.010 Mesta hækkun Þormóður rammi-Sæberg hf. 13,16% Olíuverslun Íslands hf. 2,00% Austurbakki hf. 1,47% Mesta lækkun Marel hf. -6,76% Opin kerfi hf. -3,45% Íslenskir aðalverktakar hf. -1,08% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ: 8668,0 0,2% Nasdaq: 1539,5 0,3% FTSE: 4011,1 0,9% DAX: 2970,5 1,5% NIKKEI: 8123,4 -1,5% S&P: 939,0 0,0% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Ungfrú Ísland, Manúela Ósk Harð-ardóttir, er á leið út í heim til að keppa um titilinn Ungfrú alheimur. Hvar er keppnin haldin? 2Sautján evrópskum ferðamönnum varbjargað úr klóm mannræningja í Sa- hara-eyðimörkinni. Í hvaða landi voru gíslarnir? 3Langþráð framhald kvikmyndarinnarThe Matrix verður frumsýnt um helg- ina. Hvað heitir myndin? Svörin eru á bls. 46 SAMGÖNGUR Verkefnisstjórn um byggingu Sundabrautar hefur fækkað valkostum um gerð og vegstæði brautarinnar úr fimm í þrjá. Þetta kemur fram í svari Verkfræðistofu Reykjavíkur- borgar við fyrirspurn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Tveir kostir á leið III svokall- aðri hafa verið sameinaðir í svo- nefnda eyjalausn. Hugmynd um jarðgöng hefur verið sett til hlið- ar. Valið stendur því nú um hábrú á leið I, botngöng á leið I og eyja- lausn á leið III. Mikilvægt er fyrir framgang málsins að samstaða náist um þverunarleið yfir Kleppsvík. Ekkert varð af myndun samráðs- hóps þingmanna og borgafulltrúa sem rætt var um í desember að setja á fót og ekkert samkomulag liggur fyrir um eina tillögu að þverun Kleppsvíkur. Til þess að þoka málinu áfram vill borgin að Skipulagsstofnun meti allar þrjá leiðirnar með tilliti til þess hvort þær eru færar. Ákvörðun verði tekin síðar. Borgarfulltrúar munu al- mennt hallast að leið I en Vega- gerðin vill leið III. Skiptar skoð- anir eru meðal alþingismanna. ■ UTANRÍKISMÁL „Þetta er skýrara að því leyti að reiptogið snýst ein- göngu um mjög afmarkað efni,“ segir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðinu, um stöðuna í samningaviðræðum um stækkun Evrópska efnahags- svæðisins. Eina deilumálið sem eigi eftir að leysa sé krafa Pólverja um stærri makrílkvóta. Hann segir þó erfitt að segja til um hvenær hægt verði að leggja samkomulag um stækkun fyrir þjóðþing viðkomandi ríkja. Hann kveðst þó þokkalega bjartsýnn á að kröfur Pólverja setji ekki stórt strik í reikninginn. „Pólverjar vilja fá 56.000 tonn en ekki 32.000 tonn og vilja að þetta endi hjá þeim en ekki í verksmiðj- um í Hollandi eða annars staðar í Evrópusambandslöndum,“ segir Gunnar Snorri. Þetta hefur þó ekki áhrif á önnur atriði samkomulags- ins sem búið var að ná. „Það miðar mjög vel áfram,“ segir Gunnar Snorri um önnur atriði samkomu- lagsins. Unnið sé áfram með tækni- lega útfærslu þeirra og stefnt að því að hægt verði að smeygja sam- komulagi um makrílkvóta inn í til- búinn texta. ■ STJÓRNSÝSLA Stjórn Félags ís- lenskra flugumferðarstjóra (FÍF) hefur lýst furðu á „afskiptum af kjaramálum flugumferðarstjóra“ sem felist í stjórnsýsluúttekt Rík- isendurskoðunar á Flugmálastjórn Íslands. „Verður ekki skilið öðru vísi en svo að Ríkisendurskoðun hvetji stjórnvöld til þess að beita fullri hörku gagnvart flugumferðar- stjórum og leggja þessa þjónustu niður hérlendis ef flugumferðar- stjórar fallast ekki á kaup og kjör sem ríkisvaldinu þóknast að bjóða hverju sinni,“ segir í yfirlýsingu FÍF. Eins og segir í Fréttablaðinu í gær telur Ríkisendurskoðun flug- umferðarstjóra hafa fengið meiri launahækkanir en aðra ríkisstarfs- menn. Telji stjórnvöld kröfur flug- umferðarstjóra ósanngjarnar í framtíðinni verði að láta reyna á hvort flugumferðarstjórar séu reiðubúnir í verkfall. Slíkt myndi stefna í voða alþjóðlegum flug- þjónustusamningi sem færir Ís- lendingum yfir tvo milljarða króna á ári og skapar 180 störf. Flugumferðarstjórar segjast „hjartanlega sammála“ því að sátt um kjör flugumferðarstjóra sé mikilvæg. Þeir vísa til niðurstöðu svokallaðrar réttarstöðunefndar frá árinu 1997 um ákveðið ferli í kjaramálum FÍF: „Fulltrúar þriggja ráðuneyta, Flugmálastjórnar og FÍF skrifuðu undir tillögur nefndarinnar. Þegar á reyndi ákvað ríkisvaldið að hafa þær að engu.“ FÍF segir fullyrðingu Ríkisend- urskoðunar um að flugumferðar- stjórar hafi náð betri árangri í kjarasamningum undanfarin ár en aðrir ríkisstarfsmenn vera órök- studda: „Nægir þar að vísa til ný- fallins úrskurðar Kjaradóms sem sagður er byggjast á þróun launa opinberra starfsmanna.“ Flugumferðarstjórar segja að þótt hægt væri að annast alþjóða- flugþjónustuna frá til dæmis Kanada og Bretlandi stæði eftir spurningin um íslenskt innan- landsflug. Ætlist Ríkisendurskoð- un til að Bretar og Kanadamenn taki líka við því? „Það er auðvitað alveg fráleitt að Ríkisendurskoðun hafi í hótun- um við flugumferðarstjóra og leggi ríkisvaldinu lífsreglur í átök- um sem hún sér fyrir sér um kaup og kjör þegar heil tvö ár eru eftir af gildandi kjarasamningi,“ segja flugumferðarstjórar. gar@frettabladid.is GORDON BROWN Þann 9. júní kemur í ljós hvort pundið víkur fyrir evrunni. Skýrsla evrunefndar Breta: Aðild að evru talin ólíkleg GJALDMIÐLAR Bretar munu ákveða hvort þeir taka upp evruna fljót- lega eftir að Gordon Brown, fjár- málaráðherra Breta, kynnir nið- urstöður sérstakrar nefndar sem hefur kannað kosti og galla gjald- miðilsins fyrir hagkerfi Bretlands þann 9 júní. Bresk stjórnvöld styðja aðild að evrunni en Tony Blair, forsæt- isráðherra vill fara varlega í þessu mikilvæga máli. Flestir gera ráð fyrir að niður- staða nefndarinnar verði að ekki sé hagkvæmt að sækja um aðild að myntbandalaginu. ESB sækir það fast að ríki sam- bandsins taki upp evruna því sam- eiginlegt myntkerfi var talið einn stærsti kostur þess að stofna sam- bandið á sínum tíma. ■ Samstaða hefur ekki náðst um þverun Kleppsvíkur: Þrjár Sundabrautir enn á teikniborðinu RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Reykjavíkurborg vill að Skipulagsstofnun meti strax þá þrjá kosti sem enn koma til greina um lagningu Sundabrautar til að hægt sé að þoka málinu áleiðis þó samkomulag hafi ekki náðst um hver leiðanna þyki ákjósanlegust. Ríkisendurskoðun sökuð um hótanir Flugumferðarstjórar átelja Ríkisendurskoðun fyrir að skipta sér af kjaramálum og hóta starfsstéttinni. Rangt sé að flugumferðarstjórar hafi fengið meiri launahækkanir en allir aðrir ríkisstarfsmenn. LOFTUR JÓHANNSSON „Það er auðvitað alveg fráleitt að Ríkisendurskoðun hafi í hótunum við flugumferðarstjóra og leggi ríkisvaldinu lífsreglur í átökum sem hún sér fyrir sér um kaup og kjör þegar heil tvö ár eru eftir af gildandi kjarasamningi,“ segir stjórn Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Loftur Jóhannsson er formaður félagsins. Loftur var við störf á Reykjavíkurflugvelli í gær. Kjarna- vörur Bakarahátíð í Smáralind Fylgist með spennandi keppni í brauð- og kökubakstri í Vetrargarðinum, Smáralind, dagana 16. til 18. maí Föstudaginn 16. maí: Baksturskeppni bakaríanna - Fyrri hópur ....... Laugardaginn 17. maí: Baksturskeppni bakaríanna - Seinni hópur ....... Úrslit kynnt og verðlaunaafhending .......................... Sunnudaginn 18. maí: Verk keppenda til sýnis................................ Á keppnissvæðinu verða fyrirtæki með ýmsar kynningar og uppákomur, marsipanskreytingar, súkkulaði, kaffi bakarans og margt fleira. Á sunnudeginum gefst fólki kostur á að ræða við meistarana og smakka á brauði og bakkelsi. 12:00 - 18:00 9:00 - 15:00 17:00 13:00 - 18:00 Eina deiluefni EES-viðræðna snýr að makrílkvótum: Reiptog um afmarkað efni HÖFUÐSTÖÐVAR EVRÓPUSAMBANDSINS Deilur um makríl snerta íslenska hagsmuni lítið. ÓTTAST LANDBROT Bæjarráð Hornafjarðar óttast alvarlegar afleiðingar landbrots í Austur- Skaftafellssýslu. Bæjarráðið hvetur til þess að fjármagni verði tafarlaust úthlutað til brýnna að- gerða sem Landgræðslan telur þörf á. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ■ Innlent

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.