Fréttablaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 36
Íslenskir bakarar, þjónar ogmatreiðslumenn fara sigurför um heiminn. Hafliði Ragnarsson, kökuskreytingarmeistari í Mos- fellsbakarí, náði þeim einstaka ár- angri að lenda í öðru sæti í virtri alþjóðlegri keppni í súkkulaði- skreytingum. Mjótt var á munum en heimamaður frá sjálfu súkkulaðilandinu Belgíu marði sigur. Hafliði verður heiðraður á bak- arahátíð sem stendur yfir í Smáralind. Í dag fer þar fram baksturskeppni bakaríanna. Hann segir svona samkomur mikilvæg- ar. „Það er mikilvægt fyrir þá sem eru að læra og þá sem vinna við þetta að verða sýnilegir. Við búum til mat og það er ekkert sem veit- ir okkur meiri ánægju en að finna að kúnninn er ánægður. Svo eru menn að uppfylla eigin metnað og keppa að því að ná sem bestum ár- angri.“ Bakarahátíðin stendur fram á sunnudag og spennandi að sjá hvað meistarar iðnarinnar eru að fást við. Bakarahátíðin er öll- um opin og fólki gefst kostur á að sjá og smakka. Hafliði var valinn fulltrúi í bel- gísku keppnina eftir kökumeist- arakeppni í Danmörku. Íslenska liðið hefur náð frábærum árangri í þeirri keppni undanfarin ár. Hann segir íslenska bakara ekki jafn fasta í hefðinni og margar aðrar þjóðir. „Íslenskir neytendur eru tilbúnir til að prófa eitthvað nýtt og það gefur okkur tækifæri til að þróa áfram það sem við erum að fást við.“ Hann bætir því við að einhverra hluta vegna séu íslenskir bakarar mjög opnir fyrir nýjungum og fljótir að tileinka sér nýja tækni og þekkingu. Mikill metnaður er hjá íslensk- um bökurum. Hafliði segir þann metnað ekki ná út fyrir allt. Stað- reyndin sé sú að mikil samvinna sé á milli manna og allir séu boðn- ir og búnir að hjálpa til við að ná sem bestum árangri. „Við vinnum mikið saman. Uppskriftir eru ekki leyndarmál. Uppskrift er bara uppskrift, það er maðurinn sem vinnur með hana sem gerir hana að einhverju.“ haflidi@frettabladid.is Hrósið 38 16. maí 2003 FÖSTUDAGUR Ég er kominn í stjórnmálafræðiog tók tvö próf í vor,“ segir Loft- ur Jóhannsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, sem stendur í ströngu eftir gagnrýni sem fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem ríkisvaldið er hvatt til að láta af linkind gagnvart launakröf- um flugumferðarstjóra. „Ég veit að það hafa margir verri laun en við en flugumferðarstjórar eru sam- stilltur hópur sem hefur náð ár- angri í launabaráttu sinni,“ segir formaðurinn. Loftur er fæddur og uppalinn á Hólmavík þar sem hann sleit barns- skónum. Hann hóf störf í flugum- ferðarstjórn fyrir tæpum 30 árum og hefur víða komið við í þeim efn- um: „Ég var um sjö ára skeið við flugumferðarstjórn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum við Persaflóa og líkaði þar vel,“ segir Loftur sem tók eiginkonu sína, Katrínu Albertsdóttur, með sér í það ferðalag og þar fæddust tvö af þremur börnum þeirra. „Það var gott að vera við Persaflóa, vin- gjarnlegt fólk og veðrið alltaf gott. Ég hefði vel getað hugsað mér að vera þar lengur,“ segir formaður Félags flugumferðarstjóra og hef- ur ekki hug á að gefa tommu eftir í baráttu fyrir eigin kjörum og starfsbræðra sinna sama hvað Rík- isendurskoðun segir. ■ Persónan LOFTUR JÓHANNSSON ■ er formaður Félags flugumferðar- stjóra en þeir hafa sem kunnugt er náð umtalsverðum árangri í kjarabaráttu sinni á undanförnum árum. Við það hefur Ríkisendurskoðun gert athugasemdir í nýrri skýrslu. Fagkeppni ■ Hafliði Ragnarsson er einn fremsti bakari þjóðarinnar. Hann hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna og segir mikinn metnað hjá stéttinni. ...fær lóan fyrir að kveða burt snjóinn og leiðindin. Fréttiraf fólki Úr Persaflóa í kjarabaráttu Framsóknarmönnum hefurverið legið á hálsi fyrir að punda peningum ótæpilega í auglýsingar í kosningabarátt- unni. Andstæðingum þeirra hef- ur leikið nokkur forvitni á að vita hvernig herlegheitin voru fjármögnuð og eftir að fréttir bárust af tveimur ungum drengjum sem hlupust á brott með söfnunarbauk Samfylking- arinnar á kosningahátíð hennar í Hásölum í Hafnarfirði hafa böndin borist að Framsókn. Rán- ið var framið rétt eftir miðnætti á laugardagskvöld fyrir framan nefið á gjaldkera flokksins og í kjölfarið hefur þeirri kenningu verið varpað fram að væntan- lega hafi hlaupagikkirnir verið á vegum Framsóknarflokksins og þarna tekist að bæta nokkrum krónum í auglýsingasjóð flokks- ins. Þjófarnir eru hins vegar ekki fundnir og því liggja engar játningar fyrir sem styðja þessa kenningu. ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að brúðkaup- ið á Bessastöðum tengist á engan hátt Kára- hnjúkavirkjun þótt sýslumaðurinn í Hafnar- firði sé bróðir forstjóra Landsvirkjunar. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Í Panama. Í Alsír. The Matrix Reloaded. Erum í sumarskapi 20% afsláttur í dag Undirfataverslunin Ég og Þú Laugavegi 67 sími 551 2211 LOFTUR JÓHANNSSON Gæti vel hugsað sér að búa til langframa við Persaflóa þar sem fólkið er vingjarnlegt og veðrið alltaf gott. Grunnregla nr. 12 á blindum stefnumótum: Segðu svolítið frá sjálfum þér... Imbakassinn eftir Frode Øverli Skjár 2 í haust SJÓNVARP „Við þurfum ekki fullt af fólki. Það verður sama dag- skrárstjórn,“ segir Kristinn Þ. Geirsson, framkvæmdastjóri Skjás eins um Skjá tvo sem hleypt verður af stokkunum í haust. Skjá tveimur verður dreift á Breiðbandi Landsímans, sem nú nær til 33 þúsund heim- ila á landinu og eykst notenda- fjöldinn um 3-5000 á ári. Seld verður áskrift að Skjá tveimur. Kristinn er þögull sem gröfin um væntanlega dagskrá á Skjá tveimur og hvernig hún verði frábrugðin Skjá einum: „Þetta kynnum við í ágúst. Fólk verður að bíða spennt þangað til,“ segir hann en lofar þó hagstæðu áskriftarverði þó ekki sé gefið upp hvort það verði hærra eða lægra en það sem nú þekkist hjá Stöð 2: „Þarna verður bæði inn- lent og erlent efni og þetta verð- ur spennandi kostur á sjónvarps- markaðnum,“ segir Kristinn. Ef áætlanir standast hefjast út- sendingar á Skjá tveimur í sept- ember. ■ SÚKKULAÐIMEISTARI Hafliði Ragnarsson, kökugerðarmeistari í Mosfellsbakaríi, verður heiðraður á bakarahátíð í Smáralind í dag. Hann náði öðru sæti í virtri keppni í súkkulaðiskreytingum sem haldin var í súkkulaðilandinu mikla, Belgíu. Sætir sigrar bakaranna SKJÁR EINN Eignast bróður í haust. Óskar Jónasson, kvikmynda-leikstjórinn snjalli, situr nú við og skrifar ákaft svokallað „story board“ fyrir næstu kvik- mynd sína. Hún mun fjalla um ævintýri töframannsins Skara skrípó sem er einskonar alt- eregó kvikmyndaleikstjórans þannig að Óskar verður þarna allt í öllu. Fyrirhugað er að hefja tökur í sumar eða haust. Fréttiraf fólki Ég finn yfirleitt mest gums á milli ÞESSARA tveggja! FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.