Fréttablaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 26
Sími 517 1500 • Sætún 4 • 105 Reykjavík Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Allar Teknos vörur skv. ISO 9001 gæðastaðli. w w w . i s l a n d s m a l n i n g . i s ÍSLANDS MÁLNING akrýlHágæða innimálning Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning 16. maí 2003 FÖSTUDAGUR28 JUST MARRIED 3.45, 5.50 og 8 JOHNNY ENGLISH kl. 2, 4 og 6 DREAMCATCHER kl. 10 BULLETPROOF MONK kl. 8FORSÝND KL. 10 - POWERSÝNING - BI 16 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 kl. 6NÓI ALBINÓI MATRIX OG MATRIX RELOADED kl. 12 Sýnd kl. 2, 4, 5, 6, 8, 10 og 11 b.i. 16 ára Sýnd í lúxus kl. 2, 6 og 10 kl. 4 500kr.DIDDA OG DAUÐI KÖTT...TÖFRABÚÐINGURINN kl. 4 og 6 kl. 10SAMSARA kl. 5THE PIANIST kl. 8JOHNNY ENGLISH Sýnd kl. 3, 5, 6, 8, 9 og 11 b.i. 12 ára Fréttiraf fólki Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.20 KVIKMYNDIR Kvikmyndagerðarmað- urinn Haukur Karlsson kynntist stripparanum Charles Robert Onken, eða Charlie, við tökur á ljósbláu myndinni „Leyndardómar Skýrslumálastofnunar“, sem sýnd var á Skjá 1 árið 1999. Vinskapur tókst á milli þeirra og fékk Hauk- ur leyfi til þess að fylgjast með Charlie síðustu dagana sem hann vann fyrir sér sem atvinnustripp- ari. „Við fórum í tiltekinn smábæ úti á landi þar sem hann tryllti konurnar,“ segir Haukur en hann skaut myndina snemma árs 2000. „Myndin er svo brotin upp með viðtölum sem eru tekin upp á löngu tímabili. Meginsöguþráður- inn er þó þetta ferðalag. Myndin gengur svolítið lengra en myndir hafa gert hingað til. Hann er mjög berorður og hefur sínar skoðanir á málunum. Þær eru ekkert endi- lega í takt við hinar almennu skoð- anir í samfélaginu. Það er nekt í myndinni og er kannski aðeins grófari en menn hafa vanist hing- að til.“ Það komi Hauki á óvart hversu trylltar konurnar urðu við það að sjá Charlie fletta sig klæðum. „Þær káfa og brjálast alveg. Ef karlmenn myndu haga sér svona á strippstöðum yrði þeim öllum hent út af staðnum. Konurnar fá að ganga miklu lengra.“ Charlie var fyrsti Íslendingur- inn sem sýndi andlit sitt í erótísk- um myndaþáttum tímaritsins Bleikt & Blátt. Haukur segir að hann hafi einnig setið mikið fyrir í erlendum blöðum og m.a. tekið þátt í mjög grófum myndaþáttum. „Þegar hann var að byrja um 1993 að sitja fyrir í Bleiku & Bláu voru stelpurnar alltaf með hausinn nið- ur þannig að það sást aldrei í and- litin á þeim. Það var svo mikið „tabú“ að hann var þeirra eina karlmódel fyrstu fjögur árin. Það fékkst enginn annar í þetta og hann var nánast í hverju blaði. Hann er eini maðurinn á landinu sem hefur haft atvinnu af sínum líkama í níu ár. Hann þénaði stórar fúlgur af þessu. Var með forstjóra- laun í hverjum mánuði og rúmlega það.“ Lengi var orðrómur á kreiki um að Charlie fengi ekki alltaf borgað í peningum, heldur að hann tæki því fagnandi að fá að sofa hjá sum- um af þeim konum sem hann strippaði fyrir, ef það væri í boði. „Hann er búinn að liggja með nokkrum stúlkum yfir ævina. Sjálfur segist hann vera kynlífsfík- ill. Honum gekk að minnsta kosti ágætlega í þessari ferð,“ segir Haukur og brosir af minningunni. biggi@frettabladid.is Í dag frumsýnir Regnboginn heimildarmyndina „Bad Boy Charlie“. Hún fjallar um stripparann Charlie, sem var atvinnumaður í greininni hér á landi í níu ár. Strippari á forstjóralaunum TÓNLIST „Halldór Laxness“, væntan- leg breiðskífa íslensku rokksveit- arinnar Mínus, hefur fengið mjög góða dóma undanfarið í breskum tónlistartímaritum. Platan fékk fullt hús í rokktímaritinu Kerrang og svo átta af tíu mögulegum í hinu virta vikublaði NME. Þar er sveitin sögð vera „hin íslenska Queens of the Stone Age“. „Árið 1998 var Mínus fyrsta harðkjarnasveit Íslands,“ stendur í umsögninni í NME. „Árið 2001 voru þeir orðnir þreyttir á hljóm- hörkunni og komu sér í samband við Curver, hinn íslenska Aphex Twin, og gerðu með honum blöndu af vönduðum hávaða og harðri raf- tónlist. Núna taka þeir enn eitt stökkið fram á við og búa til norð- urskauts-freðhausarokk. Ímyndið ykkur ef Queens of the Stone Age hefðu verið með partíin sín í snjó- skafli en ekki eyðimörkinni.“ Í nýjasta Kerrang fær sveitin heilsíðu undir sig þar sem meðal annars er viðtal við Frosta gítar- leikara. ■ Mínus: Fær góða dóma MÍNUS Er nú á tónleikaferðalagi um Bretland. Nýja platan hefur fengið mjög góða dóma í tónlistartímaritum. Önnur myndin í Matrix-þríleikn-um verður frumsýnd í dag. Bíó- húsagestum er bent á að eftir að myndinni lýkur, þegar allur þakka- listinn hefur rúllað í gegn, verður sýnt sýnishorn úr þriðju Matrix- myndinni. Sú verður frumsýnd um jólin. Tryggustu aðdáendur Matrix- myndanna geta farið á sérstakar miðnætursýningar í Háskólabíói um helgina og séð báðar myndirnar í einu. Leikkonan Gwyneth Paltrow hefurekki enn tekið að sér leik í kvik- mynd eftir að faðir hennar dó fyrir átta mánuðum. Á dögunum lét hún framleiðendur kvikmyndarinnar „I Love Hucka- bee’s“ vita að hún væri enn að syrgja föður sinn og bað þá um að finna aðra leikkonu í aðalhlutverkið. Þetta er önnur myndin sem hún hættir við að leika í vegna þessa. Leikkonan Naomi Watts, sem sló í gegn í „The Ring“, er nú orðuð við hlutverkið. Gwyneth eyðir nú öllum tíma sínum í London með unnusta sínum Chris Martin, söngvara Coldplay. Framleiðendur þriðju Terminator-myndarinnar ákváðu að klippa flugslys út úr myndinni af virðingu við þá sem létust í hryðjuverka- árásunum 11. september 2001. Síð- ustu ár hefur Arnold Schwarz- enegger verið að mýkjast upp og berst nú gegn óþarfa ofbeldi í kvik- myndum. Hann viðurkenndi á dög- unum að mörg ofbeldisfull atriði í nýju myndinni um Tortrímandann hefðu verið klippt út. Móðurást Auðbrekku 2, Kópavogi Meðganga og brjóstagjöf Mikið vöruúrval Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 b.i. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 6 og 9 DARKNESS FALLS kl 6, 8 og 10

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.