Fréttablaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 1
STJÓRNMÁL „Ég er í pólitík fyrir hug- sjónir mínar. Ég og umbjóðendur mínir viljum breytingar. Það hvarflar ekki að mér að segja af mér þingmennsku heldur mun ég ótrauður og harðari en nokkru sinni fyrr berjast fyrir réttum úrlausn- um ólíkra málaflokka, umbjóðend- um mínum til heilla. Til þess var ég kosinn,“ segir Gunnar Örn Örlygs- son, alþingismaður Frjálslynda flokksins, en hann situr um þessar mundir í fangelsi og afplánar dóm vegna kvótamisferlis. Í viðtali við Fréttablaðið, sem tekið var með leyfi fangelsisyfir- valda, ræðir Gunnar Örn um stöðu sína og segir frá tildrögum brot- anna sem hann kveðst bera fulla ábyrgð á. Raddir hafa verið uppi um að þingmanninum beri að segja af sér, en Gunnar segir slíkt ekki hvarfla að sér. Hann segist undrast málflutning Magnúsar Þórs Haf- steinssonar, samflokksmanns síns, út af umferðarlagabrotum sem Gunnar er einnig ákærður fyrir. „Ég studdi dyggilega við bakið á Magnúsi í kosningabaráttunni en hann fór fram í mínu heimahéraði, Suðurkjördæmi. Bæði í ræðu og riti lýsti ég mannkostum Magnúsar og halaði inn atkvæði fyrir flokkinn í minni heimabyggð. Framganga Magnúsar í fjölmiðlum og gagnvart æru minni í kjölfar síðara dóms- málsins, umferðarlagabrotanna, kom mér mest á óvart. Það verður Magnús Þór að eiga við sig.“ Nánar á síðum 22 og 23 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 30 Sjónvarp 36 SUNNUDAGUR 14. september 2003 – 221. tölublað – 3. árgangur MYNDIR BIRTAR AF MORÐINGJA Staðfest er að hnífur sem fannst nærri verslunarmiðstöðinni þar sem Anna Lindh var myrt er morðvopnið. Engin fingraför eru á hnífnum. Lögreglan í Svíþjóði birti myndir af meintum morðingja í gærkvöldi. Sjá síðu 2. HVETUR TIL SÁTTAVIÐRÆÐNA Þrátt fyrir að Ísraelsmenn hafi samþykkt að reka Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, í útlegð hvatti Arafat til þess að deilendur settust að samningaborði. Sjá síðu 2. DEILT UM TOLLA Á fundi Alþjóða við- skiptastofnunarinnar í Mexíkó eru viðræður um verndartolla ofarlega á blaði. Samtök verslunar og þjónustu vilja sjá afnám allra tolla á landbúnaðarvörum. Bændur eru ekki á sama máli. Sjá síðu 4. ÓSAMMÁLA UM SAKHÆFI Steinn Ármann Stefánsson hefur játað að hafa stungið mann til bana á Klapparstíg. Tvö gagnstæð læknaálit um sakhæfi hans liggja fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Sjá síðu 6. VEÐRIÐ Í DAG ROFAR TIL Loksins rofar til í borginni og sunnantil á landinu. Vindur er víðast geng- inn niður. Úrkoman helst á austurhluta landsins. Sjá síðu 6. BIKARINN Í VESTURBÆINN KR- ingar fá afhendan Íslandsmeistarabikarinn í knattspyrnu eftir leikinn gegn ÍBV sem hefst klukkan 14. Á sama tíma taka Vals- menn á móti Fram í sannkölluðum fallbar- áttuslag. Fylkir sækir KA heim, Þróttur mætir FH og ÍA tekur á móti Grindavík. DAGURINN Í DAG Ætlar ekki að segja af sér Gunnar Örn Örlygsson alþingismaður situr um þessar mundir í fangelsi. Í viðtali við Fréttablaðið segist hann undrast málflutning samflokksmanna gegn æru sinni. Hann segir afsögn útilokaða. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ▲ SÍÐUR 18 Svíar kjósa um Evruaðild í dag: Kosningar í skugga morðs STOKKHÓLMUR, AP Svíar ganga að kjörborðinu í dag og taka afstöðu til aðildar að sameiginlegu mynt- bandalagi Evrópu. Kosningarnar fara fram í skugga morðsins á Önnu Lindh utanríkisráðherra sem var myrt á föstudag. Lindh var eindreginn evrusinni en ekki er talið að það hafi verið ástæða morðsins. Kosningabaráttu var hætt eftir að Anna Lindh var myrt á fimmtudag. Skoðanakannanir í gær sýndu að fylgjendum evr- unnar hafði fjölgað mjög á síðustu dögum og voru ögn fleiri en and- stæðingarnir. ■ Arnarnes: Braust inn og réðst á pilt LÖGREGLA Sextán ára piltur braust inn í hús á Arnarnesi í gærmorg- un. Átti hann eitthvað vantalað við sautján ára pilt sem þar býr og kom til handalögmála þeirra á milli. Kallað var á lögregluna. Að hennar sögn var sá sem braust inn ölvaður. Hann var handtekinn og færður í fangageymslur. Var hann síðan yfirheyrður og honum sleppt. Pilturinn sem ráðist var á slasaðist nokkuð. Skarst hann meðal annars á glerbrotum. Að sögn lögreglu á árásarmaðurinn væntanlega yfir höfði sér kröfu vegna skemmda á húsinu. ■ 10:0 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu burstaði Pólland með tíu mörkum gegn engu í undankeppni EM á Laugardalsvelli í gær. Stúlkurnar léku við hvern sinn fingur og voru mörkin hvert öðru glæsilegra. Hér sést Olga Færseth með knöttinn en hún átti góðan leik og lagði upp nokkur markanna. Sigurinn er sá stærsti sem íslenskt A-landslið hefur náð í sögu íslenskrar knattspyrnu. Þjóðirnar eigast aftur við í Póllandi þann 27. september. Nánar á síður 32 Leikur Dís Ákveðið hefur verið að Álfrún Helga Örnólfsdóttir fari með hlutverk Dísar í samnefndri kvikmynd sem gerð verður á næstunni eftir samnefndri bók. Ný kynslóð íslenskra kvikmyndaleikara ryðst fram á sjónarsviðið í myndinni. Ekki haldinn efasemdum „Ég hef aldrei verið haldinn efasemdum um skoðanir mínar,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í viðtali um stjórn- málaskoðanir sínar, lífsviðhorf, um- deilda embættisveitingu, her, fjölmiðla og kínverska kommúnista. ▲ SÍÐA 16 og 17 Stofnanaleikhúsin þrjú, Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið og Leikfélag Akureyrar, glíma við margvísleg vandamál í upphafi leikárs, ekki síst fjárhagslega. Auk þess eru stöður leik- hússtjóra í húsunum að losna og óvíst hverjir taka við. Að tjaldabaki er ýmislegt slúðrað. ▲ SÍÐUR 20 og 21 Leikhús í lausu lofti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.