Fréttablaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 10
 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 22 06 0 9/ 20 03 Landsbankinn býður til opins fundar um horfur í efnahagsmálum þar sem kynnt verður hagspá bankans fyrir árin 2003 – 2010. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 16. september, annars vegar í Súlnasal Hótel Sögu, kl. 8:00 – 9:30, og hins vegar á Hótel KEA á Akureyri, kl. 12:00 – 13:30. Dagskrá Reykjavík / Akureyri. Kl. 8.00 / 12.00 Léttur málsverður í boði Landsbankans. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, býður gesti velkomna. Kl. 8.15 / 12.15 Ný hagspá Landsbankans fyrir 2003 – 2010 kynnt. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur Greiningardeildar Landsbankans. Kl. 8.35 / 12.35 Uppsveifla með opnum fjármagnsmarkaði: Taka tvö! Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans. Kl. 8.55 / 12.55 Sambúðin við stóriðjuframkvæmdirnar: Böl eða blessun? Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri BM Vallár. Kl. 9.15 – 9.30 / 13.15 – 13.30 Fyrirspurnir. Fundarstjóri: Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans. Þátttöku skal tilkynna á vef Landsbankans, www.landsbanki.is eða með tölvupósti á kristin.b.sigurdardottir@landsbanki.is fyrir kl. 16 þann 15. sept. Vinsamlega takið fram hvort mæting verður á Akureyri eða í Reykjavík. Meiri vöxtur - minni þensla? Hagspá Landsbankans 2003-2010 10 14. september 2003 SUNNUDAGUR ■ Andlát 14. september SAM NEILL Leikarinn Sam Neill fæddist á Norður-Ír- landi fyrir 55 árum en flutti til Nýja-Sjá- lands 7 ára. Hann hefur leikið í myndum eins og The Hunt for Red October, The Pi- ano og Evil Angels. 1814 Dagur bandaríska þjóðsöngsins. 1847 Scott hershöfðingi hertekur Mexíkó. 1849 Efnafræðingurinn rússneski Ivan Petrovich fæðist. 1956 Hound Dog/Don’t Be Cruel með Elvis á toppi bandaríska listans. 1979 Kenny Rogers fær stjörnu á gangstéttinni frægu í Hollywood. 1982 Grace Mónakóprinsessa deyr af sárum sem hún fékk í bílslysi. 1982 Bashir Gemayel er drepinn í Beirút. 1988 Sweet Child o’ Mine með Guns ‘n’ Roses er á toppi bandaríska listans. ■ Þetta gerðist Það var á þessum degi árið1812, fyrir 191 ári síðan, sem her Napóleons Bonaparte gekk inn í Moskvu, höfuðborg Rúss- lands. Her hans hafði unnið blóð- ugan sigur á Rússum viku áður í Borodinobardaganum. Moskva hafði allan tímann átt að vera aðalsigurlaun Napóleons en þegar her hans gekk inn í borg- ina var hún auð. Langflestir af þeim 275 þúsund íbúum sem þar bjuggu voru flúnir. Rússneski herinn hafði svo horfað og sett upp höfuðstöðvar á öðrum stað. Enginn yfirmaður, eða tzar, var eftir í borginni til þess að semja um frið og búið var að tæma flest forðabúin. Undir kvöldið kveiktu rússneskir þjóðernissinnar í þeim forðabúum sem eftir voru og skildu þannig franska herinn eftir í borginni vistalausan fyrir kald- an veturinn. Þegar eldurinn slökknaði þremur dögum síðar var borginn í rúst. Napóleon hafði verið handviss um að Alexander tzar yfir Rúss- landi yrði tilneyddur til uppgjafar myndi Moskva falla. Uppgjafar- bréfið kom hins vegar aldrei og Napóleon neyddist til þess að yf- irgefa borgina mánuði seinna. Á leiðinni til baka lenti herinn í miklum átökum. ■ NAPÓLEON Dagurinn byrjaði vel fyrir Napóleon en áður en sólin settist var allt komið í bál og brand. NAPÓLEON ■ ruddist með herlið sitt inn í Moskvu á þessum degi og átti að sjálfsögðu von á uppgjöf Rússa. Hún kom aldrei. 14. september 1812 Napóleon hertekur Moskvu Hótelinu á Brjánsstöðum áSkeiðum verður gefið nýtt nafn á sunnudaginn og eru allir velkomnir á staðinn að þiggja veitingar. Sætaferðir verða frá bílastæði Ikea í Holtagörðum og lagt verður af stað klukkan 13. Hjálmar Árnason þingmaður afhjúpar skilti með nýju nafni sem ekki verður gert heyrinkunn- ugt fyrr en þá. Eigandi hótelsins á Brjánsstöð- um, Sigrún Lára Hauksdóttir, seg- ir reksturinn hafa gengið mjög vel í sumar og ýmislegt sé á prjónunum þegar hausta tekur. Meðal annars verða villibráðar- kvöld og námskeið til uppbygg- ingar heilsunnar í umsjón Guð- mundar Björnssonar læknis og Jóhannesar Guðmundssonar mat- reiðslumeistara. ■ Sætaferðir að Brjánsstöðum Ég verð í flugvél og í lest á leiðtil Árósa á afmælisdaginn og ætli ég fái mér ekki einn öl í til- efni dagsins,“ segir Kristján Már Unnarsson fréttamaður, sem er á leið í átta vikna endurmenntun- arnám á vegum Norrænu blaða- mannamiðstöðvarinnar. Kristján Már segist ekki eiga von á afmælisgjöfum þetta árið en á sér eigi að síður ósk um gjöf. „Valur og Fram eru að leika um hvort liðið fellur niður og mín hjartans ósk er að Fram vinni leikinn. Það yrði besta af- mæligjöfin sem ég gæti hugsað mér,“ segir hann. Kristján Már segist vera á leið á afskaplega spennandi kúrs sem rekinn er af Norrænu ráð- herranefndinni. Sextán blaða- menn verða frá Norðurlöndunum og farið í kynnisferðir til spenn- andi staði svo sem Múrmansk og Norður-Noregs. „Maður er að reyna að gera sig hæfari í vinnu,“ segir Kristján hlæjandi og bætir við að þetta verði að vísu dálítið löng fjarvera frá heimili og fjölskyldu. Það stytti dvölina þó að eiginkonan komi í heimsókn á miðju tímabili. Á árum áður minnist Kristján afmælisdagsins með ánægju. „Það fylgdi deginum mikill spenningur og var heljarinnar uppákoma þegar ég var krakki en með árunum hefur minna ver- ið umleikis. Fjölskyldan hefur gert eitthvað skemmtilegt saman og ef ég hefði verið heima hefði ég kannski boðið nánustu skyld- mennum í eftirmiðdagskaffi,“ Kristján er mikill flugáhuga- maður og lærði að fljúga en nú flýgur hann í tölvunni. „Ég hef afskaplega gaman af að fara inn í tölvuna og velja mér flugvélar og ferðast um heiminn. Ég hef þegar flogið til Árósa og Múrmansk nokkrum sinnum og skoðað borgina í tölvugerðu landslagi,“ segir Kristján, sem hefur þegar brotlent nokkrum sinnum en það kemur ekki að sök, enginn meiðist. Á sumrin hef ég gaman af að ferðast og helst á tveimur fótum,“ segir Kristján Már Unnarsson, sem ætlar að reyna að komast í tölv- una á leiðinni og fylgjast með úr- slitum í leik Vals og Fram. ■ Afmæli KRISTJÁN UNNARSSON ■ á sér þá ósk heitasta að afmælisgjöfin verði sigur Fram yfir Val og að Fram haldi sér í deildinni. Fær sér öl í lestinni KRISTJÁN MÁR UNNARSSON Hann vonar heitast að hann fái sigur frá Fram í afmælisgjöf. Sigurður Þórðarson, Víðihlíð, Grindavík, lést fimmtudaginn 11. september. Jarðarförin auglýst síðar. Reynir Halldór Hilmarsson, Rjúpna- hæð 8, Garðabæ, lést fimmtudaginn 11. september. Elsa S. Melsted andaðist fimmtudaginn 11. september. Anna María Guðmundsdóttir, Gríms- stöðum, Grímsstaðaholti, lést sunnudag- inn 31. ágúst. Útförin fór fram í kyrrþey. Hafsteinn Andrésson lést sunnudaginn 31. ágúst. Útför hans fór fram í kyrrþey. Gunnar Hermann Grímsson lést fimmtudaginn 11. september. Birna Ármannsdóttir, Hátúni 12, Reykjavík, lést föstudaginn 5. septem- ber. Bergsteinn Sigurðarson frá Hjallanesi, Dalbraut 23, Reykjavík, lést fimmtudag- inn 11. september. ■ Tilkynningar ■ Afmæli Fréttablaðið býður lesendum aðsenda inn tilkynningar um dán- arfregnir, jarðarfarir, afmæli eða aðra stórviðburði. Tekið er á móti tilkynningum á tölvupóstfangið: tilkynningar@frettabladid.is. Athugið að upplýsingar þurfa að vera ítarlegar og helst tæmandi. Guðjón Þórðarson knattspyrnuþjálfari er 47 ára. Snorri Már Skúlason dagskrárgerðarmaður er 37 ára. Hallgrímur Thor- steinsson útvarps- maður er 47 ára.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.